Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRINGAR! Kynntu eignina þína á landsvísu á www.holl.is! - líttu inn hjá okkur í dag ATH! Þú getur skoðað fjölda nýrra og spenn- andi eigna á heimasíðu okkar www.holl.is Vilhelm Jónsson Sími 461 2010 Fax 461 2019 Opið virka daga frá kl. 9-17 Hóll opnar á Akureyri! Við á Hóli höfum á undanförnum mánuðum stóraukið þjónustu okkar við landsbyggð- ina með opnun umboðsskrifstofa út um allt land. Í dag kynnum við opnun umboðsskrifstofu Hóls á Akureyri! Rekstraraðilinn heitir Vil- helm Jónsson og er borinn og barnfæddur Akureyringur. Vilhelm er húsasmíðameist- ari að mennt og hefur mikla faglega þekkingu á öllum gerðum og stærðum húseigna. Nú býðst Akureyringum nýr og kraftmikill valkostur í fasteignasölu. Eignir sem settar eru í sölu hjá Hóli Akureyri eru ekki bara kynntar til sölu fyrir Akureyringum heldur öll- um landsmönnum! Nú opnast algjörlega nýr möguleiki fyrir ykkur Akureyringa því hjá Vilhelm fáið þið að- stoð við kaup á eignum hvar sem er á landinu þar sem umboðsskrifstofan er bein- tengd söluskrá Hóls um allt land. Hvers vegna ekki að flytja til Akureyrar? Akureyri er gríðarlega spennandi valkostur. Hér er allt til alls. Sumrin eru sólrík og hlý og veturnir eru tilvaldir til skíðaiðkunar og útiveru. Er hægt að biðja um meira? Hér er kjörið f. fjölskyldur, lífeyrissjóði og fyrirtæki að koma sér upp notalegu híbýli. Í tilefni af opnuninni bjóðum við alla Akureyringa velkoma í dag á skrifstofu okkar í Hafnarstræti 83 milli kl. 10 og 17. Rjúkandi heitt kaffi á könnunni og vöfflur með rjóma! Opið virka daga frá kl. 9-17. HERMENN stjórnarandstöðunnar í Afganistan vonast til að ná á sitt vald borginni Mazar-e-Sharif, í norð- urhluta landsins, og hafa loftárásir Bandaríkjamanna á stöðvar talibana aukið þeim áræði. En reynslan af loftárásum bendir til að tilraunir til að fella hermenn, sem eru dreifðir og í felum, áður en látið er til skarar skríða á landi, beri takmarkaðan ár- angur. Síðan í síðustu viku hafa loftárás- irnar, undir forystu Bandaríkja- manna, beinst að hermönnum talib- ana í fremstu víglínu og „ganga ágætlega“, að því er Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði nú í vikunni. En hernaðarsérfræðingar segja, að saga sprengjuárása allt frá seinni heims- styrjöld til Júgóslavíu bendi til að mannfall í röðum talibana muni ekki fara að aukast að ráði fyrr en hörð sókn á jörðu niðri neyðir hermenn- ina út úr hellum sínum og skjólshús- um í bæjum og borgum og þeir verða sýnilegir frá bandarískum sprengi- flugvélum. Þetta gæti leitt til þess að her- menn Norðurbandalagsins fari að hefja stórsóknir án þess að vita í raun og veru hvort hersveitir talib- ana séu margfalt fjölmennari en Norðurherinn. Lykilatriði í herferðinni Jafnvel þótt ekki takist að fella mikinn fjölda hermanna gætu loft- árásirnar reynst lykilatriðið í her- ferðinni, segja herstjórnendur bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins. Árás Atlantshafsbandalagsins gegn Júgóslavíu 1999 neyddi serb- neska hermenn til að fela skriðdreka sína undir trjám og inni í húsum, og þeir gátu ekki notað þá. Stanslausar árásir á stöðvar íraska hersins í Flóastríðinu 1991 felldi e.t.v. einn af hverjum þrem hermönnum en stökktu margfalt fleiri á flótta. Embættismenn í varnarmálaráðu- neytinu bandaríska viðurkenna að þeir geti ekki sagt til um hversu marga menn talibanar hafi misst, einkum og sér í lagi þegar fregnir berist af hundruðum sjálfboðaliða frá Pakistan sem fari yfir landamær- in til Afganistans til að berjast við hlið hermanna talibana. En hermenn talibana og al-Qaeda-samtakanna, sem sleppi undan loftárásunum, kunni að eiga erfiðara um vik að gera atlögur að Norðurhernum þegar þeir sæti árásum sjálfir. Það sem meira er, segja menn í Pentagon, síð- ur einarðir stríðsherrar og málaliðar talibana kunni að freistast til að ganga í lið með Norðurhernum. