Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 34

Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÉG ER ekki á móti þeirritækni sem gerirsnemmskoðun mögu-lega, síður en svo,“ hefur Linn mál sitt en hún skrif- ar grein í fylgirit nýjasta tölu- blaðs læknablaðsins sem fjallar um fósturgreiningu snemma á meðgöngu. „Ég vil aðeins að konur viti í hverju prófið felst og hvaða ákvarðanir gæti þurft að taka í framhaldinu. Mér finnst heldur ekki rétt að heilbrigð- iskerfið ákveði að þetta próf sé gott fyrir allar þungaðar konur og að þeim sé öllum sjálfkrafa boðið að fara í það. Það er auk þess nauðsynlegt að umræðan sé ekki aðeins á forsendum tækn- innar heldur einnig siðfræðinn- ar.“ Hin sögulega þróun, sú hefð, sem skapast hefur í mæðraeft- irliti, hvað varðar fósturgrein- ingar, þ.e. ómskoðanir og leg- vatnsástungur, hefur að sögn Linn verið notuð sem ein að- alröksemdin fyrir því að taka upp snemmskoðun meðal allra þungaðra kvenna. „En hefur þessi þróun verið rædd á op- inberum vettvangi, hafa konur og verðandi foreldrar almennt gert sér grein fyrir þeim breyt- ingum sem hafa átt sér stað og hvað er raunverulega verið að kanna í slíkum skoðunum?“ Linn telur rétt að bjóða þung- uðum konum, sem eru 35 ára og eldri, og eru því taldar komnar í áhættuhóp hvað varðar fóstur- galla, upp á snemmskoðun. „Óm- skoðun snemma á meðgöngu (snemmskoðun) gefur aldrei 100% öruggar niðurstöður. En hún er áhættulaus aðferð og því betri en legvatnsástungan sem hingað til hefur verið notuð nær eingöngu.“ Spurningin að hennar mati er hinsvegar hvort eigi að setja all- ar þungaðar konur undir sama hatt og að yfirvöld hafi frum- kvæði að því að bjóða þeim þessa skoðun. Ótal spurninga þurfi að spyrja áður en ákvörðun er tekin um að bjóða snemm- skoðun fyrir allar þungaðar kon- ur og leita á svara m.a. utan læknavísindanna. Aðrar greinar en læknisfræði „Mér finnst rangt að þröngur hópur fagfólks sé stefnumótandi á þessu sviði. Læknar geta vissulega verið ráð- gefandi en af hverju ætti ekki fagfólk á öðrum sviðum að koma þar að? Prófið kemur inn á svo marga þætti, svo sem menningu, lífsviðhorf og hamingju. Allir þessir þættir fléttast saman. Mannfræði, fé- lagsfræði, sálfræði, kvennafræði og fleiri stéttir gætu hugsanlega haft ýmislegt fram að færa í þessum málum. Þetta er krefj- andi umræða og hefur ótal hliðar. Læknir getur frætt foreldra um áhættur sem fylgja prófinu og svo framvegis, það er hans fag. En þrátt fyrir að góður læknir hafi mikla þekkingu á lífinu, þá hefur hann ekki lykilinn að lífs- hamingjunni frekar en aðrir.“ Erlendar rannsóknir hafa sýnt að um leið og farið er að bjóða upp á próf af þessu tagi, telur konan að það hljóti að vera sér í hag og vafasamt sé því að hafna tilboðinu. Opinbert heilbrigðiskerfi á að mati Linn að vara sig á að bjóða öllum þunguðum konum upp á snemmskoðun því allar hliðar þess eru ekki þekktar. „Það er allt annað mál þegar konan á sjálf frumkvæðið að fara í slíkt próf. Það að neita tilboðinu er ekki það sama og að hafa ekki beðið um prófið og af þeim sökum ekki farið í það. Tilboðið skapar mikla ábyrgð.“ Linn segir að vafasöm skilaboð séu óbeint send með því að bjóða öllum konum í skoðun sem miðar að því að finna ákveðna fötlun hjá fóstrinu. „Ef kona eignast barn með Downs-heilkenni gæti í auknum mæli mætt henni viðmót í samfélaginu sem einkennist af því að hún hafi greinilega tekið þá ákvörðun að eignast barnið, þrátt fyrir að hafa farið í prófið eða að prófið hafi hreinlega ekki gefið rétta niðurstöðu. Tilvist barnsins á ekki að þurfa að vekja upp spurningar hvort móðirin hafi valið „rétt“.