Morgunblaðið - 14.11.2001, Qupperneq 4
NORÐMENN hafa látið taka hátt í
200 fósturvísa úr íslenskum ám
sem ætlaðir eru til kynbóta á
gamla norska fjárstofninum. Tveir
breskir vísindamenn tóku á dög-
unum fósturvísa úr kollóttum ám
af Strandakyni en það hefur verið
notað til kynbóta hér á landi. Þetta
er í fyrsta sinn sem fósturvísar
hafa verið teknir úr íslensku fé.
Gæði íslenska lambakjötsins
meiri en þess norska
Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir
hjá Búnaðarsambandi Íslands, seg-
ir ástæðuna fyrir því að Norðmenn
falast eftir fósturvísum héðan vera
þá að þeir séu með fleiri sauð-
fjárkyn. „Á fyrri hluta síðustu ald-
ar fóru þeir síðan að safna saman
þessum gamla norræna fjárstofni
sínum og þeir líta svo á að hann sé
að uppruna til nákvæmlega sami
stofn og íslenski fjárstofninn. Árið
1971 komu Norðmenn hingað og
tóku fyrsta sæði úr íslenskum
hrútum og ég kom raunar að því
að sæða með því sæði til kynbóta
þegar ég var í framhaldsnámi í
Noregi.“
Þorsteinn segir að þróunin hjá
Norðmönnum hafi verið sú að þeir
hafi lagt meiri áherslu á að rækta
ull af þessu fé en auka kjötgæðin.
Þeir séu raunar komnir langt aft-
ur úr okkur Íslendingum í kjöt-
gæðum og vöðvafyllingu en ullin
sé þó kannski heldur betri. Það
megi segja að Norðmenn séu að
reyna að ná í þær ræktunarfram-
farir sem Íslendingar hafi náð
fram á undanförnum þrjátíu til
fjörutíu árum. „Við höfum verið að
stytta leggina á lömbunum og ver-
ið virkari í að ómskoða fé og velja
fé sem gefur þykkan vöðva og
mikið læri auk þess sem við höfum
náð að rækta upp mjög frjósamt
fé. Og á undanförnum árum höfum
við verið að reyna að minnka fitu-
hlutfallið í skrokkunum og það
hefur raunar tekist ótrúlega vel.
Norðmennirnir leituðu til okkar af
þessum sökum og komu síðan
hingað og skoðuðu féð og fengu
ráðleggingar hjá okkur.“
Fósturvísar úr íslensk-
um ám til Noregs
Bresku sérfræðingarnir taka fósturvísa úr íslensku fé en það hefur ekki verið gert áður hér á landi.
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRYNHILDUR Ólafsdótt-
ir upplýsingafulltrúi Rauða
kross Íslands, sem stödd er
í Pakistan, segir að á milli
100 og 150 þúsund afgansk-
ir flóttamenn séu komnir yf-
ir landamæri Afganistans
og Pakistans en óljóst sé
hvaða áhrif fall Kabúl muni
hafa á flóttamannastraum-
inn. Óttast sé að stórir hóp-
ar flóttamanna muni koma
að landamærum ríkjanna nálægt
borginni Quetta í suðvesturhluta
Pakistans, í ljósi þess að hermenn
talibanastjórnarinnar haldi nú til í
suðurhluta Afganistans. Brynhildur
heldur til Quetta í dag, miðvikudag,
og býst við að koma að landamær-
unum á morgun. Hún segir að einn
starfsmaður Rauða krossins hafi
komist til Kabúl í gærmorgun og nú
sé verið að kanna aðstæður
þar til að undirbúa komu
fleiri starfsmanna.
„Sjónum er nú beint að
því að reyna að koma
sjúkragögnum til sjúkra-
húsa í Kabúl,“ sagði Bryn-
hildur í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöld. Hún segir
að um 3.500 manns búi við
afar slæmar aðstæður við
landamærin innan Afganist-
ans, þar sem ekki hefur tekist að
koma neinni aðstoð til þeirra, en
landamærin hafa verið lokuð um
nokkurt skeið. Þá séu ótaldir þeir,
sem flýja afganskar borgir og halda
til fjalla innanlands. Þá munu um 10
þúsund manns vera innan afgönsku
landamæranna við Íran, en þar hafa
starfsmenn Rauða krossins hins veg-
ar fengið leyfi til að starfa, ólíkt því
sem gerist á landamærum Afganist-
ans og Pakistans.
