Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 53
síðustu réttir. Þó svo Dóri væri mikið
veikur um réttirnar ákvað hann að
fara með góðri aðstoð fjölskyldunnar
í Skerðingsstaðarétt á réttardaginn
og sjá fjölskyldu sína og vini draga
féð í Magnússkógadilkinn. Ekki er að
efa að þessar síðustu réttir sem Dóri
upplifði, hafa veitt honum mikla
ánægju.
Dóri frændi var mjög glaður yfir
að Anna Berglind dóttir þeirra hjóna
og sambýlismaður hennar, höfðu
nokkru áður ákveðið að taka við
búinu í Magnússkógum. Þess vegna
festu þau Dóri og Gunna kaup á nýju
litlu timburhúsi í Hafnarfirði sem
þau fluttu síðan vestur í Búðardal.
Þar höfðu þau fengið lóð og ætluðu að
búa ásamt Sigrúnu Margréti dóttur
sinni. Það voru því glöð hjón sem
komu suður í lok ágústmánaðar til
þess að sækja nýja húsið ásamt
bræðrum Dóra og vinum. Dóri gat
því miður lítið dvalið í nýja húsinu
þar sem heilsu hans hrakaði ört. Síð-
ustu vikurnar dvaldi hann á sjúkra-
húsinu á Akranesi þar sem hann lést
1. nóvember sl.
Með Dóra er genginn mikill vinur
og góður frændi. Einlægur var hann
og nærgætinn fjölskyldufaðir. Hann
var ekki aðeins faðir barnanna sinna,
heldur einnig vinur þeirra og félagi.
Höfðingi var hann heim að sækja,
glettinn og gáskafullur. Dalirnar sjá
á eftir góðum dreng sem bar hag
heimabyggðar sinnar mjög fyrir
brjósti. Þar fæddist hann og ólst upp,
þar bjó hann, þar hafði hann allt sem
til þurfti.
Við vottum fjölskyldu hans allri
okkar dýpstu samúð.
Haraldur og fjölskylda.
Ég vil minnast ástkærs frænda
míns Halldórs Guðmundssonar eða
Dóra eins og hann einatt var kallað-
ur. Hann er fallinn frá langt fyrir ald-
ur fram af völdum sjúkdóms sem
læknavísindin hafa ekki enn náð að
finna réttu lækninguna við. Áleitin
spurning vaknar, af hverju hann? En
það þýðir víst ekki að leita að svarinu,
þetta er ekki okkar að ákveða.
Mínar minningar frá Magnússkóg-
um eru samofnar ekki bara Dóra
heldur einnig öllum hinum þ.e. for-
eldrum hans, systkinum, mökum
þeirra og börnum og öðru frændfólki
og sveitungum. Ég var varla búinn að
slíta barnsskónum þegar ég kom
fyrst til dvalar í Magnússkóga og
eftir fyrsta skiptið varð ekki aftur
snúið. Þangað leitaði hugurinn ávallt
þegar snjóa byrjaði að leysa og
eftirvænting og tilhlökkun var mikil
að komast með fyrstu ferð eftir skóla
vestur. Það var ýmislegt brallað í
sveitinni eftir að hinum hefðbundnu
störfum lauk á daginn. Þær minn-
ingar eru efst í huga af samskiptum
okkar Dóra þegar ég skrifa þessar
línur. Samband okkar Dóra varð nán-
ara eftir því sem árin liðu. Dóri hafði
mikinn áhuga á sínu umhverfi ekki
bara í Dölunum heldur einnig um allt
land. Þegar hann kom hingað á
Vopnafjörð fyrst í heimsókn, þá
þurfti hann að taka púlsinn á mann-
lífinu og fór í bræðsluna og loðnu-
skipin til að komast í betri snertingu
við atvinnulífið og sýndi þessu öllu
mikinn áhuga. Veiðiferðirnar voru
ófáar í vötnin. Síðastliðið sumar fór-
um við pabbi, Konráð og Þorvaldur
að veiða ásamt Dóra, Guðrúnu og
Sigrúnu í Hólmavatn. Dóri lét sig
hafa það að ganga langar leiðir á
veiðistað og sýnir það best seigluna í
honum. Það var ekki til hjá honum að
gefast upp. Við sátum tveir við ár-
bakkann með stangirnar úti og rifj-
uðum upp skemmtileg atvik frá liðn-
um árum.
