Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 57
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 57
✝ Jón Jónssonfæddist á Lækj-
arbotnum í Land-
sveit 20. ágúst 1912.
Hann lést á Dvalar-
heimilinu Lundi,
Hellu 1. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Jón
Árnason, f. 20.7.
1881, d. 27.12. 1968,
og Jónína Sigurðar-
dóttir, f. 8.2. 1879, d.
20.8. 1912, bændur á
Lækjarbotnum.
Systur Jóns eru
Ásta, f. 13.10. 1903,
d. 8.6. 1993, og Sigþrúður, f.
21.2. 1908. Faðir Jóns kvæntist
aftur og var seinni kona hans
Steinunn Loftsdótt-
ir, f. 16.10. 1879, d.
20.4. 1958. Hálf-
systkini Jóns, sam-
feðra, eru Árni
Kollin, f. 13.10.
1915, d. 21.2. 1964,
Loftur Jóhann, f.
14.12. 1916, d. 9.4.
1983, Matthías, f.
21.9. 1918, Þórunn,
f. 28.10. 1919,
Brynjólfur, f. 26.10.
1922, og Geirmund-
ur f. 20.1. 1924, d.
21.10. 1979.
Útför Jóns fer
fram frá Skarðskirkju í Land-
sveit í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Kær vinur, félagi og samstarfs-
maður er látinn. Stór er sá hópur
vina og kunningja sem nú drúpir
höfði með söknuði vegna fráfalls
öðlingsins frá Lækjarbotnum í
Landsveit. Hans verður minnst af
hlýhug og virðingu allra þeirra er
til hans þekktu.
Margs er að minnast þegar litið
er yfir farinn veg samskipta okkar
Nonna. Að leiðarlokum er okkur
hjónunum, sonum og starfsfólki í
Gunnarsholti efst í huga þakklæti
fyrir áralanga vináttu og heilla-
drjúgt samstarf. Nonni var sér-
stakt ljúfmenni og dagfarsprúður
og það var okkur heiður að fá að
starfa með honum. Þegar við horf-
um til baka og hugsum til Nonna
kemur okkur fyrst í hug einbeitni
hans og óþrjótandi eljusemi.
Það hefur löngum verið gæfa
Landgræðslunnar að hafa í þjón-
ustu sinni ósérhlífna og trúa
starfsmenn. Þar hefur verið að
verki sú framvarðasveit sem
ótrauð axlaði erfiði og baráttu við
óblíð náttúruöfl og lagði grunn að
betra og fegurra Íslandi. Í þessum
hópi var Nonni meðal hinna
fremstu.
Í æsku sá hann hvernig eyðing-
aröfl sandfoksins ógnuðu byggð-
inni í Landsveit. Fjöldi jarða eydd-
ist og þúsundir hektara gróður-
sælla landsvæða urðu sandinum að
bráð. Flestir töldu á þeim tíma
óvinnandi verk að stöðva þá eyð-
ingu. En á ævikvöldi gat hann
glaðst yfir því að starf hans átti
ríkan þátt í að beisla sandinn og
endurheimta blómlega byggð.
Nonni var fæddur á Lækjar-
botnum og ólst þar upp. Hann bjó
þar fyrri hluta ævi sinnar með föð-
ur sínum og systkinum. Hann hóf
ungur störf við sandgræðslu,
sennilega vorið 1928 er hann var
vinnumaður í Skarði. Síðan vann
hann hvert ár hjá Gunnlaugi Krist-
mundssyni sandgræðslustjóra við
ýmis verkefni er biðu vinnufúsra
handa í Landsveit.
Aðstæður þá voru gjörólíkar því
sem við þekkjum í dag. Unnið var
myrkranna á milli, oft sá ekki út úr
augum fyrir sandfoki, en áfram var
haldið við að hlaða grjótgarða til
að stöðva sandskriðið, skera og
þreskja melfræið eða kornið eins
og hann nefndi það jafnan, reisa
nýjar girðingar og gera við þær
eldri.
Árið 1956 hóf hann búskap í
Múla í Landsveit en varð að
bregða búi ári síðar sökum heilsu-
brests. Hann náði heilsu og kom
svo til fullra starfa í Gunnarsholti
um haustið 1962 og starfaði síðan
hjá Landgræðslunni nær alla sína
starfsævi. Fyrstu árin vann hann
við og annaðist síðan feiknastórt
fjárbú Sandgræðslunnar, nær
1.600 vetrarfóðraðs fjár þegar flest
var.