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að loftárásir eyðilögðu baráttuþrek írösku hermannanna,“ sagði Clark Murdoch, fyrrverandi aðstoðaryfir- maður herstjórnar bandaríska flug- hersins. „Ekki endanleg lausn“ Árásin á Afganistan hófst með því að ráðist var á flugvelli, fjarskipta- stöðvar og aðrar stjórnstöðvar, en nú er lofthernaðinum beint gegn hermönnum talibana í hellum, göng- um og skotgröfum. Innan bandaríska hersins er mikið skeggrætt um ágæti loftárása. Sum- ir sérfræðingar telja að loftárásir í Írak og Júgóslavíu hafi borið árang- ur einungis vegna þess að að baki þeim bjó hótunin um landhernað. Háttsettur embættismaður í Penta- gon nefndi dæmi sem bandarískir hernaðarsérfræðingar vilja ekki endurtaka: „Við vörpuðum sprengjum á Norður-Víetnama í mörg ár, en það hafði engin áhrif,“ sagði hann, en vildi ekki að nafn hans kæmi fram. „Þetta er ekki endanleg lausn.“ Þegar loftárásirnar á Afganistan hófust var talið að talibanar hefðu 45–65 þúsund hermenn. Áætlað var að liðsafli Norðurhersins væri 15–30 þúsund menn. Þegar John D. Stufflebeem, fulltrúi Pentagon, var spurður hversu marga menn talibanar hefðu misst sagði hann: „Þar sem um er að ræða óvinasvæði er mjög erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar.“ En hann nefndi, að samkvæmt upplýsingum fjölmiðla og í ljósi þess að sums stað- ar væri árásum ekki svarað, mætti áætla að margir hefðu fallið. Herferðin í Afganistan hefur nú staðið í rúman mánuð. Michael O’Hanlon, hernaðarsérfræðingur hjá Brookings-stofnuninni, segir að 40 daga loftárásir á Írak hefðu eytt liðsafla og tækjabúnaði óvinarins um um það bil eitt prósent á dag, sam- kvæmt niðurstöðum síðari athugana. Árás NATO á Serbíu stóð í 11 vik- ur, en eyðilagði innan við 40% af þungavopnum Serba, og var hlutfall- ið um hálft prósent á dag. „Ég tel líklegt að við náum tals- vert innan við einu prósenti á dag, ef tekið er tillit til aðstæðna í Afganist- an,“ sagði O’Hanlon. Hernaðarsérfræðingar segja að aukagetan af loftárásum á hersveitir geti verið talsverð. Daglegar loft- árásir gefi Norðurhernum tækifæri til að undirbúa árás á jörðu niðri, segja sérfræðingar. Erfiðara er að henda reiður á öðr- um árangri. Í skýrslu sem banda- ríski flugherinn lét gera um loftárás- ir í Persaflóastríðinu sagði Elliott Cohen, við alþjóðamáladeild Johns Hopkins-háskóla, að mikið af auka- áhrifunum hefði á sínum tíma ekki verið metið sem skyldi. „Eitt af því sem við komumst að,“ sagði hann, „var að jafnvel þótt mað- ur hitti ekki skriðdrekann verður fólk hrætt við að koma nálægt hon- um og þess vegna er honum ekki haldið við og hann hættir að virka.“ Markmið árásanna ekki eingöngu að fella hermenn /($'0'/(# 1! *-.*/0&*/     0 /  2     34&0"/(#   !! "  #$ # # !$ % !  !" #$ &'( )## * + ,!-. /+ #%(.) 0!/'-1)2 '!&!% #/1 # " 3!. /+ #%( # 45#%$ #%$ 4* )06 76,/6 567!! 18 9 :;<  : 5 68:       ) >   9        >     , 6'- 1 0       % !- ,. 8 #$ 6 %/#/   !"    ## $%&' !  ()   ! *  %+''       )  * ,    ! ) !    - .  ! /    0 #+'' !  (  ! .    12   #   - !3-"2    4  * 3 5 6 7 Washington. Los Angeles Times. AP Bandarísk F/A-18C Hornet-þota fer í loftið frá flugmóðurskipinu USS Theodore Roosevelt á Ar- abíuhafi í dögun í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.