Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 52

Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halldór Guð-mundsson fædd- ist í Magnússkógum í Hvammssveit í Dala- sýslu 10. ágúst 1952. Hann lést í Sjúkra- húsi Akraness 1. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Halldórsson bóndi þar, f. 16. ág. 1905, d. 4. maí 1993, og Ólöf Jónasdóttir, f. 16. júlí 1921. Halldór var þriðji í röð sex barna foreldra sinna. Systk- ini hans eru Ingibjörg Sigríður, f. 19. sept. 1949, Jónas Kristinn, f. 24. nóv. 1950, Arndís, f. 5. des. 1953, Guðbjörn, f. 25. maí 1955, og Jensína, f. 23. febr. 1957. Halldór kvæntist 2. des. 1979 Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. í Vogum á Vatnsleysuströnd 27. ág. 1959. Foreldrar hennar eru hjónin Guðmundur Í. Ágústsson og Guð- ríður Þórðardóttir. Halldór og Guðrún eignuðust fjórar dætur: 1) Dagný Ósk viðskiptafræðinemi, f. 23. maí 1977, unnusti hennar er G. Reynir Georgsson frá Akranesi og eiga þau soninn Halldór Vilberg, f. 24. júní 1999; 2) Anna Berglind stúdent, bóndi í Magnússkógum III, f. 27. apríl 1980, unn- usti Ólafur B. Hall- dórsson frá Gils- fjarðarmúla, sonur hans er Björgvin Bragi, f. 28. janúar 2000; 3) Kristín nemi í FVA, f. 24. mars 1982, unnusti Marinó Nordquist frá Akra- nesi; 4) Sigrún Mar- grét, f. 1. júní 1991. Halldór ólst upp í foreldrahúsum í Magnússkógum. Hann stundaði nám í barnaskól- anum á Laugum og tvö ár í Hér- ðasskólanum á Laugarvatni og lauk þaðan unglingaprófi 1968. Hann þurfti ungur að taka til hendi við bú foreldra sinna vegna heilsubrests föður síns en vann þó ýmis störf önnur bæði til sjós og lands. Hann gerðist bóndi í Magn- ússkógum árið 1977 ásamt Guð- birni bróður sínum og byggði þar nýbýli. Halldór rak einnig hin síð- ari ár verktakafyrirtæki á sviði bygginga og jarðvinnslu. Útför Halldórs fer fram frá Hvammskirkju í Dölum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur er kennt að eignast en ekki að missa. Stórt skarð hefur verið höggvið í hóp okkar systkinanna við andlát Halldórs bróður míns. Við vor- um sex systkinin fædd á átta árum og það var heldur betur líf í kringum okkur í þá daga svo mörgum þótti nóg um. Sól skein ávallt í heiði. En bernskuárin voru ekki bara leikur og slagsmál; við þurftum líka að vinna. Foreldrar okkar voru fljót að sjá að Halldór var hæfastur við bústörf- in. Hann hafði þetta allt í sér. Hann þekkti allar kindur án þess að líta á markið. Hann var ekki gamall þegar hann fór að gera við það sem bilaði í vélunum og ekkert mál var að lag- færa húsakostinn. Við vissum öll að hann yrði sá sem tæki við búinu af foreldrum okkar, sem hann líka gerði, ásamt Guðbirni bróður. Halldór gerðist bóndi í Magnús- skógum og reisti sér nýbýli í túnjaðr- inum. Hann var stórhuga og byggði gott íbúðarhús, fjárhús sem hann hannaði sjálfur og síðan verkfærageymslu. Hann gerði þetta allt sjálfur, ásamt því að yrkja jörðina og rækta góðan fjárstofn. Eftir að hann lauk við sínar byggingar gerðist hann verktaki í tómstundum. Þetta tómstundagam- an vatt upp á sig, því síðustu árin var hann orðinn umsvifamikill á því sviði, enda féll honum aldrei verk úr hendi. Sveitin okkar og Dalabyggð hafa því misst mikið við fráfall hans. Halldór var gæfumaður í einkalíf- inu. Ungur að árum fann hann Guð- rúnu sína, þá óvana sveitastörfum en hann stóð eins og klettur við hlið hennar og hún blómstraði sem bóndakona í sveit. Þau eignuðust fjórar dætur og honum þótti huggun