Síðla á sjöunda áratugnum gerði
hann stutt hlé á störfum hjá Land-
græðslunni, þegar féð í Gunnars-
holti var skorið niður og flutti að
Lækjarbotnum og rak fjárbú 1969
til ’70. Kindurnar voru hans yndi
alla tíð. Hann ólst upp við sauð-
fjárbúskap, sem fólkið í Landsveit
átti allt sitt undir, og fór fyrst á
fjall fjórtán ára gamall og síðan
a.m.k. fimmtíu sinnum í fjárleitir á
Landmannaafrétti, oft fjallkóngur.
Árið 1968 kom nágranni hans
Oddur Árnason frá Hrólfsstaða-
helli til starfa í Gunnarsholti, en
hann hafði frá unglingsárum starf-
að vor og haust við sandgræðslu í
Landsveit. Þeir áttu síðan eftir að
eiga nær óslitið samstarf í sand-
græðslunni um aldarfjórðungs
skeið en Oddur lést árið 1997.
Saman áttu þeir mjög merka
starfsævi og störfuðu einhuga að
sama markmiðinu, að stöðva sand-
inn.
Báðir voru þeir einstaklega ráð-
vandir og settu hag stofnunarinnar
framar eigin hag. Oddur var okkur
sem til hans þekktum ógleyman-
legur maður og á síðasta aldar-
fjórðungnum í sandgræðslustarf-
inu voru þeir oftast nefndir í sömu
andránni.
Nonni var ávallt hvers manns
hugljúfi, hann kom sér afar vel á
vinnustað og var samur við háa
sem lága. Er ég axlaði ábyrgð
verkstjóra í Gunnarsholti, 17 ára
gamall, naut ég leiðsagnar og
reynslu Nonna um búskapinn og
hin fjölþættu störf hér á staðnum.
Það var ómetanlegur skóli sem ég
fæ honum aldrei fullþakkað. Hann
hafði ríka réttlætiskennd og sagði
skoðanir sínar umbúðalaust, var
víðlesinn en aldrei minnist ég þess
að hann setti fram pólitískar skoð-
anir.
Einstök samviskusemi og elja
einkenndi öll störf Nonna. Hann
vildi vera sívinnandi og hélt því
fram á sinn níunda áratug, síðustu
árin aðeins yfir sumarmánuðina.
Þegar hann orkaði ekki lengur að
starfa lagði hann fram fjármuni til
uppgræðsluverkefna á þeim slóð-
um sem honum voru kærastar, þ.e.
við rætur Landmannaafréttar.
Heilsan þvarr og haustið 2000
flutti hann á Dvalarheimilið Lund
á Hellu þar sem hann naut ein-
stakrar umhyggju og hlýju.
Það voru forréttindi að kynnast
Nonna, hans er nú sárt saknað en
minningin um góðan dreng lifir.
Við Oddný og synir vottum systk-
inum, ættingjum og vinum hans
okkar dýpstu samúð og biðjum
þeim Guðs blessunar.
Sveinn og fjölskylda
í Gunnarsholti.
JÓN
JÓNSSON
✝ Olga Ingimars-dóttir fæddist í
Stykkishólmi 27.
september 1917. Hún
lést þriðjudaginn 30.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Jóns-
dóttir og Ingimar Sig-
urðsson. Olga var
einkabarn foreldra
sinna. Fósturforeldr-
ar hennar voru Ingi-
björg Bergsveinsdótt-
ir og Jón Skúlason.
Uppeldissystir henn-
ar var Jóna Hildiberg
Jónsdóttir. Olga ólst upp í Fagurey
á Breiðafirði með móður sinni og
fósturforeldrum.
Hinn 3. maí 1940 giftist Olga
Óskari Karli Magnússyni, f. 1. des-
ember 1911, d. 9. desember 1981.
Dætur þeirra eru: 1) María Ingi-
björg, f. 5. júní 1939, giftist Benny
Larsen og eiga þau þrjú börn, 1a)
Ríta, f. 21. janúar 1961, maki
Andrew Beveridge og eiga þau
einn son, Kenneth Graham. 1b)
Karl, f. 21. desember
1965, maki Patrine
og á hann einn son,
Kódy Henry. 1c)
Unnur Bjarnrún, f. 5.
janúar 1972. María
og Benny slitu sam-
vistir. 2) Erla Guð-
rún, f. 6.maí 1945,
gift Hafsteini Jóns-
syni og eiga þau tvö
börn, 2a) Jón Krist-
inn, f. 11. júní 1964,
maki Auðbjörg
Helgadóttir og eiga
þau þrjá syni, Haf-
stein, Atla Má og
Dagbjart. 2b) Olga, f. 14. nóvem-
ber 1968, maki Vilhjálmur Þor-
steinsson og eiga þau þrjú börn,
Karen Sif, Sunnu Svanlaugu og
Aron Orra. Olga og Karl slitu sam-
vistir. Olga bjó með Dagbjarti Guð-
mundssyni, f. 1. mars 1910, d. 15.
maí 1988, í Garðbæ á Eyrarbakka,
en þar bjó hún síðustu sextíu árin.