Það er erfitt að sætta sig við þegar
náið ættmenni eða vinur er tekinn frá
okkur í blóma lífsins því vissulega átti
Dóri margt ógert. Hann stjórnaði
blómlegu fyrirtæki og ekki virtist
skortur á verkefnum. Jafnvel eftir að
hann veiktist var ekkert sem gat
stoppað hann í að sinna vinnunni og
lýsir það því vel hversu ósérhlífinn
hann var.
Elsku Guðrún, Dagný, Anna,
Kristín Sigrún, Ólöf og fjölskylda,
guð styrki ykkur og varðveiti. Sorg
ykkar er mikil en ég veit að styrkur
ykkar til að takast á við þennan missi
er mikill.
Guðjón Böðvarsson.
✝ Páll Jónssonfæddist í Efri-
Langey í Breiðafirði
12. desember árið
1916. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Hjallatúni í Vík í
Mýrdal 2. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guð-
finna Lilja Einars-
dóttir og Jón
Ólafsson. Páll átti
einn yngri bróður
sem hét Ólafur og
lést hann árið 1948
og lét hann eftir sig
son.
Páll kvæntist þrisvar sinnum.
Fyrsta eiginkona hans hét Anna
María Björnsdóttir og áttu þau
eina dóttur, Lilju. Hún á þrjú
börn og býr með Ómari Gústavs-
syni. Anna María lést árið 1945.
Önnur eiginkona Páls hét Guð-
björg Árnadóttir frá Rauðseyjum
í Breiðafirði en þau skildu. Þau
eignuðust fjögur börn sem heita
Anna María, Ólafur Jóhann, Árni
Breiðfjörð og Ragnheiður. Anna
María á þrjú börn,
Ólafur tvö börn og
Ragnheiður fimm
börn. Árið 1962
kvæntist Páll Guð-
ríði Kristínu Jóns-
dóttur en hún lést
árið 1996. Þau voru
barnlaus.
Páll var lengi vel
til sjós og var hann
vélstjóri. Síðar
starfaði hann sem
pípulagningamaður
og vélstjóri í frysti-
húsi. Hann tók þátt í
félagsstörfum og
var hann meðlimur í Lions-
klúbbnum Suðra og einnig var
hann um skeið formaður Verka-
lýðsfélagsins Víkings í Vík í Mýr-
dal. Páll og Guðríður bjuggu
fyrst um sinn í Reykjavík en
fluttu svo til Víkur og bjó hann
þar síðan alla sína ævi. Síðustu
árin bjó Páll á Dvalarheimilinu
Hjallatúni.
Útför Páls fer fram frá Víkur-
kirkju í Vík í Mýrdal í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Í dag kveð ég hann afa minn, Pál
Jónsson eða Palla eins og hann var
oft kallaður. Þegar ég læt hugann
reika til baka koma margar góðar
minningar upp í kollinn. Þegar ég
var ung fórum við, fjölskyldan, oft
til Víkur að heimsækja afa og Guð-
ríði heitna, konuna hans afa. Það
var ofsalega gott að koma til þeirra
og þau kunnu svo sannarlaga að
taka vel á móti gestum. Alltaf var
eldhúsborðið hlaðið góðgæti og ég
man sérstaklega eftir góðu flatkök-
unum sem hún Guðríður bakaði
sjálf. Á kvöldin var svo setið inni í
stofu og spjallað og slegið á létta
strengi og mikið hlegið enda ekki
annað hægt því bæði afi og mamma
voru miklir húmoristar og þegar ég
loka augunum þá get ég enn heyrt
ískrandi hláturinn hans afa.
Já, þetta voru góðar stundir.
En svo eltist ég og fór að búa og
alltaf fækkaði ferðunum austur í
Vík, því miður. En um verslunar-
mannahelgina ’93 fór ég og fjöl-
skylda mín ásamt tengdaforeldrum
mínum til Víkur og ætluðum að
tjalda þar í nokkra daga en þegar
kom að því að tjalda kom í ljós að
við vorum með tvo tjaldhimna en
ekkert tjald og nú voru góð ráð dýr.
Við brunuðum til afa og spurðum
hvort hann ætti nokkurt tjald til að
lána okkur og hann hélt það nú.
