Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 13

Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 13 JÓN Þór Ólason, lögfræðingur í dómsmálaráðu- neytinu, segir að samkvæmt lögum eigi að gera ólögleg vopn upptæk og bann liggi við því að skrá þau, en vopn hafi verið skráð í undantekn- ingartilfellum. Handhafar óskráðra skotvopna eigi erfitt um vik varðandi notkun þeirra og það megi meðal annars þakka strangari löggjöf og betra eftirliti hjá lögreglu og almenningi en áð- ur. Jón Þór Ólason segir að því fari fjarri að það hafi verið einhver sérstök regla að skrá óskráð skotvopn. Hins vegar hafi það verið gert í ein- stökum tilfellum eftir sérstakar athuganir á þeim forsendum að það væri betra við tilteknar aðstæður að vopn væru skráð fremur en að þau væru áfram óskráð í vörslu manna leyfislaust. Hann segir að oft hafi verið kvartað yfir því hvað íslensk vopnalöggjöf væri ströng en það væri af hinu góða. 1997 hafi verið sent bréf til allra lögreglustjóra þar sem farið hafi verið yfir málið og m.a. lögð áhersla á að ólögleg vopn ætti að gera upptæk. Í 37. grein vopnalaganna frá 1998 komi m.a. fram að skotvopn og skot- færi sem flutt hafi verið til landsins eða fram- leidd í landinu án heimildar eða finnist vörslu- laus eða í vörslu manns án heimildar skuli gera upptæk til ríkissjóðs. Því liggi augljóst bann við því að skrá þessi skotvopn. Að sögn Jóns Þórs Ólasonar er erfitt að segja nákvæmlega til um hvað smygl á skotvopnum sé mikið en samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni sé mun minna um smygl nú en áður. Á tímabili hafi verið miklu hærri tollar á þessum skotvopnum og þess vegna gæti freistingin til að smygla þeim inn í landið hafa verið meiri. Eftir að strangar reglur og ströng lög, m.a. um meðferð slíkra vopna, hafi tekið gildi sé mun betra samstarf milli lögreglu og skotvopna- félaga sem felist m.a. í auknum tilkynningum um skotvopn. Það eigi einnig við um tilkynn- ingar frá almenningi. Það hafi gerst að skot- vopnum hafi verið stolið úr heimahúsum en þegar menn haldi skotvopnasafn – þ.e. menn eigi fleiri byssur en þrjár – þurfi þeir að eiga sérstakan skáp eða sérstaka geymslu sem lög- reglustjóri taki út og samþykki. Almenn yfirsýn yfir skotvopnaeign sé mun betri nú en áður. Það megi m.a. þakka því sem komi fram í 18. grein vopnalaganna um að halda beri sérstaka skotvopnaskrá fyrir landið í heild sinni. Lög- reglustjóri hver í sínu umdæmi eigi að skrá upplýsingar um veitt skotvopnaleyfi, allar breytingar á skotvopnum og um öll horfin skot- vopn. Skráin hafi komist í gagnið eftir lögin síðla árs 1999 og þar með hafi hún orðið miðlæg í fyrsta sinn. Öll umræða um skotvopn af hinu góða Að sögn Jóns Þórs Ólasonar er öll umræða um skotvopn af hinu góða því þeir sem séu með ólögleg vopn undir höndum eða að hugsa um að flytja þau til landsins hugsi sig kannski tvisvar um. Bæði vegna strangara eftirlits um veitingu leyfa og alls konar ábendinga til lögreglu um grun um ólögleg skotvopn. Fólk sé meira með- vitað um málið og vilji ekki að verið sé með óskráð skotvopn. Hann segir ennfremur að ráðuneytið sé meðvitað um þann vanda sem geti hlotist af smygluðum vopnum í umferð og þegar atvik eins og vopnafundurinn