Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Sigur-björnsdóttir fæddist á Húsavík 24. janúar 1913. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Petr- ína Ingibjörg Jó- hannesdóttir og Sigurbjörn Óskar Sigurjónsson frá Vargsnesi við Skjálf- anda. Sigríður giftist Hólmgeiri Árnasyni frá Knarrareyri á Flateyjardal 2. júní 1935. Þau hófu búskap á Látr- um við Eyjafjörð. Þau fluttu til Flateyjar á Skjálfanda og byggðu þar húsið Grund árið 1939 og bjuggu þar til ársins 1961, er þau fluttu til Húsavíkur. Hólmgeir Árnason lést 10. febrúar 1988. Þau hjón eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Sigurbjörn Ingvar, f. 15. júní 1936, býr í Kópavogi. Maki Björg Gunnarsdóttir, f. 11. janúar 1939, d. 13. júlí 1999. 2) Jóhanna Árný, f. 6. október 1937, d. 21. október 1960. 3) Guðmundur Aðal- björn, f. 14. október 1939, býr á Húsavík. Maki: Helga Jónína Stefánsdóttir, f. 2. júní 1946. 4) Sigur- jón Ævar, f. 30. júlí 1941, d. 25. júní 1967. 5) Sigrún Björg, f. 4. desember 1942, d. 20. septem- ber 1984, eftirlifandi maki: Vilhjálmur Bessi Kristinsson, f. 2. nóvember 1943, Ása Dagný, f. 13. júlí 1945, býr í Ásgarði í Grímsnesi, maki Pétur Sigurgeir Olgeirsson, f. 12. október 1945. Elsa Heiðdís, f. 24. nóvember 1951, býr á Akureyri, maki Óli Austfjörð, f. 7. nóvember 1950. Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörnin 24. Útför Sigríðar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þrátt fyrir að árin í ævitali ömmu Siggu væru orðin 88 talsins er óhætt að segja að nánustu ættingj- ar og vinir hafi ekki litið á hana sem aldraða konu. Þvílík var orkan og atorkusemin alla daga enda hefur hún ávallt verið ung í anda. En amma Sigga sofnaði svefninum langa aðfaranótt föstudagsins 2. nóvember þrátt fyrir að hafa alið þá von í brjósti að hún fengi bót sinna meina með mikilli hjartaaðgerð, sem hún ákvað að fara í nýverið. Aðgerðin sem slík gekk að óskum, en bakslag kom í seglin fáeinum dögum síðar sem læknavísindin réðu ekki við. Hún hélt enn sitt myndarheimili á Laugarbrekku 20 á Húsavík og komu menn aldrei að tómum kof- unum á þeim bæ. Hlaðborð með alls kyns góðgæti ásamt heitu súkkulaði með rjóma var töfrað fram í einu vetfangi ef gesti bar að garði. Oftar en ekki var fólki svo boðið til stofu þar sem húsmóðirin steig gamla fótstigna orgelið sitt af krafti og spilaði óskalögin sín sem og ann- arra, ekki síst barnabarnanna, sem hún hafði sérstakt dálæti á. Þau tóku gjarnan strikið beint inn í eld- hús þar sem dótaskúffuna var að finna. Amma Sigga skipaði sess sem höfuð ættarinnar meðal afkomenda enda var hún mikil fjölskyldukona og ætíð í góðum tengslum við ætt- menni sín. Líf ömmu hefur á hinn bóginn ekki alla tíð verið dans á rósum. Á sinni lífstíð þurfti hún að horfa á eftir þremur af sjö börnum sínum yfir móðuna miklu auk þess að missa eiginmann fyrir fjórtán ár- um. Á hverju sem dundi var amma eins og klettur í hafinu með skyn- semina að leiðarljósi í lífinu. Sjálf sagði hún nýlega að hún hefði svo sem getað breitt yfir haus eftir þau áföll, sem á henni dundu, en hún hefði bara ekki leyft sér það. Það hefði örugglega