Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 15 SUÐURNES SAMEINING sex sveitarfélaga í eystri hluta Rangárvallasýslu stend- ur nú fyrir dyrum. Kosið verður laug- ardaginn 17. nóvember nk. um sam- einingu Austur- og Vestur-Landeyja- hreppa, Austur- og Vestur-Eyja- fjallahreppa, Fljótshlíðar og Hvol- hrepps. Samstarfsnefnd um sameiningar- mál hélt sameiginlegan kynningar- fund fyrir íbúa allra hreppanna í Gunnarshólma sl. fimmtudagskvöld. Milli 50 og 60 manns mætti á fundinn. Elvar Eyvindsson fór yfir sameining- artillögu sveitarstjórnanna en Ágúst Ingi Ólafsson fjallaði um fjármál og fjárhagsstöðu hreppanna. Miðað við núverandi fjárhagsstöðu þessara sveitarfélaga kom fram að framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga munu hækka um 14 milljónir verði samein- að. Skuldastaða sveitarsjóðanna er mjög mismunandi og skuldar Hvol- hreppur langmest miðað við höfða- tölu en á móti kemur að eignir Hvol- hrepps eru langt umfram aðra hreppa. Nokkrar umræður urðu á fundin- um og sýndist sitt hverjum um kosti og galla þess að sameina. Höfðu sum- ir áhyggjur af því að verið væri að færa þéttbýlinu mikla fjármuni á silf- urfati og að dreifbýlishrepparnir yrðu eins konar nýlendur hjá þéttbýlinu. Einnig var rætt um ýmis óuppgerð mál hjá sumum hreppanna. Nokkrir fundarmenn töldu nauð- synlegt að sameina hreppana því þannig væri framtíðarbúseta í hrepp- unum best tryggð, þjónusta samein- aðs sveitarfélags við íbúana yrði betri og atvinnuuppbygging auðveldari. Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri Hvolhrepps, útskýrði fyrir fundar- mönnum að gengið væri til samein- ingar með það að leiðarljósi að allir myndu leggja það til sem þeir ættu, bæði skuldir og eignir. Í kynningarbæklingi um samein- ingarkosningar kemur fram að vilji er til að nýta 91. grein sveitarstjórnar- laga verði sameining ekki samþykkt í öllum hreppunum. Þar kemur fram að heimilt er að sameina þau sveit- arfélög sem samþykkja ef tillagan hlýtur meirihluta greiddra atkvæða í 2⁄3 hluta sveitarfélaganna og í þeim búa a.m.k. 2⁄3 íbúa á svæðinu. Kosið um sameiningu í Austur-Rangárvallasýslu Hella Ljósmynd/Pálína Björk Jónsdóttir Þeir eru ekkert að hugleiða sameininguna, þessir kátu krakkar. TILRAUNAAKSTUR á nýrri dráttarvél fór fram í Að- aldal og Reykjahverfi í síðustu viku, en venja er að dráttarvélar séu kynntar í sveitahreppunum. Að þessu sinni var haft nokkuð annað form á kynn- ingunni og var farið heim á bæina þar sem hverjum bónda var sýnd vélin sérstaklega í stað þess að safna mönnum saman á einn stað. Þetta var fyrirtækið Þór hf. sem var með sýningu á nýrri 105 hestafla John Deer-vél og voru bændur ánægðir með að fá að reynsluaka vélinni heima við og fá einnig meiri tíma til þess að ræða við sölumennina um ýmsar tækninýj- ungar. Á undanförnum árum hafa dráttarvélar hækkað mikið í verði, en um leið orðið fullkomnari hvað varðar tæknibúnað og nú vilja bændur almennt aflmeiri vélar en áður var. Nýtt kynningarform á dráttarvélum Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jónas Lúðvíksson og Hrafn Hrafnsson frá Þór hf. NORRÆNA bókasafnsvikan Í ljósaskiptunum er haldin í fimmta sinn, nú undir kjörorðunum Orð og tónar í norðri. Bókasafn Reykjanesbæjar hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi. Yfir fjörutíu bókasöfn og skólar taka þátt í norrænu bókasafnsvik- unni að þessu sinni. Á Suð- urnesjum eru það eingöngu Bóka- söfn Reykjanesbæjar og Grindavíkur sem eru með að þessu sinni. Menningarfulltrúi Reykjanes- bæjar og Suðurnesjadeild Nor- ræna félagsins stóðu að opn- unarhátíðinni í Reykjanesbæ. Hátíðin var haldin við kertaljós í húsnæði safnsins. Tók opnunarhá- tíðin mið af þema vikunnar sem er eins og áður segir Orð og tónar í norðri. Norræn ljóðlist, norræn vísna- hefð og norræn tónlist eru settar í öndvegi um öll Norðurlöndin á bókasafnsvikunni. Valdir voru þrír söngtextar sem sungnir voru að morgni mánudagsins í leik- skólum og skólum sem taka þátt í bókasafnsvikunni og klukkan 18 í bókasöfnun á öllum Norðurlönd- unum. Sögvarnir eru Piparköku- söngurinn eða Hjá bakaranum eft- ir Thorbjörn Egner, Út hjá Haga eftir Carl Bellman og Ham- ingjudagar Svantes eftir Benny Andersen. Við athöfnina í Bóka- safni Reykjanesbæjar aðstoðuðu börn úr leikskólanum Holti og úr 10. bekk Myllubakkaskóla við flutninginn, Þór Stefánsson flutti ljóð og Guðmundur Hermannsson söng við undirleik Vignis Berg- mann. Um 70 manns tóku þátt í at- höfninni sem tókst vel, að sögn Svanhildar Eiríksdóttur, deild- arstjóra barna- og unglingastarfs í Bókasafni Reykjanesbæjar. Í tilefni norrænu bókasafnsvik- unnar er vakin sérstök athygli á ljóðabókum og nýjum plötum í Bókasafni Reykjanesbæjar. Á morgun kemur norræna vísna- hljómsveitin Nordenom og leikur fyrir gesti í Flugcafé sem er í Kjarna, við hlið bókasafnsins. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Börn úr leikskólanum Holti fluttu piparkökusönginn á Bókasafni Reykjanesbæjar við upphaf norrænnar bókasafnsviku sem þar er. Norræn ljóðlist, vísnahefð og tónlist í öndvegi Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.