Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TVENNT gerir revíu að góðri skemmtan. Hnyttinn og hæfilega beittur texti blandaður háði og kímni og ekki síður mikilvægur er góður flutningur, söngur og leik- ur. Leikfélag Selfoss hefur í ann- að sinn fengið einn sinn traust- asta félaga til margra ára til að semja fyrir sig en fyrra verk nefndist Leikið lausum hala og var sýnt 1994. Það er óþarfi að orðlengja það að Á Suðurlandsvaktinni er bráðsmellin sýning á köflum og veldur þar miklu hversu góðum kröftum Leikfélag Selfoss hefur á að skipa. Sérstaklega ánægjulegt er að sjá hversu stór hluti leik- enda er af yngstu kynslóð, fólk um og vel innan við tvítugt. Það sýnir að leikstarfsemi höfðar í dag til yngra fólks ekki síður en áður. Ingþór Jóhann Guðmundsson 17 ára stóð sig frábærlega í hlutverki lögregluþjónsins og samleikur þeirra Guðmundar Karls Sigur- dórssonar sem tveggja afgamalla lögregluþjóna var tvímælalaust eftirminnilegasti hluti sýningar- innar. Aðrir stóðu sig einnig með prýði enda mikilvægast að vera vel með á nótunum og grípa bolt- ann á lofti þegar hvert atriðið rek- ur annað svona sitt úr hverri átt- inni. Það tókst ágætlega. Söngur þeirra Guðmundar Karls og Eyj- ólfs Pálmarssonar sem dönsku bræðranna tveggja var einnig bráðskemmtilegur lokapunktur ágætrar skemmtisýningar. Hár meðalaldur lögreglu- manna á Selfossi varð tilefni til að sýna tvo gamlingja sem höfðu gaman af að rifja upp Kambs- ránið og var meinilla við símann og úr þessu urðu hreint kostuleg atriði. Heilbrigðiseftirlitið, Mjólk- urbúið, skólafólkið, Útvarp Suð- urlands, þingmennirnir, sveitar- stjórnirnar, ritstjórinn og bænd- urnir fengu hver sinn skammt og hann vel útilátinn. Það var greinilegt að margt af því sem spéspeglinum var brugð- ið uppað átti sér góðan hljóm- grunn meðal áhorfenda og ekki að marka þó undirritaður væri ekki vel heima í öllu því sem heima- menn hafa verið að sýsla á und- anförnum mánuðum. Tilgangur- inn með slíkri sýningu hlýtur líka fyrst og fremst að vera sá að skemmta heimamönnum og sýna náungann í spaugilegu ljósi. Er þar stundum vandrataður meðal- vegurinn þar sem stutt er á milli manna og þeir misjafnlega hör- undsárir. Virtist þó hvergi farið yfir strikið og gamanið mestan partinn græskulaust. Leikstjórinn Jón Stefán hefur náð að virkja góðan hóp til að setja saman kröftuga sýningu en þó hefði mátt leggja meiri alúð við umgjörð sýningarinnar. Hefði þar mátt undirstrika betur hið glað- lega yfirbragð í litum og lýsingu. En það er smáatriði sem ástæðu- laust er að setja fyrir sig og má hvetja Sunnlendinga og nær- sveitamenn til að bregða sér í leikhúsið á Selfossi á næstu vik- um. Vel vakandi á vaktinni LEIKLIST L e i k f é l a g S e l f o s s Eftir Sigurgeir Hilmar Friðþjófssson. Leikstjóri: Jón Stefán Kristjánsson. Á SUÐURLANDS- VAKTINNI Hávar Sigurjónsson MYNDLISTARSÝNING SÍE félaga, (Suomi/Ísland/Eesti), verður í 30 búðargluggum við Laugaveg og verður opnunin kl. 18 í dag í Pennanum-Ey- mundsson. Þaðan verður farið í skoðunarferð upp Laugaveginn kl. 18:30. SÍE er samstarfsverkefni milli Íslands, Finnlands og Eistlands styrkt af Youth for Europe. Sex myndlistarnemar frá hverju landi hittast einu sinni í hverju landi fyrir sig og setja upp myndlistarsýningu. Íslenski hópurinn hefur hlotið styrk frá menntamálaráðu- neytinu. Slóðin er http://www.art-sie.