Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ungir íslenskir listamenn í aðalhlutverkum.
Sópransöngkonan Arndís Halla er gestur
Óperunnar í hlutverki næturdrottningarinnar
á sýningunum 26. og 28. október.
Arndís Halla stundaði söngnám í Reykjavík og
Berlín og er nú starfandi söngkona í Þýskalandi.
Um þessar mundir syngur hún m.a. hlutverk
næturdrottningarinnar við óperuhúsið í
Neustrelitz.
Athugið breytilegan sýningartíma.
Gefðu þig ævintýrinu á vald!
Sími miðasölu: 511 4200
– töfraheimur á sviði Íslensku óperunnar
NÆTURDROTTNINGIN
BÆJARYFIRVÖLD í Mosfellsbæ
vinna nú að því að koma á fót sér-
stöku Laxnesssetri í Brúarlandi í til-
efni af því að á næsta ári eru liðin
100 ár frá fæðingu Halldórs Lax-
ness. Í setrinu yrði sett upp sýning
sem helguð yrði ævi og verkum nób-
elsskáldsins auk þess sem þar yrði
unnið að skráningu og söfnun á
gögnum sem tengjast Halldóri.
Sérstakri Laxnessnefnd var kom-
ið á fót til að undirbúa mögulega við-
burði í Mosfellsbæ í tengslum við
aldarafmæli Halldórs Laxness og er
hugmyndin um Laxnesssetur frá
henni komin. Í haust skilaði nefndin
af sér greinargerð vegna setursins,
en þar er byggt á skýrslu Björns G.
Björnssonar hjá List og sögu um
málið.
Kostnaður vegna húsnæðisins
um 47 milljónir króna
Í greinargerðinni segir að mark-
miðið með setrinu sé að halda á lofti
minningu Halldórs, veita fræðslu
um verk hans og leggja áherslu á að
Mosfellssveit og -bær var hans
heimabyggð. Þá yrði styrkum stoð-
um rennt undir ferðamennsku í
Mosfellsbæ með setrinu auk þess
sem tengsl íbúa bæjarins við heima-
byggð sína yrðu efld.
Í Laxnesssetrinu yrði sett upp
sýning á þremur hæðum þar sem
komið yrði á framfæri upplýsingum
og fræðslu, annars vegar um upp-
vöxt og búsetu nóbelsskáldsins í
Mosfellsdal og hins vegar um verk
þess. Áætlað er að þessi sýning gæti
staðið í nokkur ár en þó er gert ráð
fyrir rými þar sem setja mætti upp
smærri sýningar sem stæðu í styttri
tíma. Gert er ráð fyrir að á efstu
hæð yrði aðstaða til fundarhalda og
aðra viðburði.
Í setrinu yrði einnig unnið að
skráningu og söfnun á gögnum sem
tengjast Halldóri Laxness og verk-
um hans. Þannig yrði haldið til haga
yfirlitsskrám yfir t.d. útgáfur á
verkum hans, blaðagreinar eftir
hann og fræðilegar greinar um verk
hans. Þá yrði nýjum gögnum, s.s.
ljósmyndum, sendibréfum og per-
sónulegum munum safnað.
Í greinargerð nefndarinnar kem-
ur fram að tæknideild Mosfellsbæj-
ar hafi gert frumathugun á kostnaði
við breytingar á Brúarlandi vegna
setursins og er niðurstaðan sú að
kostnaðurinn yrði um 47 milljónir
króna, miðað við þær breytingar
sem lagðar eru til í skýrslu Björns.
Önnur áætlun, sem miðar við minni
breytingar, gerir ráð
fyrir um 30 milljóna
króna kostnaði. Þá er
ótalinn kostnaður við
uppsetningu á sýn-
ingunni en Björn
áætlar að hann yrði
um 17 milljónir
króna.
Minjagripaverslun
og veitingasala
Miðað er við að
heildarfjöldi gesta
gæti orðið í kringum
20 þúsund manns á
hverju ári. Markhóp-
urinn yrði íbúar Mos-
fellsbæjar, innlendir og erlendir
ferðamenn, nemendur í grunn- og
framhaldsskólum og ýmsir sérhóp-
ar.
Gert er ráð fyrir að minjagripa-
verslun yrði í setrinu þar sem seldir
yrðu munir sem tengdust umfjöll-
unarefni sýningarinnar auk þess
sem veitingasala með einföldum
kaffiveitingum yrði á efstu hæð Brú-
arlands. Er áætlað að
meðaltekjur af hverjum
gesti yrðu um 450 krón-
ur og er þar með talinn
aðgangseyrir, minja-
gripir og veitingasala.
Þá er gert ráð fyrir að
hægt verði að leigja út
móttökusal í risi seturs-
ins.
Búist er við að tekjur
Laxnessseturs muni
standa undir rekstar-
kostnaði þess miðað við
að áætlanir um 20 þús-
und gesti á ári gangi eft-
ir.
