Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 63 betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur  E.P.Ó. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6. Ísl tal. Sýnd kl. 8 og 10.15. Síðasta sýningSýnd kl. 8 og 10.15 Sýnd kl. 6. Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd sem fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur skemmtileg vandamál. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10. Vit 269Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.  ÓHT. RÚV  HJ. MBL Með sama genginu Ekki missa af skemmtilegustu grínmynd ársins. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 8. Vit 269 Sýnd kl. 10. Síðustu sýningar  ÓHT. RÚV  HJ. MBL www.laugarasbio.is Kvikmyndir.com RadioX Sýnd kl. 8 og 10.20. Kvikmyndir.com HK. DV Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd sem fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur skemmtileg vandamál. Sýnd kl. 6, 8 og 10.05. Kvikmyndir.com MAGNAÐ BÍÓ Sýnd. 5.30, 8 og 10.30. Hrikalega flott ævintýramynd með hinum sjóðheita og sexý Heath Ledger (Patriot). Hugrakkar hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar bardagasenur og geggjað grín. Búðu þig undir pottþétta skemmtun! Cool Movie of the Summer! Rolling Stone Magazine Hann Rokkar feitt! Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire  Rás2  DV SV Mbl Sýnd. 5.30, 8 og 10.30. MOULIN ROUGE! Hausverkur  ATLANTIC BAR, Austurstræti: Absolute djammsessjón fimmtudagskvöld.  ÁLAFOSS FÖT BEZT: Acoustic sér um fjörið laugardagskvöld.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Hljómsveit Stefáns P. ásamt Hallbirni Svavars og Önnu Vilhjálms föstu- dags- og laugar- dagskvöld.  BREIÐIN, Akranesi: Á móti sól laugardags- kvöld.  BROADWAY: Dansleikur með Bogomil Font og Milljónamæring- unum laugardags- kvöld. PG Magic show, galdrar á Ís- landi sunnudags- kvöld.  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Jón forseti heldur uppi fjörinu laugardagskvöld.  BÆJARBARINN ÓLAFSVÍK: Diskó. Frítt inn föstudagskvöld. Karlakvöld til kl. 23. Hljóm- sveitin Bít leikur til kl. 3 á laugardagskvöld.  CAFÉ AMSTERDAM: Þröstur af FM 95,7 heldur uppi fjörinu föstudags- og laugardags- kvöld.  CAFÉ CATALÍNA: Ritlistahópur Kópavogs með upplestur fimmtudagskvöld kl. 20:00. Fram koma Eyvindur P. Eiríksson, Óskar Árni Ósk- arsson, Steinþór Jóhannsson og Þórður Helga- son. Þotuliðið leikur föstudags- og laugardags- kvöld.  CAFÉ MENNING, Dalvík: Diskórokktekið og plötusnúðurinn Skugga-Baldur föstudags- og laugardagskvöld. Rúnar Þór og hinn vinsæli markmaður Þórsara, Atli Már, leikur á bassa laugardagskvöld.  CELTIC CROSS: Þeir Gunnar Ólafsson og Ingvar Valgeirsson leika og syngja föstudags- og laugardagskvöld.  CLUB 22: Doddi litli í búrinu föstudagskvöld. DJ Benni laugardagskvöld. Frítt inn til kl. 1 en handhafar stúdentaskírteina fá frítt inn alla nótt- ina.  EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Eurovision-veisla. Á eftir verður dansleikur með Spútnik laugar- dagskvöld.  FÉLAGSMIÐSTÖÐIN ÞRYKKJAN, Höfn: Buttercup leikur laugardagskv. kl. 20:00 til 22:00.  FJÖRUKRÁIN: Útgáfutónleikar Rúnars Júl. föstudagskvöld. Jón Möller spilar á píanó laug- ardagskvöld.  