Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
B
ráðum – eftir um það
bil 87.060 mínútur,
eftir því sem ég
kemst næst – koma
blessuð jólin. Því
geta börnin (og ég) farið að
hlakka til.
Ægilegt hvað tíminn líður
hratt. Mér finnst eins og ég sé
nýbúinn að taka jólaseríuna úr
stofuglugganum. Eða var ég ekki
örugglega búinn að því? Gott ef
jólatréð er ekki enn úti á svölum.
Gæti jafnvel notað það aftur.
Allir fá þá eitthvað fallegt.
Hvað það verður veit nú enginn,
vandi er um slíkt að spá. En eitt
er víst að alltaf verður ákaflega
gaman þá. Hjá flestum.
Ég hef lengi skammast mín fyr-
ir að aka um á
venjulegum
fólksbíl og
draumurinn í
áraraðir hefur
því verið að að
fá jeppa í jóla-
gjöf, án þess þó að láta óskina op-
inberlega í ljós. Það er hins vegar
eins og ekkert hugmyndaflug sé
að finna í minni fjölskyldu, a.m.k.
hefur lúmskt tal mitt um gildi
þessa stöðutákns og óhjá-
kvæmilegt notagildi á malbikinu
ekki hrifið.
Þetta er alltaf sama dótið sem
maður fær: bækur og brækur,
brauðristar og bollastell.
Og fyrst jeppaóskin rættist
ekki í góðærinu er líklega ekki
rétt að gera ráð fyrir þess konar
tryllitæki í jólapakkanum að
þessu sinni, þegar mér er sagt að
allt sé farið til andskotans.
Eins gott að gera bara ráð fyrir
kerti og spilum. Það kæmi sér líka
vel í janúar þegar búið verður að
loka fyrir rafmagnið eftir ljósahá-
tíðina.
Þá getur maður sannfært dæt-
urnar um að það sé virkilega kósí
að taka í spil við kertaljós.
Lengi hefur tíðkast í minni fjöl-
skyldu að allir útbúi óskalista fyr-
ir jólin, en ég hef aldrei þorað að
nefna þetta með jeppann eins og
fram kom hér að framan. (Fæ
hvort sem er aldrei það sem mig
langar í, þótt það þurfi nú ekki að
fara lengra. Gæti sært mína nán-
ustu að ég skuli upplýsa það.)
Nú skal þó reynt til þrautar, og
ég hef valið af handahófi ýmislegt
sem hugurinn girnist og ætti ekki
að þurfa að kosta svo mikið.
Áskrift að Economist.
Nýjasta myndbandið með
Björk.
Dytt-búningur. Í ljós kom á
haustdögum, sem mér hefur
tekist að halda leyndu í árarað-
ir, að ég get dyttað að húsinu
mínu; málað glugga, lagað
sprungur og þar fram eftir göt-
unum. Og hafði meira að segja
lúmskt gaman af því, sem mér
fannst eiginlega öllu verra. En
mig vantar dytt-búning; ein-
hvers konar slopp eða galla til
að klæðast við þessar athafnir.
Lítið notað krítarkort, helst á
nafni einhvers annars.
Slatti af kvóta. Kippi mér ekki
upp við það þótt trilla marandi
í hálfu kafi fylgi með.
Tónlistarkennari. Þeir hljóta að
verða orðnir leiðir um jól og
fást fyrir lítið. Mig hefur lengi
langað að læra á selló.
Búnaður bresks SAS-liða eins
og hann var sýndur á teikningu
í blaðinu á þriðjudaginn:
Hjálmur, sem ekki endurkast-
ar ljósi; öndunargríma búin
fjarskiptatækni og nætursjá;
eldtraustur svartur samfest-
ingur; jakki með skotfærum og
fjarskiptatæki utan yfir galla;
skotheld vesti undir jakkanum.
Og helsta vopnið er Heckler &
Koch MP5-hríðskotabyssa.
Ég fellst á að þessi gjöf gæti
orðið tiltölulega kostnaðarsöm en
á móti kæmi að ég gæti, svona bú-
inn, komist einhvers staðar í
áhættusamt hálaunastarf, til
dæmis hjá Borgarendurskoðun,
og hefði þá efni á að launa gjöfina
með fallegri jólagjöf að ári.