Labbaði með okkur út í bílskúr,
garfaði þar nokkra stund og dró svo
út stóran tjaldpoka og sagði að
reyndar hefði hann hætt tjaldferð-
arlögum fyrir þónokkru
eða fyrir 20–30 árum. Við hlógum
mikið að þessu en fengum „antik“-
tjaldið lánað og tjölduðum því. Við
þurftum síðan að viðra tjaldið í
nokkra klukkutíma áður en við gát-
um skriðið inn í það. En þetta
bjargaði helginni hjá okkur og við
sváfum vel í því.
Við, fjölskyldan, fluttum síðan til
Svíþjóðar og vorum þar í nokkur ár
og þá hafði ég lítið samband við afa
fyrir utan jólakort og póstkort.
Þegar við fluttum svo heim aftur sló
afi á þráðinn til mín og við spjöll-
uðum lengi saman og það þótti mér
vænt um. Ég vildi óska að ég hefði
haft miklu meira samband við hann
síðustu árin en ég veit að við mun-
um hittast aftur á öðrum, betri stað
seinna og þá verður glatt á hjalla.
En þangað til geymi ég minningu
um góðan afa í brjósti mínu.
Bless bless, elsku afi minn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elsku mamma, ég bið góðan Guð
um að gefa þér styrk í þinni miklu
sorg, þinn missir er mikill. Einnig
votta ég börnum hans afa, tengda-
börnum, barnabörnum, barna-
barnabörnum, öðrum ættingjum og
vinum mína dýpstu samúð. Ég vil
sérstaklega þakka Guðlaugu á
hjúkrunarheimilinu fyrir hlýleg
samtöl síðustu daga. Þú ert alveg
einstök kona. Öllu öðru starfsfólki á
hjúkrunarheimilinu þakka ég fyrir
góða umönnun á afa mínum.
Agnes Lilja Agnarsdóttir.
Palli hefði orðið 85 ára eftir rúm-
an mánuð, ef hann hefði lifað. Þegar
ég minnist hans hér þá detta mér í
hug orðin staðfesta, kjarkur og þor.
Ég veit að Palli hefði ekki viljað að
ég færi að skrifa einhverja gloríu
um hann þar sem einkenni hans og
líf væru afskræmd í einni allsherjar
hallelúja-froðu. Frekar hefði hann
viljað nokkuð raunsanna lýsingu á
sér og sínum högum sem kæmi
beint frá hjartanu. Palli var jarð-
bundinn maður og ákveðinn. Stund-
um hefðu sumir kallað hann þver-
haus en hann var ætíð heiðarlegur í
framkomu sinni og stóð fast á sínu.
Hann var algjörlega laus við allt
fals og kom alltaf til dyranna eins
og hann var klæddur. Þetta var eig-
inleiki sem ég kunni mjög að meta í
fari hans. Hann var trúr og tryggur
sínum og var ég svo heppin að njóta
þeirrar tryggðar frá því ég var
smástelpa. Hann hafði hins vegar
mikið skap og stundum hefði hann
mátt slípa sínar hrjúfu hliðar en í
raun var Palli óslípaður demantur.
Palli sagði alltaf meiningu sína
hvort sem fólki líkaði betur eða
verr og var hann oft hnyttinn í til-
svörum. Athugasemdir hans hittu
beint í mark þannig að maður hlær
enn þann dag í dag að þeim. Palli
var nefnilega mikill húmoristi undir
alvörugefnu yfirborðinu. Hann
sagði kannski eitthvað grafalvar-
legur og stuttu seinna hristist hann
af hlátri. Hann hafði gaman af góðu
gríni og hreinskilnu fólki.
Palli var kvæntur Guddu frænku
minni, eða Guðríði Kristínu Jóns-
dóttur eins og hún hét fullu nafni.
Betri konu hefði hann ekki getað
fengið en hún var svo sannarlega
demantur í steinahrúgu mannanna.
