Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 58

Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frú Kristín Péturs- dóttir þurfti ekki að vera upp á aðra komin þótt aldurinn færðist yfir. Heilsan var að vísu ekki góð síðustu árin en til loka- dægurs hélt hún heimili með reisn í Grænuhlíð 14 í Reykjavík. Vissulega átti hún góða að og oft brá hún sér norður á Akureyri í heimsókn til Margrétar dóttur sinnar og Haralds Bessasonar og var ekki í kot vísað. Og hér fyrir sunnan var sonurinn Pétur og fjölskylda hans. Á hæðinni fyrir neðan var svo vinafólkið Sveinn Skorri og Vigdís. Þetta fólk myndaði einstakt og glaðvært vinasamband og segja má að frú Kristín hafi verið eins og drottning í hópnum sem reyndar var miklu stærri en hér greinir. Það var þessi birta og lífsgleði sem laðaði fólk að Kristínu. Öllum var vel tekið, boðnum og óboðnum. Oft voru haldnar veislur. Mér er minnisstæð sérstök afmælisveisla þar sem ekkert vantaði nema afmæl- isbarnið sjálft: Margréti dóttur Kristínar. Móðurinni þótti sjálfsagt að minnast þess að dóttirin sem þá bjó í Winnipeg væri orðin fertug. Þarna var fólk á öllum aldri og þekktist mismikið eins og gengur en átti þær mæðgur að vinum. Reyndar var Björgvin faðir Margrétar þarna líka, sá mikli öðlingur og snillingur, og fór með frumortar vísur. Skag- firskar heiðurskonur voru þar einnig eins og við mátti búast og svo vin- konur Möggu sem alltaf hefur sópað að. Sveinn Skorri sagði sögur, og vís- ur voru sungnar eftir Kára Jónsson frá Valadal við undirleik Kristínar, vísur um Húnvetninga og Skagfirð- inga. Ungur orti Kári um stúlkurnar „á Skörðunum“ og næsta nágrenni, Möggu á Fjalli, Rúnu í Álftagerði, Kristínu í Vatnshlíð og eflaust ein- hverjar fleiri. Vísan um Kristínu var svona: Ástarvímu á mér fann – oft er grínið skrýtið – Kári Stínu einni ann ofur-pínulítið. Hún hafði gaman af að rifja þessar vísur upp, kunni reyndar ógrynni af kvæðum og vísum og raulaði gjarnan við gítarinn enda músíkölsk með af- brigðum. Skagfirski tónsmiðurinn Pétur Sigurðsson var henni kær; hún hafði notið kennslu hans á Sauð- árkróki, að vísu aðeins um skamma hríð því tónskáldið veiktist skyndi- lega og féll frá á besta aldri. Þá brá skugga yfir skagfirskt mannlíf. En tónlistin hélt áfram að hljóma. Oft átti ég leið í Grænuhlíðina. Það var einn af þessum sjálfsögðu hlut- um í lífinu að skjótast þangað þegar Haraldur og Magga voru í bænum. „Viltu ekki kaffi?“ spurði frú Kristín, og svo voru kræsingar galdraðar fram. Jafnsjálfsagt var að hringja í hana og spyrja um ferðir þeirra hjóna. Þá var í leiðinni farið yfir nokkur skagfirsk atriði, einkum af Vatnsskarði og bæjunum þar í kring. Þetta svæði var okkur báðum kært. Á þennan hátt gat ég gengið að fróð- leik um fólk og atvik frá því snemma á síðustu öld og reyndar öldinni þar á undan. Allt var þetta einhvern veg- inn svo eðlilegt og áreynslulaust að maður hugsaði varla um hvað það væri í raun og veru merkilegt. En það var fjarri Kristínu að gleyma sér í fortíðinni. Varla hef ég þekkt meiri nútímakonu en hana ef út í það er farið. En hvort sem talað var í nútíð eða þátíð, í síma eða við stofuborðið í Grænuhlíðinni: þetta voru mér dýr- mætar, næstum heilagar stundir. Og KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR ✝ Kristín Péturs-dóttir fæddist í Vatnshlíð í Austur- Húnavatnssýslu 9. maí 1913. Hún lést í Landsspítalanum í Fossvogi 25. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 9. nóvember. nú hefur þráðurinn slitnað. En þótt rödd Krist- ínar sé þögnuð skal eigi gráta heldur minnast góðrar konu með þökk. Hlýjar kveðjur sendum við Finna afkomendum hennar og tengdafólki sem nú kveður kæra ættmóður og einstakan félaga. Baldur Hafstað. Ef á að lýsa Kristínu Pétursdóttur, Stellu vinkonu okkar, með einu orði þá er það skemmtileg. Allt sem sagt var eða gert, hversu hversdagslegt og leiðinlegt það var, varð umsvifalaust skemmtilegt ef Stella blandaðist á einhvern hátt inn í það. Hún hafði sterka og spennandi bóhemíska nærveru. Að koma heim til hennar var eins og að koma til listamanns. Hún var ljóðelsk og söngvin og kunni allt. Við minnumst hennar sitj- andi með gítarinn eða við píanóið í miðjum hópnum leiðandi fjöldasöng. Og ef hennar naut ekki við á góðra manna fundi og einhver gerðist svo djarfur að kveðja sér hljóðs með söng en komst síðan að því að hann kunni hvorki lag né texta var því oft- ar en einu sinni og oftar en tvisvar bjargað fyrir horn með því að hringja svo lítið bar á í Stellu úr gsm-síma og slapp sá hinn sami þannig frá skömminni. Stella var stofnfélagi í áhugaleikfélaginu Hug- leik. Og varð síðar heiðursfélagi. Framan af var hún aðalhljóðfæra- leikari á sýningunum. Spilaði á gítar eða orgel. Síðar var hún sönghvísl- ari. Ekki vitum við til þess að annað leikfélag hafi slíkt embætti á hlut- verkaskrá sinni. En það er í því fólg- ið að mæta á sýningar þar sem söngvar eru – það voru reyndar söngvar í flestum sýningum – sitja á fremsta bekk og hvísla hinum rétta tóni eða syngja jafnvel með þeim sem römbuðu út af laginu. En það var ekki bara söngurinn og tónlistin sem átti hug hennar. Hún las mikið, var í bókaklúbbi og þar með áskrifandi að nýjustu heimsbókmenntunum. Síðasta skipt- ið sem ég hitti Stellu var fyrir um það bil þremur vikum norður á Ak- ureyri. Hún hafði verið að lesa Minn- ingar geisju, fimm hundruð blað- síðna doðrant með örsmáu letri. Hún var mjög upptekin af þeirri bók, sögu Japans og stöðu kvennanna þar. Hún otaði henni að mér og bað mig í guðs bænum að flýta mér að lesa hana svo ég yrði umræðuhæf næst þegar við hittumst. Hún hlustaði mikið á útvarp, öll útvarpsleikritin að sjálfsögðu og fygldist vel með þjóðfélagsmálum, var fersk og frjó í öllum umræðum og okkur fannst hún ekki degi eldri en við í viðhorfunum. Þess vegna fannst okkur ekkert eðlilegra en að hún skryppi við og við norður á Sauðárkrók til þess að heimsækja pabba sinn, þótt hún væri að verða áttræð. En það voru ekki bara al- vörumálin sem við skiptumst á, held- ur tók hún ekki síður fullan þátt í bullinu í okkur og galgopaskapnum. Þar var hún skaparinn og skáldið. Þótt við vitum ekki til þess að Stella hafi ort sjálf, ekki beint, gerði hún það með húmor sínum. Með því að sjá ævinlega aðra og nýja hlið á mál- unum varð hún öðrum skáldum upp- spretta yrkisefnis. Nýjasta dæmi um slíkt var nú í haust. Við ólum litla gyltu norður í Svarfaðardal í sumar, hvers manns hugljúfi og kölluðum við hana Eyjafjarðarsól. Þegar Stella heimsótti okkur norður, fyrir rúmum mánuði, tók hún auðvitað ástfóstri við hana og var tímunum saman niðri í svínastíunni hjá henni. Hún mótmælti því harðlega að við skyldum ætla að láta slátra henni. En þegar hún fann að því yrði ekki breytt laugaði hún andlit svínsins til þess að það myndi mæta skapara sínum hreint í framan. Þetta varð auðvitað til þess að einn vinur henn- ar orti erfiljóð um þessa vinkonu hennar í huggunarskyni sem við síð- an sungum saman við undirleik Stellu. Liðið er hátt á eina öld / enn þá lif- ir hún Stella, ortum við gárungarnir til