Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 15

Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 15 Mexíkósk ilmkerti sími 462 2900 Þeir aðilar sem vilja panta bása og sölusvæði hafið samband. Jólamarkaður í gler- húsinu á Akureyri Allar upplýsingar: Guðmundur, símar 461 3000 og 860 1300 Pálmi, símar 461 3000 og 869 5415 FJÖLGAÐ hefur á atvinnuleysis- skrá Svæðisvinnumiðlunar Norð- urlands eystra síðustu vikur, en nú um nýliðin mánaðamót voru alls 411 manns á atvinnuleysisskrá. Þar af voru 178 karlar og 233 kon- ur. Um mánaðamótin september/ október voru 371 á skrá, 152 karl- ar og 219 konur, þannig að alls hefur fjölgað um 40 manns á at- vinnuleysisskrá milli mánaðamóta. Ef miðað er við sama tíma á síð- asta ári má sjá að umtalsverð aukning hefur orðið á atvinnuleys- isskránni, en um mánaðamótin október/nóvember árið 200 voru 227 manns á atvinnuvinnuleysis- skrá, 157 konur og 70 karlar. Þannig eru núna nær 200 fleiri at- vinnulausir á Norðurlandi eystra en var fyrir einu ári. Vonum að úr rætist „Það hefur orðið nokkur fjölgun á skránni síðustu vikur, það er ekki hægt að horfa framhjá því,“ sagði Sigrún Finnsdóttir hjá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. Hún sagði að m.a. hefði komið upp sú staða að allt starfs- fólk Skinnaiðnaðar hefði komið inn á skrána í október eftir að rekstur félagsins fór í þrot, en sumir hefðu farið fljótt af skránni aftur. „Við vonum að þetta sé tímabundið og brátt rætist úr að nýju, ég held að ekkert vonleysi sé ríkjandi þrátt fyrir að óneitanlega hafi fjölgað nokkuð á atvinnuleysisskránni.“ Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra Atvinnuleysi hefur aukist KARALAKÓRINN Heimir í Skagafirði og Álftagerðisbræð- ur munu halda sameiginlega út- gáfutónleika í Glerárkirkju í dag, laugardaginn 10. nóvember kl. 16 í tilefni af nýjum geisla- plötum sem þeir eru að gefa út. Sönghóparnir skagfirsku héldu samskonar tónleika í Háskóla- bíói um síðustu helgi fyrir troð- fullu húsi. Þetta er sjötta plötu- útgáfa Heimis og fjórða geislaplatan í sögu kórsins en bræðurnir frá Álftagerði eru að koma út með sína þriðju plötu. Glerárkirkja Heimir og Álftagerð- isbræður Morgunblaðið/Kristján Bergsveinn Þórsson, starfsmaður Skógræktarfélagsins, við rauðgrenið sem líklega verður sett upp við Akureyrarkirkju fyrir jólin. Skógræktarfélag Eyfirðinga Komnir í jólaskap STARFSMENN Skógræktarfélags Eyfirðinga eru komnir í jólaskap enda hátíð ljóss og friðar handan við hornið. Starfsmennirnir eru farnir að höggva jólatré í gríð og erg og í gær sóttu þeir rúmlega 8 metra rauðgreni úr einum af fyrstu gróð- ursetningunum í Kjarnaskógi 1948. Að sögn Hallgríms Indriðasonar, framkvæmdastjóra Skógrækt- arfélagsins, eru allar líkur á að trénu verði valinn staður við Ak- ureyrarkirkju en Kaupfélag Eyfirð- inga hefur til fjölda ára sett upp tré við báðar kirkjur bæjarins og víðar. Hallgrímur sagði að Skógrækt- arfélagið seldi á þriðja þúsund tré fyrir hver jól og að þar væru einnig talin innflutt tré og tré frá öðrum landsvæðum. Sala á jólatrjám er haf- in en hún fer þó ekki í fullan gang fyrr en eftir næstu mánaðamót. Auk formanns Búmanna og íbúa á myndinni eru fulltrúi Hyrnu ehf. og Hagþjónustunnar ehf. á Akureyri. NÝLEGA afhenti Guðrún Jóns- dóttir, arkitekt og formaður