Útför Olgu fer fram frá Eyrar-
bakkakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Ég átti ömmu sem gerði kartöflu-
uppskeru að ævintýri, því þetta voru
bestu kartöflur í heimi. Það er erfitt
að setjast niður og skrifa minningar-
grein um manneskju sem maður hef-
ur þekkt og gengið að sem vísri allt
sitt líf.
Hæverska og lítillæti voru henni í
blóð borin sem og alúð og gestrisni.
Alltaf var notalegt að koma til
ömmu á Eyrarbakka, móttökurnar
hlýlegar og allt það besta sem til var í
húsinu borið á borð enda var gest-
kvæmt með eindæmum.
Elsku amma, nú ert þú farin frá
okkur og missirinn er mikill. Minn-
ingin um yndislega ömmu mun ávallt
lifa í hjarta okkar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig.
Þín nafna,
Olga.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Nú er hún farin yfir móðuna miklu
og kemur því ekki aftur brosandi og
geislandi á móti okkur Auðbjörgu í
notalegu eldhúsinu sínu á Eyrar-
bakka.
Þangað gátu allir leitað og þær
stundir eru orðnar æði margar og eru
mínar ljúfustu minningar frá Bakk-
anum og þær hlýjustu.
Það var alltaf svo gott að kíkja inn
til Olgu í kaffi, að ógleymdu öllu sæta-
brauðinu sem var skylda að gera góð
skil. Hún mátti ekki sjá að tekin væri
lítil og þunn kökusneið, þá fann hún
að því á sinn ljúfmannlegasta hátt og í
gamni kallaði hún þessar þunnu
kökusneiðar stjúpmóðursneiðar. Það
hafði ég aldrei heyrt áður.
Það var alveg sama hverju bryddað
var upp á, alltaf var glatt í eldhúsinu
hennar Olgu og þar snerist hún í
kringum gestina sína sem margir áttu
leið í Garðabæ. Ja, hérna, hvað gerum
við Auðbjörg eftir að Olga er farin!
Hvíldina átti hún skilið því hún var
búin að eiga langan vinnudag.
Ég gleymi ekki í sumar að hún var í
óðaönn að sparsla og mála í glugga
þar sem byrjað var að flagna og hana
vantaði sandpappír. Hún gat ekki
beðið vegna þess að hún vildi vera bú-
in áður en Didda og Haddi, dóttir
hennar og tengdasonur á Stokkseyri,
kæmu aftur að norðan því þau hefðu
ekki leyft henni að klára, kona þá
bara 83 ára. Ég hafði orð á því að
svona konur sem væru að mála
gluggana sína á þessum aldri yrðu í
það minnsta hundrað ára. Því svaraði
Olga ljúfmannlega: – Nei, væna mín,
það vona ég ekki.
Henni féll helst ekki verk úr hendi
þó elli kerling væri farin að herja á
hana – alltaf að huga að húsinu sínu
og passa að allt væri í fínu lagi. Þann-
ig kynntist ég Olgu. Annað var líka
svo ótrúlegt en það var áhugi hennar
á bílum og hvað hún var fróð og að
ógleymdu svo mörgu öðru sem langt
líf hafði kennt henni.
Svo kom oft einhver góður máls-
háttur eða bara að hún sagði í lok
setningar: – Ég er nú hál á því, væna
mín.
Ég vil þakka henni Olgu minni fyr-
ir þessi fáu ár og stundirnar sem ég
naut í návist hennar. Litli kaffiklúbb-
urinn er nú orðinn fátækari eftir að
sterk og ógleymanleg kona er horfin á
braut. Oft var talað um, ef ekki Diddu
á Stokkseyri þá Maju í Calgary í Kan-
ada. Olga var svo áhugasöm um þau
öll að maður fylgdist grannt með þeg-
ar hópurinn hennar stækkaði.
Nú eru þau komin heim til að
kveðja hana.
Ég votta dætrum Olgu, þeim
Diddu og Maju, og fjölskyldum þeirra
samúð mína.
Þakka þér allt og allt.
Þín vinkona,
Sjöfn Har.
OLGA
INGIMARSDÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina
?,
36
!3"
!39" 3
4 ,
0 500
>#"
&( + &(%& &($
6
(
8
(
'(,
4 3 "/+CA
3 3$
% ! ' + ,
4
D "
$7/ ""% "
56 +2 " )56 ""%
# +2 " ""%
7/ "
? 7/ "
$)""% ?" +3"
)56 )""% "?"
" )0 0% +3""%
""% *'(@""
+ ""%
% 3 &($
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.