ekki hjálpað nein- um. Það er ekki ofsögum sagt að hún amma Sigga hafði breitt bak. Tónlist hefur skipað veglegan sess í lífi ömmu allt frá unga aldri og rifjaði hún gjarnan upp fyrir okkur þegar pabbi hennar keypti handa henni fyrsta orgelið, sem flutt var sjóleiðis að Vargsnesi, og bar hann það á bakinu ásamt bræðrum sínum úr bátnum og upp snarbratta hlíðina heim í hús. Seinna varð amma kirkjuorganisti í Flatey á Skjálfanda þar sem hún bjó um margra ára skeið eða þar til hún flutti til Húsavíkur 1961. Ræt- ur hennar voru þó ávallt bundnar eyjunni þar sem hún kom upp sín- um börnum. Það hefur verið henni sérstakt ánægjuefni að fylgjast með uppbyggingu hússins hennar, Grundar í Flatey, sem afkomendur hafa verið að gera upp síðastliðinn tuttugu ár og nýta sér í sumarleyf- um. Um síðustu verslunarmanna- helgi var Sigga amma heiðursgest- ur á ættarmóti fjölskyldunnar í Flatey þar sem hún skemmti sér, dansaði, söng og hélt ræðu í góðum hópi skyldmenna. Amma var mikil hannyrðakona og liggja eftir hana ófá sokka- og vettlingapör svo ekki sé nú minnst á öll milliverkin, sem hún af mynd- arskap sá fjölskyldunni fyrir. Yngstu barnabarnabörnin eiga meira að segja hekluð milliverk í fullorðinssængurnar því eins og hún orðaði það væri með öllu óvíst hvorum megin hún yrði þegar grípa þyrfti til þessa. Amma vildi öllum vel og fannst okkur barnabörnunum oft dálítið skondið þegar hún labbaði sig upp á Dvalarheimili aldraðra á Húsavík til að spila fyrir „gamla“ fólkið, eins og hún orðaði það, þótt flestir hafi verið yngri en hún. Elsku amma. Um leið og við vilj- um þakka þér samfylgdina í gegn- um árin viljum við láta þig vita að minningin um þig er ljós í lífi okkar. Megi hún lifa um ókomna tíð. Vertu sæl að sinni. Jóhanna og Sigríður. Amma mín elskuleg er látin eftir stutta sjúkralegu 88 ára að aldri. Amma, þú varst einstök kona. Hægt er að fullyrða að fáir hafi þurft að ganga í gegnum allar þær raunir sem þú gerðir. Það var aðdá- unarvert hvernig þér tókst að lifa lífinu á jákvæðan hátt, þrátt fyrir allt og allt. Þú varst líka yndisleg amma. Sem barn man ég þig alltaf eins. Ekta amma, eins og við barnabörn- in höfðum oft á orði, með flétturnar og hárnetið, í kjól með svuntuna framan á þér, í flókaskónum. Oftar en ekki varstu í eldhúsinu, að baka allt það besta, hita kakóið þitt, nú eða elda þinn dýrindis ömmumat. Ekki var það sjaldnar sem við kom- um að þér í stólnum þínum við hannyrðir, þú heklaðir og prjónaðir á einstakan hátt handa börnum, barnabörnum, barnabarnabörnum og vinum og vandamönnum. Alltaf var hægt að leita til ömmu ef vant- aði lopaleista á kalda fætur. Ynd- islegt var að fá að gista hjá ykkur afa eina og eina nótt á yngri árum, þú passaðir upp á að svangir munn- ar fengju heitt kakó og með því kvölds og morgna. Minnist ég þess sérstaklega þegar þú hafðir yfir bænirnar með okkur krökkunum og afi kom og breiddi sængina yfir okkur um miðjar nætur. Betra var ekki hægt að hugsa sér það. Ekki er hægt að minnast þín, elsku amma, án þess að tala um eyj- una okkar og húsið sem er okkur svo kært. Það er yndislegt að eiga minningar um þig í fullu