Morgunblaðið - 14.11.2001, Page 11
Í BÆKLINGI frá starfshópi um
einelti, skipuðum af samráðs-
nefnd grunnskóla, er einelti skil-
greint á þennan veg:
„Einelti felur í sér að nemandi
er tekinn fyrir af einum eða fleiri
nemendum með síendurtekinni
stríðni, látbragði, niðrandi um-
mælum og sögusögnum, and-
legri kúgun, hótunum af ýmsu
tagi sem kemur þolanda illa, lík-
amlegri misbeitingu eða fé-
lagslegri höfnun eða markvissri
einangrun eða útskúfun.“
Strákar leggja frekar en
stelpur aðra í einelti og einnig
eru fleiri strákar en stelpur lagð-
ir í einelti. Þó verður að taka með
í reikninginn að einelti af hálfu
stúlkna fylgir oftast ekki líkam-
legt ofbeldi og því er erfiðara að
koma auga á það. Hins vegar
sýna rannsóknir að einelti af
hálfu stúlkna er oft óbeint og út-
pældara. Það getur falið í sér
baktal og/eða útskúfun. Þetta á
líka við um drengi, en meðal
þeirra er eineltið oft sýnilegra.
Hvað er
einelti?
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 11
UM 60% þeirra, sem leggja aðra í
einelti í grunnskóla, eru komnir á
sakaskrá 24 ára og um 40% fyrir
fleiri en þrjá glæpi. Þetta er m.a. nið-
urstaða langtímarannsóknar sem
Svíinn Dan Olweus stóð fyrir í
grunnskólum í Stokkhólmi í Svíþjóð.
Samanburðarhópur sýndi að aðeins
10% þeirra, sem ekki eru gerendur
eineltis, lenda á sakaskrá fyrir 24 ára
aldur. Ef tölur um fjölda þeirra, sem
verða fyrir einelti eða leggja aðra í
einelti í grunnskólum í Svíþjóð, eru
yfirfærðar á íslenska skóla, má gera
ráð fyrir að um 5.000 börn séu þar
lögð í einelti á hverju ári. Rannsókn-
ir sýna einnig að einelti hefur aukist
til muna frá því snemma á níunda
áratugnum og til dagsins í dag.
Olweus var staddur hér á landi í
síðustu viku og hélt fyrirlestur á
málþingi sem menntamálaráðuneyt-
ið stóð fyrir. Yfirskrift málþingsins
var „Aðgerðir gegn einelti í grunn-
skólum“ og er það hluti af vinnu
starfshóps sem skipaður var af sam-
ráðsnefnd grunnskóla. Á þinginu
voru kynntar tillögur starfshópsins
sem eru í anda kenninga Olweus.
Gerendur og þolendur
„Það er erfitt að benda á þá sem
eru líklegir til að verða fyrir einelti,
ákveðin persónu- eða útlitseinkenni
eru stundum fyrir hendi en eru þó
alls engin regla,“ segir Olweus um
niðurstöður rannsóknarinnar. „Hins
vegar er hægara að sjá einkenni
þeirra sem eru gerendur. Þeir eru
ofbeldisfullir, bæði gegn fullorðnum
og börnum, veigra sér síður við en
aðrir að beita ofbeldi og líta það já-
kvæðari augum en aðrir. Þeir eru
hvatvísir og hafa sterka tilhneigingu
til að drottna yfir öðrum. Þeir hafa
litla meðaumkun með öðrum og eru
oft líkamlega sterkari en bekkjar-
félagarnir. Goðsögnin um að þeir séu
sjálfir óöruggir og hafi veika sjálfs-
mynd eins og oft hefur verið haldið
fram er hins vegar ekki studd með
rannsóknum.“ Rannsóknir Olweus
sýna ennfremur að einelti er hluti af
andfélagslegu munstri viðkomandi
sem einkennist af ofbeldi. Gerendur
eineltis eiga erfitt með að fylgja
reglum, hvort sem það eru skólaregl-
ur eða óskrifaðar siðareglur sam-
félagsins.