- is. Myndlist í búðar- gluggum SKUGGASÝNING verður í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39, í kvöld kl. 20.30, en húsið verður opnað kl. 20. Sýnd verð- ur bakatil í galleríinu hin sí- gilda kvikmynd Charles Chapl- in, Modern Times (Nútíminn). Björn Þór Vilhjálmsson bók- menntafræðingur mun halda stutt spjall þar sem hann veitir innsýn í ýmsa þætti kvikmynd- arinnar. Umræður standa jafn- framt opnar. Aðgangur er ókeypis. Myndin er kynnt á vef- síðu Skugga á www.galleri- skuggi.is. Í galleríinu stendur yfir sýn- ingin Hver með sínu nefi. Kvikmynda- kvöld í Skugga LJÓÐALESTUR á vegum Rit- listarhóps Kópavogs verður í Catalínu, Hamraborg, í dag kl. 17. Fjögur skáld munu lesa úr nýjum verkum sínum: Eyvind- ur P. Eiríksson, Þórður Helga- son, Óskar Árni Óskarsson og Steinþór Jóhannsson. Aðgangur er ókeypis. Ljóðalestur á Catalínu SÖNGSVEIT Hafnarfjarðar heldur tónleika í Hafnarborg í kvöld kl. 20. Söngsveitin end- urtekur dagskrá tónleikanna sem haldnir voru í apríl sl. Stjórnandi er Elín Ósk Ósk- arsdóttir sem jafnframt syngur einsöng með kórnum. Auk hennar syngja Hanna Björk Guðjónsdóttir, Gréta Jónsdótt- ir, Þorgeir Andrésson og Kjart- an Ólafsson. Miðar eru seldir í Hafnar- borg. Söngsveit í Hafnarborg ÁRNI Sighvatsson barítonsöngvari og Jón Sigurðsson píanóleikari flytja sönglög Sigvalda Kaldalóns í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru tileinkaðir Sig- valda Kaldalóns en efnisskráin inni- heldur lög frá upphafi síðustu aldar allt fram á miðja þá öld. Árni Sighvatsson og Jón Sigurðs- son hafa unnið saman um nokkurt skeið. Á síðasta ári kom út geisla- diskur þeirra félaga Úr söngvasafni Kaldalóns. Morgunblaðið/Þorkell Árni Sighvatsson syngur við undirleik Jóns Sigurðssonar. Kaldalóns- tónleikar í Gerðu- bergi EFNT var til svokallaðrar tónlist- arstundar í Hjallakirkju Kópavogs á sunnudaginn var, þar sem prestur fór undir miðju tónleikahalds með ritn- ingarlestur, bæn og blessun. Fyrst söng Margrét Bóasdóttir tvö lög, nr. 4 og 10, úr Biblíuljóðum Antoníns Dvoráks op. 99 við orgelundirleik Lenku Máteová, Drottinn er minn hirðir og Syngið þér Drottni Guði nýjan söng. Lenka lék þá Introduk- tion og Passacaglíu Max Regers í d- moll, og þau Margrét fluttu tvö söng- lög eftir Hugo Wolf, Führ mich, Kind, nach Betlehem og Bæn. Eftir ritningarlestur séra Írisar Kristjáns- dóttur voru flutt tvö söngverk eftir Jónas Tómasson yngri. Stundinni lauk síðan með Kóralfantasíu nr. 1 eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben. Dvorák kvað hafa samið biblíu- söngva sína tíu við stök erindi úr Davíðssálmum í Bandaríkjaferð sinni 1892–95 við píanóundirleik og seinna útsett nokkra þeirra fyrir hljómsveit. Hvaðan hérverandi orgelútsetning var komin var ekki tilgreint. Tékkneski sinfónistinn kaþólski er ekki kunnastur fyrir framlag sitt til ljóða- söngs, en fáir gátu samt farið varhluta af trúarhita hans í þess- um einföldu en inni- legu lögum, sem flutt voru í viðeigandi anda. Hið ópusnúmerslausa en allþekkta verk Regers, Introduktion & Passacaglía í d-moll, skartar stuttum en stríðum krómatískum inngangi og langri röð tilbrigða ofan á átta takta þrábassastefi í þrískiptum takti að hætti barokkmeistara. Lenka lék verkið af öryggi og festu; passacaglíuna framan af á mjög lág- værum röddum, en áður en lauk af auknum krafti. Lögin tvö eftir Hugo Wolf í org- elútsetningu Regers voru á nótum íhugullar kyrrðar; falleg og vel flutt, en ekki tiltakanlega