Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 4

Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ertu búin(n) að ganga frá viðbótar lífeyris- sparnaðinum? Við bendum á eftirfarandi leiðir í Lífeyrisauka Búnaðarbankans: • Ávöxtunarleið 1 – Hentar þeim sem eru 60 ára og eldri • Ávöxtunarleið 2 – Hentar þeim sem eru 40-59 ára • Ávöxtunarleið 3 – Hentar þeim sem eru yngri en 40 ára • Lífeyrisbók – Sparireikningur með hæstu verðtryggðu vöxtum Búnaðarbankans F í t o n / S Í A F I 0 0 3 5 3 9 www.bi.is FUNDUM kirkjuþings lauk í gær en alls voru afgreidd 26 mál, þau sam- þykkt, þeim vísað frá eða vísað til frekari meðferðar hjá kirkjuráði eða öðrum aðilum. Meðal ályktana sem samþykktar voru í ár var ályktun um að nefnd verði skipuð til að semja til- lögur um nýskipan kosninga til kirkjuþings þar sem jafnréttisáætlun kirkjunnar verði höfð að leiðarljósi. Nefndinni er ætlað að meta kosti og galla núverandi fyrirkomulags og kanna hvort æskilegt gæti verið að stækka kjördæmin. Einnig hvort æskilegt væri að hafa listakosningu þar sem bornir yrðu fram málefna- listar. Nefndin skal leggja tillögur sínar fyrir kirkjuþing næsta ár. Þá samþykkti kirkjuþing eftirfar- andi þingsályktunartillögu vegna kosninga til kirkjuþings á næsta ári: „Kirkjuþing minnir á að við komandi kirkjuþingskosningar reynir í fyrsta sinn á tilnefningar héraðsfunda vegna kjörs leikmanna og beinir þeim til- mælum til allra bæði presta og leik- manna sem kosningarétt hafa til kirkjuþings að hafa jafnréttisáætlun kirkjunnar í huga.“ Vísað var frá með ellefu atkvæðum gegnum fjórum til- lögu um starfsreglur um greiðslur fyrir aukaverk frá sr. Halldóri Gunn- arssyni þess efnis að greitt yrði úr kristnisjóði fyrir skírn, fermingu og hjónavígslu. Einnig var vísað frá til- lögu um breytingu á starfsreglum um kirkjuráð þess efnis að prestar kjósi þá tvo presta sem sæti eiga í kirkju- ráði og leikmenni kjósi leikmennina tvo. Kirkjuþing fjallaði einnig um til- lögu sr. Halldórs Gunnarssonar um breytingu og viðbót á lögum nr. 78/ 1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar þar sem m.a. var lagt til að kirkjuþing samþykki fjárhags- áætlun þjóðkirkjunnar og sjóða henn- ar árlega. Í því samhengi samþykkti kirkjuþing eftirfarandi ályktun: „Kirkjuþing 2001 telur að fram- undan hljóti að vera endurskoðun á þjóðkirkjulögunum m.t.t. þeirrar reynslu sem af þeim er að myndast með það að markmiði að lagfæra ein- stök atriði sem til bóta mættu horfa. Undirbúning þeirrar endurskoðunar er rétt að fela kirkjuráði.“ Sjö mál afgreidd á síðasta degi kirkjuþings í gær Nefnd endurskoði kjör kirkjuþingsfulltrúa TÍGULTÁTI, nýr fugl á Íslandi, hefur sést í Þorlákshöfn und- anfarna daga. Fuglinn sást fyrst síðastliðinn laugardag og hefur sést margoft síðan, enda heldur hann sig á sömu slóðum og gæðir sér á stikkilsberjum og fræum. Tígultáti er amerískur fugl, sem hefur villst hingað á farflugi frá Norður- til Suður-Ameríku. Hann er skyldur finkum og tittlingum, þar á meðal snjótittlingi. Tígultáti er einn þeirra fugla sem íslenskir fuglaskoðarar hafa beðið lengi eftir að sjá hér á landi. Hann er sára- sjaldgæfur í Evrópu, hefur sést þar um 30 sinnum, þar af 25 sinnum á Bretlandseyjum. Þetta haust hefur verið sérlega ríkt af komu flækingsfugla, bæði að austan og vestan. Mikil þrasta- ganga hefur verið frá Evrópu. Grá- þrestir, svartþrestir og söngþrestir hafa sést í stórum hópum og er þetta talin stærsta söngþrasta- ganga frá upphafi. Auk tígultátans hafa sést þrjár aðrar amerískar tegundir að undanförnu. Far- þröstur sást í Vestmannaeyjum, hlýraþröstur á Höfn í Hornafirði og krúnuskríkja á Kópaskeri. Fjórar tegundir amerískra fugla þykir mikið á einu ári því oft sjást ekki nema ein eða tvær yfir árið. Ljósmynd/Daníel Bergmann Tígultáti á Íslandi VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur fær jafnréttisvið- urkenningu Jafnréttisráðs í ár en næstum áratugur er nú liðinn síð- an viðurkenningin var fyrst veitt. Orkuveita Reykjavíkur, Hafn- arfjarðarbær og kvennanefnd Verkfræðingafélags Íslands voru einnig tilnefnd til verðlaunanna en ákveðið var að verðlauna VR fyrir sérstakt og eftirbreytnivert framtak í jafnréttismálum, að því er fram kom í máli Elínar Líndal, formanns Jafnréttisráðs. Á