Kerfi um aðgerðir
gegn einelti
Meðfram rannsóknum Olweus á
einelti, sem var margþætt yfir þrjá-
tíu ára tímabil, þróaði hann kerfi eða
átaksverkefni gegn einelti í grunn-
skólum. Um 2.500 nemendur í Berg-
en í Noregi tóku þátt í að þróa kerfið
í upphafi og sýndu niðurstöður að
átakið dró úr einelti um 50% meðal
nemenda auk þess sem skemmdar-
verk og önnur hegðunar- og sam-
skiptavandamál höfðu sýnilega
minnkað. Norska ríkisstjórnin hefur
nú ákveðið að innleiða kerfi Olweus í
öllum grunnskólum landsins. Kerfið
er að sögn Olweus í stöðugri þróun,
en var fyrst reynt með góðum
árangri um miðjan níunda áratug-
inn.
„Það er mikilvægt að gripið sé inn
í strax í upphafi svo að þolendur ein-
eltis fái að njóta þeirra sjálfsögðu
mannréttinda að sleppa við ofbeldi
og niðurlægjandi meðferð skóla-
félaga sinna. Það er mín skoðun að
það sé réttur allra nemenda að líða
vel í skólanum og finna fyrir öryggi.“
Hingað til hefur ýmsum aðferðum
verið beitt í skólum um allan heim í
þeim tilgangi að reyna að koma í veg
fyrir og stöðva einelti. Olweus segir
að margar þeirra byggist á því að
„herða“ fórnarlömbin, þolendurna,
svo þau geti staðið upp í hárinu á of-
beldismönnum sínum. „Þetta er röng
aðferð. Það á ekki að láta börnin sjálf
leysa vandamálið, þetta er ekki létt-
vægt vandamál sem þau geta leyst
sín á milli. Einelti er gróft ofbeldi og
það verður að taka á því sem slíku.“
Sjaldan hefur hins vegar verið
mældur árangur aðgerða gegn ein-
elti en slíkar rannsóknir liggja fyrir
á kerfi Olweus. Þær sýna svo ekki
verður um villst að kerfið ber árang-
ur, enda hafa mörg lönd, þar á meðal
Bandaríkin, ákveðið að innleiða kerf-
ið.
Stór hluti kerfisins byggist á því
að fræða kennara og kenna þeim að
takast á við einelti í skólunum. Olw-
eus segir að það sé langt í frá að
kennarar á Norðurlöndum með hefð-
bundna kennaramenntun hafi þekk-
ingu til að takast á við jafnalvarlegt
vandamál og einelti er. „Kerfið
byggist á því að kennarar eða sér-
stakir leiðbeinendur eru sérstaklega
menntaðir til verksins. Þeir fara síð-
an inn í skólana og bera út boðskap-
inn. Þetta er því svona pýramída-
kerfi sem fylgt er vel eftir.“
Rannsóknir á árangri kerfisins
sýna glögglega að hægt er að draga
úr einelti með skipulögðum hætti.
Mikil áhersla er lögð á að kerfið sé
byggt á rannsóknum og að árangur
hafi verið mældur. Góðar hugmyndir
eru alltaf að fæðast en sjaldan er vit-
að hver árangur þeirra í raun er,
segir Olweus. Sérstök nefnd sér-
fræðinga var fengin til að meta
árangur ólíkra verkefna á þessu
sviði. Niðurstaðan var sú að aðeins
eitt verkefni eða kerfi sýndi veru-
legan árangur. Það var kerfi Olweus.
Mikil þekking
á einelti
„Í gegnum rannsóknir síðustu
þrjá áratugi höfum við aflað mikillar
þekkingar um einelti,“ segir Olweus.
