Vísir - 01.04.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 01.04.1980, Blaðsíða 9
VISIR Þriðjudagur 1. aprll 1980 „Fjárveitinganefnd á afar annrikt frá þingsetningu, þar tii afgreiöslu fjárlaga lýkur.’ BREVTT VIBHORF TIL FJÁRLAGAGERBAR _ Þessa dagana er veriö aö af- | greiöa fjárlög frá Alþingi. Af- k, greiösla þeirra á yfirstandandi | þingi hefur vakiö meiri athygli Ien oft áöur, vegna þess aö til grundvallar vinnu fjárveitinga- Inefndar hafa verið notuö þrjú frumvörp, þ.e. októberútgáfa ITómasar Arnasonar, desem- berútgáfa Sighvats Björgvins- sonar og marzútgáfa Ragnars Arnalds. Fjárveitinganefnd á afar annrikt frá þingsetningu, þar til afgreiöslu fjárlaga lýkur. Viötöl, sem nefndin á viö ýmsa aöila, skipta hundruðum og fjöldi erinda er ótrúlegur. Um- ræður um fjárlög eru venjulega byggðar á skoðunum um magn fjárveitinga og dreifingu, en sjaldnar er vikiö aö sjálfri fjár- lagageröinni, tilgangi hennar og tilhögun. Hér verður vikið aö fjórum slikum atriöum: Skuld- bindandi útgjaldaákvæðum, há- marksnýtingu fjárveitinga, endurskoðun verkefna- og tekjuskiptingagrundvallar og hallalausum rekstri rikisstofn- ana. Heildaryf irlit rikisumsvifa A sinum tima var mörkuð sú stefna, að við gerö fjárlaga og rikisreiknings skyldi kappkost- aö aö halda öllum liðum inni til að heildaryfirlit fengist yfir fjármál rikisins i fjárlögum. Núverandi rikisstjórn hefur horfiö frá þessari stefnu i mikil- vægum atriðum. Meö þessum oröum á ég t.d. við þaö athæfi að taka oliustyrkinn út úr frum- varpinu. Hér er ekki veriö aö Bgagnrýna þau óáköp aö taka peninga, sem ætlaðir voru til að greiða niöur oliu og nota þá i ó- skyld verkefni. Aöeins er veriö aö benda á, að með þvi aö kippa þessum lið út úr frumvarpinu án nokkurrar haldbærrar réttlæt- ingar er verið að koma i veg fyrir að fjárlög sýni rikis- umávifin i raun og hverfa þann- ig mörg ár aftur I tímann i fjár- lagagerð. Hvereru markmiðin? Ekki fer á milli mála, aö fjár- lagagerð hefur stórbatnaö tæknilega á undanförnum ár- um. Koma þar einkum til um- bótastörf ráðherra, hagsýslu- stjóra, ýmissa embættismanna, formanna fjárveitinganefndar, sem vinna mikið og óeigingjarnt starf. En þaö er ekki alltaf nóg aö gera hlutina rétt, ef viö erum ekki aö gera réttu hlutina, eins og frægur stjórnunarfræðingur komst einu sinni svo snilldar- lega aö oröi. Vilji menn ná árangri veröa þeir fyrst aö setja sér markmið og siöan að velja leiöir aö þvi. I fjárlagafrumvarpi Ragnars Arnalds finnst ekkert skýrt markmiö. Biða, fresta, skulda og vona virðast vera einkunnar- orö frumvarpsins. Engin al- vörutilraun er gerö til aö fara ofan i vandamálin og leysa þau. Eina lausn stjórnarinnar felst I aukinni skattheimtu. Hvergi er spurt: Er hugsanlegt, aö aörir en rikisvaldið geti þjónaö betur þvi hlutverki, sem þaö hefur hingað til gert? Viö sjálfstæðismenn teljum, að meginmarkmiöiö viö gerö fjárlaga sé að draga úr rikisút- gjöldunum og nota eigi fjárlög sem hagstjórnartæki meö þvi að taka tillit til aöstæöna i efna- hagslifi þjóöarinnar. Til aö ná þessum meginmarkmiöum þarf að gera róttækar breytingar á undirbúningi fjárlaga og að- feröum við gerö þeirra. Fækka þarf skuldbind- andi útgjaldaákvæðum 1 fyrsta lagi þarf aö losa um skuldbindandi útgjaldaákvæöi i lögum, reglugeröum og samn- ingum. Vegna hins sjálfvirka vaxtar útgjaldanna, sem er af- leiðing