Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 51

Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 51
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 51 ÍSHESTAR ehf. bjóða upp á styttri og lengri hestaferðir auk þess sem þeir reka nýlega hestamiðstöð í Hafnarfirði þar sem m.a. er boðið upp á útreiðartúra og námskeið. Fyrirtækið hefur sett sér umhverf- isstefnu og reynt að vera umhverf- isvænt í öllum sínum rekstri. Einar Bollason segir að starfsfólk Íshesta sé stolt af þessari viður- kenningu. Mikið hafi verð lagt í að móta umhverfisstefnu fyrirtækisins, bæði tíma og peninga. Íshestar fengu Stefán Gíslason umhverfis- stjórnunarfræðing til liðs við sig til að umhverfisvæða fyrirtækið. Einn- ig hefur hann gert námsefni fyrir starfsfólk og haldið námskeið fyrir það. Erlendir farþegar opnuðu augu okkar fyrir umhverfisvernd – En hvað varð til þess að Íshest- ar ákváðu að setja sér umhverf- isstefnu? „Ég skammast mín ekki fyrir það að viðurkenna að það voru farþegar í hestaferðum á okkar vegum fyrir 20 árum sem opnuðu augu okkar fyrir mikilvægi þess að ganga vel um þá staði sem við fórum um,“ sagði Einar. Einar segir að erlendir farþegar í hestaferðum hafi stundum haft orð á því að þeir skilji ekki þjóð sem býr í svo fallegu landi og gengur ekki betur um það. „Þjóðverjar og Norðurlandabúar voru langt á undan okkur Íslend- ingum að átta sig á mikilvægi þess að vernda umhverfið og ganga vel um landið. Ég viðurkenni það fús- lega að þeir voru kannski skelegg- ustu verndarar íslenskrar náttúru á sínum tíma. Þá er eiginkona mín, Sigrún Ing- ólfsdóttir, á undan sinni samtíð og hafði strax tilfinningu fyrir mikil- vægi umhverfisverndar og nú hefur yngri kynslóðin tekið við. Dætur mínar og vinir þeirra líta á góða umgengni og umhverfisvernd sem sjálfsagðan hlut. Þetta fólk hefur svo sannarlega opnað augu mín fyr- ir þessum hlutum.“ Einhæf og neikvæð umfjöllun um umgengni hestamanna Einar segir að auðvitað ráði við- skiptasjónarmið líka töluverðum hluta þess að fyrirtækið tók þessa stefnu. Hann segir að vegna þess að farþegar í hestaferðum eru margir hverjir miklir umhverfissinnar sem sækjast eftir því að komast á hesta- bak í íslenskri náttúru þurfi fyr- irtækið að taka mið af því. Skipu- legar hestaferðir mundu missa vinsældir og ólíklegt væri að þetta fólk kæmi aftur ef fyrirtækið sem það beinir viðskiptum sínum til sýn- ir ekki lit í umhverfismálum. Sterk ímynd Íshesta á þessu sviði skapar því heilmikil viðskipti. „Umfjöllun um umgengni hesta- manna um landið hefur verið allt of einhæf og neikvæð,“ segir Einar. „Yfirleitt er aðeins fjallað um þau örfáu skipti sem eitthvað hefur far- ið úrskeiðis og einhver hópur hesta- manna hefur ekki gáð að sér. Ég er nefnilega viss um að hestamenn séu yfir höfuð umhverfissinnar og hafi mikla tilfinningu fyrir umhverfi sínu og vilji vernda það og bera yf- irleitt virðingu fyrir náttúrunni. Eins og í öllum öðrum hópum eru til svartir sauðir sem ganga illa um og eyðileggja gífurlega mikið fyrir hinum. Ég hef lengi saknað þess að þessi mál séu ekki til umræðu á árs- þingum Landssambands hesta- mannafélaga. Ég tel að þau snerti fleiri hestamenn en keppnisreglur sem eilíflega er verið að karpa um. Þingið væri kjörinn vettvangur til að ná til hestamanna og hvetja til góðrar umgengni þeirra sem ferðast um landið.