Aðspurð að því hvaða vitnisburður
um ástand mála inni í Afganistan
beris þaðan, segir Brynhildur að af-
ganskir starfsmenn Rauða krossins í
Kabúl segi börnin vera að niðurlot-
um komin. „Fólk hefur lifað við
styrjaldarástand vegna borgara-
styrjaldar í landinu í 20 ár og nú seg-
ir það: „Við héldum að við værum
orðin vön þessu.“ En fleiri en einn
starfsmaður segja nú að börnin séu
hætt að tjá sig vegna óttans við stríð-
ið og sprengingarnar. Ástandið veld-
ur því að börnin eru að lokast inni í
sér.“
Brynhildur mun næsta mánuðinn
dvelja í Pakistan vegna starfa fyrir
Rauða krossinn. Hún segir aðbúnað
starfsmanna góðan og strangar ör-
yggisreglur viðhafðar.
Brynhildur Ólafsdóttir um stríðsástandið í Afganistan
Börnin að niðurlotum
komin vegna ótta
Brynhildur
Ólafsdóttir
„ÉG held að Matthías Johannes-
sen hafi að ýmsu leyti verið van-
metinn sem skáld. Þetta ljóðasafn
er tilraun til að bæta úr því. Ég
hef þá trú að þeir sem lesa þetta
ljóðaúrval muni komast að því
hvað Íslend-
ingar eiga mik-
inn fjársjóð í
ljóðunum hans
Matthíasar,“
segir Silja Að-
alsteinsdóttir
sem valið hefur
ljóð í bók sem
ber nafnið
Ljóðaúrval
Matthíasar Jo-
hannessen.Vaka-Helgafell gefur
bókina út. Þar er að finna úrval
úr öllum útgefnum ljóðabókum
hans frá Borgin hló sem út kom
1958 til Ættjarðarljóða á atómöld
sem kom út 1999.
Silja ritar ýtarlegan formála
um feril skáldsins þar sem hún
segir meðal annars: „Matthías Jo-
hannessen hefur alltaf lifað og
hrærst í sínum samtíma og ort
eins og sá samtími blés honum í
brjóst. Þó ekki vélrænt þannig að
hann hafi fylgt tískusveiflum,
þvert á móti er hann frumlegt
skáld og óvenju fjölbreytt í efnis-
vali og formi, eins og ljóðaúrvalið
ber með sér. Hann hefur fundið
til í stormum sinnar tíðar en
reynt að bera samferðamönnum
þann boðskap
að ekki dugi að
láta undan
svartsýni og
þunglyndi; sag-
an og bók-
menntirnar segi
okkur að það sé
alltaf von,
hversu vonlaust
og svart sem
virðist fram-
undan. Ástin er það afl sem hann
trúir mest á manneskjunni til
gæfu og hins lífsnauðsynlega un-
aðar, og sjaldgæf eru þau skáld í
íslenskri bókmenntasögu – og
þótt víðar væri leitað – sem hafa
ort fegurri og næmari ljóð um
samskipti kynjanna.“
Bókinni fylgir diskur með
lestri skáldsins á eigin ljóðum.
Bókin er 430 blaðsíður, Ragnar
Helgi Ólafsson hannaði kápu og
Prentsmiðjan Oddi sá um prent-
vinnslu.
Fjársjóður í
ljóðum Matthíasar
Matthías
Johannessen
Silja
Aðalsteinsdóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI Land-
verndar, Tryggvi Felixson, segist
hafa blendnar tilfinningar gagnvart
þýðingu íslenska ákvæðisins í Kyoto-
bókuninni við loftslagssáttmála
Sameinuðu þjóðanna sem afgreiddur
var í Marokkó um síðustu helgi.
Ákvæðið hafi bæði kosti og galla.
Kostirnir séu þeir að Ísland geti
staðfest Kyoto-bókunina og gallarn-
ir helstir að hætta sé á að stóriðju-
framkvæmdir hér á landi verði meiri
en góðu hófi gegni.
