Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isBjörgvin Sigurbergsson fór holu í höggi á Spáni / B1 Afturelding skellti FH í fram- lengdum leik í Varmá / B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í  Kjörgarði breytt í hótel.  Ragnar Ólafsson gerir út túnfiskbát frá Suð- ur-Afríku.  Greiðslumat er ekkert grín. Íbúðalánasjóð- ur leggur áherslu á raunhæft greiðslumat og ráðgjöf til umsækjenda.  Birgir Ísl. Gunnarsson seðlabankastjóri seg- ir ríka ástæðu til að halda vöxtum háum. Á FJÖLMENNUM fundi sjálf- stæðismanna í Garðabæ í gær- kvöldi lýsti Ingimundur Sigurpáls- son fyrrverandi bæjarstjóri og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins því yfir, að hann myndi ekki gefa kost á sér til framboðs í bæjar- stjórnarkosningunum næsta vor. Ingimundur var bæjarstjóri í Garðabæ í 13 ár, eða allt þar til hann tók við starfi forstjóra Eim- skipafélags Íslands. Hann var kjör- inn í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í kosningunum vorið 1998 og hyggst sitja þar út tímabil- ið. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ mun ákveða í næsta mánuði hvort efnt verður til próf- kjörs um skipan lista flokksins. Ingimundur gefur ekki kost á sér Garðabær LÖGREGLAN í Borgarnesi hand- tók tvo karlmenn um tvítugt í fyrrinótt vegna gruns um ræktun á kannabisplöntum. Við húsleit hjá öðrum mannanna var hald lagt á fimm ræktarlegar plöntur og fara þær til frekari rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar í Reykja- vík. Einnig fundust í húsinu áhöld til fíkniefnaneyslu og nokkur grömm af maríjúana. Eftir yfirheyrslur viðurkenndi annar piltanna, húsráðandinn, að hafa átt plönturnar og var báðum piltunum sleppt úr haldi í gær- kvöldi. Telst málið að fullu upp- lýst. Afskipti voru höfð af fleirum í Borgarnesi vegna þess máls en þeir ekki handteknir. Piltarnir hafa áður komið við sögu í fíkniefnamálum, að sögn lögreglunnar. Grunur hafði verið uppi í nokkurn tíma um að plöntur væru í ræktun í húsinu. Miðað við stærð plantnanna er ljóst að þær hafa verið í ræktun í nokkra mán- uði. Lögreglan hafði piltana ekki grunaða um að hafa selt fíkniefni út fyrir húsið, að því undanskildu að vinir hafi notið kunningsskap- arins. Kannabis- plöntur í ræktun Tveir teknir í Borgarnesi BIFREIÐ valt á Villingaholtsvegi á móts við bæinn Vatnsenda í gær- kvöld. Tveir menn voru í bílnum og er ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Mennirnir voru ekki taldir alvarlega slasaðir, að sögn lögregl- unnar á Selfossi. Bíll valt á Villinga- holtsvegi FÓLKSBIFREIÐ valt innan við nyrðri gangamunnann í Hvalfjarðar- göngum um klukkan sjö í gærkvöld og var göngunum lokað í klukku- stund vegna slyssins og umferð beint um Hvalfjörð. Ökumaður var einn í bílnum og slapp með smávægileg meiðsl. Orsök slyssins er rakin til þess að ökumaður sofnaði í bílnum þegar hann kom akandi eftir göngunum sunnan frá. Bifreiðin er talin gjör- ónýt eftir veltuna og talsverðar skemmdir urðu á dúkklæðningu í göngunum á um tíu metra kafla þar sem bíllinn skall á veggnum. Talsvert mikið af bensíni lak úr bílnum Bifreiðin var um einn kílómetra frá nyrðri gangamunnanum þegar óhappið átti sér stað. Talsvert lak af bensíni úr bílnum þar sem hann hafnaði á hvolfi og fóru starfsmenn ganganna þegar niður og spautuðu efni á götuna til að hindra að bensín- ið flæddi niður göngin. Þá mætti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á staðinn