Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNI var á almennum bændafundi sem haldinn var mið- vikudagskvöldið 7. nóvember síð- astliðinn í Dalabúð. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, byrj- aði á því að ræða um afurðasölu- mál og þar sagði hann frá því að enn væri töluvert af dilkakjöti hér á landi sem hefði átt að seljast er- lendis á síðasta ári, þ.e. rúmlega 500 tonn, sem bættust þá við út- flutningsskyldu þessa árs sem er um 1.400 tonn, svo að í ár verður að flytja út u.þ.b. 1.900 tonn af kjöti. Erlendi markaðurinn er ekki eins stór og við vildum hafa hann, en hann er um 1.300 tonn og fer þá mest til Færeyja, Noregs og Dan- merkur, samtals um 1.100 tonn, en hin 200 tonnin fara til Japans, Bretlands og Bandaríkjanna. Það má athuga aðra markaði fyrir um 600 tonn. Framtíð mjólkurinnar á Íslandi góð eða slæm? Þórólfur Sveinsson, formaður fé- lags kúabænda, tók næst til máls og ræddi hann um framtíð mjólk- urinnar hér á landi. Ekki fæst mik- ið fyrir lítrann og sagði hann að mjólkin væri eina búvaran sem væri verðlögð á heildsölustigi. Nýt- ing heimilda hefur aukist frá árinu 1998 úr 95,6% í rétt rúmlega 100% árið 2001 en þar urðu líka geng- isbreytingar svo að við liggjum við leyfileg mörk og talaði hann um það að við yrðum að reyna að huga að „grænum“ stuðningi. Valkostir við ákvörðun mjólkurverðs eru op- inber verðlagning, innlend sam- keppni og innflutningur mjólkuraf- urða með verndartollum. Það var á áætlun að afnema heildsöluverð- lagningu mjólkur þann 1. júlí 2001 en henni var frestað til 1. júlí 2004. Ari tók aftur til máls á eftir Þór- ólfi og talaði þá um erfðaefni í til- raunaskyni, þ.e. innflutning og til- raunir með norska erfðavísa. Hann kynnti innihald kosningarinnar sem bændur eru hvattir til þess að taka þátt í fljótlega, en það er kosning um tilraun með norska fósturvísa í íslenskar kýr. Til eru 52 fósturvísar og eru þeir geymdir í frysti í Noregi. Markmiðið er að gera tilraun með það hvort hugs- anlega geti orðið ávinningur af blönduðu kyni kúa hér á landi. Fósturvísarnir sem keyptir voru, voru valdir sérstaklega og skiptist valið þannig: júgurhreysti og próteinmagn hvort um sig 30%, júgur og spenagerð 25%, frjósemi 10% og skapgerð 5%. Hagkvæmi ræðst af því hvort hægt er að sækja verðmæta eiginleika í kynið. Kosningin sem um er að ræða er um það hvort BÍ og LK eigi að framkvæma fyrirhugaða tilraun eða ekki. Já eða nei? Ef bændur kjósa já, þá verða fósturvísarnir fluttir inn, kýrnar sem notaðar verða fluttar í Hrísey, vísunum plantað í þær og við taka 3 ár í Hrísey. Eftir 8-10 ár er hægt Bændur fjölmenntu á fundi nú í vikunni í Dala- búð í Búðardal og félagsheimilinu á Blönduósi. Fréttaritarar Morgunblaðsins, Guðrún Krist- insdóttir og Jón Sigurðsson, heyrðu á fund- armönnum að málefni Goða, fækkun bænda og samdráttur í sauðfjárframleiðslu eru það sem helst brennur á bændum um þessar mundir. Afurðasala og fækkun bænda í brennidepli Búðardalur Sauðfjárframleiðsla dregist saman um helming Bændasamtök Íslands boðuðu bændur í Austur-Húnavatnssýslu til fundar í félagsheimilinu á Blönduósi í vikunni. Um 60 manns mættu á fund- inn og brunnu málefni Goða og fram- tíð dreifbýlisins, þ.e fækkun bænda, mest á mönnum en innflutning norska kúakynsins bar lítið á góma. Fram kom að samdráttur í fram- leiðslu dilkakjöts hefði minnkað úr 12.000 tonnum í 7.000 tonn á 20 árum og sauðfjárræktin væri að verða hlutastarf. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri BÍ, og Eggert Pálsson, varaformaður BÍ, höfðu framsögu jafnframt því að Birgir Ing- þórsson, formaður félags kúabænda í A-Hún., kynnti atkvæðagreiðsluum tilraunainnflutning á fósturvísum úr norskum kúm. Þeir Sigurgeir og Eggert komu víða við í máli sínu og fóru yfir þróun í sölu og framleiðslu landbúnaðaraf- urða undangengin ár, svo og hverjar afleiðingar væntanlegar skattabreyt- ingar hefðu á bændur. Það kom fram hjá Sigurgeiri að styrkjaheimildir til landbúnaðar væru fullnýttar sam- kvæmt alþjóðasamningum og menn yrðu að huga að svokölluðum „græn- um greiðslum“ og þá fyrst og fremst gagnvart mjólkurframleiðslunni. „Hrossakjötsneysla eykst og mjólk- ursalan fer hægt upp á við“ sagði Sig- urgeir „en kindakjötið lætur heldur undan síga en markaðurinn er samt stöðugri en menn þorðu að vona, svona rétt um 7.000 tonn“ Sauðfjár- bændur eru búnir að selja 43.000 ær- gildi af þeim 45.000 ærgildum í sauðfé sem ríkið ætlaði að kaupa af