Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 65
DAGBÓK
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Ámorgun sunnudag-
inn 11. nóvember er fimm-
tugur Hinrik Ingi Árnason,
Dragavegi 6, Reykjavík.
Eiginkona hans er Oddný
Steingrímsdóttir. Þau taka
á móti ættingjum og vinum í
dag laugardaginn 10. nóv-
ember milli kl. 17 og 20 í
KR-heimilinu.
60 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 12. nóvember
verður sextugur Sigurjón
Þórarinsson, húsasmiður,
Keilugranda 10. Hann tek-
ur á móti ættingjum og vin-
um á heimili móður sinnar á
Sólvallagötu 18 frá kl. 17–19
laugardaginn 10. nóvember.
60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 10.
nóvember, er sextugur Sig-
urður Óskarsson, Miðvangi
16, Hafnarfirði, rafvirki og
sölumaður hjá Johan Rönn-
ing hf. Sigurður mun eyða
deginum í faðmi fjölskyld-
unnar.
50 ÁRA afmæli. Í daglaugardaginn 10.
nóvember er fimmtug Svan-
fríður Jónasdóttir, alþingis-
maður. Eiginmaður hennar
er Jóhann Antonsson. Þau
taka á móti frændgarði og
vinum kl. 19 í kvöld að Rim-
um í Svarfaðardal og bjóða í
Svarfdælskan mars.
LJÓÐABROT
VIÐLÖG
Ef væri brandur minn búinn með stál,
skylda eg ekki flýja löndin
fyrir þau kvennamál.
Þá var glatt í kongsins höll,
drengir drukku vín.
Þá báru fuglar eld í borg
með vængjum sín.
Ef fengi eg vængi
sem fugl í aldinrunni,
þá skylda eg fljúga á stuttri stund
til hennar,
sem í huganum bezt eg unni.
50 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 12. nóvember
verður fimmtugur Gunnar
Jónsson, aðalbókari MS. Af
því tilefni taka Gunnar og
eiginkona hans, Erla Sig-
tryggsdóttir, á móti gestum
í Félagsheimili Þróttar í
Laugardal, sunnudaginn 11.
nóvember kl. 12–15.
60ÁRA afmæli. Á morg-un, sunnudaginn 11.
nóvember, er sextugur Sig-
urður Valur Magnússon
járnsmiður, Grýtubakka 18,
Reykjavík. Eiginkona hans
er Erla Hafdís Sigurðar-
dóttir. Þau taka á móti gest-
um í kvöld kl. 19–22 í Safn-
aðarheimili Háteigskirkju.
1. Rf3 d5 2. b3 Bg4 3. e3 Rd7
4. Bb2 Rgf6 5. Be2 e6 6. d3
Bd6 7. h3 Bxf3 8. Bxf3 c6 9.
Rd2 De7 10. c4 Ba3 11. Dc1
Bxb2 12. Dxb2 a5 13. a3 O-O
14. O-O b5 15. cxb5 cxb5 16.
Hfc1 b4 17. e4 Hfd8 18. exd5
exd5 19. axb4 axb4 20. Hxa8
Hxa8 21. Dd4 Rf8 22. Rf1
Re6 23. De5 Da7 24. Re3
Dd4 25. Dxd4 Rxd4 26. Hc7
Ha1+ 27. Kh2
Rxf3+ 28. gxf3 g6
29. Hb7 Ha2 30.
Hxb4 Hxf2+ 31. Kg3
He2 32. Rg2 Rh5+
33. Kh2 Hd2 34. Hd4
Staðan kom upp í
minningarmóti Jó-
hanns Þóris Jóns-
sonar. Jan Timman
(2600) hafði svart
gegn hinum efnilega
Finna Tomy Nyback
(2430). 34...Rg7!
Snilldarleg riddara-
færsla. 35. Hxd5 Re6
36. Hb5 36. Kg3 gekk
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
ekki upp vegna 36...Hxg2+.
Í framhaldinu er hvítur í
óvenjulegri úlfakreppu sem
hann getur ekki með góðu
móti losað sig út úr. 36...Rf4
37. Hg5 f5! 38. h4 h6 39. Hg3
Kf7 40. b4 Re2 41. Hh3 f4
42. Re1 Ke6 43. Kg2 Rg3+
44. Kg1 Hd1 45. Kf2 Kd5 46.
Rg2 og hvítur gafst upp um
leið enda mát eftir 46...Hf1#.
