Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isBjörgvin Sigurbergsson fór holu í
höggi á Spáni / B1
Afturelding skellti FH í fram-
lengdum leik í Varmá / B3
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í
Kjörgarði breytt í hótel.
Ragnar Ólafsson gerir út túnfiskbát frá Suð-
ur-Afríku.
Greiðslumat er ekkert grín. Íbúðalánasjóð-
ur leggur áherslu á raunhæft greiðslumat og
ráðgjöf til umsækjenda.
Birgir Ísl. Gunnarsson seðlabankastjóri seg-
ir ríka ástæðu til að halda vöxtum háum.
Á FJÖLMENNUM fundi sjálf-
stæðismanna í Garðabæ í gær-
kvöldi lýsti Ingimundur Sigurpáls-
son fyrrverandi bæjarstjóri og efsti
maður á lista Sjálfstæðisflokksins
því yfir, að hann myndi ekki gefa
kost á sér til framboðs í bæjar-
stjórnarkosningunum næsta vor.
Ingimundur var bæjarstjóri í
Garðabæ í 13 ár, eða allt þar til
hann tók við starfi forstjóra Eim-
skipafélags Íslands. Hann var kjör-
inn í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn í kosningunum vorið
1998 og hyggst sitja þar út tímabil-
ið.
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins
í Garðabæ mun ákveða í næsta
mánuði hvort efnt verður til próf-
kjörs um skipan lista flokksins.
Ingimundur
gefur ekki
kost á sér
Garðabær
LÖGREGLAN í Borgarnesi hand-
tók tvo karlmenn um tvítugt í
fyrrinótt vegna gruns um ræktun
á kannabisplöntum. Við húsleit hjá
öðrum mannanna var hald lagt á
fimm ræktarlegar plöntur og fara
þær til frekari rannsóknar hjá
tæknideild lögreglunnar í Reykja-
vík. Einnig fundust í húsinu áhöld
til fíkniefnaneyslu og nokkur
grömm af maríjúana.
Eftir yfirheyrslur viðurkenndi
annar piltanna, húsráðandinn, að
hafa átt plönturnar og var báðum
piltunum sleppt úr haldi í gær-
kvöldi. Telst málið að fullu upp-
lýst. Afskipti voru höfð af fleirum í
Borgarnesi vegna þess máls en
þeir ekki handteknir.
Piltarnir hafa áður komið við
sögu í fíkniefnamálum, að sögn
lögreglunnar. Grunur hafði verið
uppi í nokkurn tíma um að plöntur
væru í ræktun í húsinu. Miðað við
stærð plantnanna er ljóst að þær
hafa verið í ræktun í nokkra mán-
uði. Lögreglan hafði piltana ekki
grunaða um að hafa selt fíkniefni
út fyrir húsið, að því undanskildu
að vinir hafi notið kunningsskap-
arins.
Kannabis-
plöntur
í ræktun
Tveir teknir
í Borgarnesi
BIFREIÐ valt á Villingaholtsvegi á
móts við bæinn Vatnsenda í gær-
kvöld. Tveir menn voru í bílnum og
er ökumaður grunaður um ölvun við
akstur. Mennirnir voru ekki taldir
alvarlega slasaðir, að sögn lögregl-
unnar á Selfossi.
Bíll valt á
Villinga-
holtsvegi
FÓLKSBIFREIÐ valt innan við
nyrðri gangamunnann í Hvalfjarðar-
göngum um klukkan sjö í gærkvöld
og var göngunum lokað í klukku-
stund vegna slyssins og umferð beint
um Hvalfjörð. Ökumaður var einn í
bílnum og slapp með smávægileg
meiðsl.
Orsök slyssins er rakin til þess að
ökumaður sofnaði í bílnum þegar
hann kom akandi eftir göngunum
sunnan frá. Bifreiðin er talin gjör-
ónýt eftir veltuna og talsverðar
skemmdir urðu á dúkklæðningu í
göngunum á um tíu metra kafla þar
sem bíllinn skall á veggnum.
Talsvert mikið af bensíni
lak úr bílnum
Bifreiðin var um einn kílómetra
frá nyrðri gangamunnanum þegar
óhappið átti sér stað. Talsvert lak af
bensíni úr bílnum þar sem hann
hafnaði á hvolfi og fóru starfsmenn
ganganna þegar niður og spautuðu
efni á götuna til að hindra að bensín-
ið flæddi niður göngin. Þá mætti
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á
staðinn og aðstoðaði við að hreinsa
upp bensínið, áður en lögreglan taldi
óhætt að opna göngin fyrir umferð á
nýjan leik.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Talsverðar skemmdir urðu á dúkklæðningu í Hvalfjarðargöngum eftir bílveltu í gærkvöld.