skuldbindandi útgjalda- ákvæða, veröa verklegar fram- kvæmdir afgangsstærö. Þær lenda þvi oftast undir hnifnum, þegar reynt er að hnýta fyrir hallalaus fjárlög. Þess þarf aö gæta að reyna sem oftast að stofna aöeins til timabundinna útgjalda. Viöa erlendis er þaö vel þekkt viö fjárlagagerö að nefna ákveðinn árafjölda I þvi sambandi og falla þá viðkom- andi fjárframlög út af fjárlög- um af sjálfu sér aö þeim tima loknum. Þessi aöferö, sem stundum er kölluö sólsetursaö- feröin, er mikilvægt tæki fyrir stjórnmálamenn, sem venju- lega eru settir I þá stööu að þurfa aö réttlæta sparnaöar- og niöurskuröaráform sin. t stað þess er þiggjendum og notend- um fjármagns samkvæmt sól- setursaöferöinni gert aö sýna fram á gildi áframhaldandi fjárveitinga. Segja má, aö sönn- unarbyröinni sé þannig snúiö viö. Viða i Bandarikjunum þekkist. enn fremur sú regla, aö fjár- veitingar falli niöur til rikis- stofnana, ef úttektarskoöun fer ekki fram meö vissu millibili. Núllgrunnsaðferð Þá er þaö mikilvægt aö stefnt. sé aö því, aö fjárlög séu fremur á verkefnagrundvelli en stofn- anagrundvelli. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins — eöa allir þeir sem kjörnir voru i fjárveit- inganefnd af hálfu flokksins i des. sl., þ.e. undirritaður, Lárus Jónsson, Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson eru flutn- ingsmenn eftirfarandi þings- . ályktunartillögu um núll- grunnsáætlanir: „Alþingi ályktar aö fjárveit- ingar hins opinbera verði ó- bundnar af fyrri fjárveitingum, þannig aö verkefni komi til endurskoöunar frá grunni viö fjárlagagerð. Þvi skorar Al- þingi á rikisstjórn aö beita sér fyrir þvi, að „rekstrar- og fjár- hagsáætlanir” verði svo sem viö verður komiö reistar á svoköll- uöum núllgrunni.” 1 umræðunum um sparnaö og hagræöingu i rikisrekstrinum hefur margoft verið bent á van- mátt stjórnmálamanna viö for- gangsrööun verkefna. Þetta stafar öörum þræöi af þvi aö út- gjöld rikisins eru oftast til stofn- ana og deilda, en sjaldnast til verkefna. Arangur er þá yfir- leitt mældur I útgjaldaupphæö- um. í fjárlagaáætlununum og bókhaldi rikisfyrirtækja og stofnana (reyndar einkafyrir- tækja einnig) er meira lagt upp úr þvi að sýna, hve mikið er notað I ýmsa kostnaöarþætti, svo sem laun, launatengd gjöld, simakostnað, rafmagn, ræst- ingu, aökeyptan akstur o.s.frv., heldur en aö einangra alla kostnaðarþætti hvers verkefnis sem unnið er aö. Stjórnendur einkafyrirtækja og stjórnmálamenn erlendis sem trúaö er fyrir fjármunum almennings, hafa leitaö nýrra leiöa viö fjárlaga- eöa fjárhags- áætlanagerö og er Núllgrunns- áætlunargeröin (Zero Base Budgeting) ein af þeim þekkt- ari. A þessa aðferö er minnzt hér, þvi að hún er merkileg viö- leitni i þá átt aö ná betri tökum á fjárlagagerð og koma i veg fyrir þaö tregöulögmál, sem oft rikir i þeim efnum. Hámarksnýting f járveitinga Til þess að ná fram þeim meginmarkmiöum, sem lýst er fyrr i þessari grein þarf i ööru lagi aö reyna aö hagnýta fjár- magnið, sem til ráöstöfunar er á hverjum tima. Of mikil dreifing fjármagns til framkvæmda veldur oftast því, aö þaö festist I hálfköruðum byggingum. Meö þessu er veriö aö binda fjár- magn engum til gagns i allt of langan tima. Nútimatækni hefur einnig gerbreytt viðhorf- um til ráöstöfunar fjármagns- ins. 1 þvi sambandi má geta þess, að sifellt vex fasti kostn- aöurinn við ýmsar