áhrifamikil. Að því er bezt varð heyrt af kynningu söngkonunnar samdi Jónas Tómas- son verk sitt Þorstinn – vonin – þráin fyrir orgel og sópranrödd að tilstuðl- an Margrétar Bóasdóttur. Textinn var fenginn úr 43. og 46. Davíðssálmi, og tónlistin einkenndist m.a. af þrá- stefjanotkun, samstígri raddfærslu og ofurlítið austrænu lagferli. Tón- ferlið hélzt lengst af einfalt, sönghæft og lágróma, en endaði á rísandi ákalli. Seinna verk Jónasar, Kom þú, ó, Kristur við texta eftir Kristján Val Ingólfsson, var hægferðugra og hefð- bundnara í tónmáli. Margrét söng þessar litlu örkantötur af sann- færandi mýkt og inni- leika við þjálan orgelleik Lenku. Loks var fjörmikið orgelverk eftir Petr Eben (f. 1929), Kóral- fantasía nr. 1. Því miður var aldurs ekki getið hér frekar en annars staðar, en eftir útvíkkuðum tón- ölum stíl þess og hryn- sprækri klasahljóma- notkun að dæma gæti það verið frá 6. eða 7. áratug. Litskrúðugir tokkötusprettir verksins og almennur hátíðarblær bentu til þess að vera hugsaðir fyrir töluvert stærra orgel en hinn 27 radda „ópus 22“ eftir Björgvin Tómasson orgel- smið, en hljóðfærið bar það samt merkilega vel í frábærri akústík Hjallakirkju, sem hefur eitthvert jafnasta og fallegasta ómhnig („decay“) allra guðshúsa SV-horns- ins. Rithættir verksins voru eins fjöl- skrúðugir og registranir þess, og mátti fyrir utan framsæknu klasa- hljómana og þrástefin einnig greina forneskjuleg vinnubrögð á við cantus firmus-tækni og kanon, m.a.s. um litla tvíund. Lenka Máteová virtist dável heima í sínum manni, enda fór hún á kostum í þessu krefjandi en skemmtilega verki og lék eins og sú er valdið hefur. Hugleiðslustund í tónum TÓNLIST H j a l l a k i r k j a Orgel- og söngverk eftir Reger, Wolf, Eben, Dvorák og Jónas Tóm- asson. Margrét Bóasdóttir sópran; Lenka Mátéová, orgel. Sunnudag- inn 21. október kl. 17. TÓNLISTARSTUND Ríkarður Ö. Pálsson Margrét Bóasdóttir LISTASAFN Borgarness er 30 ára um þessar mundir. Það var stofnað árið 1971 þegar Hallsteinn Sveinsson frá Eskiholti færði Borgarneshreppi hundrað listaverk að gjöf. Hallsteinn ákvaðað að gefa Borgarnesbæ listaverkasafnið og fékk í staðinn ókeypis uppihald og vinnuaðstöðu á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi. Hann jók við safnið meðan hann lifði með listaverkagjöfum og lætur nærri að alls hafi hann gef- ið um 200 verk auk þess sem hann veitti safninu veg- legan fjárstuðn- ing. Verkin eru eftir nokkra af okkar ástsælustu listamönnum og státa þau jafn- framt af sérstöku handverki Hall- steins, en hann smíðaði rammana utan um þau. Hann smíðaði mik- ið af römmum fyr- ir listamenn og ósjaldan fékk hann málverk í staðinn. Hann hóf að safna málverkum, aðallega eft- ir samtímamálara, sem hann hafði trú á, og átti orðið mjög gott safn listaverka eftir marga okkar þekktustu listamenn þegar hann gaf Borgarnesbæ safnið. Í tilefni 30 ára afmælis Lista- safns Borgarness eru til sýnis í Safnahúsinu fáeinar perlur úr listaverkagjöf Hallsteins Sveins- sonar. Sýningin stendur í óákveð- inn tíma og er opin virka daga frá kl. 13–18 og til 20 á þriðjudögum og fimmtudögum. Brjóstmynd af Hallsteini Sveinssyni frá Eskiholti eftir Ragnar Kjartansson á efri súlunni og hand- verk eftir Hallstein sjálfan á neðri súlunum. Listasafn Borg- arness 30 ára Borgarnesi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Guðrún Vala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.