Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTLENDINGARNIR níu, sem lög-
reglan í Kópavogi færði til yfir-
heyrslu á miðvikudag vegna gruns
um að þeir væru hér án dvalar- og
atvinnuleyfis, eru lausir úr haldi og
heldur rannsókn málsins áfram hjá
lögreglu á grundvelli laga um eft-
irlit með útlendingum. Verið er að
kanna m.a. hvort mennirnir, sem
talið er að séu frá Litháen, hafi haft
atvinnuleyfi, en lögreglan verst
frétta af því hvort vinnuveitendur
þeirra sæti rannsókn. Mennirnir
höfðu verið hér á landi allt frá
nokkrum dögum upp í nokkrar vik-
ur og unnu við að reisa fjölbýlishús í
Salahverfi.
Hjá Eflingu – stéttarfélagi, er
vikulega tekin afstaða til allt að 60
umsókna um atvinnuleyfi fyrir út-
lendinga í vinnu hér á landi, einkum
umsóknir um framlengingu frá ári
til árs. Atvinnurekendum er skylt
að sækja um atvinnuleyfi fyrir út-
lent starfsfólk sitt, en í þeim til-
vikum þar sem þeir hirða ekki um
slíkt, fær starfsfólkið að kenna á af-
leiðingunum með brottvísun úr
landinu ef yfirvöld komast í málið,
að sögn Tryggva Marteinssonar,
fulltrúa hjá Eflingu.
Hann segir að á nýafstöðnu
þensluskeiði hafi eftirspurn eftir er-
lendu vinnuafli verið talsverð, en
reikna megi lauslega með að einn af
hverjum tíu atvinnurekendum sæki
ekki um nein leyfi fyrir starfsfólk og
greiði þeim laun eftir geðþótta.
Gremjulegt að horfa upp á
óheiðarlega atvinnurekendur
„Það er mjög gremjulegt að horfa
upp á óheiðarlega atvinnurekendur
sem svíkjast um að sækja um at-
vinnuleyfi fyrir útlendinga, sem í
sumum tilvikum eru látnir halda að
öll mál þeirra séu í lagi,“ segir
Tryggvi. „Atvinnurekendunum er
einnig lögum samkvæmt skylt að
standa skil á skattgreiðslum, lífeyr-
issjóðsgreiðslum og félagsgjöldum.
Þegar upp kemst síðan um mál þar
sem útlendingar vinna svart, slepp-
ur atvinnurekandinn, en starfsfólkið
er látið mæta afleiðingunum og rek-
ið úr landi. Þetta jafnast á við það
að maður væri sjálfur dæmdur fyrir
innbrot sem framið er heima hjá
manni.
Samkvæmt mínum heimildum
hefur atvinnurekandi hér á landi
aldrei verið beittur sektum vegna
brota af þessu tagi. Þess vegna er
atvinnurekendum í lófa lagið að
flytja inn nýtt ólöglegt vinnuafl
strax og búið er að reka hitt úr
landi. Um 90% atvinnurekenda eru
samt heiðarleg, en háttsemi hinna
óheiðarlegu bitnar óneitanlega á
þeim, þar sem þeir geta undirboðið
þá í krafti þess að rekstrarkostn-
aður þeirra er mun lægri af aug-
ljósum ástæðum.“
Gert er ráð fyrir fundi bráðlega
með félagsmálaráðherra og verka-
lýðshreyfingunni þar sem farið
verður yfir málefni útlendinga á ís-
lenskum vinnumarkaði og að auki er
væntanlegur fundur ráðherra og
Vinnumálastofnunar í sama tilgangi.
Páll Pétursson segist m.a. hafa
óskað eftir því við Vinnueftirlit rík-
isins að starfsmenn stofnunarinnar
geri á ferðum sínum viðvart um er-
lent starfsfólk án atvinnuleyfis.
„Það er algerlega ólíðandi að láta
menn komast upp með svona fram-
ferði gagnvart útlendingum,“ segir
Páll. „Allir svona hlutir eru graf-
alvarlegir og engin ástæða til ann-
ars en að beita fyllstu hörku við
meðferð þessara mála.“
Vandamálin tengd útlendingum
án atvinnuleyfis geta tekið á sig
ýmsar myndir og nefnir Tryggvi
Marteinsson símtal sem hann fékk
frá Íslendingi fyrir skömmu. „Hann
sagði mér að Pólverji sem væri í
vinnu hér á landi hefði mölbrotið á
sér andlitið í vinnuslysi en þyrði
ekki til læknis vegna þess að hann
væri án dvalar- og atvinnuleyfis.