fjöri þar, sumar eftir sumar. Ég þakka Guði fyrir að fjölskyldan skyldi öll fá að vera þar saman í ágúst sl. og þú manna hressust. Þér leið svo vel að vera á þínum heimaslóðum með allt fólkið hjá þér. Þú ferðaðist um eyj- una í hásæti á traktor, fórst á tón- leika, spilaðir á orgelið í kirkjunni, dansaðir við harmonikutónlist á veröndinni og fleira og fleira. Við getum yljað okkur við þessar minn- ingar og ég efast ekki um að þú ger- ir það líka. Mínar uppáhaldsstundir með þér, elsku amma mín, voru þó alltaf þær stundir sem þú spilaðir á org- elið þitt. Þú spilaðir svo sannarlega af lífi og sál. Vænst þykir mér þó um það að þú skyldir spila brúð- arvalsinn fyrir mig og Heimi á brúðkaupsdaginn okkar í fyrra, 87 ára gömul. Ég veit að þú naust þess. Þú hringdir í mig dagana á eftir og sagðist upplifa þessa stund aftur og aftur – þú varst svo ánægð. Þú varst líka einstök þetta kvöld. Yndislegt var einnig að fá að hafa þig í skírn sonar míns, yngsta af- komanda þíns, síðustu helgina sem þú varst á fótum, fyrir tæpum mán- uði. Það fæst aldrei fullþakkað að fá að alast upp í nágrenni við ömmu og afa sem hafa miðlað fróðleik, ástúð og hlýju í gegnum árin. Elsku amma, þín verður sárt saknað – ég ylja mér við yndislegar minningar. Þín Sædís. Elsku amma. Daginn sem þú fórst suður til að fara í aðgerðina sagðistu biðja til Guðs að við mynd- um hittast aftur. Hann heyrði í þér en hann gat bara ekki gert okkur þann greiða að hittast alveg strax, við verðum að bíða aðeins lengur. Ég mun aldrei gleyma öllum kvöldunum sem ég gisti hjá þér á Laugarbrekkunni þegar ég var lítil og þú spilaðir fyrir mig á orgelið. Svo fengum við okkur kanelsnúða og mjólk og svo straukstu á mér bakið og fórst með bænirnar á með- an ég sofnaði. Elsku besta vinkona, ég sakna þín alveg ofboðslega mikið en ég veit að þér líður vel hjá afa Geira og öllum hinum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt (Þýð. S.E.) Þín Heiðdís. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Sigríðar Sigurbjörns- dóttur móður vinar míns, Ingvars Hólmgeirssonar. Þrátt fyrir stutt kynni mun ég aldrei gleyma þessari stórkostlegu konu, en það var hún svo sannar- lega. Hún var svo hrein og bein og sagði meiningu sína afdráttarlaust. Hún fylgdist með öllum sínum hvar sem þeir voru á landinu eða erlend- is, hún vissi alltaf hvar hver var. Á 89. aldursári tók hún þá ákvörðun að fara í hjartaaðgerð, því hún sætti sig ekki við að vera svo léleg til heilsunnar sem hún var orðin. Þrátt fyrir að aðgerðin tækist vel kom bakslag sem leiddi til andláts henn- ar. Það fór ekki framhjá mér hvað sonur hennar Ingvar reyndist móð- ur sinni vel þegar hún dvaldist hjá honum þegar hún kom í bæinn til að leita sér læknis eða bara í heim- sókn. Hann naut þess að snúast í kringum hana og gerði allt sem honum var unnt til að henni gæti liðið sem best og ég veit að hún naut þess að vera hjá honum og uppi á spítala var hann þegar yfir lauk. Ég var svo lánsöm að upplifa ætt- armót „Grundara“ í sumar, sem haldið var í Flatey á Skjálfanda. Þar var Sigríður drottningin, hún var keyrð í hægindastól á dráttar- vélarvagni á