Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýr 32TT skotbómu- krani hlaðinn nýjungum. Sala, ráðgjöf og leiga. Bæjarflöt 4, Grafarvogi Sími 594 6000 Færanleg fjölnota eingingahús í ótal útfærslum. Hagstætt verð. NOKKRIR af frægustu fréttahauk- um samtímans í Bandaríkjunum gagnrýna það hvernig sjónvarps- stöðvar vestanhafs hafa sinnt stríð- inu í Afganistan. Þeir eiga það sam- eiginlegt að hafa flutt fréttir frá Flóastríðinu 1991 og öðlast nokkra frægð fyrir. Einn þeirra mátti jafn- vel dúsa fjörutíu daga í írösku fang- elsi eftir að hann hætti sér of langt inn á óvinasvæði. Stríðið í Afganistan – rétt eins og Flóastríðið – einkennist af því að erf- itt er fyrir fréttamenn að fá aðgang og afla mynda frá víglínunni og þeir Bob Simon, Arthur Kent og Peter Arnett þekkja vel þá gremju sem getur heltekið fréttamann við slíkar aðstæður. Allir tóku þeir umtals- verða áhættu til að tryggja sér fréttaefni í Flóastríðinu. Fimm dögum eftir að stríðið hófst hætti Bob Simon, fréttamaður CBS, sér með myndatökumönnum sínum t.a.m. allt of nálægt hersveitum Íraka í Kúveit og mátti þola pynt- ingar og fangelsisvist fyrir vikið. Simon, sem unnið hefur við frétta- þættina Sextíu mínútur, segist ekki hafa neinn áhuga á að fara sjálfur til Afganistans einmitt núna. Það hafi þó ekkert með reynslu hans úr Flóastríðinu að gera. Þrá frétta- mannsins eftir „skúbbi“ sé yfirsterk- ari öllum sársaukafullum minning- um. „Þetta stríð snýst ekki um Afgan- istan heldur fer það fram alls staðar í veröldinni,“ segir Simon, sem nú er starfandi í Ísrael. „Ég hef undanfar- ið farið víða um Mið-Austurlönd og reynt að komast að því hvernig fólk þar bregst við stríðinu og hvort það séu í raun til nokkrir bandamenn Bandaríkjanna í múslimaheiminum. Þetta viðfangsefni vekur meiri áhuga hjá mér heldur en sjálfar loft- árásirnar á Afganistan.“ Ótímabærar spurningar um framgang stríðsins Simon segir þá staðreynd afdrifa- ríka, að sjónvarpsfréttastöðvar þurfi nú orðið að verða sér úti um nægt fréttaefni til að geta sjónvarpað 24 tíma á sólarhring. Þetta verði til þess að fréttamenn hneigist sífellt til þess að spyrja spurninga sem engan veg- inn séu tímabærar, þ.e. hvort stríðið sé að vinnast. „Spurði einhver að því, tveimur vikum eftir að Japanar gerðu árás á Perluhöfn, hvernig okkur gengi? Stríð sem þetta hlýtur að vara lengi en þörf fréttamanna til að finna ætíð nýjan fréttapunkt, eða endurtaka spurninguna „hvernig gengur þetta hjá okkur“, hefur neikvæð áhrif. Ef allar aðstæður væru ákjósanlegar er nefnilega ekki til í dæminu að hægt sé að svara þessari spurningu fyrr en að sex mánuðum liðnum í fyrsta lagi, sannarlega ekki eftir aðeins nokk- urra vikna stríðsrekstur.“ Ólíkt Simon er Arthur Kent nú staddur í Afganistan og skrifar það- an fréttir í kanadíska vikuritið Mac- lean’s, auk þess sem hann er lausa- maður hjá ýmsum sjónvarpsfrétta- stöðvum bandarískum. Hann telst til sérfræðinga um landið því þangað kom hann fyrst árið 1980 og var reyndar við það að fullklára frétta- skýringaþátt um Afganistan þegar stríðið skall á. Segir hann að það hafi ávallt vald- ið hjálparstofnunum og fréttamönn- um, sem komið höfðu til Afganistans þegar stríðsrekstur Sovétmanna stóð þar yfir, miklum vonbrigðum hversu umheimurinn var fljótur að gleyma landinu og hörmungum þess eftir að stjórnvöld í Moskvu kölluðu her sinn heim 1989. „Ég vona bara að okkur blaðamönnunum takist að beina sjónum fólks ekki aðeins að hernaðinum heldur einnig að að- stæðum íbúanna í landinu.“ CNN hefur brugðist Þekktastur þremenninganna er sjálfsagt fréttahaukurinn Peter Arn- ett. Honum var vísað úr starfi hjá CNN eftir að hafa haldið því fram í fréttaþætti að bandaríski herinn hefði beitt eiturgasi gegn andstæð- ingi sínum í Víetnam-stríðinu – full- yrðing sem CNN neyddist síðar til að draga til baka. Hann hefur nýlega sýnt áhuga á að fara til Afganistans á vegum einhverrar fréttastofunnar. Arnett er harðorður í garð fyrrum vinnuveitenda sinna. Hann segir að ef CNN hefði haldið áfram á sömu braut og stöðin var á í Flóastríðinu væri hún nú með fréttamenn stadda í Kabúl, höfuðborg Afganistans. „Lykillinn að velgengni CNN hefur alltaf verið sá að stöðin sendi sitt fólk á staðinn,“ segir hann. „Hún leit á það sem hlutverk sitt að upplýsa fólk um allar hliðar mála. Í þessu máli finnst mér ekki að CNN hafi gert neina tilraun til að varpa ljósi á sjón- armið talibana eða sýna okkur stríð- ið frá hinu sjónarhorninu.“ Segir hann að í staðinn hafi arab- íska fréttastöðin Al Jazeera tekið frumkvæðið í fréttaflutningi frá Afg- anistan og þannig náð þeirri stöðu að geta talist mikilvægasti fréttamiðill- inn í þessu stríði. Sjónvarps- fréttastöðvar gagnrýndar The Los Angeles Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.