Gudda var systir ömmu á Víkur-
braut (Guðbjargar Jónsdóttur) en í
raun var hún líka eins og amma mín
og Palli eins og afi minn. Ég var
mjög nákomin þeim allt frá fæðingu
minni til þeirra dauðadags. Heimili
þeirra var ætíð opið gestum og
gangandi og fallegt var það. Ljúfur
og næmur smekkur Guddu naut sín
í hverju horni og raunsæi og þraut-
seigja Palla voru einnig hluti af
listaverkinu. Garðurinn þeirra var
stór og fallegur og var ómetanlegt
að fá að hlaupa þar um og leika sér
á góðum sumardögum. Hann rækt-
uðu þau í sameiningu og bar hann
vott um natni, samviskusemi og
hugmyndaauðgi. Eftirminnilegast-
ar eru ilmandi bleiku rósirnar og
stóra grenitréð og í raun finnst mér
fallega, viðkvæma rósin og stóra og
sterka tréð vera táknræn fyrir
Guddu og Palla.
Palli var víðlesinn maður og oftar
en ekki lá hann á dívaninum í bóka-
herberginu sínu og las. Herbergið
var sneisafullt af bókum. Þar mátti
finna ævisögur, ljóðabækur, fræði-
bækur, skáldsögur og uppflettirit
eftir hina ýmsu höfunda frá ólíkum
tímum. Fyrir rúmu ári gaf Palli
Bókasafni Vestur-Skaftafellssýslu
bókasafn sitt sem í voru 389 bækur
og er þetta ein sú rausnarlegasta
gjöf sem safninu hefur hlotnast frá
einstaklingi. Palli var mjög stoltur
af þessu og á veggnum hjá honum í
Dvalarheimilinu í Hjallatúni hékk
viðurkenningarskjal. Eftir að
Gudda og Palli höfðu búið í Reykja-
vík um stundarsakir hófu þau bú-
skap í Vík í Mýrdal en Gudda var
ættuð frá þeim slóðum. Bjuggu þau
þar síðan alla sína ævi og þótti
Palla vænt um fólkið og staðinn.
Það var honum því mikil ánægja að
geta lagt sitt af mörkum til þessa
samfélags með bókagjöf sinni. Ég
held líka að gjöf hans hafi verið
mjög við hæfi því hvaða gjöf er
betri en gjöf menningar, fróðleiks
og anda? Einnig hafði Palli gaman
af að grípa í spil og var hann til
margra ára í spilaklúbbi með öðrum
heiðursmönnum og hittust þeir einu
sinni í viku. Hann sinnti líka ýmsum
félagsstörfum og var hann meðlim-
ur í Lionsklúbbnum Suðra og um
skeið var hann formaður Verka-
lýðsfélagsins Víkings. Stóran hluta
ævi sinnar vann hann við pípulagnir
og vöktun á frystihúsinu en á yngri
árum sínum var hann til sjós sem
vélstjóri.
Eins og fyrr segir þá var Palli
mikill húmoristi og þetta lýsti sér
einna best í því að uppáhalds sjón-
varpsefni hans var lengi vel hin
kunna og sígilda þáttaröð „Tommi
& Jenni“. Hann sat í brúnbleika
húsbóndastólnum sínum og horfði
kankvís á hvern þátt og skellti upp
úr öðru hverju. Mér fannst frábært
að Palli skyldi nenna að horfa á
teiknimynd með mér og fylgdist ég
oft með því hvernig hann var á svip-
inn og hvort hann myndi ekki hlæja
þegar eitthvað fyndið gerðist. Einn-
ig eru mér minnisstæðir sunnu-
dagsbíltúrarnir. Þá fórum við þrjú
saman á rauðu Lödunni eitthvert út
í sveit og þá oft út að Hjörleifs-
höfða. Palli hugsaði vel um bílinn
sinn og var Ladan alltaf glampandi
rauð og fínpússuð og sætin nýryk-
suguð. Það var líka ægilega gott að
geta gripið í þykkt teppi ef svo bar
við en það var ætíð til taks í bílnum.
Þau hjónin dekruðu við mig og allt-
af var til góðgæti eða eitthvað ann-
að sem gladdi litla snót. Gudda og
Palli voru mér alla tíð mjög góð og
hugsuðu um mig líkt og ég væri af
þeirra holdi og blóði, enda hef ég
alltaf litið á þau sem afa minn og
ömmu. Mér þótti ég vera mikill
lukkunnar pamfíll að eiga þrjár
ömmur og þrjá afa og þó tekið sé að
fækka í þeim hópi þá bý ég alltaf að
góðum minningum um yndislegt
fólk.