Þessa dagana fer fram Evr-
ópumót landsliða í Leon á
Spáni. Ísland hefur lið í opn-
um flokki og kvennaflokki.
Hægt er að fylgjast með
gangi mála á skak.is.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert öruggur með sjálfan
þig og það hefur þau áhrif á
aðra að þeir fela þér glaðir
þá forustu sem þú vilt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú þarft að undirbúa hlutina
mjög vandlega áður en þú læt-
ur til skarar skríða og vera
viss um að þú vinnir eitthvað
jákvætt á framkvæmdinni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er sjálfsagt að fara reglu-
lega yfir þá möguleika sem þú
hefur til tekjuöflunar því það
er aldrei að vita hvenær ein-
hverjar breytingar verða.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það þarf hugrekki til að horf-
ast í augu við eigin mistök og
síðan að gera sitt til að bæta úr
þeim. Sýndu þetta hugrekki
því enginn er fullkominn.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft að leggja af þá áráttu
þína að halda öllum sköpuðum
hlutum til haga. Það er nauð-
synlegt að fara í gegnum allt
með reglulegu millibili.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það væri skynsamlegt af þér
að skrifa niður þau takmörk
og þau tímamörk sem þú hef-
ur sett þér. Það gerir þér
kleift að fylgjast betur með ár-
angrinum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það hjálpar ekkert að stinga
höfðinu í sandinn. Þú verður
að axla aukna ábyrgð og ekki
um annað að ræða en bretta
upp ermarnar og hefjast
handa.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú munt aldrei sjá eftir þeim
tíma sem þú eyðir í að mennta
þig því öll vitneskja er gulls
ígildi og kemur sér vel á ólík-
legustu stöðum og stundum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú verður að sníða þér stakk
eftir vexti því það kostar bara
vandræði að láta óskhyggju
ráða för. Sparsemi er dyggð
sem alltaf borgar sig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Góðir vinir eru vandfundnir.
Þú ættir að sýna þolinmæði og
taka létt á yfirsjónum þeirra
og minnast þess af hverju þú
valdir þá að vinum í upphafi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þótt stundum sé erfitt að
leggja hart að sér í langan
tíma getur þú létt þér lífið með
því að hugsa til þeirrar umb-
unar sem bíður þín fyrir erfiði
þitt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er út í hött að þú hafir
ekki sett þér nein markmið í
lífinu. Hættu að láta reka á
reiðanum og taktu málin föst-
um tökum því aðeins þannig
kemstu af.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú getur ekki frestað því deg-
inum lengur að framkvæma
þá hluti sem þú tókst að þér.
Láttu allt annað bíða á meðan
því annars klárarðu ekki neitt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Íslandsmót í
tvímenningi 2001
Úrslitin verða spiluð helgina 10–
11. nóvember í Faxafeni 12 í sal Tafl-
félags Reykjavíkur. Spilamennska
hefst kl. 11.00 báða dagana. Keppn-
isstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson
og áhorfendur eru velkomnir.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Hörkukeppni í aðal-
tvímenningnum hjá
Bridsfélagi Akureyrar
Haukur Jónsson og Haukur Harð-
arson eru komnir á toppinn í aðaltví-
menningi.
Bridsfélags Akureyrar. Búið er að
spila fjögur kvöld af fimm og tals-
verð barátta um efstu sæti. Staða
efstu para:
Haukur Jónsson - Haukur Harðarson 56,2%
Reynir Helgason - Örlygur Örlygsson 55,6%
Pétur Guðjónsson - Anton Haraldsson 54,7%
Gísli Pálsson - Helgi Steinsson 54,1%
Sveinn Pálsson - Jónas Róbertsson 54,1%
Frímann Stefánss.- Björn Þorlákss. 53,8%
Mótaröð Bridsfélags Akureyrar
fer fram á fimmtudagskvöldum en
einnig er eins kvölds tvímenningur á
sunnudagskvöldum. Spilað er í
Hamri.
