Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 39
ntu á ?
orum við
Þar sem
a fjörutíu
það að við
milli verk-
þannig að
bundin af
r komu
að fram-
skýrslum
erðar að-
undu þeir
egu þekk-
ru hrifnir
um við þá
ða hverju
urskoðun-
m meira í
a verkefn-
þeim.
ka mið af
Eftir að
undir Al-
þingi hafa verið sett í lög ákvæði
sem tryggja sjálfstæði stofnunar-
innar en það er mjög mikið. Rík-
isendurskoðandi er mjög sjálfstæð-
ur í sínum ákvörðunum, svo lengi
sem hann starfar innan þess laga-
og fjárhagsramma sem honum er
settur. Ákvarðanataka er mjög
skilvirk og greið hjá okkur.“
Fylgist þið með starfsháttum
stóru endurskoðunarstofanna?
„Já, það gerum við. Við erum í
samvinnu við þessar stofur og
kaupum af þeim þjónustu. Við fáum
vissulega stuðning af því. Viðskipti
við þessar stofur hófust á sínum
tíma vegna þess að við höfðum ekki
nógu mikinn mannafla eða sér-
þekkingu á sumum sviðum til þess
að sinna öllum okkar verkefnum.
Meginhugsunin hjá mér nú er þó
fyrst og fremst sú að ég tel það
vera gott fyrir stofnunina að kaupa
hluta af þjónustunni utan frá. Það
veitir okkur ákveðið aðhald og er
líka þekkingarbrunnur. Ég álít það
ekki vera æskilegt að við hættum
að skipta við sjálfstæðar endur-
skoðendastofur.“
Er verklag hjá ykkur svipað og
hjá stóru stofunum?
„Við höfum reynt að leggja okk-
ur eftir því m.a. að starfa eins og
tíðkast hjá þeim. Við erum með sér-
stakt verkbókhald og í ársbyrjun
hvers árs úthlutum við verkefnum
til allra starfsmanna þannig að
hver þeirra veit hverju hann á að
skila Í fjárhagsendurskoðuninni
veit hver starfsmaður þannig hvað
hann á að endurskoða marga árs-
reikninga, hversu margar endur-
skoðunarskýrslur hann á að skrifa
og hvenær hann á að skila þeim af
sér. Við fylgjumst síðan með starf-
seminni frá einu tímabili til annars.
Við verðsetjum einnig alla þessa
vinnu þannig að segja má að við
vinnum þetta eins og við værum að
selja þjónustu okkar. Með öðrum
orðum: við krefjumst afkasta frá
öllum hér, rétt eins og hjá einkafyr-
irtækjum. Þetta kerfi er einfalt í
framkvæmd og það liggur fyrir
hvers við krefjumst af starfsfólki,
hvaða vinnu það á að leggja fram og
menn vita til hvers er ætlast af
þeim.“
Hvaða menntun hafa starfsmenn
ríkisendurskoðunar?
„Af þessum fjörutíu manns sem
hér starfa eru 36 eða 37 sérfræð-
ingar, þ.e. fólk með háskólamennt-
un eða löggiltir endurskoðendur.
Hér starfa bæði viðskipta- og hag-
fræðingar, lögfræðingar, stjórn-
málafræðingar og verkfræðingar.
Að því er varðar mannafla reynum
við að hafa baklandið sterkt og
breitt.
Við höfum raunar stundum verið
í vandræðum með að fá löggilta
endurskoðendur. Hjá Ríkisendur-
skoðun starfa fjórir löggiltir endur-
skoðendur en ég hefði viljað sjá
eins og tíu löggilta endurskoðendur
í starfi hér. Nú eru fjórir eða fimm
starfsmenn stofnunarinnar í lög-
gildingarnámi.
Er skortur á löggiltum endur-
skoðendum?
„Já, eins og staðan er núna. Síð-
ustu árin hafa innan við tíu manns á
ári lokið löggildingarnámi. Þá hafa
margir löggiltir endurskoðendur
verið að leita í önnur störf, einkum
stjórnunarstörf, en það var ekki
mikið um það hér áður fyrr. Ég
held því að menn þurfi að hafa sig
alla við til þess að tryggja eðlilega
endurnýjun í þessum geira.“
Sérðu fyrir þér frekari breyting-
ar hjá Ríkisendurskoðun?