vegafram- kvæmdir svo dæmi um opinber- ar framkvæmdir sé tekiö. Tiöur tilflutningur á mönnum og tækj- um milli staöa getur þýtt aö ekkert fé veröi eftir til sjálfra vegaframkvæmdanna. Verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga t þriöja lagi er afar nauösyn- legt, ef bæta á fjárlagageröina aö endurskoöa verka- og tekju- skiptingargrundvöll rikis og sveitarfélaga, þannig aö ábyrgö og fjármögnun veröi meira á sömu hendi en nú er. neöanmóls Friðrik Sophusson al- þingismaður skrifar um nokkur þeirra atriða sem aðkallandi er að skoða, ef f járlagagerð á að þróast og fjármál ríkisins að verða vopn i baráttunni við verðbólguna. 1 nokkrum þáttum rekstrar, en þó fleirum á sviöi verklegra framkvæmda er sameiginleg fjármögnun ríkis og sveitarfé- laga. Vegna þessarar sameigin- legu kostnaöarþátttöku skapast oft skipulagsleysi I fram- kvæmdum. Sveitarfélög hneigj- ast stundum til að byggja tals- vert stærra en nauðsyn krefur og forgangsröðun verkefna ræöst fyrst og fremst af fjár- magnsgetu sveitarfélaganna. Alvarlegast er samt, aö frum- kvæöi, ábyrgö og framkvæmd haldast ekki I hendur viö fjár- mögnunina. Hallalaus stofnana- rekstur t fjóröa lagi vil ég benda á þá leiö aö fyrrgreindu marki aö þjónustustofnanir rikisins veröi sem mest reknar hallalausar. Þaö er bókstaflega grátlegt aö horfa upp á þaö, aö sértekjur og þjónustugjöld fái ekki aö hækka eingöngu vegna vlsitöluáhrifa á laun. Nægir að nefna Þjóöleik- húsiö i því sambandi. Eina hald- bæra lausnin á þessu máli er aö láta alla skatta, bæöi beina og ó- beina, liggja sömu megin hryggjar i visitölumálinu. Sumar stofnanir hafa end- urskoöaö gjaldskrár og gert á- kveönar tillögur um hallalausan rekstur. Nefna má Rafmagns- veitur rikisins, sem hafa reynt að flokka útgjöld sin þannig aö ljóst sé hvaöa útgjöld séu af fé- lagslegum toga. Því miöur hefur sá galli veriö á gjöf Njarö- ar, aö flokkunin hefur nær ein- göngu veriö byggö á skiptingu i aröbærar framkvæmdir og ó- arðbærar og þær siöarnefndu siöan kallaöar félagslegar án nokkurs stjórnmálalegs mats á félagslegum tilgangi þeirra. Þaö stendur þó vonandi til bóta. 1 heilbrigðiskerfinu, þar sem viöurkennt er, aö rlkiö eigi aö greiða bróöurpartinn af kostn- aöinum, verður þess ekki kraf- izt aö um hallalausan rekstur sé aö ræöa nema á mjög þröngum sviöum. Hitt er svo annaö mál, aö eflaust má meö ýmsum hætti kalla fram kostnaðarvitund al- mennings og fá jafnframt aö- hald að heilbrigöisstofnunum. Mér hefur verið sagt, aö i Kanada, þar sem heilbrigöis- kostnaöur hefur vaxið minna en annars staöar, sé sú regla i gildi, aö allir neytendur heil- brigðiskerfisins fái sendan reikning yfir úttekt á hverju ári, en á sama eyðublaði sé tiundaö framlag rikisins á móti. Sllk aö- ferö skapar umræöur og skiln- ing á þvi hvað veröur um skatt- peningana og getur þar af leiö- andi dregiö úr kostnaöi. Mér er ljóst, að þessi aðferð getur veriö varhugaverö á ýmsan hátt, en er þó athyglisverð engu aö siö- ur. Lokaorð í þessari grein er ekkert minnzt á allan þann aragrúa gagnrýnisatriöa, sem venjulega mest er karpaö um, þegar fjár- lög eru rædd. Hins vegar hefur veriö reynt aö varpa ljósi á nokkur þeirra atriöa, sem aö- kallandi er að skoöa, ef fjár- lagagerö á aö þróast og fjármál rikisins aö veröa vopn I barátt- unni viö veröbólguna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.