hennar í ljóðabréfi þegar hún var áttræð í þeirri vissu að henni mislík- aði ekki húmorinn. En þó svo Stella sé dáin þá lifir hún enn í huga okkar, í söngnum, skáldskapnum og gleðinni. Við vottum fólkinu hennar okkar dýpstu samúð. Ingibjörg Hjartardóttir, Ragnar Stefánsson. Ó, Stella. Hvað á þetta að þýða, að stökkva burtu svona fyrirvaralaust og skilja mann eftir munaðarlausan? Og við sem ætluðum að fara saman á elliheimili og hafa það svo gott og skemmtilegt þar. En að sjálfsögðu ekki nærri strax, ekki fyrr en við værum orðnar gamlar þ.e.a.s. ef við yrðum þá nokkurn tímann gamlar. Það er erfitt að sætta sig við að aldrei framar verði „fagnaður“. Eng- ir til að syngja skagfirskar hestavís- ur eins og: Fljót er nóttin dag að deyfa. Dimman færist yfir geim undir Blesa skröltir skeifa skyldi hún ekki tolla heim. Og sjá fyrir sér í rökkrinu neist- ana hrökkva undan skeifum hest- anna á grjótinu. Með hverjum er nú hægt að syngja Vísur Freysteins. sr. Tryggva Kvaran, sr. Sigurjóns á Kirkjubæ, Sigurðar Þórarinssonar, þessar sem ekki eru á allra vörum en við áttum næstum út af fyrir okkur. Rammaslag, Skólavörðuholtið og Þangið hans Jóhanns. Reikult er rótlaust þangið rekst það um víðan sjá, straumar og votir vindar velkja því til og frá. Fuglar flugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný. Hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið sem horfði á hópinn var hnípið allan þann dag. Bylgjan sem bar það uppi var blóðug um sólarlag. Já „Þangið“ er svolítið hnípið að horfa á eftir þér, Stella mín. Ein er þó bót í máli. Bráðum kem ég á eftir þér og þá rétt ráðið þið hvort þið tak- ið ekki á móti mér með fullum fögn- uði, Sindri við píanóið og þið öll syngjandi í kring. Elsku Magga og Pétur, hvílík for- réttindi að eiga slíka móður. Sigríður Helgadóttir. Ó heimski fugl í fínum alheimsgeim, sem flögrar einsog þánkalítið spé og leikur þér sem laufakóngur í tré, sjá ljóð þín eru fræg um allan heim. (Halldór Laxness.) Meir en fjórir áratugir eru liðnir síðan ég heyrði hana Stellu syngja þetta í fyrsta skiptið. Seinna kenndi hún mér að syngja þetta ljóð ásamt svo mörgum öðrum lögum og ljóð- um, því hún var ekki aðeins ljóðelsk, músíkölsk og minnug á texta, hún hafði líka þann eiginleika að vilja miðla og láta aðra njóta með sér. Mér er minnisstætt þetta fyrsta kvöld, sem ég var boðin heim til Stellu. Magga dóttir hennar hringdi, vissi að ég leigði mér herbergi úti í bæ og bjó við skrínukost um helgar. Sagði að það væru að koma gestir til foreldra sinna og ég skyldi endilega koma. Þetta þótti mér sérkennilegt, var sjálf alin upp við skýr skil á milli kynslóða. Ég átti eftir að kynnast öðru á heimili Stellu. Það geislaði af þessari konu, sem tók á móti mér í Skipasundinu. Hún sagði mér að fá mér að borða strax, því birgðir minnkuðu óðum. Gat verið að það væri ekki nóg til? Ég vissi ekki almennilega hvernig ég ætti að taka þessari konu, var hún að skopast eða var henni alvara? Svo upphófst veislan, sem mér þótti eins konar kvöldvaka. Stella leiddi söng, þetta voru falleg lög við einkennileg kvæði, sem ég ekki þekkti. Komst að því að þau voru mörg úr Kvæðakveri Halldórs Laxness. Þarna kynntist ég líka ljóðaþýð- ingum Magnúsar Ásgeirssonar fyrst, man sérstaklega eftir upp- lestri Björgvins, föður Möggu, á Vatninu eftir Nordahl Grieg. Síðan hef ég verið tíður gestur á heimili Stellu. Fyrst í Skipasundinu, þar stóð húsið opið ungum sem öldn- um. Heimilisbragurinn var hlýr og frjálslegur. Stella kunni að láta okk- ur líða