Bílvelta í Hval-
fjarðargöngum
ÞRETTÁN ára piltur úr
Reykjavík, sem lögreglan aug-
lýsti eftir í gærkvöld, var ekki
kominn í leitirnar þegar Morg-
unblaðið fór í prentun í nótt.
Pilturinn heitir Andri Þór
Valgeirsson. Hann er 165 cm á
hæð, grannur með blá augu og
gullitað stuttklippt hár. Andri
Þór strauk af meðferðarheim-
ilinu Torfastöðum í Árnessýslu
síðastliðinn sunnudag ásamt
fjórtán ára stúlku úr Hafnar-
firði. Hún kom í leitirnar um
kvöldmatarleytið í gær en gat
engar upplýsingar gefið um
Andra Þór. Að sögn lögregl-
unnar í Hafnarfirði var hún
beðin að grennslast fyrir um
stúlkuna síðdegis á mánudag
án þess að óskað hafi verið eftir
lýsingu á henni opinberlega.
Þegar Andri Þór strauk var
hann klæddur rauðri og svartri
úlpu með hvítum stöfum á bak-
inu og í bláum buxum. Sést
hafði til hans í Reykjavík eftir
strokið en síðdegis í gær ósk-
uðu aðstandendur hans eftir að
lýst yrði eftir honum. Þeir sem
geta gefið upplýsingar um hann
eiga að snúa sér til lögreglunn-
ar í Reykjavík.
Lýst eftir
13 ára pilti
í Reykjavík
ÍSLENSKA fyrirtækið Omega
Farma ehf. hefur unnið dómsmál
sem bandaríska lyfjafyrirtækið
Merck&Co. höfðaði gegn fyrirtæk-
inu. Málið er m.a. athyglisvert sök-
um þess að þetta mun vera í fyrsta
skipti sem tekist er á um túlkun á
einkaleyfi sem varðar framleiðslu-
aðferð á virku lyfjaefni fyrir ís-
lenskum dómstólum.
Forsaga málsins er sú að frá
árinu 1998 hefur fyrirtækið selt á
Íslandi lyfið FINOL en það er not-
að til meðferðar á góðkynja stækk-
un blöðruhálskirtils. Lyfið inniheld-
ur virka lyfjaefnið fínasteríð sem
framleitt var af indversku lyfjafyr-
irtæki. Merck&Co. taldi aftur á
móti að fínasteríðið sem Omega
Farma notaði væri framleitt sam-
kvæmt einkaleyfinu IS 1671 sem er
í eigu Merck&Co. Af þessum sök-
um var Omega Farma stefnt í nóv-
ember 1998.
Dómur féll í Héraðsdómi Reykja-
víkur síðla árs 1999, Omega Farma
í óhag. Málinu var vísað til Hæsta-
réttar sem vísaði málinu heim í hér-
að til frekari meðferðar. Héraðs-
dómur felldi dóm á ný í júlí á þessu
ári en með dómnum var Omega
Farma sýknað af öllum kröfum
Merck&Co. Málinu var ekki áfrýjað
til Hæstaréttar en frestur til þess
rann út á mánudaginn.
Bandarískur lyfjarisi
Friðrik Steinn Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Omega Farma,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
málið sé hið fyrsta sinnar tegundar
hér á landi. Þá sé málið merkilegt
sökum þess að um væri að ræða
fyrsta dómsmálið í Evrópu þar sem
Merck&Co lét reyna á túlkun á
einkaleyfinu IS 1671 en samsvar-
andi einkaleyfi og hið íslenska megi
finna í flestum löndum Evrópu.
Ljóst væri að niðurstaða íslensku
dómstólanna væri að mörgu leyti
fordæmisgefandi, a.m.k. fyrir hið
norræna dómskerfi.
Aðspurður sagði Friðrik Steinn
að málareksturinn hefði kostað fyr-
irtækið um fimm milljónir króna.
Merck&Co. er gríðarstórt fyrir-
tæki með starfsemi í mörgum lönd-
um. Fyrirtækið seldi í fyrra vörur
fyrir rúmlega 40 milljarða banda-
ríkjadala í fyrra.
Lögmennirnir Jón Halldórsson
hdl. og Óskar Thorarensen hdl. sáu
um málflutning fyrir Omega
Farma.
Omega Farma vann
dómsmál um einkaleyfi
♦ ♦ ♦