að því í veikindum sínum að vita hvert hugur þeirra stefndi. Elsta dóttirin Dagný er háskólanemi og var búin að færa honum lítinn afa- strák, Halldór Vilberg. Anna Berg- lind er hetjan sem ætlar að taka við búinu og verða sjötti ættliðurinn sem býr í Magnússkógum. Kristín er framhaldsskólanemi og búin að kaupa sér íbúð aðeins 19 ára. Sigrún 10 ára er enn óskrifað blað, en mamma hefur þennan sólargeisla til að halla sér að á þessum erfiðu tím- um. Það er erfitt að sætta sig við að maðurinn með ljáinn þurfi að sækja stórbóndann og þúsundþjalasmiðinn okkar aðeins 49 ára gamlan. Ég votta Guðrúnu, dætrunum og fjölskyldum þeirra, mömmu og systkinum mínum mína dýpstu sam- úð. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Arndís Guðmundsdóttir. Góður vinur og frændi er horfinn á braut, það er erfitt að skilja hvers vegna hann fór svo fljótt, ekki eldri en hann var. Við höfum verið svo lánsöm að hafa verið í tengslum við fjölskylduna í Magnússkógum í fjöldamörg ár, allt frá því að Fríða var hjá ömmu sinni og afa í sveit í mörg ár og síðan sonur okkar, Guðjón, hjá Ólöfu, Guðmundi og sonum. Við eigum margar góðar minning- ar um systkini og fjölskyldur í Magn- ússkógum. Eftir að Halldór og Guð- rún stofnuðu sitt eigið býli í Magnússkógum III varð það föst venja að fara í réttirnar og dvelja hjá þeim sem og oft áður. Oft var þröngt í „kotinu“ en stelpurnar gengu úr rúmum til þess að færi sem best um gestina. Halldór var mjög gestrisinn maður og vildi að allir fengju nóg að borða og drekka. Ekki var Guðrún síðri, ég man nú bara ekki eftir öðru en hún væri alltaf í kringum eldavélina eða vaskinn til þess að þjóna okkur sem best. Það var oft kátt í „kotinu“ eftir að búið var að reka grundirnar og koma fénu í gerðið á Skerðingsstöðum og síðan eftir sjálfan réttardaginn, seinni árin, er Halldór hafði stóran bálköst við fjárhúsin okkur til skemmtunar. Ekki má gleyma þeim fjölmörgu ferðum sem við fórum með fjölskyld- unni í Magnússkógum í „vötnin“. Það var reyndar farið í eitt vatn á sumri, og nú í sumar komu Halldór, Guðrún og Sigrún Margrét til okkar strák- anna í Hólmavatnið og áttum við góða stund saman. Dugnaður og snyrtimennska var mikil hjá Dóra eins og hann var oft nefndur, ekki aðeins fallegt heimili heldur öll umgjörðin í kringum bú- skapinn. Einnig var Dóri verktaki við margskonar framkvæmdir í héraðinu ásamt öðrum og nú síðast við hita- veitulagnir í Búðardal, verkin tala sínu máli. Það hefur verið ánægjulegt hjá Dóra þegar Anna dóttir þeirra og unnusti ákváðu að taka við búi í Magnússkógum III í sumar eftir að veikindi hans fóru að taka til sín. Við þökkum Dóra allar góðar stundir og biðjum Guð að blessa minningu hans. Elsku Ólöf, Guðrún, dætur og fjöl- skyldur, við vottum ykkur innilega samúð á kveðjustund. Böðvar og Hólmfríður Kristín. „Veikindi koma eftir mörgum leið- um en alltaf óboðin“ segir tékkneskt máltæki. Enginn veit hvenær barið verður að dyrum og hversu harka- lega. Jafnvel hjá ungum bónda, dug- legum bónda sem sinnir veigamiklum hjáverkum, hjálplegum bónda. Óör- yggi bústólpa landsins og fjölskyldna þeirra er mikið, þegar erfið veikindi koma upp, og kjör þeirra ekki öf- undsverð. „Þegar þú átt annríkt stríðirðu ekki við veikindi“ segir jap- anskt máltæki. Bóndinn hélt áfram að reka niður girðingarstaura og gera eitt og annað. Að lokum töpuðu hann og læknavísindin þó stríði sem enn er því miður vonlítið að heyja. „Í raun reynist fjölskyldan best“ segir