“ Íshestar eru núna í viðræðum við þau sveitarfélög sem þeir fara um í ferðum sínum. Einar segir að verið sé að leita eftir samvinnu við þau til að hægt sé að framfylgja umhverf- isstefnunni í skálum og áningar- stöðum á vegum sveitarfélaganna. Hann segir þetta ganga misvel því hugmyndirnar felast meðal annars í því að fá sveitarfélögin til að setja upp sorpgáma. Ekki nóg með það heldur segir hann að helst þyrfti að vera hægt að flokka sorp í skál- unum. „Við hjá Íshestum vonum að þessi viðurkenning verði til þess að hestamenn líti í eigin barm. Fram- tíðin og aðgengi hestamanna að landinu veltur mikið á því hvernig við stöndum okkur í umhverfismál- um. Ef við stöndum okkur illa gæti komið til þess að hestamönnum yrði úthýst af ýmsum stöðum. Ekki vilja hestamenn að það gerist,“ sagði Einar Bollason. Aðgengi hestamanna að landinu veltur mikið á umgengni þeirra Á leið austur yfir Skaftá í átt að Tröllhamri. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Við Heklu. Einar Bollason telur að aðgengi hestamanna að landinu velti mikið á því hvernig þeir standi sig í umhverfismálum. ÍSHESTAR ehf. hafa mikil- vægu hlutverki að gegna við að vernda umhverfið komandi kynslóðum til hagsbóta. Mark- mið Íshesta er að stuðla að sjálfbærri þróun náttúru, sam- félags, menningar og efna- hags. Þessu markmiði vilja Ís- hestar ná með því að: 1. Velja reiðleiðir í nánu sam starfi og fullri sátt við heimamenn á hverjum stað. 2. Gæta þess að hestar og menn raski sem minnst við- kvæmum gróðri og náttúru landsins. 3. Vinna náið með Land- græðslu og Náttúruvernd ríkisins, öðrum stofnunum sem fjalla um umhverfismál, og umhverfissamtökum. 4. Leitast af fremsta megni við að nota endurnýjanlegar auðlindir í starfsemi sinni og hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi við fjárfest- ingar og innkaup á rekstr- arvöru. 5. Draga úr myndun úrgangs og leggja áherslu á end- urnýtingu og endurvinnslu. 6. Hvetja til ábyrgrar um- gengni við land og líf. 7. Skapa starfsfólki heilbrigð og örugg starfsskilyrði. 8. Gefa öllu starfsfólki kost á fræðslu um umhverfismál reglulega. 9. Miðla upplýsingum um um- hverfismál til gesta og ann- arra viðskiptaaðila. 10. Uppfylla öll ákvæði laga og reglugerða um umhverf- ismál og vinna að stöðugum úrbótum í umhverfismálum fyrirtækisins. Umhverf- isstefna Íshesta ehf. Umræðan um umgengni hestamanna um landið hefur verið heldur einhæf og neikvæð að mati Einars Bollasonar, stjórnanda Ís- hesta ehf., sem hefur sett fram umhverfisstefnu og hlaut á dögunum Um- hverfisverðlaun Ferða- málaráðs Íslands. Hann sagði Ásdísi Haralds- dóttur að viðurkenningin skipti miklu máli fyrir ímynd fyrirtækisins. Föstudaginn 16. nóvember UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA Landssambands hestamannafélaga og félags hrossabænda. Kynnir: Flosi Ólafsson. Hestagaldrar. Helgi Björnsson, Jóhann Sigurðsson, Gunnar Þórðarson. Dansleikur með BSG. St afr æn aH ug m yn da sm ið jan /3 16 9 Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11-19. Sími 533 1100 - Fax 533 1110 R A D I S S O N S A S , H Ó T E L Í S L A N D I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.