Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 13 Lagersalan á Laugavegi 67 AÐEINS 1 VIKA EFTIR - MIKILL AFSLÁTTUR Kápur Úlpur Dragtir Kjólar Buxur Blússur Toppar Stærðir 36-52 FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur sent Samkeppnisstofnun útreikninga þar sem því er haldið fram að olíufélögin hafi að undan- förnu verið að auka álagningu sína umfram það sem eðlilegt geti talist, sér í lagi frá júnímánuði sl. Um síðustu mánaðamót taldi FÍB forsendur fyrir 5 króna lækkun á bensínlítrann. FÍB telur að frá júní 2001 hafi meðaltalshlutur olíufélag- anna í seldum lítra af 95 oktana bensíni verið rúmar 27 krónur, sam- anborið við 25 krónur allt þetta ár og 24 krónur að meðaltali á árunum 1998–2001. Lítrinn af 95 oktana bensíni kostar nú 95,70 krónur þann- ig að hlutfallslega er hlutur olíufé- laganna um 29%. FÍB byggir útreikninga sína á meðalheimsmarkaðsverði á bensíni í Evrópu í hverjum mánuði fyrir sig, miðað við gengi íslensku krónunnar gagnvart dollara í lok mánaðar. Einnig er tekið tillit til breytinga á vísitölu neysluverðs hverju sinni. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- keppnisstofnun verður formleg af- staða ekki tekin til útreikninga FÍB heldur litið á þá sem hluta af gögnum sem gætu komið að gagni í skoðun stofnunarinnar á olíufélögunum sem viðskiptaráðherra óskaði eftir fyrir um ári. Samtök iðnaðarins hafa í bréfi til iðnaðarráðherra óskað eftir að ráð- herra beiti sér fyrir því að athugun Samkeppnistofnunar verði hraðað eins og kostur er. Benda samtökin m.a. á að verð á gasolíu á heimsmarkaði hafi lækkað mjög mikið undanfarna mánuði. Á sama tíma hafi verð á gasolíu hér á landi lækkað óverulega. Verð á bens- íni og skipaolíu hafi lækkað nokkuð í kjölfar háværra mótmæla samtaka bifreiðaeigenda og útgerðarmanna um síðustu mánaðamót en þá lækk- aði gasolía til almennra nota ekkert. Verðþróun á þessum eldsneytisteg- undum erlendis skýri ekki þennan mun. Að sögn Guðmundar Sigurðsson- ar, forstöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, hefur um- rædd athugun tafist af ýmsum ástæðum en vonast er til að henni ljúki innan tíðar. FÍB telur olíufélögin hafa aukið álagningu Samkeppnisstofn- un fær útreikn- inga til skoðunar KIWANISHREYFINGIN á Íslandi afhenti Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra í Hátúni, styrk upp á 1,2 milljónir króna í vikunni til tækjakaupa. Um er að ræða hluta söfnunarfjár eftir sölu K-lykilsins sem Kiwanismenn stóðu fyrir í byrjun október sl. Guðrún Hannesdóttir, for- stöðumaður Hringsjár, sagði við Morgunblaðið að styrkurinn hefði mikla þýðingu fyrir starfsemina og kæmi sér afar vel. Ákveðið hefur verið að nota fjármunina til kaupa á fartölvum til að bæta að- stöðu í starfsþjálfuninni og koma upp færanlegu tölvuveri. Um fjörutíu manns, sem hafa orðið fyrir slysum eða fengið sjúkdóma, eru í endurhæfingu til starfa og frekara náms en kennt er í Hringsjá alla virka daga milli kl. níu og hálffjögur. Að auki er staðið fyrir tölvunámskeiðum fram á kvöld og koma fartölv- urnar einnig að góðum notum í þeim tilgangi, að sögn Guðrúnar. Morgunblaðið/Kristinn Frá afhendingu styrks Kiwanismanna. Guðrún Hannesdóttir, forstöðu- maður Hringsjár, kynnir starfsemina fyrir Sigurði Pálssyni, formanni K-dagsnefndar Kiwanishreyfingarinnar, lengst til vinstri, og á milli þeirra er Ólafur Sigurjónsson, stjórnarformaður Hringsjár. Kiwanis- menn styrkja Hringsjá LANDSÞING Ungra jafnaðar- manna, sem haldið var í lok októ- ber, samþykkti ályktun þar sem segir að Ísland eigi að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, þar sem íslenskir langtímahags- munir verði tryggðir sem best í aðildarviðræðum sem fylgi í kjöl- farið. Þá segir í ályktuninni að bera eigi aðildarsamninginn und- ir þjóðaratkvæði og er skorað á Samfylkinguna að setja aðildar- umsókn að Evrópusambandinu á oddinn. Þar segir einnig að Evr- ópuúttekt Samfylkingarinnar hafi sýnt fram á að Íslendingar muni ekki missa forræði sitt yfir fiski- miðunum í kringum landið, held- ur yrðu yfirráðin tryggð vegna veiðireynslu Íslendinga. „Í dag verða Íslendingar að lögleiða allt að 90% af löggjöf ESB án þess að hafa áhrif á ákvarðanaferli ESB-löggjafarinn- ar. Innganga Íslands í ESB er því hluti af sjálfstæðisbaráttu en er ekki fullveldisafsal. Með upptöku á sameiginlegri mynt ESB minnkar viðskiptakostnaður og sá kostnaður sem hlýst af því að hafa íslenska krónu. Upptaka evrunnar lækkar vexti og geng- iskostnað,“ segir á ályktun lands- þings Ungra jafnarðarmanna. Landið allt verði eitt kjördæmi Í ályktuninni segir jafnframt að uppgangur í íslensku efna- hagslífi undanfarin fimm ár sé fyrst og fremst að þakka við- skiptalöggjöf ESB sem hafi opn- að og gjörbreytt íslensku hag- kerfi. „Undir efnahagsstjórn núverandi ríkisstjórnar hefur hins vegar gengi krónunnar hrunið, verðbólga orðin sú hæsta á öllu evrópska efnahagssvæðinu, skuldir þjóðarbúsins rokið upp úr öllu valdi, skattbyrði á almenning komist í sögulegt hámark og hlut- ur hins opinbera af landsfram- leiðslu aldrei verið meiri.