um helgina komi upp séu þau tekin til sérstakrar skoðunar, en með betra samstarfi við lögreglu og skotvopna- félög auk meiri vakningar hjá almenningi sé mun erfiðara um vik að eiga óskráð skotvopn. Jón Þór Ólason, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu Áhersla lögð á að gera ólögleg vopn upptæk GELDINGANES er heppilegasta svæðið á höfuðborgarsvæðinu fyrir grjótnám, að sögn Árna Þórs Sig- urðssonar, formanns skipulags- og byggingarnefndar borgarinnar, en á þriðjudag felldi borgarráð tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að grjótnámi í Geldinganesi yrði þegar í stað hætt. Árni segir að grjótnámið hafi far- ið í mat á umhverfisáhrifum árið 1997, fyrst grjótnáma og þá hafi fengist leyfi fyrir 1 milljón rúm- metra. „Að sjálfsögðu þarf borgin grjót í hafnargerð, landgerð, gatnagerð og svo framvegis. Það þarf þá að vega og meta hvar er best að taka það. Þetta þótti lang- besti staðurinn út frá umhverf- issjónarmiði, öryggissjónarmiði og efnahagssjónarmiði,“ segir Árni Þór. Hann segir að tekist hafi verið á um þetta mál í kosningunum árið 1998. „Ég hélt að sú umræða væri að baki þar sem borgarbúar hefðu í raun sagt sína skoðun í kosning- unum. Ég get eiginlega ekki litið á tillöguna öðruvísi en að Sjálfstæð- isflokkurinn sé í örvæntingarfullri leit að einhverju kosningamáli í að- draganda borgarstjórnarkosn- inga,“ segir Árni. Í tillögu sjálfstæðismanna segir að þegar hafi 240 þúsund rúmmetr- ar af grjóti verið teknir úr Geld- inganesi af þeirri milljón rúmmetra sem fengist hafi leyfi fyrir. „Það má vera öllum ljóst sem skoða grjót- námið að afleiðingar þess eru miklu afdrifaríkari en ætlað var og að grjótnámið er þegar orðið að mestu umhverfisspjöllum sem unnin hafa verið í landi Reykjavíkur,“ segir í tillögunni. Einnig kemur þar fram að upp- lýst hefur verið að ekki verður þörf fyrir höfn í Eiðsvík fyrr en eftir 30 til 40 ár og að erlendir sérfræð- ingar hafa komist að þeirri nið- urstöðu að ekki verði þörf fyrir hafnargerð á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi eftir 50 ár. „Með grjótnáminu er í raun verið að ákvarða staðsetningu stór- skipahafnar langt inn í framtíðina. Geldinganesið er fallegasta bygg- ingarland í Reykjavík sem enn hef- ur ekki verið deiliskipulagt. Grjót- námið torveldar að landið verði skipulagt sem ein heild og mun augljóslega valda talsverðum kostnaðarauka þegar landið bygg- ist upp,“ segir í tillögunni. Árni Þór vísar túlkun sjálfstæð- ismanna á mati erlendu sérfræðing- anna á bug og segir að verið sé að afbaka það sem þeir sögðu. Þeir hafi skilgreint þörf fyrir hafn- arbakka en ekki tengda starfsemi, bakland eða neitt slíkt. Árni segir að Sundahöfnin verði fullbyggð á næstu 10–15 árum og fullnýtt eftir um tvo áratugi. Þá þurfi annað hafnarsvæði að vera tilbúið og því þurfi að hefja framkvæmdir miklu fyrr. Harðar deilur urðu í borgarráði Reykjavíkur um grjótnám í Geldinganesi Morgunblaðið/Þorkell Stórvirkar vinnuvélar unnu að grjótnámi í Geldinganesi í gær. Reykjavíkurborg er í baksýn. Minnihlutinn vill stöðva grjótnámið þegar í stað Heppilegasta svæðið fyrir grjótnám, segir formaður skipulags- og byggingarnefndar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.