Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 12

Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, kynnti á fundi í Þjóð- menningarhúsinu á fimmtudag væntanlegar breytingar á lögum og reglum er lúta að flugvernd á Ís- landi. Þar á meðal boðaði ráðherra stofnun Flugverndarráðs en stofnun slíks ráðs er nýmæli hér á landi. Starfsemi ráðsins mun byggjast á lagasetningu sem fram kemur í nýju frumvarpi til loftferðalaga, en því hefur verið dreift á Alþingi og mun ráðherra mæla fyrir frumvarp- inu í næstu viku. Í frumvarpinu er lögð megin- áhersla á flugvernd og úrræði til að efla flugvernd, en atburðirnir í New York 11. september sl. hafa varpað nýju ljósi á þann þátt flugöryggis sem kallast flugvernd (aviation security) og er bæði flugöryggi og flugvernd ætlað að tryggja að far- þegar og áhafnir komist heil á húfi milli áfangastaða. Í 10. grein laganna er kveðið á um að Flugmálastjórn hafi eftirlit með því að rekstraraðilar flugvalla og flugstöðva og flugrekendur ræki skyldur sínar á sviði flugverndar í samræmi við flugverndaráætlun, sem stofnunin á að gera og viðhalda fyrir Ísland. Flugmálastjórn er enn- fremur gert að setja reglur um skipan og starfsemi Flugverndar- ráðs og flugverndarnefnda, fyrir- komulag öryggisleitar á farþegum og í farmi og farangri. Á fundinum í Þjóðmenningarhús- inu var einnig gerð grein fyrir þeim alþjóðareglum sem hafa nú þegar tekið breytingum eða munu taka breytingum á næstunni og hafa gildi hér á landi. Þar má t.d. nefna að Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO), Samtök flugmálastjórna í Evrópu (ECAC) og Evrópusam- bandið hafa nú þegar gert tillögur um það hvernig staðið verði að auk- inni flugvernd, auk þess sem við- auki 17 við ICAO sáttmálann kveð- ur á um flugverndaráætlun og flug- verndarráð. Morgunblaðið/Ásdís Samgönguráðherra kynnir væntanlegar breytingar á lögum er varða aukna flugvernd á Íslandi. Stofnað verði Flugverndar- ráð á Íslandi Samgönguráðherra kynnir breytingar á lögum varðandi flugvernd SKORT hefur heildstæða stefnu varðandi tónlistarskólana í Reykja- vík og ekki hefur gætt sama áhuga á málefnum þeirra og annarra skóla. Þetta segir meðal annars í tillögu Júlíusar Vífils Ingvarssonar, borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokks, sem hann lagði fram í borgarráði á þriðjudag. Júlíus leggur til að hafin verði vinna við mótun stefnu um framtíð tónlistarskóla í Reykjavík og vill að í því skyni verði sett á laggirnar nefnd á vegum fræðsluráðs. Segir í tillög- unni að móta þurfi skýra stefnu til að tryggja sjálfstæði tónlistarskólanna þannig að fagleg markmið þeirra ná- ist. Í tillögunni lýsir Júlíus áhyggjum af því ástandi sem skapast hefur vegna kjaradeilu tónlistarskóla- kennara og launanefndar sveitarfé- laga. „Hörð afstaða launanefndar í þessari kjaradeilu endurspeglar lít- inn skilning á störfum tónlistarkenn- ara og mikilvægi tónlistarmenntun- ar í landinu,“ segir í tillögunni. Þá segir að tónlistarskólakennarar hafi dregist verulega aftur úr í launum í samanburði við aðra kennara og það beri að leiðrétta. Tillögunni var frestað í borgar- ráði. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Segir lítinn skilning á störfum tón- listarskóla- kennara AÐ MATI borgarlögmanns, Hjör- leifs B. Kvaran, mælir fleira með því að Orkuveitu Reykjavíkur verði breytt í hlutafélag en sameignar- félag þó að bæði þessi rekstrarform geti komið til greina. Sameignar- félagsform er þó talið þyngra í vöfum eftir því sem eigendur eru fleiri og hlutafélagsform talið hafa ótvíræða kosti þegar til framtíðar er litið. Sem kunnugt er samþykkti stjórn Orku- veitunnar á fundi á þriðjudag að breyta fyrirtækinu í sameignarfélag frá næstu áramótum þegar Akranes- veitur, Hafnarfjörður og Garðabær koma inn sem nýir eigendur. Í minnisblaði sínu til borgarstjóra í september sl. greinir borgarlög- maður frá kostum og göllum þriggja rekstrarforma, þ.e. sameignarfélagi, hlutafélagi og byggðasamlagi. Ekki er mælt með breytingu yfir í byggða- samlag, það form henti ekki við at- vinnurekstur og samkeppnisrekstur. Aðeins sveitarfélög geti átt aðild að slíku félagi og því ómögulegt að fá óskylda aðila inn í reksturinn. Um sameignarfélagsformið segir borgarlögmaður m.a. í minnisblaði sínu: „Helsti munur á sameignar- félagi annars vegar og hlutafélagi hins vegar lýtur að ábyrgð eigenda á skuldbindingum sameignarfélags- ins. Í hlutafélögum er ábyrgðin tak- mörkuð við hlutafjárframlag sér- hvers hluthafa en í sameignarfélagi ábyrgjast allir sameigendur allar skuldbindingar félagsins (solidarisk ábyrgð). Þannig er ábyrgðinni hátt- að út á við en sameigendur geta sam- ið um það sín á milli á hvern hátt ábyrgðin skiptist síðan innbyrðis. Gera verður ráð fyrir að sameign- arfélagið þurfi að bera meiriháttar ákvarðanir undir einstaka eigendur og verður það æ þyngra í vöfum eftir því sem eigendur eru fleiri.“ Borgarlögmaður bendir á að með „solidariskri“ ábyrgð sveitarfélaga á skuldbindingum sameignarfélags kunni það að njóta betri lánskjara en önnur fyrirtæki og geti slík ábyrgð skekkt samkeppnisstöðu þess gagn- vart fyrirtækjum á sama markaði. Borgarlögmaður telur sameignar- félagsformið engu að síður uppfylla nauðsynleg skilyrði um rekstarform fyrir Orkuveituna og komi því til álita þegar eigendum verður fjölgað. Hlutafélagaformið æskilegra Um hlutafélagsformið segir borg- arlögmaður það algengast hér á landi í atvinnurekstri og henti best við slíkar aðstæður. Uppbygging og fyrirkomulag stjórnunar hjá hluta- félögum sé einfalt og skilvirkt, að- ferðir við ákvarðanatöku skýrar og einfaldar og því henti þetta rekstr- arform fyrirtækjum á samkeppnis- markaði. Hlutafélag geti nýtt sér tækifæri til að taka þátt í nýrri og/ eða óskyldri starfsemi á beinan eða óbeinan hátt. Í lokaorðum minnisblaðsins segir borgarlögmaður meðal annars: „Sýnt hefur verið fram á að ókostir byggðasamlags eru slíkir að það rekstrarform kemur ekki til greina. Er því eindregið lagt til að Orkuveitu Reykjavíkur verði breytt í sameign- arfélag eða hlutafélag. Slík rekstr- arform henta miðað við fjölgun eign- araðila en hlutafélagsformið telst mun æskilegra verði af þeim breyt- ingum sem boðaðar hafa verið í raf- orkulögum, á samkeppnismarkaði svo og í þeim auknu umsvifum sem Orkuveita Reykjavíkur hefur þegar gerst þátttakandi í.“ Minnisblað borgarlögmanns um rekstrarform Orkuveitu Reykjavíkur Sameignarfélags- form þyngra í vöfum Formaður LÚKS Játar hvorki né neitar SIGURÐUR Marínósson, for- maður Landssambands útgerð- ar kvótalítilla skipa (LÚKS) og skipstjóri og útgerðarmaður netabátsins Báru ÍS, játar því hvorki né neitar að hafa átt að- ild að brottkasti sem fram kom í sjónvarpsmyndum sem sýnd- ar voru í fyrrakvöld. Í Morgunblaðinu í gær full- yrti Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, að skipstjóri og útgerðarmaður annars skipsins sem myndirnar voru af, væri formaður LÚKS og að brottkastið væri hluti af baráttu hans gegn kvótakerf- inu. Spurður um fullyrðingu Friðriks segist Sigurður ekki hafa áhuga á að munnhöggvast við LÍÚ. „Ef Friðrik hefur í höndum sannanir fyrir því að fiski af mínu skipi hafi verið kastað í sjóinn, þá ber ég einn ábyrgð á því. Ég er þar með alls ekki að segja að fiski hafi verið hent í sjóinn af mínu skipi.