burmanskt máltæki. Svo var hér, háskólanámi jafnvel frestað. Og bóndanum ekið í hjólastól í dilkinn í síðustu réttum. Síðustu réttirnar komu allt of snemma. Jón Ögmundur Þormóðsson. Elsku frændi, mikið er erfitt að átta sig á að þú sért dáinn. Hugsunin um að sjá þig ekki oftar í fallegu sveitinni okkar er svo fjarlæg. Með dyggum stuðningi fjölskyldu þinnar háðir þú hetjulega baráttu gegn erf- iðum sjúkdómi sem ég trúði allt fram á hinsta dag að þú myndir sigra. Það er huggun harmi gegn að hugsa til þess að þú ert núna á góðum stað þar sem þér hefur verið fagnað af mörg- um góðum vinum. Fallegar minning- arnar um þig lifa í hjarta okkar hinna sem hér enn þá dveljum. Kraftar þínir og dugnaður virtist oft engum takmörkum háður. Oft velti ég fyrir mér hvernig þú fórst að því að áorka öllu sem þú gerðir. Það virtist sama hvað þú tókst að þér, allt virtist fara þér vel úr hendi og enda- laust virtist þú geta bætt á þig verk- efnum. Í bóndastarfinu vissir þú upp á hár hvað þú varst að gera og sinntir búskapnum af mikilli natni. Þú gerðir alls konar tilraunir og varst ófeiminn við að fara ótroðnar slóðir. Það var alltaf gaman að fá að fara með þér á fjallið á haustin. Þá reyndi ég yfirleitt að sperra eyrun og fylgjast með þeg- ar þú bentir okkur á kennileitin og kenndir okkur örnefnin. Þú gafst okkur lærisveinunum á fjallinu einn- ig ýmis góð ráð og minnist ég sér- staklega þegar þú fyrir mörgum ár- um kenndir okkur Dagnýju að fara á réttum stöðum yfir mýrarnar. Að- ferðin hljómaði eiginlega alveg and- stætt því sem ég hafði ímyndað mér að væri best en öll haust síðan þá hef ég haft þessar leiðbeiningar þínar í huga þegar ég hef farið um fjallið og hef heldur betur haft gagn af. Elsku Dóri. Takk fyrir samfylgd- ina hér á jörð og hafðu það gott í nýj- um heimkynnum þínum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Gunna, Sigrún, Kristín, Marinó, Anna, Lolli, Björgvin, Dagný, Reynir og litli Dóri, megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Björk. Það er erfitt á þessari stundu að setjast niður og kveðja frænda sinn og besta vin, Halldór Guðmundsson bónda í Magnússkógum, hinstu kveðju, en hann var aðeins 49 ára að aldri er hann lést. Það ber að þakka fyrir þann mikla vinskap sem haldist hefur milli okkar og fjölskyldna okk- ar allt frá fyrstu tíð. Aldrei hefur fall- ið skuggi á þá miklu vináttu sem skapaðist á milli okkar frá því við vor- um litlir strákar í sveitinni og svo síð- ar þegar við urðum ráðsettir menn. Það voru forréttindi að fá að dvelja fram yfir fermingu í sveit yfir sum- artímann í Magnússkógum hjá for- eldrum Halldórs, þeim heiðurshjón- um Guðmundi frænda mínum og konu hans Ólöfu. Meðan ég dvaldi í sveitinni kynntist ég Halldóri og systkinum hans og hefur sú vinátta haldist alla tíð síðan. Fyrstu minningarnar sem ég á eru þegar við frændsystkinin vorum lítil og lékum okkur upp á „Koti“, en það var barð fyrir ofan bæinn. Þar rákum við myndarbúskap með því að nota leggi fyrir búpening og gamla potta og pönnur til eldamennsku. Þegar við frændsystkinin urðum eldri var unnið við heyskapinn og voru ávallt notuð nýjustu heyvinnslu- tækin sem á markaðinn komu enda fylgdist Guðmundur bóndi alltaf með nýjustu tækni hverju sinni. Sá mikli framfarahugur sem einkenndi Guð- mund hélt svo áfram eftir að þeir bræður tóku við búrekstri í Magn- ússkógum. Dóri frændi minn varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast ungri