“ Þá vilja Ungir jafnaðarmenn að landið verði allt gert að einu kjör- dæmi og allir landsmenn hafi sama vægi í kosningum til Al- þingis. Í ályktun landsþingsins kemur fram að Ungir jafnaðar- menn telja að uppboðsleiðin, eða fyrningaleiðin, sé farsælust innan sjávarútvegsins. Sú leið sé mark- aðslausn sem leiði til þess að út- gerðin greiði sitt eigið mat á verðmæti aflaheimildanna og opni sömuleiðis fyrir nýliðun í greininni, en það geri fast veiði- leyfagjald ekki. Á landsþinginu var kosin ný framkvæmdastjórn en hana skipa Ágúst Ólafur Ágústsson, formað- ur, Bryndís Nielsen, varaformað- ur, Hinrik Már Ásgeirsson, gjald- keri, Guðjón M. Ólafsson, ritari, Kolbeinn Stefánsson, alþjóða- fulltrúi, Melkorka Óskarsdóttir, meðstjórnandi, og Símon Birgis- son, meðstjórnandi. Landsþing Ungra jafnaðarmanna Ísland sæki um inngöngu í ESB ÁHUGI erlendra félaga á að stofna eignarhaldsfélög hér á landi vegna skattalegs hagræðis sem því getur verið samfara var meðal þess sem rætt var á aðalfundi Íslensk-amer- íska verslunaráðsins í New York á dögunum. Ólafur Jóhann Ólafsson, formað- ur Íslensk-ameríska verslunaráðs- ins, sagði í samtali við Morgunblað- ið að þeir hefðu verið að reyna að setja sig inn í þessi mál eftir megni og á fundinum hefði verið maður frá endurskoðunarskrifstofunni Ernst & Young sem hefði verið að vinna með mörgum fyrirtækjum vestra sem hefðu hug á því að not- færa sér þetta umhverfi á Íslandi. Ef þessi möguleiki væri fyrir hendi innan íslenskrar skattalög- gjafar þá telji þeir að það kunni að vera margvísleg tækifæri samfara því að fyrirtæki af þessum toga fari að stunda viðskipti á Íslandi, þótt það kunni í fyrstu að vera einkum í kringum eignarhaldsfélög. Þeir hefðu því rætt þetta nokkuð ítar- lega á fundinum og ætluðu að halda áfram að fylgjast með þróuninni í þessum efnum. Ólafur sagði aðspurður hvort þeir teldu að þessi starfsemi gæti hlaðið utan á sig hér á landi, að þeir vonuðust til að þetta skapaði störf á Íslandi í þjónustugeiranum. Í ann- an stað væri þeim sagt að þeir sem sætu í stjórnum þessara fyrirtækja þyrftu að koma reglulega til Ís- lands, þótt þetta væru einkum eign- arhaldsfélög. Um væri að ræða stórfyrirtæki á sínu sviði og þeirra trú væri að þeg- ar þau kynntust landi og þjóð sæju þau kostina sem væru samfara starfsemi á Íslandi. Þá sýndist þeim að það yrðu alla vega ein- hverjir skattar eftir á Íslandi, auk þess sem fjármagn myndi flæða í gegnum íslenskt bankakerfi. Það sem þeir vonuðust síðan eftir að gerðist væri að fyrirtækin sæju sér hag í því að stunda enn frekari við- skipti frá Íslandi vegna þess að um- hverfið sé hagstætt ekki bara frá skattalegu sjónarmiði heldur einn- ig vegna mannauðs og ýmislegs annars. Ráðstefna um möguleika í orkumálum Íslensk-ameríska verslunarráðið hefur ýmislegt á prjónunum á næsta ári, sem miðar að því að auka samskipti og viðskipti milli þjóð- anna, að sögn Magnúsar Bjarna- sonar, framkvæmdastjóra Íslensk- ameríska verslunarráðsins. Meðal annars er gert ráð fyrir umræðu um skattakerfið á Íslandi og þróun í tengslum við það. Þá er verið að athuga möguleika á ráðstefnu um möguleika í orkumálum í tengslum við nýja tækni í samvinnu við ís- lensku orkufyrirtækin og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Í þriðja lagi er einnig í farvatninu að halda ráðstefnu á Íslandi um Ís- land sem mögulegan tökustað fyrir kvikmyndir af ýmsu tagi, svo sem auglýsingamyndir, tónlistarmynd- bönd, sjónvarpsefni og fleira. Aðalfundur Íslensk-ameríska verslunarráðsins var haldinn í New York á dögunum. Taldir frá vinstri: Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, Thor Thors, varaformaður Íslensk-ameríska verslunar- ráðsins, Magnús Bjarnason, aðalræðismaður í New York og framkvæmdastjóri Íslensk-ameríska verslunar- ráðsins, Einar Gústavsson, framkvæmdastjóri ferðamálaráðs í Bandaríkjunum, Ólafur Jóhann Ólafsson, for- maður Íslensk-ameríska verslunarráðsins og varaformaður AOL Time Warner Digital Media, Pétur Óskarsson, vararæðismaður í New York, og Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Bandaríkjunum. Aðalfundur Íslensk-ameríska verslunarráðsins Eignarhaldsfélög og skatt- ar meðal umræðuefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.