“ Sigurður segir fjarri því að brottkast sé að mestu bundið við kvótalítil eða kvótalaus skip. „Brottkast er hvorki meira né minna á kvótalitlum skipum en öðrum skipum. Það skiptir í sjálfu sér engu máli hvort útgerðir leigja til sín kvóta eða fá honum úthlutað. Staðreyndin er sú að það fá allir úthlutað þeim fiski sem þeim best hentar, hvort sem hann er stór eða smár,“ segir Sigurður. Safnað fyrir orgeli í Skeggja- staðakirkju SÓKNARNEFND Skeggja- staðakirkju í Bakkafirði safnar um þessar mundir fé fyrir nýju orgeli í kirkjuna. Söfnuðurinn gengst fyrir kaffisölu nk. sunnu- dag kl. 15:00 til styrktar málefn- inu. Kór og kirkjuskóli verða þá með söng- og skemmtidagskrá. Sóknarnefnd Skeggjastaða- kirkju tekur við minningar- gjafabréfum til varðveislu. Í fréttatilkynningu segir: Hverjum þeim er vill leggjast á sveif með sóknarnefnd við að fjármagna kaupin, er góðfúslega bent á orgelsjóð kirkjunnar, sem er reikningur í Landsbank- anum á Vopnafirði nr.: 178-26- 64. Kt.: 590269-0429. STJÓRN Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) veitti í gær Reykjavíkurborg viðurkenn- ingu fyrir ylströndina við Naut- hólsvík en stjórnin veitir árlega viðurkenningu fyrir það sem henni þykir vera merkt framlag til umhverfis-, útivistar- og skipu- lagsmála. Borgarfulltrúar tóku á móti viðurkenningunni úr hendi Ernu Nielsen formanns SSH á að- alfundi samtakanna í gær en við- urkenningin var í formi verð- launagripar sem hannaður var af Kolbrúnu Björgúlfsdóttur. Tvö önnur verkefni voru að auki tilnefnd til að hljóta við- urkenninguna en það var í fyrsta lagi verkefni í Hafnarfirði sem felst m.a. í deiliskipulagi fyrir Hvaleyrarvatn og lóð leikskólans við Háholt og í öðru lagi verkefni frá Garðabæ sem fólst í útfærslu og frágangi steinhleðslu og gróð- urs við Bæjarbraut gegnt Fjöl- brautaskóla Garðabæjar, högg- myndagarði milli Silfurtúns og Hafnarfjarðarvegar og umhverf- isfræðsluverkefni um lífríki Vífils- staðavatns. Kostnaður yfir á fæðingarorlofssjóð Aðalfundur SSH stóð yfir síð- degis í gær og var þar m.a. kynnt skýrsla stjórnar og reikningar samtakanna. Félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, flutti ávarp við upphaf fundarins og kom m.a. inn á nýju fæðingarorlofslögin. Sagði hann m.a. að nú þyrftu sveit- arfélögin ekki að bera kostnað vegna fæðingarorlofs eins og áður því sá kostnaður væri nú borinn uppi af fæðingarorlofssjóði. Sagði hann einnig að sú reynsla sem væri komin af fæðingarorlofs- lögunum væru góð að sínu mati en eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu hafa um 90% nýbakaðra feðra tekið sér fæðingarorlof fyrstu níu mánuði þessa árs. Ylströndin við Nauthólsvík hlýtur viðurkenningu Morgunblaðið/Golli Ylströndin við Nauthólsvík hlaut viðurkenningu. Á myndinni eru borg- arfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn V. Óskarsdóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Erna Nielsen sem er formaður SSH, þá Helgi Pétursson, Sigrún Magnúsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Hrannar B. Arnarsson. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.