Morgunblaðið - 14.11.2001, Page 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
RAFTÆKJAVERSLUN Íslands
hefur keypt húsgagnaverslunina
Míru og mun taka við rekstrinum í
núverandi húsnæði í Bæjarlind í
Kópavogi um áramótin.
Kolbrún Anna Jónsdóttir og Þor-
kell Stefánsson eiga meirihluta í Raf-
tækjaverslun Íslands og þau munu
gera nokkrar áherslubreytingar á
rekstrinum en taka skýrt fram, ásamt
Margréti Kjartansdóttur, eiganda
Míru til sex ára, að Míra sé ekki að
hætta.
Þorkell og Kolbrún hugsa sér að
láta hanna húsgögn hér innanlands en
framleiða þau erlendis, t.d. á Ind-
landi. „Við erum einnig spennt fyrir
þeim möguleika að flytja húsgögn af
þessu tagi út á Kanada- og Banda-
ríkjamarkað,“ segir Þorkell.
Stuttur aðdragandi að sölunni
Margrét Kjartansdóttir, eigandi
Míru til sex ára, segist munu nýta
tímann til áramóta til að selja sem
mest af lager Míru og þær nýju vörur
sem eru á leiðinni. „Ákvörðunin um
söluna var tekin mjög hratt og eig-
inlega fyrir tilviljun. Áður var ég búin
að auglýsa að Míra myndi minnka við
sig og flytja, því að ég hafði hugsað
mér það upphaflega þar sem þetta
húsnæði hér í Bæjarlind er of stórt.
Fólk var orðið órólegt og margir
spurðu hvort Míra væri að hætta. Svo
er ekki!“
Margrét bendir á að Míra sé mjög
vinsæl meðal ungs fólks. „Á þessum
sex árum eru húsgögn frá Míru kom-
in inn á 13 þúsund heimili og ég er
mjög stolt af því. Viðskiptavinirnir
koma aftur og aftur. Þó að ég sé að
draga mig út úr þessu verður haldið
áfram á fullri ferð.“
Aðspurð segir Margrét að hún hafi
ekki ákveðið hvað hún tekur sér fyrir
hendur eftir áramót.
Raftæki og húsgögn fara vel saman
Kolbrún Anna segir að Raftækja-
verslun Íslands stefni á að bjóða allt
til heimilisins í verslunum sínum í
Skútuvogi og Bæjarlind þegar þar að
kemur. Breytingar verða gerðar á
versluninni í Bæjarlind þannig að í
mars 2002 verður þar verslun með
raftæki, húsgögn og fleiri vörur sem
Þorkell og Kolbrún Anna vilja ekki
upplýsa að svo stöddu. Ljóst er að um
nokkuð breyttar áherslur í úrvali er
að ræða frá því sem nú er og Kolbrún
segir að húsgagnaúrvalið verði svipað
en meira.
Núverandi lagerhúsnæði Míru
verður notað sem verslunarrými fyrir
húsgögn og rýmið þar sem húsgögnin
eru nú verður tekið undir þrjár sér-
deildir, þar af eina raftækjadeild.
Hinar tvær deildirnar tengjast heim-
ilinu á einhvern hátt. Míru í Bæjar-
lind verður ekki lokað í millitíðinni og
eftir sem áður verður hægt að nálgast
Míruhúsgögnin vinsælu.
Kolbrún Anna og Þorkell telja
rekstur raftækjaverslunar og hús-
gagnaverslunar fara vel saman. Þor-
kell segir að ef sérverslun á Íslandi
eigi að ná að vaxa og dafna verði að
eiga sér stað sameiningar til að ná
þeim markaðsstyrk sem til þarf. „Við
náum þarna samlegðaráhrifum sem
gera það að verkum að markaðssetn-
ing okkar verður auðveldari. Við nýt-
um það sem við erum með til staðar
og það er tiltölulega auðvelt fyrir okk-
ur að taka inn nýja rekstrareiningu.“
Tvöföldun á veltu
Gólfflötur verslana Raftækjaversl-
unarinnar tvöfaldast við kaupin á
Míru og sama máli gegnir um veltuna.
Þorkell og Kolbrún Anna eru bjart-
sýn á reksturinn þrátt fyrir almenn
samdráttareinkenni í efnahagslífinu.
„Rekstur Míru hefur alltaf skilað
mjög miklum hagnaði og Margrét
hefur staðið í þessu öllu ein. Við erum
að taka við fyrirtæki í blómarekstri og
erum mjög ánægð með það,“ segir
Þorkell. „Míra hefur blómstrað og
blómstrar núna og mun halda áfram
að blómstra.“
Morgunblaðið/Ásdís
Margrét Kjartansdóttir, Þorkell Stefánsson og Kolbrún Anna Jónsdóttir í
verslun Míru við Bæjarlind. „Míra mun halda áfram að blómstra.“
Húsgagnaútflutn-
ingur í athugun
Raftækjaverslun Íslands kaupir Míru
GENGI íslensku krónunnar náði
sögulegu lágmarki í gær. Gengisvísi-
tala krónunnar fór þá í 147,37 stig en
það er hæsta gildi, og jafnframt
lægsta gengi, sem skráð hefur verið.
Veikingin nam 0,42% yfir daginn.
Gengisvísitala krónunnar fór þó
enn hærra innan gærdagsins, eða
upp í 147,70 stig, og hefur aldrei ver-
ið hærri.
Bandaríkjadollar styrktist tals-
vert og fór gengi hans í 107 krónur.
