Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 16

Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 16
SUÐURNES 16 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÍKUR eru á því að 4.800 ár líði á milli þess að lestaðir eldsneytisflutn- ingabílar lendi í óhappi á Grindavík- urvegi, við vatnsból Suðurnesja- manna, og að 776 ár líði á milli óhappa slíkra bíla á Reykjanesbraut, við vatnsból Vogamanna. Kemur þetta fram í greinargerð sem Gestur Guð- jónsson umhverfisverkfræðingur vann fyrir Olíudreifingu ehf. Olíudreifing lét vinna greinargerð- ina á síðasta ári í tilefni þess að um- hverfisnefnd Alþingis óskaði umsagn- ar félagsins um þingsályktunartillögu um hættu af völdum bensín- og olíu- flutninga um Reykjanesbraut. Nú eru komnar fram tvær mismunandi þingsályktunartillögur um málið, önnur um að banna flutning jarðefna- eldsneytis eftir Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi og hin um að farið verði í aðgerðir til að verja vatnsból sveitarfélaganna. Á aðalfundi Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum var samþykkt að skora á stjórnvöld að banna olíuflutninga um Grindavík- urveg vegna þeirrar ógnar sem vatns- bólunum stafar af olíuflutningum. Litlar líkur á óhappi olíubíla Gestur kemst að þeirri niðurstöðu að allir þungaflutningar hafi í för með sér hættu á að vatnsbólin að Lágum mengist vegna óhappa á tveggja kíló- metra kafla á Grindavíkurvegi og að vatnsból Voga mengist vegna óhappa á eins km kafla á Reykjanesbraut. Líkurnar á að eldsneytisflutningabíl- ar lendi í óhappi séu afar litlar miðað við aðra flutninga. Hann reiknar það út að líkur séu á að 4.800 ár líði á milli þess að lestaðir þungaflutningabílar lendi í umferðaróhappi við vatnsbólin að Lágum, 20 ár á milli þess að þunga- flutningabílar lendi þar í óhappi og 2 ár á milli óhappa í allri umferðinni sem þar fer um. Í grein, sem Bergur Sigurðsson umhverfisefnafræðingur hjá Heil- brigðiseftirliti Suðurnesja ritaði ný- lega í Suðurnesjafréttir, er gagnrýnt að í greinargerð Olíudreifingar sé að- eins talað um tveggja kílómetra kafla. Telur hann að óhöpp á nokkuð stærri hluta Grindavíkurvegar kynnu að menga vatnsbólin. Varðandi kílómetrann við vatnsból Vogamanna reiknar Gestur það út að líkur séu á að 776 ár líði á milli þess að lestaðir eldsneytisflutningabílar lendi þar í óhappi, 39 ár á milli óhappa hjá þungaflutningabílum og 3,4 ár á milli óhappa í allri umferð um veginn. Í báðum tilvikum tekur hann fram að þótt reiknaðar líkur á óhöppum með eldsneytisflutningabíla séu litlar, sé hættan ávallt fyrir hendi og þurfi að taka tillit til hennar. Svipaðar afleiðingar Telur Gestur að talsvert minni lík- ur séu á því að farmgeymir eldsneyt- isflutningabíls gefi sig við óhapp en eldsneytisgeymir venjulegs þunga- flutningabíls og vísar í því efni til efn- isþykktar í geymunum og staðsetn- ingar þeirra á bílunum. Afleiðing- arnar yrðu svipaðar, talsverðar líkur séu á að vatnsból myndu mengast. Hins vegar séu talsverðar líkur á að hægt yrði að bjarga vatnsbólum, þótt olía bærist í grunnvatn. Eins sé tækni til hreinsunar olíuefna úr drykkjar- vatni vel þekkt og fjárhagslega yfir- stíganleg. „Af þessu má því álykta að sú hætta sem vatnsbólum stafi af eldsneytis- flutningum sé óveruleg, samanborið við aðra umferð um umrædda vegi. Kostnaður við aðgerðir til minnkunar áhættu sem stafar frá eldsneytis- flutningum sérstaklega er mikill. Allt óhagræði í meðhöndlun olíu myndi skila