Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 1

Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 1
244. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 25. OKTÓBER 2001 LJÓST er að tíu manns að minnsta kosti fórust snemma í gærmorgun þegar tveir vöruflutningabílar rákust saman í St. Gotthards-jarðgöngunum í Sviss. Hluti þaks ganganna er talinn hafa hrunið. Óttast var að fórnarlömb slyssins væru fleiri, en eldur varð laus í bílunum og breiddist út um 300 metra kafla af göngunum. Slysið varð klukkan 7.45 að stað- artíma um hálfan kílómetra frá syðri munna ganganna. Þykkur reykur barst um göngin frá öðrum vöruflutn- ingabílnum sem var með hjólbarða- farm. Um 150 slökkviliðsmenn og björgunarmenn fóru þegar á staðinn frá bænum Airolo og Ticino-kantónu en komust ekki strax að bílflökunum vegna hita og reyks. Reykjarbólstrar sáust koma út um syðri munnann og loftræstingarop á göngunum. Svissneska sjónvarpið sagði að annar bílstjórinn hefði farist en hin- um hefði tekist að komast út og snúa mörgum öðrum bílstjórum frá slys- staðnum en hægt er að nota hliðar- göng við aðalgöngin í neyðartilfellum. Lögreglumenn sögðu að mörgum hefði þegar verið bjargað út en er síð- ast fréttist komust björgunarmenn ekki að fimm eða sex bílum sem lokast höfðu inni vegna eldsins. Var ekki ljóst hvort farþegar þeirra náðu að komast út í tæka tíð. Vitað var að auk vörubílstjórans fórust að minnsta kosti níu manns í öðrum bílum og virtist fólkið hafa kafnað. Átta voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun og nokkrir fengu áfallahjálp. Að sögn yfirvalda hafa St. Gott- hards-göngin verið talin mjög örugg en ekki eru vegrið milli gagnstæðra akbrauta til að draga úr árekstra- hættu. Fyrir tveim árum varð mann- skætt slys í Mont Blanc-göngunum milli Frakklands og Ítalíu og fórust 39 manns. Ekki eru neyðargöng til hliðar við aðalveg Mont Blanc-gang- anna. Göngin hafa verið lokuð síðan en ætlunin er að opna þau aftur fyrir næstu áramót. Um St. Gotthards-göngin liggur aðalhraðbrautin í Sviss milli norðurs og suðurs. Þau voru lögð árið 1980, eru um 16,9 kílómetrar á lengd og meðal lengstu ganga í heimi. Um þau fer mikið af flutningum milli Þýska- lands og Ítalíu og um 18.700 bílar á dag að jafnaði. Að meðaltali verða um fimm alvar- legir eldsvoðar árlega í St. Gotthards- göngunum. Mun umferðin aukast hratt á næstu árum vegna samninga sem Svisslendingar hafa gert við Evr- ópusambandið eftir langt þóf. Þak hefur verið á umferðarþunganum og ekki leyft að meira en 100.000 vörubíl- ar af stærstu gerð færu um göngin á ári en íbúar í borgum á svæðinu kvarta víða yfir hávaða og mengun frá vörubílunum. Minnst tíu manns fórust í St. Gotthards-göngunum Reuters Vöruflutningabílar brenna í St. Gotthards-göngunum í Sviss í gær. Eldsvoði í kjöl- far áreksturs tveggja bíla Airolo. AFP.         BANDARÍSK herþota varpaði sprengjum á höfuðborg Afganistan, Kabúl, í gærkvöldi og ráðist var á stöðvar talibana um 50 kílómetra norðan við borgina fyrr um daginn. Staðfest var í gær að 22 pakistanskir sjálfboðaliðar í her talibana í Kabúl féllu í árásunum á þriðjudag. Talibanar fullyrða að meira en 1.000 óbreyttir borgarar hafi þegar fallið í loftárásum Bandaríkjamanna sem vísa þeim staðhæfingum á bug og segja rétta tölu mun lægri. Afganskur flóttamaður í Pakistan, Abdul Maroof, sagði að bandarískar þotur hefðu sl. sunnudag gert árás á flóttafólk á leið frá bænum Tirin Kot. Fyrst hefði verið ráðist á bæinn. „Þegar árásin hófst varð fólk dauðhrætt og hljóp fram og aftur í leit að skjóli,“ sagði Maroof. „Eftir árásina var ryk og brak alls staðar vegna þess að veggir og þök leirkof- anna okkar höfðu hrunið og margir lokuðust inni.