GAUKUR Á STÖNG: Hipp-Hoppkvöld Gauks- ins, Chronic og Budweiser. Einn heitasti neð- anjarðarrappari samtímans, J-Zone, spinnur rímur ásamt Bent og 7Berg (úr XXX Rottweiler) og Mezzias MC. Plötusnúður er DJ Paranoia. Kvöldið hefst kl 21.00. Aldurstakmark er 18 ár og 750 kr inn.  GEYSIR KAKÓBAR: Piazza dell’arte er far- and-lista-lest sem hefur ferðast um Belgíu síðan 1999 til að færa listsköpun til ungs fólks fimmtu- dagskvöld kl. 20:00 til 23:00. Harðkjarnarokk í samvinnu við dordingull.com. föstudagskvöld kl. 20:00. Fram koma Mínus, Andlát, Snafu, I’Adapt og Klink.  GULLÖLDIN: Stuðboltarnir Svensen og Hallfunkel sjá um fjörið föstudags- og laugar- dagskvöld.  H.M. KAFFI, Selfossi: Hljómsveitin ForSom spilar föstudags- og laugardagskvöld.  HÓTEL HÖFN: Buttercup leikur laugardags- kvöld.  HÖLLIN, Vestmannaeyjum: Sóldögg laugar- dagskvöld.  IÐUFELL LAUGARÁSI, Biskupstungum: Í svörtum fötum laugardagskvöld.  KAFFI BAUKUR: Rúnar Þór og hinn vinsæli markmaður Þórsara, Atli Már, leikur á bassa föstudagskvöld.  KAFFI REYKJAVÍK: Geir Ólafsson og Furst- arnir fimmtudagskvöld. Hljómsveitin Sixties föstudags- og laugardagskvöld.  LEIKHÚSKJALLARINN: Hinir landsfrægu skemmtikraftar Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson með skemmtikvöld fimmtudags- og föstudagskvöld. Hinir síungu Lúdó og Stefán leika fram á nótt. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Þórhallur Sigurðsson með skemmtun. Eftir sýn- inguna leika Geirfuglarnir fyrir dansi laugar- dagskvöld. Aðgangseyrir er 1000 krónur.  MÓTEL VENUS, Borgarnesi: Stuðbandalagið ásamt Herberti Guðmundssyni laugardagskvöld kl. 00:00 til 04:00. 18 ára aldurstakmark. 1000 krónur inn.  NELLYS CAFÉ: DJ Páll Óskar í búrinu föstu- dagskvöld. DJ Le Chef í búrinu laugardags- kvöld.  ODD-VITINN, Akureyri: Hljómsveit Ruth Reginalds föstudags- og laugardagskvöld.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi: BSG föstudags- og laugardagskvöld.  RÁIN, Keflavík: Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld.  SJALLINN, Akureyri: Ný dönsk laugardags- kvöld.  SJÁLFSBJARGARHÚSIÐ AKUREYRI: Jó- hann Örn Ólafsson danskennari með námskeið í línudansi laugardags- og sunnudagskvöld. Skráning á joidans@simnet is.  SPORTKAFFI: Þriðja undanúrslitakvöld í keppninni um fyndnasta mann Íslands fimmtu- dagskvöld. Aðgangseyrir er 500 kr., frítt inn fyrir Talsmenn.  SPOTLIGHT: DJ Cesar sér um að halda uppi fjörinu föstudags- og laugardagskvöld.  TJARNARBÍÓ: Djassupplifun, ungir djass- geggjarar leika af fingrum fram fimmtudags- kvöld kl. 20:00. Fram koma Varð, Tríó Hafdísar, The one-off Band og Fnúsk. Rokk-Rokk á vegum Unglistar laugardagskvöld kl. 20:00. Fram koma Lúna, Kuai, Sofandi, Úlpa, Fidel og Castor.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Helgi og hljóðfæra- leikararnir fimmtudagskvöld kl. 21:30. Hljóm- sveitin PKK leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld.  