“ Hvað felst í ómskoðun? „Læknisfræðilega séð er óm- skoðun flókið og margþætt próf. En frá sjónarmiði foreldra er óm- skoðun oft mjög hugguleg upp- lifun. Foreldrarnir „sjá“ barnið og óléttan verður raunverulegri. En vandinn er sá að þetta sama próf getur gefið óvæntar upplýs- ingar sem setja foreldrana í erf- iða aðstöðu sem þeir hafa jafnvel alls ekki átt von á. Prófið er gert í þeim tilgangi fyrst og fremst að skera úr um hvort frávik séu til staðar eða ekki. „Ég held að kon- ur geri sér almennt ekki grein fyrir því að ómskoðun sé í raun- inni fósturgreining með það með- al annars að markmiði að finna litningafrávik. Konur fara í óm- skoðun til að sjá að allt sé í lagi, en þær gera sér kannski ekki full- komlega grein fyrir því að möguleikar eru á að svo sé ekki og að þær gætu þurft að standa frammi fyrir stórri persónulegri ákvörðun.“ Linn segir að ákvörðunina þurfi auk þess að taka innan ákveðins tíma sem skapi enn meiri þrýsting. „Konan þ taka afdrifaríkar ákvarð ástandi sem einkennist a óöryggi, gríðarlega miklu og hugsanlega sorg og kennd.“ Tilgangur snemmskoð Linn bendir ennfremur syn þess að markmið sk innar séu skýr. „Er markm bjóða öllum konum sko með öryggi í huga og er þ irsóknarvert að engin kon ist barn með Downs-heilke Hvað viljum við bjóða fó á að vita hver er tilgang því að fólk viti það? Þe ekki eingöngu læknsifræ spurningar heldur samfél ar og þeirra telur Linn nauðsynlegt að spyrja. „ gangurinn með skoðuni fjarlægja Downs-heilkenn öllu úr samfélaginu eða gangur hennar að bjóða sem eru í sérstökum áhæ meira öryggi?“ Yfirlýst markmið snem unar er m.a. að kanna fóstra, hversu langt er meðgöngu og leita alv fósturgalla sem verða til barnið getur ekki lifað, Í fylgiriti Læknablaðsins er fjallað um snemm Læknavísin eingöngu að Margir foreldrar líta á ómskoðun sem fjöl- skylduatburð og tækifæri til þess að sjá barnið. Sunna Ósk Logadóttir ræddi við Linn Getz, trúnaðarlækni Landspítala – háskólasjúkrahúss, sem telur að færri geri sér grein fyrir því að skoðunin felur í sér fósturgreiningu sem gæti haft erfiða ákvarðanatöku í för með sér. „Ég er þeirrar skoðunar a haf ÁÆTLANIR eru uppi um a öllum þunguðum konum óm í 11.-14. viku meðgöngu (sn skoðun) til þess m.a. að gre urgalla (fyrst og fremst Do heilkenni) en nú fara konur un þegar þær eru gengnar vikur. Tæknin miðar einku að greina og mæla svokalla hnakkaþykkt fóstursins og ingu á lífefnavísum í blóði. blóðsýni tekið úr móðurinn ur á litningagöllum fósturs aðar út með því að skoða pr og þungunarhormón í blóði Barnshafandi konum hér gefst nú þegar kostur á lífe mælingu, samhliða hnakka armælingu til að meta líkur Hvers snemm Hvernig er hægt að tala um frjálst val þegar útkom- an liggur fyrir? ÍSLENSK VERSLUN EÐA ERLEND? ÓGN SKOTVOPNA Morgunblaðið greindi frá þvífyrir tveimur dögum aðdregið hefði úr smygli á skotvopnum hingað til lands eftir að reglum þar að lútandi var breytt árið 1997. Þá er eftirlit með veit- ingu skammbyssuleyfa strangara en áður og gerðar eru strangar kröfur til þeirra sem sækja um slík leyfi. Það er ánægjulegt að skilyrði fyrir því að öðlast skotvopnaleyfi séu það ströng hérlendis að um- gengni við skotvopn hefur ekki ver- ið vandamál. Skotveiðimenn hafa þó kvartað undan því að reglur og lög hér um meðferð skotvopna séu þau ströngustu í Evrópu auk þess sem þeir hafa gagnrýnt ýmis tæknileg atriði í löggjöfinni sjálfri. En þeir hafa sett sér ákveðnar siðareglur um meðferð skotvopna og er það vel. Ströng löggjöf hefur ekki alfarið komið í veg fyrir umferð skotvopna í undirheimum Reykjavíkur, heimi fíkniefnanna. Lögreglan í Breið- holti hafði til dæmis upp á tölu- verðu magni af ýmsum skotvopnum um síðustu helgi og atvik sem komu upp fyrr á þessu ári bentu sterk- lega til þess að skotvopn væru í umferð í fíkniefnaheiminum. Ástandið erlendis gefur okkur Ís- lendingum jafnframt vísbendingu um mikilvægi þess að geta stuðst við skilvirk lög og reglur um með- ferð skotvopna. Síðastliðið sumar var til að mynda haldin ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna sem miðaði að því að koma á skuldbind- ingum ríkja til að stemma stigu við ólöglegum viðskiptum með skamm- byssur og smærri skotvopn. Á ráð- stefnunni kom fram að árlega léti hálf milljón manna lífið af völdum smárra vopna. 