stúlku, Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Vogum á Vatnsleysuströnd, sem þá var nemandi á Húsmæðraskólan- um á Staðarfelli, en hún varð síðan eiginkona hans. Dóri sagði mér fljót- lega frá þessari ungu stúlku sem hann hafði kynnst og man ég það þegar hann kom til Reykjavíkur, og hitti mig áður en hann fór í heimsókn suður í Voga til þess að heimsækja sína heittelskuðu og kynnast foreldr- um hennar. Það hefur örugglega ver- ið mikið átak fyrir unga stúlku að hverfa að heiman og flytja í sveitina og hefja búskap. En ástin var heit og byggðu þau upp í sameiningu stór- býlið Magnússkóga III. Frændi minn var svo heppinn að þessi unga stúlka hafði mikinn áhuga á sveitastörfum og þess vegna var búskapur þeirra til mikillar fyrirmyndar þannig að eftir var tekið. Fljótlega eftir að ungu hjónin hófu búskap sinn í Magnússkógum eign- uðust þau sinn frumburð, Dagnýju Ósk. Síðan eignuðust þau þrjár stúlk- ur í viðbót en það voru þær Anna Berglind, Kristín og svo litla prins- essan, Sigrún Margrét. Það var á hverju ári sem við Ólöf og dóttir okkar Ásthildur komum í heimsókn til fjölskyldnanna í Magn- ússkógum. Oftast var í þeim heim- sóknum gisti hjá Gunnu og Dóra. Há- punktur þessara heimsókna var þegar réttirnar stóðu yfir. Þá var mjög fjölmennt á heimili þeirra hjóna og mikil stemmning og ávallt var frændi minn hrókur alls fagnaðar. Það var þessi mikla lífsgleði og rækt- arsemi við sína nánustu sem ein- kenndi Dóra alla tíð. Aldrei leið hon- um betur en þegar allt fólkið hans var komið og helst áttu allir að gista. Það voru oft á milli fimmtán og tuttugu manns sem gistu, öll rúm nýtt en endalaust pláss á stofugólfinu. Það var oft mikið brallað þegar réttirnar stóðu yfir og tók þá unga fólkið ekki síður þátt í því en hinir eldri. Þegar elsta systir Dóra varð fimmtug fyrir tveimur árum og rétt- irnar stóðu yfir, ákvað Dóri að koma henni rækilega á óvart og gefa henni óvænta afmælisgjöf. Farið var út í skemmu og sóttir tveir spónapokar og síðan var kveiktur varðeldur á miðju túninu. Eftir augnablik voru allir komnir út á tún og byrjaðir að syngja. Síðan hefur sá háttur verið hafður á að kveikja varðeld um rétt- irnar í Magnússkógum. Dóri var mikill atorkumaður til verka og lék allt í höndum hans. Hin síðari ár rak hann mikla verktaka- starfsemi í sýslunni með búskapnum. Það var alveg sama hvar hann bar niður, hvort sem hann stóð utanhúss að grilla ljúffengt lambalær eða renndi fyrir lax, allt fórst honum vel úr hendi. Það var svo fyrir tæplega tveimur árum sem frændi minn greindist með illkynja æxli í höfði og varð hann að fara í aðgerð út af því til Reykjavíkur. Í hans miklu veikindum stóðu Gunna og dæturnar þétt við hlið hans og studdu hann á allan þann hátt sem hægt var. Anna Berglind dóttir þeirra sá um heimilið fyrir vestan og einnig um reksturinn á fyrirtækinu, en á þeim tíma var frændi að end- urbyggja hótelálmuna á Laugum í Dalasýslu. Dóri varð síðan að fara í aðra aðgerð ári seinna. Allt benti til þess að seinni aðgerðin hefði heppn- ast en því miður reyndist svo ekki vera. Í haust fór heilsu hans að hraka og var hann kominn í hjólastól um HALLDÓR GUÐMUNDSSON                           !         ! "#$ ! ""% &'(   )*'(""%  +   " $ "  ,- #., */0 (" !1  2//"0           #$    % &    '( (  %         !         3) !")0 ""% 456 )0 ""%$ )     *. % 8+9:    ' *   +  ,   &     $  -        .   '   /  0 &    '    * .!"*++/ "  7/ %)""%$

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.