Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 39

Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 39 Sjávaréttaveitingastaður við Reykjavíkurhöfn Október - Nóvember - Desember Þín villibráð Mitt jólahlaðborð Okkar skötuveisla Hennar humar- og ostruveisla Mömmu hádegisverður Opnunartími: Hádegi mán. - fös.t 12.00 - 14.30 Kvöld alla daga frá 18.00 stjörnubarinn veitingasalurinn (við Reykjavíkurhöfn) Geirsgötu 9, 101 reykjavik, sími 511 3474 netfang restaurant@restaurant.is heimasíða www.restaurant.is ÞEGAR Lyfjastofn- un var sett á laggirnar í fyrra, ákvað stjórn Byggðastofnunar að rita heilbrigðisráð- herra bréf og vekja at- hygli á því ákvæði gildandi Byggðaáætl- unar að leitast yrði við að staðsetja nýja starf- semi hins opinbera úti á landsbyggðinni. Af þessu hlaust nokkur opinber umræða. Varð niðurstaðan sú, að þá- verandi heilbrigðis- ráðherra ákvað að beina því til yfirmanns stofnunarinnar að öll verkefni stofnunarinnar sem hægt væri að vinna utan höfuðborgarsvæð- isins yrðu unnin úti á landi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi á dög- unum gekk ég eftir því við heilbrigð- isráðherra hvaða árangur þetta hefði borið. Í ljós kom, að eftir nokkra at- hugun hafi það verið mat stjórnenda stofnunarinnar að unnt væri að vinna ýmis verkefni Lyfjastofnunar á landsbyggðinni. Dæmi um þetta voru eftirlit með starfsemi lyfjabúðar sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila. Þetta er fróðlegt, vegna þess að því hafði verið haldið fram að eðli þess- arar starfsemi væri slíkt, að ekki væri unnt að vinna hana nema í Reykjavík; svo trúlegt sem það nú annars er. Nú liggur það sem sé fyrir að mat þeirra sem gerst mega vita er að unnt sé að vinna ýmis verk sem stofn- uninni eru falin utan henn- ar og á landsbyggðinni. Þetta er athyglisvert og ber að undirstrika. Leiðu tíðindin eru hins vegar þau, að ekki var í neinni alvöru látið reyna á þetta. Eðlilegast hefði það verið, úr því að niðurstað- an lá fyrir um að unnt væri að vinna þessi verkefni úti á landsbyggðinni, í sam- ræmi við stefnumótun Al- þingis, að tekin hefði verið um það afdráttarlaus ákvörðun. Þannig hefði verið unnið vendilega í samræmi við byggðaáætlunina og eitt skref stigið í áttina að því að op- inberum störfum fjölgaði ekki minna hlutfallslega á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, eins og byggða- áætlunin stefnir að. Þess vegna er nú eðlilegt að taka þetta mál upp að nýju. Það er ástæða til þess að hvetja þá sem þessum mál- um ráða, til þess að ákveða staðsetn- ingu þessara verkefna úti á landi, svo sem byggðaáætlun kveður á um og búið er að sýna fram á að vel er fram- kvæmanlegt. Verkefnin út á land Einar K. Guðfinnsson Byggðaþróun Það er ástæða til þess að hvetja þá sem þess- um málum ráða, segir Einar K. Guðfinnsson, til að ákveða staðsetn- ingu þessara verkefna úti á landi. Höfundur er alþingismaður. Dúkar og teppi Ármúla 23, sími 533 5060

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.