Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 1
244. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 25. OKTÓBER 2001 LJÓST er að tíu manns að minnsta kosti fórust snemma í gærmorgun þegar tveir vöruflutningabílar rákust saman í St. Gotthards-jarðgöngunum í Sviss. Hluti þaks ganganna er talinn hafa hrunið. Óttast var að fórnarlömb slyssins væru fleiri, en eldur varð laus í bílunum og breiddist út um 300 metra kafla af göngunum. Slysið varð klukkan 7.45 að stað- artíma um hálfan kílómetra frá syðri munna ganganna. Þykkur reykur barst um göngin frá öðrum vöruflutn- ingabílnum sem var með hjólbarða- farm. Um 150 slökkviliðsmenn og björgunarmenn fóru þegar á staðinn frá bænum Airolo og Ticino-kantónu en komust ekki strax að bílflökunum vegna hita og reyks. Reykjarbólstrar sáust koma út um syðri munnann og loftræstingarop á göngunum. Svissneska sjónvarpið sagði að annar bílstjórinn hefði farist en hin- um hefði tekist að komast út og snúa mörgum öðrum bílstjórum frá slys- staðnum en hægt er að nota hliðar- göng við aðalgöngin í neyðartilfellum. Lögreglumenn sögðu að mörgum hefði þegar verið bjargað út en er síð- ast fréttist komust björgunarmenn ekki að fimm eða sex bílum sem lokast höfðu inni vegna eldsins. Var ekki ljóst hvort farþegar þeirra náðu að komast út í tæka tíð. Vitað var að auk vörubílstjórans fórust að minnsta kosti níu manns í öðrum bílum og virtist fólkið hafa kafnað. Átta voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun og nokkrir fengu áfallahjálp. Að sögn yfirvalda hafa St. Gott- hards-göngin verið talin mjög örugg en ekki eru vegrið milli gagnstæðra akbrauta til að draga úr árekstra- hættu. Fyrir tveim árum varð mann- skætt slys í Mont Blanc-göngunum milli Frakklands og Ítalíu og fórust 39 manns. Ekki eru neyðargöng til hliðar við aðalveg Mont Blanc-gang- anna. Göngin hafa verið lokuð síðan en ætlunin er að opna þau aftur fyrir næstu áramót. Um St. Gotthards-göngin liggur aðalhraðbrautin í Sviss milli norðurs og suðurs. Þau voru lögð árið 1980, eru um 16,9 kílómetrar á lengd og meðal lengstu ganga í heimi. Um þau fer mikið af flutningum milli Þýska- lands og Ítalíu og um 18.700 bílar á dag að jafnaði. Að meðaltali verða um fimm alvar- legir eldsvoðar árlega í St. Gotthards- göngunum. Mun umferðin aukast hratt á næstu árum vegna samninga sem Svisslendingar hafa gert við Evr- ópusambandið eftir langt þóf. Þak hefur verið á umferðarþunganum og ekki leyft að meira en 100.000 vörubíl- ar af stærstu gerð færu um göngin á ári en íbúar í borgum á svæðinu kvarta víða yfir hávaða og mengun frá vörubílunum. Minnst tíu manns fórust í St. Gotthards-göngunum Reuters Vöruflutningabílar brenna í St. Gotthards-göngunum í Sviss í gær. Eldsvoði í kjöl- far áreksturs tveggja bíla Airolo. AFP.         BANDARÍSK herþota varpaði sprengjum á höfuðborg Afganistan, Kabúl, í gærkvöldi og ráðist var á stöðvar talibana um 50 kílómetra norðan við borgina fyrr um daginn. Staðfest var í gær að 22 pakistanskir sjálfboðaliðar í her talibana í Kabúl féllu í árásunum á þriðjudag. Talibanar fullyrða að meira en 1.000 óbreyttir borgarar hafi þegar fallið í loftárásum Bandaríkjamanna sem vísa þeim staðhæfingum á bug og segja rétta tölu mun lægri. Afganskur flóttamaður í Pakistan, Abdul Maroof, sagði að bandarískar þotur hefðu sl. sunnudag gert árás á flóttafólk á leið frá bænum Tirin Kot. Fyrst hefði verið ráðist á bæinn. „Þegar árásin hófst varð fólk dauðhrætt og hljóp fram og aftur í leit að skjóli,“ sagði Maroof. „Eftir árásina var ryk og brak alls staðar vegna þess að veggir og þök leirkof- anna okkar höfðu hrunið og margir lokuðust inni.