„Það er alveg klárt mál að endur-
skoðunarumhverfið er að breytast
mikið. Ríkið hefur verið að verja
háum fjárhæðum í nýtt upplýsinga-
og bókhaldskerfi. Það býður upp á
ákveðna möguleika og við erum
einnig að horfa upp á hraða þróun í
rafrænum viðskiptum sem breyta
munu starfsumhverfinu. Hingað til
hafa menn alltaf verið að horfa á
fylgi- eða greiðsluskjöl og athuga
hvort þau séu rétt og bókuð á rétt-
an stað. Ég tel að þetta eigi eftir að
breytast mikið, greiðsluskjalið sem
slíkt mun ekki skipta eins miklu
máli í framtíðinni. Það sem kemur
til með að breytast er að nú förum
við að færa okkur framar í ferlið og
reynum að skoða hvort sá aðili sem
skuldbatt ríkið hafi til þess heimild,
bæði fjárhagslega og stjórnunar-
lega. Ég sé fyrir mér að fjárhags-
endurskoðun fari meira yfir í þetta
far.
Við höfum á undanförnum árum
líka verið að leggja meiri áherslu á
það sem við köllum innra eftirlit og
innri endurskoðun og höfum m.a.
gefið út leiðbeiningar- og upplýs-
ingarit um þau mál. Við erum stöð-
ugt að vinna að því að bæta þessa
þætti hjá stofnunum; við erum með
þessu að reyna að búa til eins konar
sjálfvirkt eftirlitskerfi og hafa það
ekki bara meðvitað eins og nú er
heldur láta menn vita af því að það
sé til.“
skoðandinn
rskoðaður
Morgunblaðið/Ásdís
lengi haft það í huga að það væri kannski
hlutlausan aðila fara yfir vinnubrögð okkar.“
arnorg@mbl.is
MIKILL verðmunur ásmáum og stórum fiskiveldur því að sjómenntelja sig knúna til að
kasta fiski í hafið, fiski sem þeir eru
nýbúnir að draga um borð í skip sitt.
Á sama tíma greiða útgerðir sem
leigja til sín kvóta hátt verð fyrir
aflaheimildirnar og gildir þá einu
hvort skip þeirra veiða stóran eða
smáan fisk.
Í allri umræðu um brottkast hafa
sjónir manna fyrst og fremst beinst
að þeim útgerðum skipa sem ráða yf-
ir litlum eða engum aflaheimildum
og þurfa því að leigja til sín kvóta til
að geta gert út. Verð á leigukvóta er
hátt og til að hámarksnýta kvótann
verða útgerðirnar að reyna að fá sem
hæst verð fyrir aflann. Leiguverð á
þorskaflamarki er nú um 150 krónur
og hefur aldrei verið jafnhátt. Þá
skiptir engu máli hvort hver veiddur
þorskur er eitt kíló eða átta kíló,
leiguverðið er alltaf það sama.
Verðmæti eins kílós þorsks og
átta kílóa þorsks er hinsvegar afar
ólíkt á markaði. Nú eru greiddar allt
upp í 340 krónur fyrir hvert kíló
stærsta og verðmætasta þorsksins á
fiskmörkuðum. Slíkur fiskur fer
einkum í saltfiskvinnslu en verð á
saltfiski hefur hækkað verulega á
undanförnum mánuðum og saltfisk-
verkendur því tilbúnir til að greiða
hátt verð fyrir hráefnið.
Lægsta þorskverð á fiskmörkuð-
unum er hinsvegar í kringum 150
krónur fyrir kílóið.
Tapa á því því að
landa smáfiski
Útgerð sem þannig leigir til sín
eitt tonn af þorskkvóta þarf að
greiða fyrir það 150 þúsund krónur.
Sé aflinn smáfiskur, verður aflaverð-
mætið u.þ.b. hið sama eða um 150
þúsund krónur. Þá á eftir að greiða
allan kostnað. Eitt tonn af stórum
fiski selst hinsvegar á um 340 þús-
und krónur og standa þá eftir um
190 þúsund krónur þegar búið er að
greiða fyrir leigukvótann.