Bridsfélag Dalvíkur
og Ólafsfjarðar
Bridsfélag Dalvíkur og Ólafsfjarð-
ar hóf starfsemi sína þann 24. sept.
eftir sumarhlé. Aðeins hefur verið
spilað á fjórum borðum í stað sex
borða síðasta vetur. Spilaðir hafa
verið nokkrir einskvölds tvímenn-
ingar en síðan er nýlokið 3ja kvölda
tvímenningi sem BGB-Snæfell hf.
styrkti. Úrslitin í því móti urðu eft-
irfarandi:
Kristján Þorsteinss. – Hákon Sigm. 293
Sigríður Rögnvaldsd. – Jón A. Jónsson 291
Jón Kr. Arngrímss. – Jón A. Helgason. 263
Miðlungur var 252 stig.
Næsta mót er sveitakeppni kennd
við Þormóð ramma – Sæberg hf.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Kópavogi spil-
aði tvímenning á ellefu borðum
mánudaginn 5. nóvember. Miðlung-
ur var 168. Efst vóru:
NS
Guðmundur Pálss. – Kristinn Guðm. 204
Sigurður Björnss. – Auðunn Bergsv. 179
Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 179
AV
Sigurjón H. Sigurj. – Gunnar Hjálmarss.193
Hólmfríður Guðm. – Arndís Magnúsd. 191
Leó Guðbrandss. – Aðalsteinn Guðm. 190
Sigursveitin í sveitakepnninni,
sem lauk 1. nóvember var þann veg
skipuð: Kristinn Guðmundsson,
Guðmundur Pálsson, Karl Gunnars-
son og Guðmundur Magnússon.
Eldri borgarar spila brids í Gull-
smára 13 alla mánudaga og fimmtu-
daga. Mæting 12.45.
Bikarkeppni Vesturlands
Tólf sveitir skráðu sig til þátttöku í
Bikarkeppni Vesturlands.
Sveitirnar koma frá Akranesi,
Borgarnesi, Borgarfirði og Grundar-
firði
Í fyrstu umferð, sem lokið skal
ekki síðar en 7. desember, spila eft-
irtaldar sveitir saman.
1. Jacek Tosik, Borgarnesi
– Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði
2. Jón H. Einarsson, Borgarnesi
– Magnús Magnússon, Borgarfirði
3. Velgirtir verktakar, Borgarfirði
– Ingi Steinar Gunnlaugsson, Akranesi
4. Gísli Ólafsson, Grundarfirði
– Guðmundur Ólafsson, Akranesi
5. Tryggvi Bjarnason, Akranesi
– Einar Guðmundsson, Akranesi
6. Hársnyrting Vildísar, Borgarfirði
– Kristján B. Snorrason, Borgarnesi
Allar sigursveitir komast áfram í
næstu umferð og þær tvær til við-
bótar sem tapa með minnstum mun.
Bridsfélagið Muninn,
Sandgerði
Sl. miðvikudag, 7. nóvember, byrj-
aði þriggja kvölda tvímenningur
með þátttöku ellefu para. Enn má
bæta við tólfta parinu til gamans, en
þar sem öll kvöld gilda verður erfitt
fyrir það að ná í verðlaunasæti.
Staða efstu para eftir fyrsta kvöldið
er eftirfarandi:
Heiðar Sigurjónss. – Þröstur Þorlákss. 59,50
Karl G. Karlsson – Reynir Karlsson 56,00
Gunnar Sigurbjörnss. – Eyþór Jónss. 54,50
Spilamennska hefst stundvíslega
kl. 19.30 á miðvikudagskvöldið og
verða spiluð 33 spil. Áhorfendur eru
velkomnir og munið að það er alltaf
heitt kaffi á könnunni.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Hann tekur nokkuð
hart á brotunum þessi
dómari.
Ég var að bursta tenn-
urnar, Erna ...!
Smælki
Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518
Ný sending
Ullar- og kasmírkápur
Flottir aðskornir heilsársfrakkar
Opið laugardaga frá kl. 10-15
Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433.
SATÍN NÁTTFÖT
með bómullarvernd frá kr. 2.900
Náttskyrtur án bómullarverndar
frá kr. 1.000
Mótelið býður upp á
Úrvals amerísk rúm Kaffi og te inn á herbergjum
Tvöfalda einangrun milli veggja Gerfihnattasjónvarp Gólfhita
www.motelbest.is
Vogar.
Stutt í flugið sími 866 4664