Morgunblaðið - 14.11.2001, Page 19

Morgunblaðið - 14.11.2001, Page 19
AP ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 19 5 690691 200008 Lífsreynslusaga • Heilsa • Ferðamál • Matur • Krossgátur Sá kynþokkafy llsti sýnir hina hliði na 45. tbl. 63. árg. 13. nóvember, 2001. VERÐ 599 kr. M/VSK. Kökublað Sannkallaðar jólakonur Þórunn Lárusdóttir og áramótabomban 40gómsætar uppskriftir fyrir jólabakst urinn Jólakalkúninn á marga vegu Eðal- kaffi- drykkir ÁTTA erlendir hjálparstarfsmenn, sem eru í haldi talibanastjórnarinnar í Afganistan, voru fluttir í fyrrinótt frá Kabúl til Kandahar í suðurhluta landsins er hermenn talibana flúðu höfuðborgina undan sveitum Norð- urbandalagsins. Fólkið var handtek- ið snemma í ágúst og hófust réttar- höld yfir þeim í september en hlé var síðan á þeim gert þegar Bandaríkja- menn hófu hernaðaraðgerðir í Afg- anistan 7. október sl. Fólkið kemur frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Þýskalandi og var við störf í Afganistan fyrir alþjóðlegu hjálparsamtökin Shelter Now. Talib- anar hafa sakað fólkið um að stunda kristniboð í Afganistan, nokkuð sem þeir líta afar hörðum augum. Áttu þau yfir höfði sér dauðadóm ef þau yrðu fundin sek um glæpinn. Bandaríkjamaðurinn John Merc- er, faðir eins af föngunum, Heather Mercer, sagði við CNN í gær að hann væri að mörgu leyti feginn því að þau hefðu verið flutt, því uppnám- ið væri sennilega slíkt í höfuðborg- inni Kabúl þessa stundina að þeim væri minni hætta búin í Kandahar, sem er helsta vígi talibana. Hann sagði fulltrúa talibana- stjórnarinnar í borginni Islamabad í Pakistan hafa greint sér frá þessum tíðindum og jafnframt að áttmenn- ingarnir væru heilir á húfi. Erlendir hjálparstarfsmenn í haldi talibana Flutt frá Kabúl til Kand- ahar SÁDI-Arabinn Osama bin Laden, sem grunaður er um hryðjuverkin í Bandaríkjun- um 11. sept. sl., er líklega í felum nærri helsta vígi talib- anastjórnarinnar í Afganist- an, borginni Kandahar, að sögn Jacks Straws, utanrík- isráðherra Bretlands. Straw sagði hins vegar að mjög þrengdi nú að bin Laden. Straw sagði allar líkur á því að bin Laden og aðrir leiðtogar al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna væru ein- hvers staðar í Suður-Afgan- istan. Sagði hann að áfram yrði allt kapp lagt á að hafa hendur í hári bin Ladens sem hefur verið í Afganist- an í boði talibanastjórnar- innar. Getgátur um flótta Mohammads Omars Fyrr í gær voru uppi get- gátur um að Mohammad Omar, andlegur leiðtogi tal- ibana, hefði sjálfur flúið Afganistan og að hann væri kominn til Pakistans. Um miðjan dag flutti Om- ar hins vegar útvarpsávarp þar sem hann hvatti her- sveitir talibana til dáða. Var fullyrt að hann væri enn í Kandahar. Bin Laden lík- lega í Kandahar Sameinuðu þjóðunum. AFP. Úr ávarpi Osama bin Ladens sem sjónvarpsstöðin Al-Jazeera í Katar sýndi nýlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.