Undirbúningar hátíðarinnar er
sem sagt langt kominn á mínu
heimili eins og venjulega á þess-
um árstíma. Búið að skrifa jóla-
kortin („… vonum að sam-
verustundirnar verði fleiri á
næsta ári en því sem er að
líða …“), búið að skipta út öllum
húsgögnum, mála hæðina, langt
komið með að klessa jólavegg-
fóðrinu á stofuna og byrjað að
baka.
Talandi um það er rétt að upp-
lýsa að lengi hefur verið regla á
mínu heimili að baka ekki minna
en fjórtán sortir af smákökum
fyrir jólin, eina fyrir hvern jóla-
svein, að mér meðtöldum. Ég
byrjaði í september og er kominn
að Skyrgámi.
Þar sem ég er fyrir löngu kom-
inn í jólaskap undrast ég áhuga-
leysi kaupmanna enn sem komið
er. Október er að verða búinn og
ég minnist þess ekki að hafa séð
eða heyrt eina einustu jólaauglýs-
ingu ennþá! Hverju sætir þetta?
Er allur kraftur úr stéttinni? Hélt
jafnvel að þeir hefðu gleymt jól-
unum, en létti stórum þegar kon-
unni minni var sagt í einhverri
tískuversluninni að jólafötin
kæmu í næstu viku. Guði sé lof!
Það yrði reyndar ágætis sparn-
aðarráð að sleppa jólunum svona
annað hvert ár en ekki þori ég að
leggja það til á þessum vettvangi.
Áramótaheitin mega svo ekki
gleymast. Um síðustu áramót hét
ég því að hætta að reykja, en hef
ekki getað staðið við það. Fannst
þetta svo ógeðslegt þegar ég
reyndi að byrja – til að geta hætt
– að ég gafst upp. En ég stóð við
það loforð að byrja ekki í líkams-
rækt því þeir sem guðirnir elska
deyja þungir.
Nú er ég hins vegar að hugsa
um að byrja. Ekki það að ég óttist
að guði þyki ekki vænt um mig,
heldur með þjóðarheill í huga.
Hvet ég því aðra til að njóta líka
matar og drykkjar í óhófi yfir há-
tíðarnar og drífa sig svo á líkams-
ræktarstöð strax í upphafi nýs
árs. Best ef fjölga þarf starfsfólki
stöðvanna til að losa landann við
mittisbrandinn.
Lesandi góður! Gera má ráð
fyrir því að jólin séu um þremur
mínútum nær nú en þegar þú
hófst að lesa þennan pistil. Bíddu
ekki boðanna ef undirbúningur
hátíðarinnar er ekki hafinn fyrir
alvöru; klukkan verður orðin sex á
aðfangadagskvöld áður en þú
veist af.
60 dagar
til jóla
Það er regla á mínu heimili að baka
ekki minna en fjórtán sortir af smákök-
um fyrir jólin, eina fyrir hvern jóla-
svein, að mér meðtöldum. Ég byrjaði í
september og er kominn að Skyrgámi.
VIÐHORF
Eftir Skapta
Hallgrímsson
skapti@mbl.is
FRAMHANDLEGGSBROTUM,
samfallsbrotum í hrygg og mjaðma-
brotum fjölgar stöðugt frá sextíu
ára aldri og eru flest
hjá háöldruðum. Önn-
ur hver öldruð kona
hlýtur beinbrot á æv-
inni. Samföll í baki
verða án minnstu að-
vörunar en mjaðm-
abrot oftast í kjölfarið
á byltu. Báðar þessar
tegundir af beinbrot-
um skerða verulega
lífsgæði og geta heft
mjög sjálfsbjargar-
getu. Brot valda ótta
og draga úr sjálfs-
trausti vegna þess van-
máttar sem fólk upplif-
ir. Hætt er við að það
leiði til takmörkunar á
hreyfingum, sem aftur
dregur úr líkamsþrótti. Vítahringur
myndast.
Hámarksbeinmassi næst á þrí-
tugsaldri og ákvarðast af samspili
erfða, hreyfingar og næringarinn-
töku, meðal annars kalks og D-vít-
amíns. Bein tapast alla tíð upp frá
því, hraðast og mest hjá konum á
breytingarskeiði, jafnt og þétt og
með vaxandi þunga fram í háa elli.