Þessum manni mun hafa verið það
ljóst að hann væri ólöglegur og það
þekkist vissulega líka, í bland við þá
sem treysta atvinnurekandanum
fyrir sínum málum og eru að vinna
hér í góðri trú.“
Efling getur aðeins veitt umsögn
um atvinnuleyfi, þegar atvinnurek-
endur hér á landi óska eftir að fá til
sín útlendinga í vinnu, jákvæða eða
neikvæða eftir aðstæðum. Það er
síðan á valdi Vinnumálastofnunar,
sem annast framkvæmd á lögum um
vinnumarkaðsaðgerðir og atvinnu-
réttindi útlendinga, að veita at-
vinnuleyfi.
Kópavogsmálið gefur enn
frekari tilefni til umræðna
Að sögn Halldórs Grönvold skrif-
stofustjóra hjá Alþýðusambandi Ís-
lands hefur ASÍ átt í miklum sam-
skiptum við Útlendingaeftirlitið og
Vinnumálastofnun þar sem málefni
útlendinga í vinnu hér á landi hafa
verið rædd. Hann segir að tvenns-
konar ólöglegar vinnumiðlanir, sem
tíðkist hér á landi kalli á viðbrögð.
„Það eru dæmi þess að fólk sé
flutt inn sem ferðamenn og látið
vinna hér „neðanjarðar“. Einnig eru
þekkt dæmi um að hér stundi út-
lendingar vinnumiðlun með þeim
hætti að þeir hafi tekið greiðslur
fyrir að útvega öðrum útlendingum
atvinnuleyfi,“ segir Halldór. „Þessi
málefni eru alltaf í umræðunni og
ekki síst nú gagnvart byggingariðn-
aðinum, því menn hafa verið smeyk-
ir við það sem þar kynni að gerast í
kjölfar þeirrar miklu sveiflu sem
hefur verið í þjóðfélaginu. Það er
ljóst að það mál sem nú er komið
upp í Kópavoginum mun gefa mönn-
um enn frekari tilefni til að fjalla um
málefni útlendinga. Grundvallarat-
riðið er að koma í veg fyrir að fólk
sé fengið til vinnu án þess að ganga
frá tilskildum leyfum.“ Halldór seg-
ir að ástæða sé til að ASÍ taki þessi
mál upp við stjórn Vinnumálastofn-
unar.
„Starfsfólkið látið
mæta afleiðingunum“
Tryggvi Marteinsson hjá Eflingu segir í
samtali við Örlyg Stein Sigurjónsson að
mjög gremjulegt sé að horfa upp á atvinnu-
rekendur svíkjast um að sækja um atvinnu-
leyfi fyrir útlendinga. Félagsmálaráðherra
segir meint þrælahald á útlendingum
ólíðandi og vill beita fullri hörku í málinu.
JÓHANNA Sigurðardóttir alþing-
ismaður segir á heimasíðu sinni að
kvótaeigendur hagnist mikið ef til-
lögur ríkisstjórnarinnar um lækk-
un á sköttum fyrirtækja verði lög-
festar. Hún fullyrðir að hagnaður
kvótaeigenda af tillögunum sé á
bilinu 18-26 milljarðar.
Jóhanna óskaði eftir upplýsing-
um frá embætti ríkisskattstjóra og
Þjóðhagsstofnun um skattatap rík-
issjóðs vegna tillagna ríkisstjórn-
arinnar. Hún les út úr svarinu að
tapið „og þar með gróði kvótaeig-
enda vegna skattatillagna ríkis-
stjórnarinnar verði á bili 18-26
milljarðar króna. Þar sem skattur
á hagnaði af kvóta lækkar má gera
ráð fyrir að verð á kvóta og verð á
hlutabréfum í fyrirtækjum sem
eiga kvóta hækki og þar með sölu-
hagnaður þeirra sem eiga kvóta
eða hlutabréf í kvótafyrirtækjum,“
segir Jóhanna á heimasíðu sinni.