bændum áður en opnað yrði fyrir frjáls við- skipti með greiðslumark í sauðfé. Sig- urgeir taldi að ekki yrði útlit fyrir að opnað yrði fyrir frjáls viðskipti með greiðslumarkið í vetur. Sigurgeir var spurður að því hvort verið væri að selja dilkakjöt frá Goða á útsöluverði innanlands, kjöt sem fyrirtækinu bar samkvæmt reglu- gerð að flytja úr landi. Sigurgeir sagði það líklega rétt vera án þess að geta staðfest það en allar upplýsingar benda til þess og um sé að ræða 220 tonn auk 40 tonna frá sláturhúsinu í Borgarnesi sem menn töldu Goða bera ábyrgð á. Sigurgeir upplýsti það að Bændasamtökin hefðu íhugað að setja lögbann á þessa sölu en verið ráðlagt að gera það ekki. Sigurgeir upplýsti að greiðslustöðvun sem Goði eða Kjötumboðið fékk renni út 20. nóvember og taldi hann líklegt að þá yrði farið í nauðasamninga og hvað út því kæmi vissi enginn. Eggert Páls- son spáði því að árið 2010 yrðu kúabú- in í landinu á bilinu 500 til 600. Jó- hannes Torfason á Torfalæk spáði því að búin yrðu eitthvað færri en hélt því hinsvegar fram að ef kúabúskapur verði enn við líði eftir 10 – 20 ár þá væri hann á norðvesturhorni landsins og Rangárvöllunum því búskapur mun hopa fyrir annarskonar land- notkun og við hana um landverð get- ur hefðbundinn landbúnaður ekki keppt. Fram komu hugmyndir að jafna aðstöðu milli dreifbýlis og þétt- býlis í gegnum skattakerfið. Sigur- geir Þorgeirsson svaraði því til er hann var spurður um hvort „blýants- bændum“ í Bændahöllinni hefði fækkað í samræmi við fækkun bænda: „Á síðastliðnum 7 árum hefur starfsmönnum bænda í Bændahöll- inni fækkað um 25 – 30 og um 700 fer- metra húsnæði er komið í aðra notk- un. Það hefur orði hraðari fækkun í Bændahöllinni en meðal bænda.“ Sig- urgeir hvatti menn til að standa sam- an í afurðasölumálunum ef þeir ættu að eiga einhverja möguleika í sam- keppninni við svína- og alifuglakjötið. Morgunblaðið/Jón Sig. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri BÍ, hafði framsögu á bænda- fundi á Blönduósi. Jón Gíslason hlustar með athygli. Morgunblaðið/Jón Sig. Bændur úr Austur-Húnavatnssýslu fjölmenntu á fund bændasamtak- anna um landbúnaðarmálin á Blönduósi og höfðu margs að spyrja. Blönduós SKIPULAGSSTOFNUN hefur úr- skurðað að ný hafnarmannvirki inn- an hafnarinnar á Seyðisfirði muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Telur stofnunin að girða megi fyrir þau með mótvæg- isaðgerðum. Gert er ráð fyrir að fyrirhuguð landfylling, sem verður á svæði við sunnanverðan botn Seyðisfjarðar, verði um 50.000 fermetrar. Gerð verður um 50 metra löng brú yfir ósa Fjarðarár. Þá verður ekið út fyrir- stöðugarði og dýpkað innan hans um 7 – 10 metra. Alls verður um 110.000 rúmmetrum af dýpkunarefni ýtt í landfyllinguna og verður um 130 metra stálþil rekið niður til að útbúa viðlegukant. Loks verður grjótvörn komið fyrir beggja vegna þilsins. Í úrskurði Skipulagsstofnunar kemur fram að helstu markmið með framkvæmdinni séu að bæta hafn- araðstöðu og skilyrði til móttöku nýrrar og stærri ferju auk þess sem skapa eigi athafnasvæði til atvinnu- uppbyggingar. Telur stofnunin að framkvæmdirnar séu líklegar til að hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Seyðisfirði og Austurlandi. Þá megi ætla að með tilkomu aukins land- rýmis á fyrirhugaðri fyllingu utan snjóflóðahættusvæðis að möguleikar skapist fyrir starfsemi sem geti haft jákvæð áhrif á atvinnuþróun. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar er um 500 millljón- ir króna. Skipulagsstofnun fellst á hafnarframkvæmdir Jákvæð áhrif á ferða- þjónustu og atvinnulíf Seyðisfjörður að sjá hvort þetta ber tilætlaðan árangur. Ef bændur kjósa nei, þá hættir BÍ og LK öllum afskiptum af mál- inu og reyna þá að losa sig við fósturvísana. Margir héldu að kosningin væri um það hvort það ætti að flytja inn fósturvísa, en kosningin er ekki um það, heldur um það hvort BÍ og LK eigi að framkvæma fyrirhug- aða tilraun. Eftir þetta var gert kaffihlé og svo var orðið laust. Umræður urðu um bæði sauðfé og fósturvísa en að þeim loknum héldu fundargestir heim og velta örugglega öllu því sem kom fram á fundinum vel fyrir sér, því fljótlega fara að berast kosningaseðlar til þeirra. Bændasamtök Íslands gangast fyrir fundum með bændum um málefni landbúnaðarins Dalabændur lýstu áhyggjum sínum af framtíð mjólkurframleiðslu og var rætt um möguleikann á innflutningi á norskum fósturvísum. Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.