mynd- inni sést Elín ásamt Páli Péturs- syni félagsmálaráðherra sem sá um að afhenda Magnúsi L. Sveins- syni, formanni VR, viðurkenn- inguna. Morgunblaðið/Golli VR fær jafnréttis- viður- kenningu ÁKÆRA gegn tveimur mönnum sem eru sakaðir um fjölda innbrota og stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Annar mannanna er sakaður um að eiga stærri þátt í innbrotunum, en hann er sakaður um að hafa einsam- all framið fimm þjófnaði en sex í fé- lagi við hinn manninn. Verðmæti þýfisins úr þessum innbrotum nem- ur 11 milljónum króna. Er þá ótalið tjón á hurðum, rúðum eða húsbúnaði og vinnutap eða annað tjón sem hlaust af innbrotunum er ekki tekið með í reikninginn. Lögreglu tókst þó að endurheimta stóran hluta af þýfinu. Þýfið úr inn- brotunum sem félagi mannsins framdi með honum nemur um sjö milljónum króna. Mennirnir, sem eru á þrítugsaldri, eru báðir ákærðir fyrir fíkniefna- lagabrot auk fleiri afbrota. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því þeir voru handteknir 19. sept- ember sl. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru þrír til viðbótar á ein- hvern hátt viðriðnir innbrotin en þeir hafa ekki verið ákærðir. Hjalti Pálmason, lögfræðingur hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, sæk- ir málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Verðmæti þýfis- ins nemur 11 milljónum króna Tveir menn ákærðir fyrir þjófnað SVEINN Runólfsson landgræðslu- stjóri hafði ekki fregnað af land- broti við Múlakvísl neðan vegar á Mýrdalssandi fyrr en hann sá frétt Morgunblaðsins í gær. Hann sagði í samtali við blaðið að landbrot ofan vegar væri algengara og þar hefðu tugir hektara af bæði grónu landi og sandlendi horfið í ána. „Múlakvíslin er ekkert lamb að eiga við, hún er fljót að éta hvern hektara af landi sem við græðum upp. Það er mjög erfitt og kostn- aðarsamt að takast á við kvíslina. Þeir þrír varnargarðar, sem hafa verið reistir við brúna, kostuðu um eina milljón hver á sínum tíma. Þegar vatnsmagnið er þetta mikið er í raun lítið hægt að aðhafast. Sjatna þarf í henni meira til þess,“ sagði Sveinn. Fram kom í blaðinu í gær í máli Jóhannesar Kristjánssonar, bónda á Höfðabrekku, að hann hefur misst töluverðar landspildur vegna umbrota í Múlakvíslinni. Hann sagði ekkert hafa verið hlustað á kröfur hans um fá landið bætt. Að- spurður sagðist landgræðslustjóri telja að landeigendur ættu almennt ekki rétt á bótum frá Vegagerðinni eða Landgræðslunni, lögum sam- kvæmt, það væri frekar mál Við- lagatryggingar Íslands ef um stór- tjón væri að ræða á ræktuðu landi. Enginn bótarétt- ur af landmissi Landgræðslustjóri um Múlakvísl EKKERT sem líktist miltisbrands- gró fannst í dufti, sem féll úr plast- umbúðum utan um tímaritið The Economist þegar þær voru opnaðar á mánudag á skrifstofu Borgarend- urskoðunar. Endanlegar niðurstöð- ur rannsóknar lágu fyrir hjá sýkla- fræðideild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í gærmorgun. Ólafur Steingrímsson yfirlæknir á sýkla- fræðideild hafði í kjölfarið samband við lögreglu sem rauf innsigli á skrif- stofum Borgarendurskoðunar. Aðspurður um hvers konar duft væri um að ræða sagði Ólafur að það hefði ekki verið skoðað sérstaklega en deildin hefði gefið sér að um væri að ræða duft, sem væri notað til þess að auðvelda pökkun á tímaritum. Símon Hallsson borgarendurskoð- andi segir að starfsemin væri óðum að komast í samt horf. Hann telur að þrátt fyrir að lögregla og slökkvilið hafi brugðist hratt og örugglega við hafi verið greinilegt að viðbrögðin höfðu ekki verið æfð sérstaklega en verið væri að vinna að þeim málum. „Það þarf að fara yfir þessi mál. For- stöðumenn sem lenda í því að starfs- menn þeirra fá einhverja dularfulla sendingu geta ekki litið þannig á að þetta sé ekki hættulegt. Þeir geta ekki tekið neina áhættu í svona mál- um, það er ekki hægt,“ segir Símon. Þegar menn standi frammi fyrir slíku eru þeir tilneyddir til að hafa samband við viðeigandi aðila, lög- reglu og slökkvilið og láta þá bregð- ast við þessu. „Maður getur ekki bara brosað út í annað og sagt: „Þetta er bara eitthvað hvítt duft sem er engin hætta stafar af.““ Enginn miltis- brandur fannst Borgarendurskoðun opnuð á ný

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.