og aðstoðaði við að hreinsa upp bensínið, áður en lögreglan taldi óhætt að opna göngin fyrir umferð á nýjan leik. Morgunblaðið/Árni Sæberg Talsverðar skemmdir urðu á dúkklæðningu í Hvalfjarðargöngum eftir bílveltu í gærkvöld. Bílvelta í Hval- fjarðargöngum ÞRETTÁN ára piltur úr Reykjavík, sem lögreglan aug- lýsti eftir í gærkvöld, var ekki kominn í leitirnar þegar Morg- unblaðið fór í prentun í nótt. Pilturinn heitir Andri Þór Valgeirsson. Hann er 165 cm á hæð, grannur með blá augu og gullitað stuttklippt hár. Andri Þór strauk af meðferðarheim- ilinu Torfastöðum í Árnessýslu síðastliðinn sunnudag ásamt fjórtán ára stúlku úr Hafnar- firði. Hún kom í leitirnar um kvöldmatarleytið í gær en gat engar upplýsingar gefið um Andra Þór. Að sögn lögregl- unnar í Hafnarfirði var hún beðin að grennslast fyrir um stúlkuna síðdegis á mánudag án þess að óskað hafi verið eftir lýsingu á henni opinberlega. Þegar Andri Þór strauk var hann klæddur rauðri og svartri úlpu með hvítum stöfum á bak- inu og í bláum buxum. Sést hafði til hans í Reykjavík eftir strokið en síðdegis í gær ósk- uðu aðstandendur hans eftir að lýst yrði eftir honum. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hann eiga að snúa sér til lögreglunn- ar í Reykjavík. Lýst eftir 13 ára pilti í Reykjavík ÍSLENSKA fyrirtækið Omega Farma ehf. hefur unnið dómsmál sem bandaríska lyfjafyrirtækið Merck&Co. höfðaði gegn fyrirtæk- inu. Málið er m.a. athyglisvert sök- um þess að þetta mun vera í fyrsta skipti sem tekist er á um túlkun á einkaleyfi sem varðar framleiðslu- aðferð á virku lyfjaefni fyrir ís- lenskum dómstólum. Forsaga málsins er sú að frá árinu 1998 hefur fyrirtækið selt á Íslandi lyfið FINOL en það er not- að til meðferðar á góðkynja stækk- un blöðruhálskirtils. Lyfið inniheld- ur virka lyfjaefnið fínasteríð sem framleitt var af indversku lyfjafyr- irtæki. Merck&Co. taldi aftur á móti að fínasteríðið sem Omega Farma notaði væri framleitt sam- kvæmt einkaleyfinu IS 1671 sem er í eigu Merck&Co. Af þessum sök- um var Omega Farma stefnt í nóv- ember 1998. Dómur féll í Héraðsdómi Reykja- víkur síðla árs 1999, Omega Farma í óhag. Málinu var vísað til Hæsta- réttar sem vísaði málinu heim í hér- að til frekari meðferðar. Héraðs- dómur felldi dóm á ný í júlí á þessu ári en með dómnum var Omega Farma sýknað af öllum kröfum Merck&Co. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar en frestur til þess rann út á mánudaginn. Bandarískur lyfjarisi Friðrik Steinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Omega Farma, sagði í samtali við Morgunblaðið að málið sé hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Þá sé málið merkilegt sökum þess að um væri að ræða fyrsta dómsmálið í Evrópu þar sem Merck&Co lét reyna á túlkun á einkaleyfinu IS 1671 en samsvar- andi einkaleyfi og hið íslenska megi finna í flestum löndum Evrópu. Ljóst væri að niðurstaða íslensku dómstólanna væri að mörgu leyti fordæmisgefandi, a.m.k. fyrir hið norræna dómskerfi. Aðspurður sagði Friðrik Steinn að málareksturinn hefði kostað fyr- irtækið um fimm milljónir króna. Merck&Co. er gríðarstórt fyrir- tæki með starfsemi í mörgum lönd- um. Fyrirtækið seldi í fyrra vörur fyrir rúmlega 40 milljarða banda- ríkjadala í fyrra. Lögmennirnir Jón Halldórsson hdl. og Óskar Thorarensen hdl. sáu um málflutning fyrir Omega Farma. Omega Farma vann dómsmál um einkaleyfi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.