Lífið fór ekki alltaf mildum hönd-
um um Palla og fékk hann að kynn-
ast ýmiss konar mótlæti. Ungur
missti hann móður sína og bróðir
hans lést á besta aldri. Einnig
missti hann fyrstu eiginkonu sína
og barnsmóður þegar hún var ein-
ungis 19 ára. Þau áttu eina dóttur
saman. Maður getur rétt ímyndað
sér hversu hörmuleg lífsreynsla
það hefur verið að sjá á eftir ungri
eiginkonu sinni þegar lífið var rétt
að byrja og svo margt framundan.
En Palli var þrautseigur maður og
þessi lífsreynsla hefur eflaust hert
hann og mótað. Palli giftist öðru
sinni og eignaðist hann fjögur börn
í því hjónabandi. Það endaði hins
vegar með skilnaði. Þriðja og síð-
asta eiginkona hans var Gudda.
Þegar hún fór að missa heilsuna
fyrir rúmum fimm árum, reyndi
það mikið á Palla. Í raun sætti Palli
sig aldrei við að missa hana og
saknaði hennar sáran. Þegar við
ræddum um Guddu þá ljómaði and-
lit hans og glampi kom í augun. Oft
vorum við bara að minnast hvers-
dagslegra atburða eins og hvernig
Gudda talaði og gerði hlutina en í
hvert skipti lék sælubros um varir
Palla. Við áttum saman afar sér-
staka minningu um einstaka konu
sem við elskuðum af öllu hjarta.
Hvert smáatriði í fari hennar var
dásamlegt.
Amma á Víkurbraut var í miklu
uppáhaldi hjá Palla þó svo þau
væru alls ekki sammála um alla
hluti. Honum fannst mikið til henn-
ar koma og mat hann vinskap henn-
ar og afa mikils. Palla varð tíðrætt
um gestrisnina og myndugleikann
sem amma og Gudda bjuggu yfir og
þegar ég og Þorgeir, eiginmaður
minn, skruppum með Palla í bíltúr
þá hafði hann mjög gaman af því að
koma við á Víkurbrautinni og ræða
málin yfir kaffi og kökum. Fjöl-
skylda Guddu hefur ávallt reynst
Palla vel enda var hann einn af
henni. Það verður skrítið að hitta
hann ekki í jólaboðinu hjá foreldr-
um mínum en ég er viss um að
hann, Gudda og afi verða með okk-
ur í anda.
Hin síðari ár í lífi Palla dró held-
ur af honum og tóku veikindi að
gera vart við sig. Óöryggi átti ekki
við Palla og sú óvissa sem fylgir
veikindum var honum óbærileg.
Þessum sterka manni líkaði ekki að
finna fyrir máttleysi og var hann
því orðinn sáttur við að kveðja.
Þegar Gudda dó þá breyttist heims-
mynd mín mikið og kaldar stað-
reyndir lífs og dauða störðu framan
í mig. Nú þegar ég horfi á eftir
Palla þá er ákveðnum kafla í lífi
mínu lokið. Þeirra kafla er lokið.
Mér finnst skrítið til þess að hugsa
að nú leysist heimili þeirra endan-
lega upp. Hins vegar vona ég að
Palli og Gudda sjáist nú aftur
hraust og glöð og skreppi í veislu
með afa á Víkurbraut og öðru góðu
fólki sem horfið er á framandi slóð-
ir.
Palli var eftirminnilegur og til
eru ýmsar skemmtilegar sögur af
honum sem of langt væri að rekja
hér. Hann reyndist mér alltaf vel og
vil ég nota tækifærið og þakka hon-
um fyrir alla góðvild og hjálpsemi í
minn garð. Því man ég alltaf eftir.
Vertu sæll, Palli minn, og Guð
geymi þig.
Hrefna Sigurjónsdóttir.
PÁLL
JÓNSSON
1 *
)4#4;
8+ (/1
8+ +
%'( ( %
3
'
4
'
!'
2
500
)+ ;
; ;$ +36""%
3! ; ' *' "%
< $; +' % $
++ =
+3 ! $;
)+>
$; ?%" +
"+
!,$; +36,$ +36""%
7 0+ $" ""% " ! * "
4"&'($)0 +""% ! " +"
& &(%& & &($