“ Nokkrir tugir manna hefðu ákveðið að flýja en þá hefði verið gerð árás á flóttafólkið og 20 fallið. The Washington Post hefur hins vegar eftir flóttamönnum frá Kabúl að þar fagni margir íbúar loft- árásunum og voni að þær verði til að binda enda á völd talibana. Talibanar eru sagðir hafa gripið til þess ráðs að koma skriðdrekum og öðrum öflugum vopnum og búnaði fyrir í moskum og skólum í Kabúl til að koma í veg fyrir að þeim verði grandað með loftárásum. Einnig feli hermenn þeirra sig meðal óbreyttra borgara og noti þá þannig sem „mannlegan skjöld“. Sjálf- boðalið- ar felldir Kabúl, Islamabad, Washington. AP, AFP.  Telja þrengt/25 TVEIR ungir Norður-Írar á grind- verki við veggmynd sem sam- bandssinnar hafa málað á húsvegg í Belfast. Breska stjórnin skýrði frá því í gær að hafist hefði verið handa við að rífa niður fjórar varð- stöðvar breska hersins í héraðinu í kjölfar þess að Írski lýðveldisher- inn (IRA) hóf afvopnun í fyrradag. John Reid, Norður-Írlands- málaráðherra bresku stjórn- arinnar, sagði að stjórnin hygðist „fækka hermönnum og varð- stöðvum á Norður-Írlandi eftir því sem ástandið í öryggismálum batn- ar“. Tveir menn sem grunaðir eru um að vera í hópi er ekki sættir sig við neinar tilslakanir af hálfu IRA voru handteknir í gær fyrir að vera með vélbyssur í fórum sínum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að ógnin frá slíkum hópum væri áfram mikil. Leiðtogar Bretlands, Írlands, Bandaríkjanna og fleiri ríkja fögn- uðu ákvörðun IRA. Reuters Búa sig undir frið  Mikilvægur áfangi/28 TALIÐ er að minnst sex Palestínu- menn hafi fallið í átökum við ísr- aelska hermenn er þeir réðust á þorpið Beit Rima, skammt frá borg- inni Ramallah á Vesturbakkanum, í fyrrinótt. Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, sagði að herliðið hefði handtekið mikilvæga liðsmenn hryðjuverkasamtaka í þorpinu. Ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, Col- in Powell, hvatti í gær Ísraela til að kalla her sinn á brott frá sex borgum Palestínumanna sem þeir hafa lagt undir sig en stjórn Sharons hefur hunsað fyrri óskir bandarískra ráða- manna um brottflutninginn. Powell sagði ástandið mjög ótryggt og að Ísraelsstjórn ætti „strax“ að flytja her sinn frá palest- ínskum svæðum. Einnig ætti stjórn Yassers Arafats Palestínuleiðtoga að handtaka liðsmenn herskárra sam- taka sem standa fyrir hermdarverk- um. Aðalsamningamaður Palestínu- manna í viðræðum um frið, Saeb Er- ekat, sagði í gær að George W. Bush Bandaríkjaforseti yrði að sýna Shar- on hörku og segja skýrt og undan- bragðalaust að mælirinn væri fullur. Nokkur hundruð hermenn og 15 skriðdrekar voru í liðinu sem réðst inn í Beit Rima. Talsmaður Sharons, Raanan Gissin, sagði að 11 félagar samtakanna Alþýðufylkingin til frelsunar Palestínu, PLFP, hefðu verið handteknir. Sex liðsmenn sam- takanna og fleiri hryðjuverkahópa hefðu fallið og þrír særst þegar þeir gripu til vopna. Gissin sagði að stjórnvöld hefðu fengið upplýsingar um að tveir af banamönnum ráð- herra sem myrtur var í Jerúsalem í liðinni viku hefðu verið frá þorpinu. „Fyrst Arafat handtekur þá ekki þá tökum við þá,“ sagði Sharon for- sætisráðherra. „Ísrael hefur sama rétt og önnur ríki til að verja borgara sína og við munum halda áfram að nota okkur réttinn til sjálfsvarnar.“ Palestínustjórn fordæmdi árásina á þorpið og sagði að tíu manns hefðu fallið. Hún bað heimsbyggðina um hjálp gegn Ísraelum og „ríkishryðju- verkum“ þeirra. Ísraelsher lokaði þorpinu í gær og hvorki sjúkrabílar Palestínumanna né fréttamenn kom- ust þangað. Powell vill brottflutn- ing herja Jerúsalem, Washington. AP, AFP. Sex Palestínumenn felldir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.