milli húsa og það var gaman að sjá hvað hún naut þess að vera þarna og hvað allir lögðu sig fram um að láta henni líða vel. Það var auðséð að á Grund naut hún sín og að sjá hana spila á orgelið í kirkj- unni var ógleymanlegt. Mig langar að lokum að þakka henni fyrir okkar stuttu en ánægju- legu kynni og vænt þykir mér um að hún veitti mér þá ánægju að heimsækja mig og dætur mínar í Hrísmóana, síðast skömmu fyrir andlátið. Mér þykir mjög leitt að geta ekki fylgt henni síðasta spöl- inn þar sem ég verð stödd erlendis. Ættingjum hennar öllum votta ég samúð mína. Guð blessi minningu Sigríðar Sigurbjörnsdóttur. Særún Sigurgeirsdóttir. Við systkinin eigum margar góð- ar og ógleymanlegar minningar af heimsóknum okkar til ömmu og afa. Þar var okkur alltaf vel tekið og var þangað gott heim að leita. Við höf- um oft hlegið að því að þar var alltaf sex sinnum sest að borði á degi hverjum. Enginn fór nokkurn tím- ann svangur frá ömmu enda fannst okkur hún baka besta brauð í heimi svo ekki sé nú minnst á kleinurnar hennar góðu. Og svo var hún ein- staklega mikil hannyrðakona og dundaði hún sér við að hekla allt fram á seinustu daga. Við urðum þess láns aðnjótandi að nú sl. sumar héldu afkomendur ömmu og afa ættarmót úti í Flatey. Nú þegar amma blessunin er horfin á vit nýrra ævintýra eru minningar okkar frá ættarmótinu okkur sérstaklega ljúfar. Amma gamla kom út í Flatey í hraðbát, ákveðin í að missa ekki af þessari samkundu, þrátt fyrir hrakandi heilsu og ört versnandi sjón og heyrn. Við barnabörnin útbjuggum handa henni „hásæti“ á vagni sem dreginn var af dráttarvél hvert sem um eyjuna var farið, svo amma gæti notið samverunnar og glaðst með afkomendum sínum. Hún átti ekk- ert minna skilið. Okkur er ofarlega í huga dillandi hlátur hennar og ánægja þegar Ingvar, elsti sonur hennar, spilaði á harmonikkuna allt kvöldið og við hin sungum undir langt fram á nótt, að hætti Grundara. Það fannst gömlu konunni gaman. Og okkur hinum líka. Sigurgeir, sem búsettur er er- lendis, grunar að gamla konan hafi vitað að þegar þau kvöddust í sum- ar hafi bæði grunað að þetta yrði í síðasta sinn sem þau sæjust. Sem og varð raunin. Nú er hún elsku amma okkar sem reyndist okkur svo vel og sem stóð alla tíð sem klettur gegnum allt sitt líf, þrátt fyrir stór áföll og barnamissi um aldur fram, horfin yfir móðuna miklu. Við sem eftir stöndum erum ríkari vegna þess að við fengum að njóta samvistar við hana eins lengi og raunin er og get- um svo sannarlega glaðst yfir hin- um mörgu góðu minningum um elsku ömmu Siggu og afa Geira, sem við berum í brjósti. Við vitum að glatt hefur verið á þingi þar sem hár og tignarlegur maður, sem var hennar lífsförunautur hérna megin, hefur tekið á móti Siggu sinni og hafa þeir endurfundir án efa verið báðum afar góðir. Það verður aldrei samt sem áður að koma til Húsavíkur og mikið tóm að amma verði þar ekki lengur að taka á móti okkur, svo ekki sé nú talað um veðurfréttirnar sem við fengum alltaf frá henni og var henni mikið áhugamál. Þeir fjölskyldu- meðlimir sem sjóinn hafa stundað verða nú sjálfir að fara að fylgjast með veðrinu en áður gátum