vel. En hún flíkaði ekki til- finningum sínum, valdi frekar hlut- verk gefanda en þiggjanda. Og svo kom að því að leiðir þeirra Björgvins skildi. Þá lagðist Stella í ferðalög. Fyrst lá leiðin til Kaupmannahafnar, þá var hún þjónn á Gullfossi til margra ára og síðar þerna á öðrum millilandaskipum. Þarna naut hún sín, heimskonan, sem alltaf laðaði að sér skemmtilegt samferðafólk. Nú var hún flutt í Grænuhlíðina og enn stóð heimilið opið vinum og vandamönnum. Og þar hélt hún áfram að halda boð, en þau voru ekki kölluð boð eða partí og alls ekki kvöldvaka, eins og ég hélt í fyrstu. Nei, Stella bauð til fagnaðar. Þar voru tónlist og ljóð í hávegum höfð og þar komu saman tvær og oft þrjár kynslóðir og skemmtu sér konung- lega saman. Öllu er afmörkuð stund og nú er kominn tími til þess að kveðja og þakka fyrir sig. Þegar ég lít til baka og hugsa um samverustundirnar með henni Stellu „þá finst mér það hafi alt verið einn lángur sólskins- morgunn“. Gyða Sveinsdóttir. Kristín Pétursdóttir eða Stella eins og hún var gjarnan kölluð kom leikandi, spilandi og syngjandi inn í veröld margra, en þegar strengirnir þögnuðu óvænt og skyndilega sló þögn á samferðamenn, því í huga þeirra var Stella ekkert á förum úr þessu lífi. Hún var nær níræð og hafði oft sýnt að hún var fær í flestan sjó, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Því verður ekki á móti mælt að ís- lenskir stúdentar og aðrir Íslending- ar tóku Stellu fagnandi þegar hún heimsótti Margréti dóttur sína, Har- ald og börnin í Winnipeg í Kanada fyrir rúmlega tuttugu árum. Hún var svo hress, hnyttin og kát og bræddi alla með léttu gítarspili og ljúfum söng. Hún féll á svipstundu inn í samfélagið eins og hún hefði hvergi annars staðar verið og í raun einkenndi þessi aðlögunarhæfni hana, hvort sem hún var hjá sínum í Kanada eða á Akureyri, þótt hún hafi sjálfsagt kunnað best við sig með sínum í Grænuhlíðinni. Grænuhlíðin var meira en heimili Stellu, því íbúðin var jafnframt sam- verustaður fjölskyldunnar í Reykja- vík og jaðraði við að vera sem félags- heimili á stundum. Þangað var gott að koma og þangað sóttist fólk eftir að koma, því þar sem Stella var þar var gott að vera. Og skemmtilegt, því þessi hjartagóða kona kom við- mælendum sínum alltaf til að sjá bjartar hliðar tilverunnar með gríni og glensi. Fyrr í haust hitti ég Stellu í Grænuhlíðinni og ekki hvarflaði að mér að ég ætti ekki eftir að sjá hana aftur. Húsfreyjan lék á als oddi og vildi sem fyrr allt fyrir gestinn gera. Heimsóknin var stutt, en eigi að síð- ur náði hún að fara með mig út á svalir til að horfa á stíginn, sem við sammæltumst um að Reyjavíkur- borg þyrfti að merkja á einhvern hátt í tilefni 30 ára afmælis hans á næsta ári, og sýna mér myndir af krökkunum í Toronto. Hún var svo stolt af þeim, tók hverja myndina af annarri og fór mjúkum höndum um þessa gimsteina sína meðan hún sagði mér frá því hvað hver og einn væri að fást við. Hún hugsaði vel um sína þá sem endranær. Stella var skipsþerna um árabil og sagði stundum skemmtilegar sögur af sjómennskunni. Ljóst er að þernustarfið var erfitt starf en hún kvartaði ekki. Hún hefur sjálfsagt skemmt öðrum áhafnarmeðlimum á milli vakta og hélt áfram að skemmta fólki með leik, spili og söng, þegar vaktinni á öldum hafsins lauk. Fyrir það ber að þakka um leið og ættingjum og vinum eru sendar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristínar Pét- ursdóttur. Steinþór Guðbjartsson. Stella! Mamma hringdi í morgun og sagði mér að Stella væri dáin. Fysta hugsunin hjá mér var ein- mitt mjög lík því sem dóttir mín sagði: „En hún er svo ung!