80% þeirra voru börn og konur og stórt hlutfall hafði látist af völdum voðaskota eða annarra slysa. Mannréttindasam- tök ýmiss konar og fjölmörg ríki sem sóttu ráðstefnuna hvöttu til þess að settar yrðu reglur sem tak- marka flutning á byssum og skot- vopnum milli landa, með það fyrir sjónum að koma á frekara eftirliti með ólöglegri vopnasölu. En því miður voru hagsmunir stórvelda á borð við Bandaríkin, Kína, Suður- Afríku, Arabaríkin og Suðaustur- Asíu-bandalagsríkja á þessu sviði það miklir að þau reyndust ekki tilbúin að bindast neinum skuld- bindingum af því tagi. Við Íslend- ingar getum hins vegar hrósað happi yfir því að aðstæður hér- lendis eru langt frá því að vera með sama hætti og víða erlendis. Tak- markaðar leyfisveitingar og skil- virkt eftirlit með skotvopnum er forsenda fyrir því að meðferð ólög- legra skotvopna og smygli á vopn- um til landsins sé haldið í lágmarki. Þess er að vænta að svo verði áfram og íslenska þjóðin þurfi ekki að bætast í hóp fjölmargra þjóða sem daglega óttast ógnina sem stafað getur af skotvopnum. Í Morgunblaðinu í gær birtist fréttþess efnis að verið væri að skipta merkingum á ensku út fyrir merkja- skilti á íslensku í verslun Deben- hams í Smáralind. Skilti á ensku fylgdu stöðluðum pakka frá móður- fyrirtækinu en þar sem íslensk skilti bárust ekki í tæka tíð fyrir opnun verslunarinnar voru þau ensku sett upp til bráðabirgða. Þessar tilfæringar ættu ekki að teljast til tíðinda þar sem það hlýtur að vera frumskilyrði að verslanir á Íslandi sýni viðskiptavinum sínum þá sjálfsögðu þjónustulund að allar upplýsingar og leiðbeiningar í versl- ununum séu á íslensku, þó ekkert sé því til fyrirstöðu að þær séu einnig á ensku til hægðarauka fyrir erlenda viðskiptavini eða aðra sem ekki skilja íslensku. Svo virðist þó sem þetta sé ekki sjálfgefin regla. Í sömu frétt segir frá því að stöðl- uðum pakka frá fyrirtækinu Nike hafi verið stillt upp gagnrýnislaust með enskum textum í versluninni Útilífi, á þeim forsendum að heildar- ímynd Nike sé úthugsuð „frá a til ö“. Það getur tæpast talist markaðs- stefnu Útilífs og Nike á Íslandi til framdráttar, þar sem ætla má að ímyndarhönnun vörumerkja mótist að öllu jöfnu af þeim markmiðum að varan sé sem aðgengilegust fyrir viðskiptavini á hverju markaðssvæði fyrir sig og þar af leiðandi markaðs- sett á því tungumáli sem neytendur þar skilja best. Í frétt blaðsins í gær um ráðstefnu Samtaka verslunar og þjónustu og Aflvaka hf. um verslun og svæðis- skipulag, var haft eftir John A. Daw- son, prófessor við Edinborgarhá- skóla, að fyrirtæki í verslun séu að stækka, þeim fækki hratt og versl- unin sé alþjóðleg. Þessa þróun má ekki síður merkja hér á landi en ann- ars staðar. En þó áhrif og völd al- þjóðlegra verslunarfyrirtækja séu að aukast, eins og Dawson bendir á, er ótækt að þau völd hafi mótandi áhrif á málfarslega þróun sam- félaga. Tungumál hverrar þjóðar er lif- andi og afar öflugt tæki, sem á fram- tíð sína undir því að þeim sem málið tala finnist það þjóna tjáningarþörf sinni og hugsun með viðunandi hætti. Til að viðhalda þeirri tilfinn- ingu að tungumálið sé því hlutverki vaxið er afar mikilvægt að leggja rækt við þá þætti tungunnar er snúa að hversdagsleikanum og daglegu lífi fólks, því flestir eru mun meðvit- aðri um málvitund sína á hátíðlegum stundum. Erlendar leiðbeiningar í verslun- um á Íslandi geta orðið til þess að gera íslensku framandlega í ákveðnu samhengi í málheimi neytandans – algjörlega að óþörfu því þær þjóna þörfum hans síst betur. Hugsunar- leysi af þessu tagi er því íslenskri verslun til vansa, sérstaklega í ljósi þess að íslensk verslun hefur um árabil rekið fyrir því áróður að hag neytenda sé betur borgið ef þeir versla hér heima en ekki erlendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.