Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Veður setti strik í reikning kylfinga á Spáni / B4 Verkfallsaðgerðir eða auknar sjónvarpstekjur / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Á LAUGARDÖGUM Sérblöð í dag www.mb l . i s Með Morg- unblaðinu í dag fylgir bæklingur frá Sölku. Blaðinu verð- ur dreift um allt land. Með Morg- unblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið Fjölmenning- arsamfélag allra hagur. Blaðinu verður dreift um allt land. HARÐUR árekstur varð á sjötta tímanum í gærdag þegar ökumað- ur fólksbíls, sem var á leiðinni norður Suðurgötu, beygði inn Brynjólfsgötu í veg fyrir jeppa sem var á suðurleið. Þurfti að klippa tvo út úr fólksbílnum en þrír voru í honum. Voru þeir allir fluttir á slysadeild og sömuleiðis ökumaður jeppans. Meiðsl eins hinna slösuðu reyndust alvarleg og var hann fluttur á gjörgæsludeild en er ekki talinn í lífshættu, að sögn vakthaf- andi læknis. Hinir þrír fengu að fara heim að lokinni rannsókn. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins og voru fimm lög- reglubílar á staðnum þegar mest var auk sjúkra- og slökkviliðsbíla. Að sögn lögreglu skapaðist tals- verð hætta af forvitnu fólki, en margir hægðu mikið á sér og sum- ir nánast nauðhemluðu til að fylgj- ast með aðgerðum á vettvangi slyssins. Árekstrahrina í borginni Lögregla segir mikla hrinu um- ferðaróhappa hafa verið í gær. Milli klukkan 16 og 19 voru 11 árekstrar tilkynntir til lögreglu og þar af voru meiðsli í tveimur. Frá klukkan átta um morguninn til klukkan 19 var tilkynntur 21 árekstur og eru þá ótalin þau um- ferðaróhöpp þar sem lögregla var ekki kvödd til. Að mati lögreglu var um að kenna lélegu skyggni og „einhverju föstudagsstressi“. Mun rólegra var að gera hjá lögreglunni um kvöldið því aðeins voru til- kynntir tveir árekstrar frá klukkan 19 og fram til miðnættis. Morgunblaðið/Júlíus Beita þurfti klippum til að ná tveimur þeirra sem voru í fólksbílnum út. Á gjör- gæslu eftir bílslys AÐFARANÓTT fimmtudags varð stórbruni í FRAC Corse listasafn- inu á eynni Korsíku. Safnið er hluti hins opinbera franska safnanets, sem teygir sig um allt Frakkland. Eldurinn kom upp í geymslurými safnsins, en þar voru tvö verk eftir íslenska myndlistarmanninn Sig- urð Árna Sigurðsson, Garður p.4. og Landamæri, en safnið keypti síðarnefnda verkið af Sigurði eftir að það var sýnt á Feneyjatvíær- ingnum árið 1999. Umboðsmaður Sigurðar Árna í París lét hann vita um brunann og staðfesti að verkin tvö væru meðal þeirra sem eyðilögðust. Þriðja verk Sigurðar Árna var einnig á safninu á Korsíku, en það bjargaðist. Anne Alessandri safnstjóri staðfesti að fjölmörg listaverk hefðu eyðilagst, en gat ekki gefið upp tölu þeirra. Sigurður Árni hafði eftir um- boðsmanni sínum að allt að tveir þriðju af listaverkum í eigu safns- ins hefðu eyðilagst eða skemmst. Hann sagði einnig að talið væri hugsanlegt að um íkveikju eða skemmdarverk væri að ræða. Landamæri (1999) eftir Sigurð Árna Sigurðsson. Tvö íslensk verk eyði- lögðust Stórbruni í lista- safninu á Korsíku ÞINGFLOKKUR framsóknar- manna fellst ekki á áform um 40% hækkun innritunargjalda í ríkishá- skóla sem gert er ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2002. Erindi um hækkun gjaldsins er enn til umfjöll- unar í þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins. Framsóknarmenn telja ekki rök fyrir slíkri hækkun, en hafa fallist á að innritunargjöld hækki úr 25.000 kr. í 30.000 kr. í samræmi við verð- lagsþróun. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að þingflokkurinn hefði afgreitt málið fyrir sitt leyti. Hann sagði að erindi hefði um leið verið sent til Háskóla Íslands, þar sem óskað væri eftir frekari upplýs- ingum um kostnað á bak við innritun stúdenta í Háskólann, því gjaldið eigi ekki að nýta í almennan rekstrar- kostnað heldur standa undir raun- kostnaði við skráningu stúdenta. Enn til umfjöllunar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Sigríður A. Þórðardóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að þessi liður fjárlagafrumvarpsins væri enn til umfjöllunar í þingflokkn- um. Í fjárlagafrumvarpi 2002 er gert ráð fyrir að afla 56,6 milljóna kr. með því að hækka innritunargjald úr 25 þúsund kr. í 35 þúsund kr. Kemur þar fram að þetta er gert til að mæta sparnaðaraðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Innritunargjald hefur verið nánast óbreytt síðasta áratug- inn og gjaldið mun eftir hækkunina standa að meðaltali undir nálægt 5,5% af kennsluútgjöldum skv. reiknilíkani fyrir kennsluframlög. Þar kemur einnig fram að hluti hækkunarinnar mun koma fé- lagsstarfsemi stúdenta til góða, því hluti gjaldsins rennur til þeirra. Fyrirhuguð hækkun innritunargjalda í Háskóla Íslands Þingflokkur Framsóknar- flokksins vill minni hækkun SÁTTATILRAUNIR í sjúkraliða- deilunni héldu áfram í allan gærdag og fram á kvöld í húsnæði ríkissátta- semjara. Áttu sjúkraliðar bæði við- ræður við samninganefnd ríkisins og samninganefnd Reykjavíkurborgar og verður viðræðunum haldið áfram í dag, skv. upplýsingum Þóris Einars- sonar ríkissáttasemjara. Viðræður fóru fram milli samninganefnda sjúkraliða og ríkisins annars vegar og við samninganefnd Reykjavíkurborg- ar hins vegar. Samið við Styrktar- félag vangefinna Aðspurður sagði Þórir erfitt að meta hvort líkur væru að aukast á að yfirstandandi viðræðulota leiddi til samkomulags. ,,Menn skiptast opin- skátt á hugmyndum þótt ekki sé kom- in nein afgerandi niðurstaða.“ Viðræðum verður haldið áfram í dag og verður reynt til þrautar að ná samningum með stífum fundarhöld- um yfir helgina en sjúkraliðar hafa boðað til allsherjarverkfalls aðfara- nótt mánudags. Nær það til allra sjúkraliða nema þeirra sem vinna hjá Styrktarfélagi vangefinna en í gær skrifuðu Sjúkraliðafélagið og Styrkt- arfélag vangefinna undir skamm- tímakjarasamning sem nær til tveggja starfsmanna hjá Styrktar- félagi vangefinna. Felur hann í sér að styrktarfélagið skuldbindur sig til að greiða sjúkra- liðum sömu laun og samið verður um við ríkið og 17 þúsund króna ein- greiðslu 1. desember. Óbreytt staða í tónlistarkennaradeilunni Samninganefndir tónlistarskóla- kennara og launanefndar sveitarfé- laga komu saman á stuttum sátta- fundi hjá ríkissáttasemjara kl. 15 í gær. Ekkert markvert gerðist á fund- inum. Hafa deiluaðilar verið boðaðir til næsta fundar á miðvikudag. Fundi í kjaradeilu flugumferðar- stjóra og ríkisins lauk um kvöldmat- arleytið í gær og koma deiluaðilar aft- ur til fundar í dag kl. 10. Hrina sjálfstæðra verkfalla flugumferðar- stjóra hefst 16. nóvember hafi ekki samist fyrir þann tíma. Verkfall sjúkraliða hefst að óbreyttu annað kvöld Reynt til þrautar að ná samkomulagi yfir helgina AFLI Hólmaborgar SU 11 það sem af er ári er kom- inn yfir 80 þúsund tonn og mun vera um Íslandsmet að ræða. Togarinn, sem er í eigu Hraðfrystihúss Eskifjarðar, landaði í gær um 1.100 tonnum af kol- munna og með því komst heildarafli ársins upp í tæp 81 þúsund tonn. Mest hefur veiðin verið í kol- munna eða rúmlega 42 þúsund tonn. Á myndinni færir Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Jóhanni Kristjánssyni skipstjóra og áhöfninni á Hólmaborg tertu í tilefni áfangans. Íslandsmet Hólmaborgar Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.