Krónan veikist enn
KRISTINN Björnsson, for-stjóri Skeljungs hf., segirfyrirtækið hafa lækkaðraunálagningu á bensíni
undanfarin þrjú ár um tæp 6% og að
verð Skeljungs á skipaolíu sé í flest-
um tilvikum sambæri-
legt við það sem gerist í
nágrannalöndunum, að
teknu tilliti til staðsetn-
ingar landsins. Hörð
gagnrýni hefur undan-
farið komið fram á
verðmyndun olíu og
bensíns hjá íslensku ol-
íufélögunum eftir þró-
un síðustu mánaða.
Formaður Landssam-
bands íslenskra út-
gerðarmanna lýsti því
yfir í ræðu sinni á aðal-
fundi LÍÚ að þörf sé á
opinberri rannsókn á
starfsháttum félaganna
og Samtök iðnaðarins
hafa í bréfi til iðnaðarráðherra óskað
eftir að ráðherra beiti sér fyrir því að
athugun Samkeppnisstofnunar á
verklagi olíufélaganna verði hraðað
eins og kostur er. Þá hefur Félag ís-
lenskra bifreiðaeigenda sent Sam-
keppnisstofnun útreikninga þar sem
því er haldið fram að olíufélögin hafi
að undanförnu aukið álagningu sína
umfram það sem eðlilegt geti talist.
Kristinn vísar þessum fullyrðingum á
bug og segir útreikninga FÍB ekki
standast nánari skoðun.
Að sögn Kristins er það alvarlegt
mál þegar hagsmunasamtök eins og
FÍB taka að sér að byggja upp vænt-
ingar um lækkun bensínsverðs, líkt
og gerðist um síðustu mánaðamót. Þá
taldi FÍB grundvöll fyrir 5 krónu
lækkun bensínlítrans en
Skeljungur lækkaði
verðið um 4 krónur.
Kristinn segir FÍB eng-
an veginn geta risið
undir sínum útreikning-
um og það komi greini-
lega fram í túlkun
þeirra á því sem kallað
er álagning olíufélag-
anna, en þar sé litið á
ýmiss konar kostnað
sem raunálagningu.
„Ég fullyrði að hér sé
einfaldlega um vísvit-
andi rangan málflutning
að ræða. Þeir eru vísvit-
andi að reyna að
blekkja, vegna þess að
inni í þessari álagningu er flutnings-
kostnaður á vörunni til landsins,
hafnargjöld, flutningsjöfunarsjóður,
rannsóknar- og móttökukostnaður og
síðan dreifingar- og sölukostnaður.
Þetta er allt inni í þessari svokölluðu
álagningu og þetta er það sem FÍB
kallar stundum hlut olíufélaganna, en
þetta er auðvitað fyrst og fremst út-
lagður kostnaður. Síðan er ákveðinn
hluti af verðinu nettó álagning.“
Kristinn segir starfsmenn Skelj-
ungs hafa farið yfir útreikninga FÍB
og þá hafi komið í ljós að samtökin
voru að taka út þriggja ára tímabil og
komist að þeirri niðurstöðu að álagn-
ing hafi hækkað. Hann segir starfs-
menn Skeljungs síðan hafa reiknað út
breytingu á álagningu félagsins á 95
oktana bensíni á þriggja ára tímabili
og í ljós hafi komið að raunálagningin
hafði lækkað um 5,8% frá 1. janúar
1999 til 1. nóvember 2001, en ekki
hækkað eins og FÍB hefði haldið
fram.
„Við þekkjum okkar eigin tölur og
ég vek líka athygli á því að á þessu
tímabili hefur varan einnig hækkað
mjög mikið. Olían er orðin miklu dýr-
ari og við ráðum ekkert við það. Ég
verð að segja eins og er um þessar
ályktanir FÍB að við bara skiljum
þær ekki. Við höfum meira að segja
lagt töluverða vinnu í að reyna að
brjóta þær til mergjar en þær eru
bara byggðar á einhverjum forsend-
um sem eru samblanda af einhverri
óskhyggju og því að verið er að
hlaupa framhjá og yfir staðreyndir.
Það liggur þannig fyrir.“
Hvar liggja þá mistökin í útreikn-
ingum FÍB?
„Ég hef ekki hugmynd um það. Og
það er kannski eins og að bíta höfuðið
af skömminni að FÍB setur upp
álagninguna með mynd á heimasíðu
þeirra með virðisaukaskatti, þannig
að það er ekki nóg með að fraktin sé
hluti af álagningu olíufélaganna,
heldur líka virðisaukinn. Þetta þykir
okkur ekki góð latína og þótt við höf-
um lagt okkur fram um að skilja
þetta, þá höfum við ekki haft áhuga á
að reyna of mikið því þetta er aug-
ljóslega ekki rétt.“
Þá segir Kristinn að ekki sé tekið
tillit til stóraukinnar markaðshlut-
deildar sjálfsafgreiðslustöðva, þar
sem verið sé að veita afslátt af bens-
ínverði á bilinu 4 til 5 krónur á lítra.
Einnig sé hægt að fá afslátt á lang-
flestum bensínstöðvum með því að
dæla sjálfur á bílinn og þar sé um að
ræða 2 til 4 króna afslátt á hvern lítra.
„Það er ekkert tillit tekið til þess í
þessum útreikningum FÍB og það er
Álagning á bensín
lækkað um 5,8%
á þremur árum
Kristinn Björnsson
Olíufélögin íslensku hafa mátt sæta veru-
legri gagnrýni undanfarið og hafa samtök
eins og LÍÚ og Samtök iðnaðarins m.a.
krafist opinberrar rannsóknar á verðlagn-
ingu félaganna. Eiríkur P. Jörundsson
ræddi við forstjóra Skeljungs um þessar
kröfur og verðlagningu félagsins á olíu.
Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir gagnrýni á
olíufélögin af hálfu FÍB ekki eiga við rök að styðjast