VÍDALÍN: Hljómsveitin Gras fimmtudags- kvöld. Hljómsveitin BUFF föstudags- og laug- ardagskvöld. FráAtilÖ Anna Vilhjálms Morgunblaðið/Jón Svavarsson KOSSAFAR á ilinni er önnur plata Mar- grétar Kristínar Sigurðardóttur, en hún sendi frá sér plötuna Cut My Strings árið 1996. Þar brá hún upp kabarettstemmningu, tölvupoppi og ballöðum saman í pakka, sem var á köflum heldur ofhlaðinn og flúraður. Nýja platan er að mörgu leyti ólík hinni fyrri, er mun lágstemmdari og strípaðri af hljóðfærum. Hér ber mest á afar hreinum hljómborðs- og harm- óníumnótum, með smávegis tölvubanki og suðrænu kryddi. Með Margréti er valinn hópur manna við hljóðfærin, allt er vandað og vel gert, og lögin aldrei kæfð í óþarfa skrauti. Röddin er oft sett mjög framarlega og rödd Margrétar er nógu sérstök til að standa undir því og heldur sig yfirleitt réttu megin í línudansinum milli einlægni og væmni. Hún er mjög tær og á stundum næstum barnsleg – manni dettur í hug söngkonur eins og Stina Nordenstam og Nina Persson og það svífur líka einhver skandinavísk heiðríkja yf- ir lögunum. Gott dæmi um það er titillagið en fáeinar hljómborðsnótur, hæglátur taktur og björt rödd Margrétar skila vel gleðinni yfir að vera til á fallegum sumardegi. Ég er ekki frá því að ein ástæðan fyrir því hvað þetta lag virkar vel sé sú að hér syngur Margrét á íslensku. Í textunum er oftast sungið á ensku um ástina og lífið af merki- legri bjartsýni sem hæfir andrúmslofti lag- anna, en enskan setur samt upp dálítinn vegg – fyrir íslenskan hlustanda færir það einfaldlega tónlistina nær og hefur meiri áhrif að heyra sitt eigið mál. Skemmtilegt er líka „Andrea“ en það hljómar eins og Margrét sé eitthvað að bauka við hljómborðið í stofunni og syngja með sjálfri sér, með kaffi á könnunni og börnin úti að leika. Ákaflega heimilislegt. „When You Watch The Moon“ er áheyri- legt og grípandi en ég var minna hrifin af leikrænu tilþrifunum í „Anna The Librarian“ með píanóinu og brassbandinu, virkaði hálf- gamaldags á mig. Ekki hreifst ég heldur af suðuramerísku beygjunum í „Fingerprints“ og „Barefoot and Asleep“. Fremur átakalitl- ar laglínur, smekklegur gítar og bossanova- taktur gera þau bara einum of krúttleg og stigið er yfir þröskuldinn inn í þæginda- tónlistina – það er fátt sem brýtur upp hið hefðbundna og fær mann til að hlusta. Lokalagið sker sig dálítið úr, þar er á ferð- inni lag Margrétar úr forkeppni Eurovision, „Röddin þín“ (hér á ensku). Þetta er þriggja mínútna eðalpopp með gítarsólói og öllu og státar af alveg ómótstæðilegu viðlagi. Mar- grét á létt með að semja grípandi línur sem hún gæðir persónulegum stíl og þegar best tekst til býður hún upp á sérstök og upplífg- andi lög sem færa manni sólarvítamín fyrir veturinn. Tónlist Sólarvítamín Fabúla Kossafar á ilinni SKÍFAN Kossafar á ilinni, ný plata Margrétar Kristínar Sig- urðardóttur eða Fabúlu. Lög og textar eftir Margréti sem syngur og spilar á harmóníum og selesta. Val- geir Sigurðsson, forritun, gítar, bassi. Matthías M.D. Hemstock, trommur og slagverk. Kjartan Valde- marsson, harmóníum, selesta og píanó. Bjarni Sveinbjörnsson, bassi. Einnig koma við sögu Hilmar Jensson, Guðni Franzson, Samúel Jón Samúelsson o.fl. Upptökur, upptökustjórn og hljóðblöndun: Val- geir Sigurðsson. Steinunn Haraldsdóttir Morgunblaðið/Ásdís Steinunn Haraldsdóttir segir að Margrét Kristín fari létt með að semja grípandi línur sem hún gæði persónulegum stíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.