Bú- manna, síðustu þrjár íbúðirnar í fyrsta byggingaráfanga Búmanna á Akureyri. Í þessum fyrsta áfanga Búmanna voru byggðar samtals 16 íbúðir, þar af 12 í raðhúsum og 4 í fjórbýlishúsi. Íbúðirnar á Akureyri eru við Melateig og Holtateig. Bú- menn stefna að byggingu 8 íbúða á Akureyri á ári hverju næstu árin. Byggingafélagið Hyrna ehf. hefur byggt fyrir Búmenn og liggur fyr- ir viljayfirlýsing um áframhald- andi samstarf þar sem einkum er horft til svæðis við Lindarsíðu. Með afhendingu þessara íbúða hef- ur félagið samtals afhent 72 íbúðir í 5 bæjarfélögum. Þessa dagana er verið að afhenda 18 íbúðir til við- bótar á Álftanesi. Búmenn afhenda íbúðir á Akureyri ákærði stúlkurnar fyrir líkamsárás en þeim var gefið að sök að hafa á dansleik í mars síðastliðnum í sam- einingu veist að og slegið konu þann- ig að hún hlaut af talsverða áverka. Viðurkenndu ákærðu sakargiftir. Atlaga þeirra var tilefnislaus en ákærðu voru undir áhrifum áfengis er hún var gerð. Önnur konan hefur ekki áður sætt refsingum og hlaut hún 30 daga fangelsisdóm skilorðs- bundinn, en með umræddu broti rauf hin þeirra skilorðsbundinn dóm er hún ásamt öðrum hlaut fyrir líkams- árás á liðnu ári. TVÆR konur hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdar vegna líkamsárásar. Önnur var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi, sem skilorðsbundið var til þriggja ára, en frestun á fullnustu refsingar var bundin því skilyrði að hún sætti umsjón Fangelsismálastofnunar á skilorðstímanum. Hin var dæmd í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var þeim gert að greiða skaðabætur að upphæð 85 þúsund krónur auk vaxta sem og að greiða sakarkostnað. Lögreglustjórinn á Húsavík Tvær konur dæmdar vegna líkamsárásar AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun í Safnaðarheimili. Kynning á kristniboðsstarfi. Fundur í Æskulýðs- félagi Akureyrarkirkju kl. 17 í kapellu. Messa með léttri tónlist kl. 20.30. Sr. Svavar A. Jónsson. Benedikt Arnkelsson, guðfræðingur, kynnir kristni- boðsstarf. Unglingakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæ- mundssonar. Fermingarbörn sérstaklega boðuð til kirkju. Morgunsöngur kl. 9. á þriðjudag. Mömmumorgun á miðvikudag kl. 10 til 12. TTT-starf kl. 17 á miðviku- dag fyrir 10 til 12 ára krakka. Biblíulestur kl. 20.30 um kvöldið. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12 á fimmtudag. Bæna- efnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og guðs- þjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Sameiginlegt upphaf. Foreldrar hvattir til að mæta með börnunum. Kyrrðar- og til- beiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag, fyr- irbænir. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á mivðikudag, orgelleikur, helgistund, fyr- irbænir og sakramenti. Opið hús fyrir for- eldra og börn kl. 10 til 12 á fimmtudag. Æfing barnakórsins kl. 17.30. sama dag. GRUNDARSÓKN: Sr.Pétur Þórarinsson prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi mun vísitera Grundarsókn fimmtudaginn 15.nóvember og hefst heimsóknin með helgistund í Grundarkirkju kl.20:30.Á eftir mun prófastur funda með sóknarnefnd.Kirkjukórinn undir stjórn Dórótheu Tómasdóttur mun syngja nokk- ur lög. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, sunnudag. Bæn kl. 19.30. Almenn samkoma kl. 20. Ræðu- maður Níels Erling Jakobsson. Heimila- samband kl. 15 á mánudag. Biblíu- fræðsla kl. 19 á þriðjudag, súpa og brauð. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Fjölskylduguðs- þjónusta verður í Stærra-Árskógskirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. Foreldrar, ömm- ur og afar eru hvött til að koma með börn- unum til kirkju. Sunnudagaskóli í Hríseyj- arkirkju kl. 11 á sunnudag. Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl.14:00. Kórar Hríseyjarkirkju og Stærra-Árskógs- kirkju munu syngja negrasálma. Ein- söngvarar Þorgerður Lilja Björnsdóttir og Elísabet Björnsdóttir. Organisti og kóra- stjórnandi Arnór Brynjar Vilbergsson. Fermingarbörn munu lesa upp ritningar- lestra. Kirkjukaffi verður að lokinni at- höfn. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 Kirkjustarf í kvöld, laugardagskvöld. Sunnudaga- skóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Vakningasamkoma kl. 16.30, Pétur Reynisson predikar. Fjölbreytt lofgjörðar- tónlist, fyrirbænaþjónusta og barnapöss- un. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag í Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2 á Ak- ureyri. KFUM og K: Kristniboðssamkoma í kvöld kl. 20.30, Benedikt Aarnkelsson guð- fræðingur talar og sýnir myndir frá Eþíóp- íu. Kaffisala á morgun, sunnudag kl. 15. Fundur í yngri deild fyrir drengi og stúlkur kl. 17 á mánudag. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta verður fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju á morgun, sunnudaginn 11. nóvember kl. 11. Léttir söngvar fyrir alla fjölskylduna. Krakkar úr TTT- starfinu taka þátt í guðsþjónustunni. Messa í Bakkakirkju, Öxnadal sama dag kl. 14:00. SJÓNARHÆÐ: Fótsporið kl. 13.30 á morgun, sunnudag í Lundarskóla fyrir 6- 12 ára börn. Almenn samkoma á Sjón- arhæð kl. 17 sama dag. Fótsporið kl. 17 á mánudag, Ástirningar sérstaklega vel- komnir. ORÐ og tónar úr norðri er yf- irskrift Norrænu bókasafnsvik- unnar en að venju tekur Amts- bókasafnið á Akureyri þátt í henni og býður upp á dagskrá af því tilefni í næstu viku, dag- ana 12. til 16. nóvember. Sýnd verður mynd um Múm- ínálfana á mánudag kl. 15.30 og Skúli Gautason syngur norræn lög ásamt börnum á safninu kl. 18 þann dag. Sögustund verður kl. 14.30 á þriðjudag og fimmtu- dag. Norrænar barnamyndir, norsk, dönsk og sænsk, verða svo sýndar á safninu kl. 15.30 í vikunni og kl. 15 á föstudag gefst gestum kostur á að sjá myndina um Jón Odd og Jón Bjarna. Verðlaun verða afhent í smásagnasamkeppni Amts- bókasafnsins næsta föstudag. Dagskrá norrænna útvarps- stöðva verður send út á safninu alla næstu viku. Norræn bókasafnsvika Orð og tón- ar úr norðri HAFDÍS Finnbogadóttir frá Námsgagnastofnun kynnir námsvefinn Lífsferlar í nátt- úrunni og notkun hans í kennslu á mánudag, 12. nóvem- ber, kl. 16. Kynningin fer fram í Háskólanum á Akureyri, Sól- borg, stofu L-203. Einnig mun hún kynna nýjan vef sem heitir „Komdu og skoð- aðu“. Lífsferlar í náttúrunni er gagnvirkt námsefni í náttúru- fræðum sem einkum er ætlað 1.–4. bekk grunnskóla. Í náms- efninu læra nemendur að þekkja nokkrar tegundir líf- vera og kynnast ólíkum lífsferl- um þeirra á gagnvirkan og skemmtilegan hátt. Lífsferlar í náttúrunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.