Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 25

Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 25 Opnum föstudag kl. 14 í Perlunni Verðdæmi: Diesel barnafatnaður peysur fullt verð 3.990 okkar verð 900 Oshkosh barnaúlpur fullt verð 5.990 okkar verð 1.990 Adidas barna flíspeysur fullt verð 5.990 okkar verð 2.950 Regatta úlpur fullt verð 14.990-25.000 okkar verð 7.990 Opnunartími virka daga frá kl. 14-18, helgar frá kl. 10.30-18 Stendur til 4. nóvember. Upplýsingasími 511 2370 Barnafatnaður Nýjar vörur á hverjum degi! SÉRFRÆÐINGAR um hryðju- verkastarfsemi segja engan vafa leika á því að umfangsmikil rann- sókn og leit, áður óþekkt samvinna ríkja og hernaðaraðgerðir í Afgan- istan hafi þrengt að al-Qaeda-sam- tökum Osama bin Ladens. Þeir hin- ir sömu bæta hins vegar við að því fari fjarri að sigur í nokkurri mynd hafi unnist í stríðinu gegn hryðju- verkaógninni; áfram verði að herða snöruna um háls hryðjuverkamann- anna og hafa beri í huga að lítill hópur illvirkja í svo laustengdum samtökum geti hæglega látið til sín taka. Alls hafa meira en 1.000 manns verið handteknir í meira en 40 lönd- um eftir árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. fyrra mánaðar. Tek- ist hefur að uppræta hópa hryðju- verkamanna á Spáni, Ítalíu og í Þýskalandi. Þannig hefur verið komið í veg fyrir frekari hryðjuverk á vegum al-Qaeda-hryðjuverk- anetsins, sem Osama bin Laden starfrækir. Skipulegum aðgerðum hefur ver- ið beitt til að hefta fjárstreymi til hryðjuverkamanna. Í 62 löndum hafa stjórnvöld gefið fyrirskipanir um að eigur og fjármunir hryðju- verkamanna og samtaka, sem þeim tengjast, skuli „frystar“. Bandarísk stjórnvöld hafa tilgreint á opinber- um vettvangi fyrirtæki, sem þessari starfsemi tengjast allt frá Þýska- landi til Jemen. „Það sem gert hefur verið hefur komið sér verulega illa fyrir þá,“ segir Larry Johnson, fyrrum að- stoðaryfirmaður aðgerða gegn hryðjuverkamönnum við utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna. „Athygl- in, sem að þeim beinist, auk þeirra hafta, sem lögð hafa verið á ferða- lög hryðjuverkamanna, dregur verulega úr getu þeirra til að fremja ódæðisverk.“ Samvinna án fordæmis Loren Thompson, sérfræðingur í málefnum þjóðaröryggis við Lex- ington-stofnunina í Washington, segir að samvinna þjóða eftir hryðjuverkin 11. september sé í réttu samhengi við það „lost“, sem heimsbyggðin öll hafi orðið fyrir. „Við höfum árum saman reynt að ná bin Laden en það samstarf, sem nú hefur verið komið á, er algjör- lega án fordæmis bæði með tilliti til umfangs og elju,“ segir hann. Leyniþjónustumenn vara hins vegar við því að hryðjuverkamenn geti látið til skarar skríða á ný án fyrirvara og ógerlegt sé að segja til um hvaða áætlanir um frekari ill- virki hafi hugsanlega verið gerðar fyrir 11. september. Sumir þeirra benda á að al-Qaeda kunni að vilja fremja nýtt ódæði til að sýna heims- byggðinni að samtökin fái enn starfað. Viðhalda verður þeim þrýstingi, sem bin Laden og aðrir slíkir hópar sæta nú um langa hríð, segir L. Paul Bremer, sem var skipaður sér- legur sendiherra gegn hryðju- verkaógninni árið 1986. „Baráttan við hryðjuverkahópana verður mót- andi grundvallarregla bandarískrar utanríkisstefnu allan þennan ára- tug,“ segir hann. „Þetta verður svipað ástand og á sjötta áratugn- um þegar baráttan gegn kommún- ismanum var í hámarki.“ Árangur í Evrópu George W. Bush forseti hefur ítrekað lýst yfir því að „stríðið“ gegn hryðjuverkaógninni eigi eftir að reynast langt og erfitt. Við- bragðanna er nú tekið að gæta um heim allan. Herför er hafin gegn hryðjuverkamönnum í Afganistan og talibana-stjórninni, sem veitir þeim skjól. Handtökur, sem taldar eru mikilvægar, hafa farið fram í Frakklandi, Bretlandi, á Ítalíu og Spáni. Þar hefur verið um að ræða menn, sem taldir eru tengjast bin Laden og skipulagningu árásarinn- ar á Bandaríkin 11. september. Að auki hefur verið komið upp um ráðagerðir um árásir á sendiráð og ræðismannsskrifstofur Bandaríkj- anna í Evrópu. Dan Goure, sem starfar við Lex- ington-stofnunina í Washington, segir að gangur mála í Evrópu sé mikilvægur. Það að tekist hafi að koma í veg fyrir aðgerðir hryðju- verkamanna í Evrópu geti „verið fyrstu merki um að raunverulegur árangur sé að nást“. Hann telur þó að menn megi ekki glata raunsæi sínu: „Við erum hér að ræða um hryðjuverkanet, sem kann að hafa þúsundir manna innan sinna vé- banda og þótt einhverjir hafi verið handteknir vitum við ekki hvort þar ræðir um „óbreytta liðsmenn“ eða stjórn- og skipuleggjendur.“ Tilraunir til að hefta fjárstreymið til manna bin Ladens sýnast einnig lofa góðu. Bandaríkjamenn telja að bin Laden hafi nýtt sér ólöglegt kerfi Pakistana til að flytja fjár- muni sína á milli landa. Tekist hafi að gera slíka fjármagnsflutninga mun erfiðari en áður þótt ekki sé þar með sagt að bin Laden fái með engu móti flutt peninga til liðs- manna sinna og hryðjuverkahópa. Verkefni framtíðar? Sérfræðingar segja hins vegar að trúlega verði aldrei unnt að stöðva slíkar peningasendingar algjörlega. Og jafnvel þótt dragi úr fjárstreym- inu kunni hryðjuverkahópar að verða færir um að fremja hryðju- verk þótt þau verði ekki nauðsyn- lega jafnstórtæk og þau, sem fram- in voru í Bandaríkjunum. L. Paul Bremner telur líklegt að herförin gegn hryðjuverkaógninni komi til með að taka til fleiri ríkja en Afganistan. „Það mun taka lang- an tíma að vinna á þessu liði. Nú beinist athyglin að Afganistan en við munum þurfa að huga að þeirri staðreynd að hryðjuverkamenn starfa einnig í skjóli sjálfsstjórnar- innar í Palestínu, í Líbanon og Sýr- landi.“ Reuters Hert öryggisgæsla við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel. Aukinn viðbúnaður og samvinna þjóða eru sögð hafa megn- að að koma í veg fyrir hryðjuverk í Evrópu. Telja þrengt að al-Qaeda Talið er að samvinna þjóða gegn hryðjuverkaógninni sé tekin að skila árangri. Sérfræðingar vara þó við óhóflegri bjartsýni. New York. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.