Samfallsbrot í hrygg geta orðið án
áverka, en lang flest mjaðma- og
framhandleggsbrot verða í kjölfarið
á byltu. Viðhald beinmassa er mik-
ilvægt. Aldraðir þurfa að taka allt að
1.200–1.500 mg af kalki á dag og 600
til 800 alþjóðlegar einingar af D-vít-
amíni. Auk þess kemur hormóna-
meðferð eða sértæk beinstyrkjandi
meðferð með lyfjum til álita í
ákveðnum tilvikum. En til þess að
varna beinbrotum er ekki síður mik-
ilvægt að koma í veg
fyrir byltur. Á það
einkum við framhand-
leggs- og mjaðmabrot.
Langalgengasta or-
sök byltu hjá öldruðum
einstaklingi er skert
jafnvægi, annaðhvort
vegna skerðingar í
jafnvægisnemum eða
varnarviðbrögðum við
jafnvægistruflun.
Ýmsir eiginleikar
mannslíkamans dvína
með hækkandi aldri
sem sést vel á því að
aldraðir maraþon-
hlauparar hlaupa hæg-
ar en þeir sem yngri
eru. Hins vegar hættir
mjög mörgum til að skella skuldinni
á ellina, þegar í raun kyrrsetu og
hreyfingarleysi er um að kenna.
Með kyrrsetu verður gríðarlegt
óþarfa tap á bein- og vöðvastyrk og
aukið jafnvægisleysi vegna hreyf-
ingarleysis. Þeir sem hafa í ofanálag
langvinna sjúkdóma verða einkar
illa úti.
Öldrunarbreytingar líkjast mjög
kyrrsetubreytingum í flestum atrið-
um. Það er ein veigamikil undan-
tekning. Líkamsgetu vegna kyrr-
setu má endurheimta á áhrifaríkan
hátt með líkamshreyfingu og sér-
tækri þjálfun, allt eftir því hvort
verið er að sækjast eftir auknu
þreki, styrk eða jafnvægi, sem er
einnig aðgengilegasta leiðin til að
draga úr byltum og þar með brot-
um.
Auk skertrar líkamsstöðustjórnar
eru margir þættir í lífi einstaklings-
ins sem setja hann í fallhættu, til
dæmis lyf, ýmsir sjúkdómar, vitræn
skerðing og slysagildrur í umhverf-
inu. Ef hugað er að öllum þessum
þáttum má fækka byltum um þriðj-
ung. Til að auka enn á öryggi þeirra
sem verst eru settir, til dæmis hjá
þeim sem eru á elli- og hjúkrunar-
heimilum, má nýta sér sérstakar
buxur með stuðpúðum eða skeljum
yfir mjöðmum. Skilningur á orsök-
um beinbrota og því hvernig forðast
má þau hefur vaxið hröðum skrefum
á síðasta áratug. Brot eru ekki óum-
flýjanlegur fylgikvilli ellinnar held-
ur eitt af því marga, sem má forðast
með því að einstaklingarnir axli
ábyrgð á eigin heilsu með því að
huga að næringarinntöku og hreyf-
ingu og með því að leita til heilbrigð-
isstarfsmanna verði þróttleysis eða
jafnvægisleysis vart.
Beinbrot og byltur
– hvað er til ráða?
Þórunn
Björnsdóttir
Bein
Með kyrrsetu, segir
Þórunn Björnsdóttir,
verður gríðarlegt
óþarfa tap á bein- og
vöðvastyrk.
Höfundur er sjúkraþjálfari og situr í
stjórn Beinverndar.
HANN fór mikinn
Steingrímur J. Sigfús-
son í setningarræðu
sinni á landsfundi
Vinstri grænna (VG),
hjó á báðar hendur og
tuggði allar gömlu
klisjurnar sínar: „Það
þarf að koma Sjálf-
stæðisflokknum frá
völdum“ o.s.frv.
Og svo kom rúsínan í
pylsuendanum og ég
vissi ekki hvort ég átti
að hlæja eða gráta
þegar foringinn fór að
tala um flóttann af
landsbyggðinni og ár-
angur ríkisstjórnar-
innar í landsbyggðarmálum.
Þarna talaði leiðtogi flokks sem
hefur barist með kjafti og klóm
gegn nánast öllum stórum tækifær-
um í atvinnumálum landsbyggðar-
innar á undanförnum árum. Lítum á
dæmi:
Reyðarál
Reyðarál hyggst reisa álver á
Reyðarfirði, en fólki hefur fækkað
verulega á Austurlandi á undan-
förnum árum og atvinnutekjur eru
þar í lægri kanti. Þarna munu skap-
ast allt að 1.000 ný vel launuð störf á
Austurlandi og útflutningsverðmæti
upp á 50–60 milljarða á ári. Að sjálf-
sögðu eru VG á móti.