„Við vitum að þeir sem eru lagðir í
einelti finna fyrir kvíða, þunglyndi
og hafa neikvæða sjálfsmynd af þeim
völdum. Þetta eru langtímaáhrif,
einstaklingar sem voru lagðir í ein-
elti í grunnskóla glíma enn við lítið
sjálfstraust og eru líklegri til að vera
þunglyndir sem ungt fólk. Að verða
fyrir einelti er grafalvarleg lífs-
reynsla.“
Strax árið 1981 hvatti Olweus til
þess að sett yrðu lög gegn einelti, en
málið fékk ekki pólitískan stuðning í
Svíþjóð. Svo er þó í dag, skólareglur
kveða nú á um að einelti sé ekki leyft
og að hver og einn nemandi og
starfsmaður skólans eigi að reyna að
koma í veg fyrir einelti gegn sam-
nemendum sínum. „Mér finnst að
foreldrar eigi að hafa skýlausan rétt
til að fara fram á rannsókn gruni þá
að barnið þeirra sé lagt í einelti. Oft
er sagt við foreldra að þeir ofverndi
börn sín, en skilaboð mín til þeirra
eru þau að þeir eigi ekki að gefast
upp, skólinn beri ákveðna ábyrgð og
það á ekki að útiloka foreldrana
heldur virkja þá til þátttöku.“
Olweus segir kerfið ekki einhvers
konar brunabjöllu sem sett er af stað
þegar vandinn kemur upp. Heldur
byggist það á því að vandamálið sé
þekkt í skólanum og að kerfisbundið
sé unnið að því að leysa það. „Með
kerfinu er ætlunin að breyta allri
skólamenningunni svo að skólinn
verði öruggari og betri staður. Ein-
elti er ekki ágreiningur á milli ein-
stakra nemenda. Einelti er ofbeldi,
misnotkun og taka ber skilyrðislaust
á því samkvæmt því.“
„Við vitum að þeir sem eru lagðir í einelti finna fyrir kvíða, þunglyndi
og hafa neikvæða sjálfsímynd af þeim völdum. Þetta eru langtímaáhrif,
einstaklingar sem voru lagðir í einelti í grunnskóla glíma enn við lítið
sjálfstraust sem ungt fólk,“ segir Dan Olweus.
„Að verða fyrir
einelti er grafal-
varleg lífsreynsla“
Margir þeirra sem verða fyrir einelti í grunnskóla glíma við
ýmis vandamál eftir að skóla sleppir en um 15% allra grunn-
skólanema verða fyrir einelti eða taka þátt í því á ári hverju.
Sænski prófessorinn Dan Olweus segir einelti vera gróft of-
beldi og taka beri á því sem slíku.
Morgunblaðið/Kristinn
Sænski prófessorinn Dan Olweus hefur rannsakað einelti í grunnskólum í þrjá áratugi
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ stóð fyrir mál-
þingi um einelti á dögunum þar sem hug-
myndir Dan Olweus voru m.a. kynntar fyrir
ýmsum völdum aðilum sem að skólastarfi
grunnskóla koma. Þingið er haldið að tillögu
starfshóps sem skipaður var af samsráðsnefnd
grunnskóla seint á síðasta ári. Í samráðsnefnd
eiga sæti fulltrúar menntamálaráðuneytis,
Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags
grunnskólakennara og Skólastjórafélags Ís-
lands.