“ Nokkrir tugir manna hefðu ákveðið að flýja en þá hefði verið gerð árás á flóttafólkið og 20 fallið. The Washington Post hefur hins vegar eftir flóttamönnum frá Kabúl að þar fagni margir íbúar loft- árásunum og voni að þær verði til að binda enda á völd talibana. Talibanar eru sagðir hafa gripið til þess ráðs að koma skriðdrekum og öðrum öflugum vopnum og búnaði fyrir í moskum og skólum í Kabúl til að koma í veg fyrir að þeim verði grandað með loftárásum. Einnig feli hermenn þeirra sig meðal óbreyttra borgara og noti þá þannig sem „mannlegan skjöld“. Sjálf- boðalið- ar felldir Kabúl, Islamabad, Washington. AP, AFP.  Telja þrengt/25 TVEIR ungir Norður-Írar á grind- verki við veggmynd sem sam- bandssinnar hafa málað á húsvegg í Belfast. Breska stjórnin skýrði frá því í gær að hafist hefði verið handa við að rífa niður fjórar varð- stöðvar breska hersins í héraðinu í kjölfar þess að Írski lýðveldisher- inn (IRA) hóf afvopnun í fyrradag. John Reid, Norður-Írlands- málaráðherra bresku stjórn- arinnar, sagði að stjórnin hygðist „fækka hermönnum og varð- stöðvum á Norður-Írlandi eftir því sem ástandið í öryggismálum batn- ar“. Tveir menn sem grunaðir eru um að vera í hópi er ekki sættir sig við neinar tilslakanir af hálfu IRA voru handteknir í gær fyrir að vera með vélbyssur í fórum sínum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að ógnin frá slíkum hópum væri áfram mikil. Leiðtogar Bretlands, Írlands, Bandaríkjanna og fleiri ríkja fögn- uðu ákvörðun IRA. Reuters Búa sig undir frið  Mikilvægur áfangi/28 TALIÐ er að minnst sex Palestínu- menn hafi fallið í átökum við ísr- aelska hermenn er þeir réðust á þorpið Beit Rima, skammt frá borg- inni Ramallah á Vesturbakkanum, í fyrrinótt. Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, sagði að herliðið hefði handtekið mikilvæga liðsmenn hryðjuverkasamtaka í þorpinu. Ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, Col- in Powell, hvatti í gær Ísraela til að kalla her sinn á brott frá sex borgum Palestínumanna sem þeir hafa lagt undir sig en stjórn Sharons hefur hunsað fyrri óskir bandarískra ráða- manna um brottflutninginn. Powell sagði ástandið mjög ótryggt og að Ísraelsstjórn ætti „strax“ að flytja her sinn frá palest- ínskum svæðum. Einnig ætti stjórn Yassers Arafats Palestínuleiðtoga að handtaka liðsmenn herskárra sam- taka sem standa fyrir hermdarverk- um. Aðalsamningamaður Palestínu- manna í viðræðum um frið, Saeb Er- ekat, sagði í gær að George W. Bush Bandaríkjaforseti yrði að sýna Shar- on hörku og segja skýrt og undan- bragðalaust að mælirinn væri fullur. Nokkur hundruð hermenn og 15 skriðdrekar voru í liðinu sem réðst inn í Beit Rima. Talsmaður Sharons, Raanan Gissin, sagði að 11 félagar samtakanna Alþýðufylkingin til frelsunar Palestínu, PLFP, hefðu verið handteknir. Sex liðsmenn sam- takanna og fleiri hryðjuverkahópa hefðu fallið og þrír særst þegar þeir gripu til vopna. Gissin sagði að stjórnvöld hefðu fengið upplýsingar um að tveir af banamönnum ráð- herra sem myrtur var í Jerúsalem í liðinni viku hefðu verið frá þorpinu. „Fyrst Arafat handtekur þá ekki þá tökum við þá,“ sagði Sharon for- sætisráðherra. „Ísrael hefur sama rétt og önnur ríki til að verja borgara sína og við munum halda áfram að nota okkur réttinn til sjálfsvarnar.“ Palestínustjórn fordæmdi árásina á þorpið og sagði að tíu manns hefðu fallið. Hún bað heimsbyggðina um hjálp gegn Ísraelum og „ríkishryðju- verkum“ þeirra. Ísraelsher lokaði þorpinu í gær og hvorki sjúkrabílar Palestínumanna né fréttamenn kom- ust þangað. Powell vill brottflutn- ing herja Jerúsalem, Washington. AP, AFP. Sex Palestínumenn felldir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.