Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 29

Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 29 Gæðavítamínin FRÁ Kynningar á vítamínum með nnnnngæðaöryggi Í öllum verslunum Lyfju GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti fullvissaði kvíðna landsmenn sína um að Bandaríkin myndu hafa betur í baráttunni gegn hryðjuverka- mönnum, og sagði að Bandaríkja- menn mættu ekki „láta bugast undan óraunhæfum ótta eða sögusögnum“ um frekari hermdarverk. Í sjónvarpsávarpi sl. fimmtudags- kvöld ræddi Bush um „hina miklu áskorun“ sem þjóðin stæði frammi fyrir, og hvatti Bandaríkjamenn til að virkja óttann til verka. Gerast sjálfboðaliðar á sjúkrahúsum, í skól- um, skjólshúsum fyrir heimilislausa eða á herstöðvum, eða læra neyðar- hjálp og ganga í nýstofnað þjóðvarð- lið. „Við höfum gengið inn í nýja tíma. Þessir nýju tímar krefjast nýrra verka – bæði af ríkisstjórninni og al- menningi,“ sagði forsetinn í ávarp- inu. Viðstaddir voru um fimm þúsund áheyrendur, flestir starfsmenn lög- reglu, póstþjónustunnar og slökkvi- liðs. „Gerist sjálfboðaliðar vegna 11. september,“ sagði forsetinn. Ræða hans stóð í rétt rúma hálfa klukkustund, og 25 sinnum varð hann að gera hlé á máli sínu vegna lófataks. Tveir mánuðir eru liðnir síð- an hryðjuverkin í New York og Washington voru framin. „Ekki sama ríkið“ Bush viðurkenndi að stjórnvöldum hefði ekki tekist að komast að því hverjir hefðu staðið fyrir miltis- brandsógninni sem dreift var með pósti. Hann gaf heldur engan ádrátt um að bandaríski herinn myndi fljót- lega hafa uppi á Osama bin Laden, sem talinn er hafa staðið að baki hryðjuverkunum. „Við erum ekki sama ríkið og við vorum 10. septem- ber; daprari og ekki eins saklaus; sterkari og sameinaðri; og frammi fyrir meiri hótunum, staðráðin og hugrökk,“ sagði forsetinn. Lófatak áheyrenda varð mest und- ir lok ávarpsins, þegar forsetinn hrósaði farþegunum um borð í flugi 93 frá United Airlines, sem létu til skarar skríða gegn flugræningjun- um, áður en vélin hrapaði á akri í Pennsylvaníu. Bush rifjaði upp orð eins farþegans, Todd Beamer, 32 ára kaupsýslumanns, en í gegnum far- síma mátti heyra hann segja: „Af stað,“ þegar farþegarnir réðust gegn ræningjunum. „Við getum ekki séð nákvæmlega fyrir hvernig þessi barátta verður. En við vitum að málstaður okkar er réttlátur og að fullvíst er að við mun- um að lokum hafa betur,“ sagði Bush. „Við munum án efa mæta nýjum áskorunum. En við höfum fengið dagskipunina: Kæru Bandaríkja- menn, af stað.“ Bush Bandaríkjaforseti hvetur landsmenn sína til að virkja óttann til verka „Höfum fengið dagskipunina“ AP Bush flytur ávarp sitt í Georgia World Congress-miðstöðinni í Atlanta á fimmtudagskvöldið. Atlanta. AP. Hótun um flugrán Kathmandu. AFP. YFIRVÖLD í Nepal hertu í gær ör- yggisgæslu við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kathmandu, eftir að borist höfðu upplýsingar um að hóp- ur manna, er tengist Osama bin Lad- en, hefði í hyggju að ræna farþega- flugvél flugfélagsins Singapore Airlines og fljúga henni á byggingar í Nýju Delhí, að því er embættis- menn greindu frá. Lögregla í borginni Madras á Suð- ur-Indlandi sendi nepölskum yfir- völdum bréf um að lögreglunni hefði borist hótunin um yfirvofandi flug- rán. Líklegt skotmark í Nýju Delhí var talið vera bústaður indverska forsætisráðherrans eða bústaður bandaríska sendiherrans eða banda- ríska sendiráðið. Samkvæmt upplýsingnum sem fengust frá lögreglunni í Madras voru menn bin Ladens þegar komnir til Kathmandu og farnir að skipu- leggja sjálfsmorðstilræðið, að sögn Bishnu Subedi, framkvæmdastjóra samtaka erlendra flugfélaga í Nepal. „Þetta gæti verið gabb, en það er ráðlegra að vera á verði.“ Stjórn Nepals leysti í gær úr haldi 68 liðsmenn skæruliðasamtaka maó- ista sem barist hafa gegn henni í fimm ár. Tekið var fram að ekki yrðu hafnar viðræður við fulltrúa skæru- liða fyrr en samtök þeirra lýstu því yfir að þau höfnuðu beitingu ofbeldis í baráttunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.