„Það er tiltölulega nýfarið að ræða opinskátt
um einelti á Íslandi,“ segir Sesselja Snævarr
deildarsérfræðingur í grunnskóladeild
menntamálaráðuneytis. „En einelti kemur öll-
um við, jafnt foreldrum, nemendum sem starfs-
mönnum skólanna.“
Haustið 1998 efndi umboðsmaður barna til
ráðstefnu um einelti og hana sóttu bæði börn
og fullorðnir. Menntamálaráðuneytið lét í kjöl-
far hennar gera tvær rannsóknir á umfangi og
eðli eineltis og úrræðum gegn því. „Í rannsókn-
unum kom í ljós að einelti er töluvert meira hér
á landi en margan grunaði,“ segir Sesselja. „Í
seinni rannsókninni voru úrræði skóla við
lausn á eineltisvandamálum könnuð. Í ljós kom
að skólar eru í vaxandi mæli að vinna að einelt-
isáætlunum. Einnig varpaði rannsóknin ljósi á
afstöðu skóla til eineltis og í ljós kom að viðhorf
kennara benti til óöryggis og að þeim finnist
þeir vanbúnir að takast á við vandamálið.“
Rannsóknunum var fylgt eftir af hálfu
menntamálaráðuneytisins með því að vísa mál-
inu til samráðsnefndar grunnskóla til áfram-
haldandi umfjöllunar. Í kjölfarið skipaði nefnd-
in starfshóp og hlutverk hans var að koma með
tillögur að samræmdri aðgerðaáætlun, hvernig
bregðast skuli við ef og þegar einelti kemur
upp. Þá fjallaði starfshópurinn einnig um for-
varnir gegn einelti.
Ein af tillögum starfshópsins var að efna til
málþings um aðgerðir og fræðslu og var Dan
Olweus aðalfyrirlesari málþingsins. Auk þess
voru flutt erindi um rannsóknir RUM, skýrslu
starfshópsins og eineltisáætlun í Seljaskóla. Nú
er verið að vinna úr niðurstöðum þingsins og
mun starfshópurinn gera í framhaldinu drög
að tillögum um framkvæmda- og kostnaðar-
áætlun byggða á hugmyndum Olweus.
„Menntamálaráðuneytið ítrekar mikilvægi
samstarfs sem þetta um málefni grunnskól-
ans,“ segir Sesselja.
Einelti kemur öllum við
KERFI Dan Olweus er í nokkrum þrep-
um, þar sem ákveðnar aðferðir eru látn-
ar yfir allan skólann ganga, bekkinn og
síðan einstaklingana.
Í upphafi er gerð rannsókn á umfangi
eineltis í skólanum með spurningalistum.
Olweus segir mikilvægt að skilja þar
strax við allar fyrirfram ákveðnar hug-
myndir um einelti, margar þeirra séu
goðsagnir sem eigi ekki við nein rök að
styðjast. T.d. að meira sé um einelti í
stórum skólum, en engar rannsóknir
styðja þessa fullyrðingu með óyggjandi
hætti.
Nokkur lykilatriði er nauðsynlegt að
hafa í huga þegar kerfið er innleitt. Mik-
ilvægt er að hafa starfsdag sem er helg-
aður einelti í samvinnu foreldra, kennara
og nemenda. Gott eftirlitskerfi er nauð-
synlegt. Í norskum skólum eru sérstakir
starfsmenn sem vakta skólasvæðið og
eru tilbúnir að grípa inn í ef eitthvað
kemur upp á í frímínútum. Lykilatriði er
einnig að hafa virka umræðuhópa þar
sem árangur verkefnisins er metinn og
farið er yfir aðgerðir sem í gangi eru.
Inni í hverjum bekk skulu settar ein-
faldar en skiljanlegar reglur um einelti
og bekkjarráð skal reglulega hittast og
ræða um einelti og ástandið og andann í
bekknum. Kerfið byggist auk þess á ein-
staklingsviðtölum og foreldraviðtölum
þeirra barna sem verða fyrir eða leggja
aðra í einelti. Mikilvægt er að gripið sé
til aðgerða í samráði við foreldrana sam-
stundis og eineltis verður vart.
Viðmið þessi eru sett með það að leið-
arljósi að efla andann í skólanum en und-
irstaða þess er að í hverjum bekk sé góð-
ur andi og að hverjum og einum nem-
enda líði vel í skólanum. Boðskapur alls
kerfisins er sá að einelti sé aldrei umbor-
ið og að nemendum sé það ljóst frá upp-
hafi.
Kerfi Dan Olweus
gegn einelti