Íslenska ákvæðið, í stuttu máli
sagt, heimilar smáríkjum að ráðast í
stóriðjuverkefni þrátt fyrir aukinn
útblástur gróðurhúsalofttegunda.
Skilyrðið er að verkefnin byggist á
nýtingu endurnýjanlegrar orku og
leiði til samdráttar í losun á heims-
vísu.
„Landvernd hefur ekki tekið
formlega afstöðu til málsins en ég
hef ákveðnar áhyggjur. Ákvæðið er í
raun ígildi framleiðslustyrkja fyrir
stóriðju á Íslandi, eða meðgjöf. Að
öðrum kosti hefðum við þurft að leita
leiða til að fá heimild til losunar á
þeim gróðurhúsalofttegundum sem
starfsemin skilar frá sér, líklega með
ærnum tilkostnaði. Með ákvæðinu er
verið að skapa forsendur fyrir meiri
vexti stóriðju á Íslandi en ella og því
fylgja óhjákvæmilegar orkufram-
kvæmdir. Þá er hætta á að sótt verði
í landsvæði með hátt náttúruvernd-
argildi, en ýmis teikn eru á lofti um
það nú þegar hér á landi. Ákvæðið
kallar á að við þurfum að hlúa vel að
sjónarmiðum náttúruverndar og
vera vel á verði til mótvægis við
þessar breyttu forsendur fyrir
rekstur stóriðju hér á landi,“ segir
Tryggvi.
Hann segir vissulega mikilvægt
fyrir Ísland sem samfélag að eiga að-
ild að lausn viðfangsefnisins, þ.e. að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda í heiminum. Framlag Íslands
til lausnar vandans sé afar takmark-
að á þessu stigi en mjór sé mikils vís-
ir.
„Merkasta niðurstaða fundarins í
Marokkó er að loftslagssáttmálinn
lifir áfram þrátt fyrir brotthvarf
Bandaríkjanna. Á næstu fimmtíu ár-
um þarf að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda um 50–60% á
heimsvísu ef koma á í veg fyrir
hættulegar breytingar á loftslagi og
vonandi skapar þetta samkomulag
forsendur fyrir því,“ segir Tryggvi
ennfremur.
Framkvæmdastjóri Landverndar um Kyoto-bókunina
Íslenska ákvæðið
með kosti og galla
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Sólheima í Grímsnesi hefur
sagt framkvæmdastjóra Sól-
heima upp störfum. Fram-
kvæmdastjórinn, Björn Her-
mannsson, tók formlega við
starfinu 15. ágúst sl. og hafði
því aðeins gegnt því í þrjá
mánuði.
Framkvæmdastjórnin
ákvað í fyrradag að reyna að
komast að samkomulagi við
Björn um að hann léti af
störfum vegna samstarfserfið-
leika. Þegar ljóst var að ekki
var grundvöllur fyrir sam-
komulagi um starfslok var
honum afhent uppsagnarbréf.
Um 80 manns búa á Sól-
heimum og er um helmingur
þeirra fatlaður.
Fram-
kvæmda-
stjóra
sagt upp
Sólheimar
ÓLAFUR F. Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur
lagt fram tillögu þess efnis að borg-
arstjórn Reykjavíkur endurskoði
deiliskipulag suðausturhluta Grjóta-
þorps með tilliti til einstæðra forn-
minja á horni Aðalstrætis og Tún-
götu en þar sé talið að sé að finna
landnámsbæ Reykjavíkur. Sam-
kvæmt skipulagsáformum hefur
verið ætlunin að á þessu svæði og í
næsta nágrenni risu hótelbygging
og bílastæðageymslur en Ólafur tel-
ur að nauðsynlegt sé að tryggja
varðveislu fornminjanna og að ekki
verði þrengt að þeim.
Í greinargerð með tillögunni seg-
ir að borgaryfirvöld hafi þegar fall-
ið frá glórulausum framkvæmdum
vegna bílastæðahúsa en ekki hafi
enn verið horfið frá hugmyndum
um hótelbyggingu á vegum Þyrp-
ingar. Ekki sé hægt að fallast á að
þrengt sé að fornminjum vegna
þessa og því beri að laga bygging-
aráform að þörfum landnámsbæj-
arins en ekki öfugt.
Ekki verði
þrengt að
fornminjum