við allt- af treyst á að hún hringdi í sína af- komendur sem skipstjórar voru og varaði þá við ef blikur voru á lofti. Elsku amma, með þessum fáu og fátæklegu orðum viljum við kveðja þig í hinsta sinn. Söknuður okkar er mikill en við gleðjumst yfir því að þú fékkst að fara í friði eins og þú vildir. Minningar þær sem þú skilur eftir hjá okkur verða okkur mikið huggunarefni í sorg okkar allra. Við munum heiðra minningu ykkar afa um ókomin ár. Ykkar barnabörn Sigurgeir, Linda og Sævar. SIGRÍÐUR SIGURBJÖRNS- DÓTTIR ✝ Gunnur Magnús-dóttir fæddist í Seyðisfirði 12. júlí 1916. Hún lést á sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 4. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðbjörg Þórðar- dóttir, f. 30. janúar 1899, d. 8. október, og Magnús Magnús- son, f. 10. júlí 1897, d. 6. janúar 1973. Fósturforeldrar hennar voru Þórunn Sigmundsdóttir og Oddur Sigfússon. Gunnur giftist hinn 19. febr- úar 1939 Ragnari Nikulássyni frá Gunnlaugsstöðum, f. 26. des- ember 1911, d. 5. apríl 1982. Börn Gunnar og Ragnars eru: Oddur Þórarinn, maki Kol- brún Ingimundar- dóttir; Gunnar Nikulás, maki Guð- laug Vigfúsdóttir; Guðrún Ósk, maki Magnús Sigurðsson; og Þráinn Víking- ur. Barnabörnin eru orðin sautján og barnabarna- börnin eru tólf. Gunnur vann ásamt húsmóður- störfunum hin ýmsu störf sem verkamaður allan sinn starfsferil. Útför Gunnar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma Gunnur, mér er efst í huga þakklæti þegar ég skrifa þessi orð. Þakklæti fyrir móttök- urnar sem ég og systkini mín feng- um hjá þér þegar við komum til þín til Seyðisfjarðar sem börn. Ég man ekki hvað sumrin voru mörg sem ég heimsótti þig en þau voru öll mjög eftirminnileg. Þú tókst alltaf á móti mér með hlaðborði af kræs- ingum, varst búin að baka kökur, kleinur, pönnukökur og Guð má vita hvað og svo bara brostir þú út að eyrum þegar þú horfðir á mig borða kræsingarnar og þegar ég var búinn í kökunum var skellt læri eða einhverju öðru lostæti í ofninn og ég skyldi bara halda áfram að borða. Þú hafðir algjöra unun af að stjana í kringum okkur krakkana og það verður seint þakkað. Ég er þakklátur fyrir uppeldið sem ég fékk hjá þér, ég var iðinn við að koma mér í allavegana vandræði og fékk stundum bágt fyrir en það gleymdist alltaf fljótt. Við skröltum á Lödunni um allar sveitir og gleymi ég þeim ferðalögum aldrei, sérstaklega heimsóknunum uppí Mársel til skyldfólks okkar, sem við fórum á hverju sumri. Hestar voru í miklu uppáhaldi hjá þér og eru allar hestamyndirnar sem við horfðum á saman mér í fersku minni. Því miður hef ég ekki verið duglegur að heimsækja þig síðustu ár, en kom þó og hitti þig í sumar í síðasta skipti og þykir mér mjög vænt um það. Minningarnar um þig og Seyðisfjörð hrannast upp þegar ég hugsa til baka. Og þær munu fylgja mér alla ævi. Ég er glaður í dag, því nú þarft þú ekki að glíma við fleiri sjúkdóma eða veikindi. Ég veit þér líður vel núna og ert á góðum stað. Elsku amma mín, þangað til við hittumst aftur bið ég Guð að blessa þig og varðveita. Sigurður Magnússon. GUNNUR MAGNÚSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.