Samkvæmt tilmælum Verðlags-
stofu skiptaverðs þurfa útgerðir að
gera upp við útgerðir á 116 króna
kílóverði til áhafnar eða fá ekki veiði-
leyfi ella. Þannig fara um 50 krónur
af hverju kílói í laun og launatengd
gjöld og hefur útgerðin þannig í raun
greitt samtals um 200 krónur fyrir
leigu á kvóta og í laun til sjómanna.
Hirði skipverjar aðeins stærsta og
verðmætasta þorskinn en henda
smáfiski og meðafla og fá síðan
hæsta mögulega verð fyrir aflann á
fiskmarkaði á útgerðin eftir um 140
þúsund krónur, áður en búið er að
borga kostnað við útgerðina. Lendi
skipið hinsvegar í að veiða aðeins
smáþorsk og koma með hann að
landi eins og lög gera ráð fyrir, þyrfti
útgerðin engu að síður að gera upp
við skipverja á sama verði, þ.e. 116
krónur fyrir kílóið og samtals um
200 krónur að meðtalinni kvótaleig-
unni.
Hinsvegar fengi útgerðin eins og
áður segir aðeins 150 þúsund krónur
fyrir tonnið á markaðnum og sæti
því uppi með 50 þúsund króna tap
eftir veiðiferðina og á þó eftir að
greiða annan kostnað. Það má því
ætla að útgerðin og sjómennirnir,
sem í mörgum tilfellum taka þátt í
kvótakaupum útgerðarinnar, sjái sér
hag í því að hirða aðeins verðmæt-
asta fiskinn en henda þeim verð-
minni, í því skyni að hámarka af-
rakstur leigukvótans.
Þess ber þó að geta að í dæminu
hér að framan er aðeins miðað við
stærsta og verðmætasta fiskinn ann-
ars vegar og smæsta og verðminnsta
fiskinn hinsvegar. Afli fiskiskipa er
hins vegar ætíð blanda af stórum og
smáum fiski.
Takmörkun á framsali
bitnar á hinum saklausu
Margir hafa vakið máls á því að til
að koma í veg fyrir brottkast af
þessu tagi verði að takmarka eða
banna alfarið leigu á aflamarki. Árni
M. Mahiesen sjávarútvegsráðherra
segir að ef sú leið yrði farin væri um
leið verið að skerða möguleika þeirra
sem óvart veiða fisktegundir sem
þeir ekki hafa heimildir fyrir. Eins
og málum sé nú háttað geti útgerðir í
slíkum tilfellum leigt til sín aflamark
til að leiðrétta kvótastöðu sína.
„Vonandi getum við hins vegar
byggt upp þannig upplýsingar um
aflasamsetningu skipa og báta að við
getum séð hvenær hún verður óeðli-
leg og skoðað slík tilfelli sérstaklega,
hvort þar sé um að ræða brottkast
og þá gripið til viðeigandi ráðstafana
ef sú er raunin. Ég tel hinsvegar að
ekki eigi að setja reglur sem skerða
möguleika annarra og gera þá að
blóraböggli án þess að þeir hafi
nokkuð til saka unnið,“ segir Árni.
Vilja hámarka
afrakstur
kvótans
Hátt verð á leigukvóta ræður mestu í
„hagkerfi brottkastsins“, segir í saman-
tekt Helga Mar Árnasonar um ástæður
þess að fiski er hent á miðunum í stað
þess að koma með hann að landi.
Morgunblaðið/Friðþjófur
einhverju
Lækkun
ð þyrftum
ú til fjög-
inn fyrir
a plumað
ákvætt að
ið þetta
ið frekari
mánuð-
leiki
um
hafa mun
aðinn. Þar
eð öðrum
hrifin ein-
hver en alls ekki eins og í atvinnu-
húsnæðinu. „Íbúðamarkaðurinn
hefur verið alveg sæmilega líflegur
þrátt fyrir þessa háu vexti og við
höfum ekki verið að sjá neinar
verulegar lækkanir þar. Þetta
kemur fyrst og fremst fram í því
að kjörin hafa versnað, þ.e. út-
borgun er ekki greidd á jafn-
skömmum tíma og var. Verðið hef-
ur aftur á móti lítið hreyfst niður á
við en það fer vitaskuld eftir eigna-
flokkun, verð fyrir meðalstórar
íbúðir hefur haldið sér. Eftirspurn
eftir stærri eignum hefur raunar
eitthvað minnkað en við erum ekki
farnir að sjá neina verulega verð-
lækkun þar.“
Jón segir að viðskiptaumhverfið
nú sé allt annað en það var hér
þegar markaðurinn byggðist
miklu meira á skammtímalánum.