sér í hærra eldsneytisverði sem skaðaði samkeppnisstöðu Keflavíkur- flugvallar og ferðaþjónustu í landinu,“ segir í greinargerðinni. Vekur Gestur athygli á því í skýrslu sinni að aðrar flutningsleiðir séu einn- ig áhættusamar og þá sérstaklega sjóflutningar. Bendir hann á að óhöpp á skipum séu ávallt mun umfangs- meiri og erfiðari viðfangs en óhöpp á landi og að hrygningarstöðvar helstu nytjastofna þjóðarinnar séu einmitt úti fyrir Grindavík. Í stað þess að banna flutning elds- neytis um veginn ætti frekar að gera ráðstafanir til að minnka verulega hættuna á að óhöpp valdi mengun og láta þær ná til allrar umferðar. Bend- ir Gestur sérstaklega á flutning vatnsbóla Vogamanna suður fyrir Reykjanesbrautina, þéttingu veg- kanta Grindavíkurvegarins á tveggja kílómetra kafla, lækkun hámarks- hraða og uppsetningu vegriða. Fram kemur í tilvitnaðri grein Bergs Sigurðssonar að heilbrigðis- nefnd Suðurnesja hafi óskað eftir því við Vegagerðina að umræddir vegar- kaflar verði merktir sérstaklega: Að- gát. Vatnsverndarsvæði 5 km. Vega- gerðin hafi tekið þessari beiðni vel. Telur hann að slíkar merkingar myndu draga úr bráðustu hættunni en til þess að vernda vatnsbólin að Lágum og annað grunnvatn á Reykjanesi þyrfti að banna flutninga á eldsneyti um Grindavíkurveg og Reykjanesbraut, eins og fram komi í samþykkt aðalfundar Sambands sveitarfélaga á dögunum. Hætta á mengun vatnsbóla vegna eldsneytisflutninga Morgunblaðið/Júlíus Starfsmenn Olíudreifingar dæla á milli bíla eftir að olía fór að leka úr öðrum tankinum í Hvalfjarðargöngum. Líkur á að 4.800 ár líði milli óhappa Reykjanesbraut OPNUNARHÁTÍÐ norrænu bóka- safnsvikunnar verður haldin við kertaljós í Bókasafni Reykjanesbæj- ar mánudaginn 12. nóvember næst- komandi. Athöfnin hefst klukkan 18. Norræna bókasafnsvikan er hald- in 12. til 18. nóvember. Yfirskrift hennar er orð og tónar í norði og er tekið mið af því við opnunarhátíðina. Ýmis tónlistaratriði verða á dagskrá, meðal annars kom fram börn úr leik- skólum og grunnskólum bæjarins. Opnunarhátíð við kertaljós Reykjanesbær TILLAGA um hækkun útsvars í Sandgerði úr 12,6% í 12,9% er til með- ferðar hjá bæjarstjórn. Jafnframt er lagt til að álagningarprósenta fast- eignaskatts verði lækkuð. Sandgerðisbær hefur ekki nýtt sér að fullu heimildir til álagningar út- svars. Þannig var útsvarsprósenta 12,6% á yfirstandandi ári á meðan flest sambærileg sveitarfélög lögðu á 12,7%. Heimildir sveitarfélaga til að leggja á útsvar verða rýmkaðar um áramót, um 0,33%, hámarksútsvar hækkar úr 12,7% í 13,03%. Samkvæmt upplýs- ingum sem Sigurður Valur Ásbjarn- arson, bæjarstjóri í Sandgerði, hefur aflað sér munu flest sveitarfélög með 1000 íbúa og fleiri nýta sér þessa heimild til fulls og leggja á 13,03% út- svar. Segir hann ljóst að sveitarfélög- in þurfi á auknum tekjum að halda vegna aukins kostnaðar og skulda. Samkvæmt tillögunni sem bæjar- yfirvöld vinna með vegna gerðar fjár- hagsáætlunar fyrir næsta ár mun heimildin ekki verða nýtt til fulls. Út- svarið mun hækka um 0,3% og verða 12,9%. Rétt er að taka fram að til- lagan hefur ekki verið afgreidd. Hún verður rædd í bæjarráði næstkom- andi þriðjudag. Á móti er lagt til að álagningarpró- senta fasteignaskatts verði lækkuð. Þannig mun fasteignaskattur af íbúð- arhúsnæði og lóðum lækka úr 0,4% í 0,36% og skattur af atvinnuhúsnæði lækka úr 1,5% í 1,37%. Álagningar- stofn fasteigna hefur hækkað vegna breytinga á fasteignamati og er þetta lagt