Þegar Fljótsdalsvirkjun var á
dagskrá í fyrra voru VG að sjálf-
sögðu á móti. Þegar þeir voru
spurðir um úrræði í atvinnumálum
Austfirðinga nefndu þeir helst tínslu
fjallagrasa og hreindýramosa. Þetta
hefur verið haft í flimtingum síðan.
VG sáu að við svo búið mátti ekki
standa og lögðu nýlega fram á Al-
þingi tillögu um að ríkið setti 400
millj. á ári næstu 6 árin
í atvinnuuppbyggingu
á Austurlandi (skítt
með aðra landshluta).
Við umræðu á Alþingi
lentu þeir í miklum
vandræðum með að út-
skýra þessa tillögu
sína og hvaða störf
ætti að skapa fyrir
þessa 2,4 milljarða – en
allt er jú betra en ál-
ver!
Norðurál
Norðurál hyggur á
mikla stækkun verk-
smiðju sinnar á Grund-
artanga. Þar verða til
3–400 ný störf við verksmiðjuna og
þjónustu við hana og útflutnings-
verðmæti upp á 25 milljarða á ári.
Fyrirtækið er í góðri sátt við um-
hverfi sitt og eftirsóttur vinnustað-
ur. Til að útvega þá orku sem þarf til
hyggst Landsvirkjun sækja vatn í
Norðlingaöldu. Að sjálfsöfðu eru VG
á móti.
VG tala gjarnan af mikilli fyrir-
litningu um störf við stóriðju. Ég
hef aldrei skilið hvers vegna. Stað-
reyndin er sú að þessi störf eru eft-
irsótt, launin góð og meðalstarfsald-
ur mjög hár. Það er líka staðreynd
að þeir sem starfa við stóriðju skapa
gífurleg útflutningsverðmæti, þjóð-
inni til hagsældar.
Fiskeldi – erfðagreining
Nokkrir aðilar eru að hefja stór-
átak í fiskeldi á landsbyggðinni. Þar
munu væntanlega skapast nokkur
hundruð ný störf og mikil útflutn-
ingsverðmæti. Að sjálfsögðu eru VG
á móti.
Íslensk erfðagreining hefur skap-
að 500 ný störf hér á landi og samið
við heilbrigðisstofnanir vítt og
breitt um landið um þjónustu. Að
sjálfsögðu reyndu VG allt sem þeir
gátu til að setja fótinn fyrir þessa
starfsemi þegar gagnagrunnurinn
kom til afgreiðslu á Alþingi.
Hvalveiðar
Að undanförnu hefur staðið yfir
undirbúningur að því að hefja hval-
veiðar að nýju. 80–90% þjóðarinnar
eru hlynnt hvalveiðum, öll heildar-
samtök sjómanna, útvegsmanna,
verkafólks, smábátaeigenda, sveit-
arfélaga o.fl. lýstu stuðningi við
þingsályktunartillögu mína um
hvalveiðar sem samþykkt var á Al-
þingi. VG eru að sjálfsögðu á móti
og þeir þingmanna flokksins sem
sátu á þingi þegar tillagan var af-
greidd, Steingrímur og Ögmundur,
voru að sjálfsögðu í hópi þeirra ör-
fáu þingmanna sem greiddu atkvæði
á móti.
Fjölbreytni VG
Ég gæti fyllt þessa opnu í Mbl. af
málum sem VG eru á móti, en læt
hér staðar numið. Yfirskrift lands-
fundar VG „Fjölbreytni“ var vel við
hæfi. Þau eru nefnilega ótrúlega
fjölbreytt framfaramálin sem VG
eru á móti.
Nei, þjóðin þarf enga leiðsögn VG
í atvinnumálum. Ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins hefur skapað mörg þúsund
ný störf á undanförnum árum. Okk-
ar bíða gríðarleg tækifæri í atvinnu-
málum. Við þurfum að nýta þau
tækifæri. Það gerist ekki ef aftur-
haldið í VG kemst til valda.
Vinstri græn-
ir á móti
Guðjón
Guðmundsson
Stjórnmál
Það eru ótrúlega
fjölbreytt þau framfara-
mál, segir Guðjón
Guðmundsson, sem
VG eru á móti.
Höfundur er alþingismaður.