Í greinargerð nefnd-
arinnar er gert ráð fyrir að stofn-
kostnaður yrði fjármagnaður að ein-
um þriðja hluta af sveitarfélaginu,
styrktaraðilar greiddu einn þriðja
og ríkissjóður fjármagnaði einn
þriðja. Í bréfi frá menntamálaráð-
herra til bæjaryfirvalda kemur þó
fram að ráðuneytið hafi ekki tök á að
gefa fyrirheit um þátttöku ríkissjóðs
í uppbyggingu eða rekstri safnsins.
Haldið upp á hundrað ára afmæli nóbelsskáldsins á næsta ári
Laxnesssetur
í Brúarlandi
í bígerð
Morgunblaðið/Þorkell
Í Brúarlandi var áður grunnskóli Mosfellinga og síðar tónlistarskóli.
Mosfellsbær
Nóbelsskáldið
Halldór Kiljan Laxness.
JÓHANN Sigurjónsson, bæj-
arstjóri í Mosfellsbæ, segir að
áfram verði unnið að því að koma
Laxnesssetri á fót þótt vissulega
hafi svar ráðherra um að ráðu-
neytið geti ekki lofað fjárstuðn-
ingi, sett strik í reikninginn.
„Hann var í sjálfu sér jákvæður
fyrir hugmyndinni en það hefur
verið upplýst að ríkið hafi áhuga á
því að kaupa Gljúfrastein og ganga
þá frá einhverri framtíð í kringum
hann. Við höfum þá heyrt að þeir
treysti sér ekki til þess að standa í
tveimur svona stórum verkefnum
samtímis,“ segir Jóhann.
Hann segir ljóst að unnið verði
áfram að því að gera þetta að veru-
leika. „Spurningin er þá hvort
hægt sé að samræma hlutverk
Gljúfrasteins í framtíðinni við hug-
myndir um Laxnesssetrið. En þessi
hugmynd er að okkar mati það góð
og fær það jákvæðar viðtökur að
það er ekki spurning hvort heldur
hvenær þetta verður að veru-
leika.“
Í gær voru hugmyndirnar
kynntar fyrir þingmönnum kjör-
dæmisins en Jóhann segir að ekki
hafi enn verið leitað til einkaaðila
um fjárstuðning til verkefnisins
þar sem beðið var eftir svari rík-
isins. „Menn þurfa aðeins að fara
yfir stöðuna núna í ljósi þessara
tíðinda því þarna er einn þriðji af
fjárframlögunum sem ekki er
tryggður. Þá þarf bærinn að
leggja meira fjármagn í verkefnið
eða safna meiru hjá einkaaðilum
og þann grunn þarf að kanna.“
„Ekki spurn-
ing hvort
heldur
hvenær“
STARFSMENN gatnamálastjóra
hafa nýlega lokið við að flytja 35–40
ára gamlan úrgangshaug sem fannst
við Víkurveg þegar verið var að
grafa fyrir knattspyrnuhúsi sem þar
á að rísa. Úrgangurinn er talinn vera
frá þeim tíma sem framleiðsla á
áburðinum skarna stóð sem hæst en
nú er verið að rífa verksmiðjuhúsið
þar sem framleiðslan fór fram.
Sigurður I. Skarphéðinsson
gatnamálastjóri segir áburðinn hafa
verið unninn úr því sem til féll af líf-
rænum úrgangi. „Þá varð til ólíf-
rænn úrgangur sem var ekki hægt
að breyta í áburð og á þessum tíma
þótti ekkert athugavert við að urða
hann á stað sem enginn sá fyrir að
yrði nokkurn tíma byggt á. Við telj-
um að þetta hafi gerst upp úr 1960.
Síðan kom þetta í ljós þegar farið var
að grafa fyrir íþróttahúsi sem þarna
er að rísa.“
Að sögn Sigurðar var brugðist við
með því að aka úrganginum þegar í
stað upp á sorphauga þar sem hann
er urðaður á jafn tryggilegan hátt og
annað sorp sem til fellur í Reykjavík.
Hann segir að ekki sé um hættuleg-
an úrgang að ræða. „Þetta er venju-
legt húsasorp þannig að þetta er
ekki hættulegra en það húsasorp
sem fellur til í dag. Að auki er þetta
búið að liggja í jörðu í 35–40 ár þann-
ig að ég get ekki sé að af þessu stafi
nein hætta.“
Framleiðslan á skarnanum fór
fram í gömlu sorpeyðingarstöðinni
við Stórhöfða sem verið er að rífa
þessa dagana. „Þarna ætluðu menn
að nota lífrænan úrgang og fram-
leiða áburð sem var svo seldur og
menn notuðu í garðana sína. Ef ég
man rétt þá þótti þetta lykta illa og
mönnum fannst ekkert geðslegt að
meðhöndla þetta þannig að þetta
varð heldur skammvinn tilraun. Síð-
an stóð þessi verksmiðja ónotuð í
áratugi og síðustu minjarnar eru að
hverfa þessa dagana.“
Hann segir viðbúið að meira sorp
muni koma upp í kring um húsið og
þá verði það flutt í örugga urðun þar
sem það fær sömu meðhöndlun og
sorp sem fellur til í dag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir við niðurrif gömlu sorpeyðingarstöðvarinnar við Stórhöfða stóðu sem hæst í síðustu viku.
Áratuga gamall úrgangur
við Víkurveg fjarlægður
Grafarvogur