„Nú byggist þetta á langtímalán-
um þannig að háir vextir koma
ekki eins illa við fólk. Greiðslu-
byrðin er minni og fólk getur hald-
ið eignunum þótt vextir séu háir en
þetta gátu menn ekki áður þegar
verulegt hlutfall af kaupverði
íbúða var í formi skammtímalána.“
Munur á fasteignaverði milli
landshluta eykst enn
Munur á fasteignaverði milli
höfuðborgarsvæðisins annars veg-
ar og landsbyggðarinnar hins veg-
ar jókst mikið á síðasta ári. Verð á
húseignum sem seldar voru á
landsbyggðinni í fyrra hækkaði lít-
ið á síðasta ári meðan verð seldra
eigna á höfuðborgarsvæðinu
hækkaði um 20%. Þetta kemur
fram í svari félagsmálaráðherra á
Alþingi við fyrirspurn Örlygs
Hnefils Jónssonar varaþingmanns.
Á síðasta ári var meðalkaupverð
fasteigna sem seldar voru á höf-
uðborgarsvæðinu tæplega 12,1
milljón, en 10,1 milljón árið 1999.
Verð eigna sem seldar voru á
landsbyggðinni í fyrra var hins
vegar tæplega 7,5 milljónir, en
tæplega 7,2 milljónir árið 1999.
Munurinn er í reynd meiri en þess-
ar tölur segja til um því að stærð
meðalíbúðar sem seld var á höf-
uðborgarsvæðinu var 126 fermetr-
ar í fyrra en íbúðir sem seldar voru
á landsbyggðinni voru hins vegar
144 fermetrar að meðaltali að
stærð.
Samkvæmt svari félagsmálaráð-
herra var fermetraverð seldra
eigna hæst í Reykjavík í fyrra eða
109.605 kr. næsthæst er það á
Reykjanesi 94.471 kr. þá kemur
Norðurland eystra 71.120 kr. síðan
Suðurland 60.525 kr. og Vestur-
land 58.200 kr. þá Austurland
48.265 kr. og Norðurland vestra
42.251 kr. en lægst er fermetra-
verðið á Vestfjörðum 39.785 kr.
Samkvæmt tölunum hækkaði
fasteignaverð af seldum eignum í
öllum landshlutum á síðasta ári
nema Vestfjörðum og Austfjörðum
þar sem það lækkaði örlítið. Á
Vestfjörðum hefur fasteignaverð
lækkað ár frá ári frá 1997.
Velta í fasteignaviðskiptum
óbreytt á milli ára
Í ársskýrslu Fasteignamats rík-
isins fyrir árið 2000 kemur fram að
í fyrra voru gerðir 10.093 kaup-
samningar á landinu öllu, en þeir
voru hins vegar 11.572 árið 1999.
Velta í fasteignaviðskiptum var
nánast óbreytt milli ára eða tæp-
lega 114 milljarðar. Veltuaukn-
ingin á síðustu tveimur árum er
mjög mikil. Velta í fasteignavið-
skiptum var 86 milljarðar árið
1998 (á verðlagi þess árs), en þá
voru seldar álíka margar eignir og
í fyrra. Hlutdeild Reykjavíkur í
heildarveltu fasteignaviðskipta á
landinu öllu í fyrra var um 48%.
Í ársskýrslu Fasteignamatsins
kemur fram að hlutfall útborgunar
í fasteignaviðskiptum hefur hækk-
að mikið á síðustu árum. Hlutfallið
var 25% árið 1995, en var komið
upp í 47% í fyrra. Útborgunarhlut-
fallið er hærra á höfuðborgar-
svæðinu en á landsbyggðinni.
ækkun á raunverði fasteigna á næstu sex mánuðum
alar búast ekki
verðlækkunum
.* ,! /1%# !AAB BBB
/*C,!-%!6 #$/85%%,##
AD AAH AAG AAF AAE AA3 AAA BBB
D
B
A
3
E
F
G
H
D
B
72.,8- % /*C,,
#$/85%%,#