til vegna þess. Sigurður Valur nefnir einnig að fasteignaskattarnir séu lækkaðir til að koma til móts við fólk vegna hækkunar útsvars. Tillaga um 0,3% hækkun útsvars Sandgerði AKUREYRI SÝNING þar sem ástinni verða gerð sérstök skil verður opnuð í Héraðsskjalasafninu á Akureyri laugardaginn 10. nóvember, en norrænn skjaladagur er haldinn um öll Norðurlönd þann dag. Á sýningunni verða skjöl sem tengjast ástinni, m.a. bréf, kort, brúðkaupsvísur, ástarljóð, galdra- stafir og fleira. Norrænn skjaladagur er m.a. haldinn til að vekja athygli á hvað skjalasöfn geyma fjöl- breytilegt efni og því gildi sem varðveisla skjala hefur fyrir sögu og menningu hvers héraðs. Dag- urinn er einnig hvatning til fólks um að fela skjalasöfnum til varð- veislu bréf, dagbækur, minn- ingar, leyfisbréf, teikningar, aug- lýsingar um skemmtanir og fleira sem það kann að eiga í fórum sínum. Sýningin stendur til næstu mánaðamóta. Safnið er opið alla virka daga frá 10 til 19 og laug- ardaga frá 10. til 15. Sýnishorn úr ljóðahandriti Dav- íðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Héraðsskjalasafnið á Akureyri Sýning á skjölum sem tengjast ástinni ÚT er kominn geisladiskur þar sem Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli leikur á tvöfalda harmóniku. Um er að ræða endur- útgáfu plötu sem kom út árið 1979, en hún hefur verið ófáanleg í verslunum um árabil. Fjölskylda Einars Kristjánssonar gekkst fyrir því að afrita hana á geisladisk í til- efni þess að Einar hefði orðið ní- ræður 26. október síðastliðinn. Einar var betur þekktur sem rithöfundur en harmónikuleikari. Hann lærði ungur á svokallaða tvöfalda harmóniku hjá Guðjóni Einarssyni á Sævarlandi í Þist- ilfirði. Guðjón lék ásamt Jóhannesi Guðmundssyni í Flögu á dansleikj- um í Þistilfirði. Segja má að Einar hafi tekið við af þeim félögum sem harmónikuleikari í byggðarlaginu. Hann mun einkum hafa leikið lög sem hann lærði af þeim félögum, lög sem voru vinsæl austan heiðar og víðar um og eftir aldamótin 1900. Árið 1946 fluttiist Einar til Ak- ureyrar þar sem hann bjó til dauðadags 1996. Hann átti þá ekki tvöfalda harmóniku og hefur sennilega ekki talið harmónikuleik sinn neitt sem leggja bæri rækt við. En um 1970 eignaðist hann svo aftur samskonar hljóðfæri og hann og Guðjón höfðu leikið á forðum og fór þá að rifja upp þessi gömlu danslög sér og öðrum til skemmtunar. Síðar mun honum hafa orðið ljóst að hér væri í raun menningarverðmæti á ferðinni sem rétt væri að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Samningar tókust við SG-hljómplötur og árið 1979 kom út hljómplata með 30 lögum þar sem Einar leikur á tvö- falda harmóniku og Garðar Jak- obsson frá Lautum í Reykjadal á fiðlu í nokkrum lögum. Harmónikuleikur á geisladiski BIFREIÐ var ekið yfir umferðar- eyju við Strandgötu á móts við BSO laust eftir kl. 14 í gærdag. Þar lenti hún á annarri bifreið, en báðir bíl- arnir voru fluttir óökufærir af vett- vangi. Engin slys urðu á fólki. Um- ferðarviti og merki skemmdust einnig við þennan árekstur. Morgunblaðið/Kristján Fólksbifreiðin fór yfir umferðarmerki og utan í umferðarvita áður en hún hafnaði á annarri bifreið. Fór yfir umferðareyju FORELDRARÁÐSTEFNAN Hönd í hönd verður haldin í Kirkju- lundi í Keflavík í dag. Ráðstefnan hefst klukkan 14. Fjögur framsöguerindi verða flutt og umræður og fyrirspurnir á milli. Auk þess koma börn fram. Ráðstefna fyrir foreldra ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.