“ Stella var einmitt það, UNG. Aldur verður afstæður þegar talað er um konu eins og Stellu, en mig langar til að kveðja hana með nokkrum minning- um. Heimurinn verður ekki eins, þegar Stella er ekki lengur hér, en það hefur auðgað okkur sem eftir lif- um að hafa fengið að verða henni samferða í gegnum lífið og minning- arnar um hana getur enginn frá okk- ur tekið. Stella var konan hans Bögga bróð- ur hans pabba og hún var mamma Péturs og Möggu, hún var stór hluti af minni tilveru. Stella var glæsileg kona, ekki bara hið ytra heldur einn- ig hið innra og eitt af því sem ein- kenndi hana sérstaklega var það hvað hún bar mikla virðingu fyrir einstaklingnum. Ég hef sennilega ekki verið meira en fjögurra ára þegar ég fór að fara í „heimsóknir“ til Stellu og alltaf tók hún jafn vel á móti mér, bauð mér inn og spjallaði við mig eins og við hvern annan gest sem að garði bar. Stella var gestrisin með eindæmum enda alltaf mjög gestkvæmt hjá henni. Fyrsta sól- myrkvann minn sá ég í gegnum dökkt gler hjá Stellu í Þverholtinu. Stella elskaði tónlist, hún spilaði og söng og var alltaf hrókur alls fagn- aðar, Stella kenndi mér að spila á gítar. Hún laðaði til sín fólk á öllum aldri og alltaf gat hún slegið á létta strengi og gert að gamni sínu og einnig bauð hún upp á skopsögur um sjálfa sig. Í Skipasundinu heimsótti ég hana alltaf annað slagið, þegar ég var send í búðarleiðangra út í Rangá, sem var hinum megin við götuna hjá Stellu. Það var hægt að bóka það, að þar var alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Fyrst voru það hamstrarnir og svo var það kött- urinn sem Stella tók að sér af því að hún mátti ekkert aumt sjá og svo hundurinn Perla. Kisi var talinn vera Guðmundur, en reyndist síðan vera Bóthildur og fékk því að halda sínum tveimur nöfnum og var ævinlega kallaður Guðmundur-Bóthildur alla sína lífdaga. Margar sögur væri hægt að segja um Guðmund-Bót- hildi, en dýrin sem Stella tók að sér urðu allaf mjög litrík og tel ég það hafa komið af því að þau umgengust þessa eðalkonu sem Stella var, því að hún var dýravinur mikill. Seinna fór Stella til Kaupmannahafnar til að læra að verða smørrebrødsdama og í mínum augum var hún heimskona. Hún réð sig síðan sem þernu á Gull- foss og sigldi um heimsins höf á Gull- fossi og öðrum Fossum Eimskipa- félagsins sem hún vann á. Seinna unnu þær saman sem þernur hún og mamma til margra ára og aldrei brá skugga á samskipti þeirra eða okkar. Þegar minningarnar byrja að streyma þá er svo margt sem hægt væri að segja um konu eins og Stellu. Hún var að mörgu leyti á undan sinni samtíð, hún ásamt pabba og fleirum stofnaði leikfélagið Hugleik og það er bara lítið brot af því sem hún gerði sem setur svip sinn á sam- félag okkar í dag. Ég, Nonni, börnin mín og fjöl- skyldur þeirra, mamma og pabbi sem missa nú ekki aðeins fjölskyldu- meðlim heldur ástfólginn vin og það skarð sem hún skilur eftir verður ekki fyllt. Við viljum votta ykkur öll- um okkar dýpstu samúð vegna frá- falls Stellu. Pétur og fjölskylda, Magga og fjölskylda. Stella var ein- stök kona. Kristbjörg. Grænahlíð 14, efsta hæð, inni í miðri Reykjavík. Falleg íbúð og sól- rík. Hún var svo sólrík að þar var alltaf glaða sólskin inni þó úti drypi regn og dumbungurinn héngi yfir húsþökum. Þarna bjó Kristín rúm- lega þrjá áratugi og frá henni stafaði sólskinið í íbúðinni. Ekki var það ólíkt ævintýrunum,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.