„Í svari við fyrirspurn minni
metur Þjóðhagsstofnun að ef allar
aflaheimildir yrðu í dag seldar á
markarðsverði ætti hreinn sölu-
hagnaður að nema um 165-215
milljörðum króna. Samkvæmt upp-
lýsingum frá embætti Ríkisskatt-
stjóra lækka skattar samkvæmt
skattatillögum ríkisstjórnarinnar
vegna kvóta í eigu hlutafélaga um
11%, í eigu sameignarfélags um
12% og í eigu einstaklinga sem
breyta rekstrarformi sínu yfir í
einstaklingsrekstur um 12 til 19%
eftir því hvort þeir hafa áður greitt
hátekjuskatt til viðbótar tekju-
skatti og útsvari. Þá lítur dæmið
þannig út að skattatapið sé að lág-
marki 11-12% og jafnvel meira.
Það færir kvótaeigendum á silfur-
fati 18-26 milljarða skattalækkun,“
segir Jóhanna.
Jóhanna Sigurðardóttir
Kvótaeigend-
ur hagnast
á skatta-
lækkunum
AKRANESKAUPSTAÐUR hefur
dregið til baka úrsögn sína úr Sam-
bandi sveitarfélaga á Vesturlandi og
verður því áfram
aðili að samtök-
unum. Þetta
gerðist á aðal-
fundi sambands-
ins á Akranesi í
gær.
Rúmt eitt og
hálft ár er síðan
Akranes sagði sig
úr samtökunum
með árs fyrirvara
vegna ágreinings um kjör formanns
félagsins þegar Gunnar Sigurðsson,
bæjarfulltrúi á Akranesi, var kjörinn
formaður í andstöðu við meirihluta
bæjarstjórnar þar. Á aðalfundi sam-
takanna í fyrra frestuðu Skagamenn
úrsögn sinni og sem fyrr segir drógu
þeir hana alfarið til baka í gær. Var
Gunnar endurkjörinn formaður sam-
takanna á fundinum.
Nýr samstarfsvettvangur sveitar-
félaganna á Vesturlandi tók til starfa
á fundinum og að sögn Gunnars var
fyrsta viðfangsefni samstarfsvett-
vangsins menningarmálin í lands-
fjórðungnum. Var Björn Bjarnason
menntamálaráðherra málshefjandi
en auk hans höfðu skólameistarar í
fjórðungnum framsögu.
Aðalfundur Sambands
sveitarfélaga á Vest-
urlandi haldinn í gær
Akranes
dró úr-
sögn sína
til baka
Gunnar
Sigurðsson
MIKIÐ annríki hefur verið í reyk-
húsum bænda að undanförnu enda
margt gott sem þaðan kemur.
Haustið er tími kjötmetis og kofa-
reyktur matur þykir betri en
annar enda reykingaraðferðin
gömul og rótgróin í sveitum lands-
ins.
Á Hólmavaði í Aðaldal er eitt af
þekktustu reykhúsum í Þingeyj-
arsýslu, en þar hefur Kristján
Benediktsson bóndi reykt matvæli
í áratugi og þeir eru ófáir lax-
veiðimennirnir sem leitað hafa til
Kristjáns með að fá feng sinn
reyktan.
Þegar fréttaritari Morgunblaðs-
ins átti leið um á Hólmavaði fyrir
nokkrum dögum voru Kristján og
sonur hans, Benedikt, önnum
kafnir, en Kristján sagðist samt
vera hættur og Benedikt tekinn
við búi. Margt var að sjá, svo sem
hangilæri og framparta, lax, mag-
ála, nautatungur, rúllupylsur,
sperðla og nýreykt svið sem ef-
laust eru ekki algeng á borðum
manna. Þeir feðgar sögðu að þetta
væri herramannsmatur sem væri
soðinn rétt eins og venjuleg svið
en bragðið yrði betra.
Víða voru tunnur með kjöti í
pækli en kindakjöt þarf að salt-
renna áður en það er reykt og enn
er tími til stefnu því töluvert er til
jóla. Og þó Kristján sé að nálgast
áttrætt hefur hann enn fulla
starfsorku og tekur þátt í því sem
er að gerast, en trúa má því að
Benedikt hafi fengið góða tilsögn
áður en hann tók formlega við
rekstri reykhússins á Hólmavaði.
Morgunblaðið/Atli
Laxamýri. Morgunblaðið.
Reykt svið, sperðlar
og annað góðmeti