Morgunblaðið - 14.11.2001, Qupperneq 20
ERLENT
20 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Dalvegi 28 200 Kópavogi Sími 564 4714 Fax 564 4713
BANDARÍSKIR öryggismálafull-
trúar komust að þeirri niðurstöðu
fyrir mánuði, að komið hefðu upp til-
vik þar sem „skort hefði á öryggi“
þeirrar gerðar af hreyflum sem
knúðu farþegaþotuna, sem fórst
þrem mínútum eftir flugtak í New
York í fyrradag, og gerðu ráðstaf-
anir er miðuðu að hertu eftirliti. All-
ir 260 um borð fórust, og nokkrir á
jörðu niðri létust er þotan kom niður
í Queens-hverfi í New York.
Rannsókn slyssins er stjórnað af
Bandaríska samgönguöryggisráðinu
(NTSB), og sagði framkvæmdastjóri
þess, Marion Blakey, að fyrstu vís-
bendingar bentu til að stórfelld bilun
í vélinni hefði valdið slysinu. Yfir-
völd hafa þó enn ekki útilokað að um
hermdarverk hafi verið að ræða.
Þotan var af gerðinni Airbus
A-300-600R og var í eigu bandaríska
flugfélagsins American Airlines.
Hún var að fara til Dóminíska lýð-
veldisins er hún fórst, þrem mínút-
um eftir flugtak frá Kennedy-flug-
velli. 251 farþegi var um borð og níu
manna áhöfn. Margir farþeganna
voru dóminískir innflytjendur í
Bandaríkjunum.
Sjónarvottar báru að hreyfill hefði
dottið af vélinni áður en hún hrapaði,
og sagði Blakey að þessi vitnisburð-
ur, ásamt þeirri staðreynd að slysið
varð svo skömmu eftir flugtak, sem
meðal þess sem bendi til að um slys
hafi verið að ræða.
Þá hefur hljóðriti vélarinnar, seg-
ulbandsupptaka úr stjórnklefa
hennar, fundist, og við rannsókn á
honum heyrðist ekkert nema raddir
flugstjórans og flugmannsins. Flug-
ritinn, sem skráir tæknilegar upp-
lýsingar um flugið, var ekki fundinn
í gær, en rannsóknarfulltrúar kváð-
ust sannfærðir um að hann myndi
finnast. Blakey sagði að NTSB
stjórnaði rannsókninni þar eð talið
væri að um slys hefði verið að ræða.
Ef grunur vaknaði um að um glæp
hafi verið að ræða myndi alríkislög-
reglan, FBI, taka við stjórn rann-
sóknarinnar.
Þotan var knúin tveim hreyflum
af gerðinni General Electric CF6-
80C2, og sagði fulltrúi flugfélagsins
að annar þeirra hefði verið skoðaður
nýlega, en hinn hefði átt að fara í
skoðun innan skamms. Síðan í fyrra-
vor hefur athygli beinst að þessari
gerð hreyfla, en þá var tilkynnt um
bilanir sem orðið höfðu í hreyflum
þessarar gerðar, er urðu til þess að
málmbrot spýttust frá hreyflunum. Í
júní sl. fór bandaríska loftferðaeft-
irlitið, FAA, þess á leit við flugfélög
að athuga hreyfla af þessari gerð og
leita að sprungum í tilteknum hvirf-
ilskífum í hreyflunum.
Eftir ítarlega rannsókn birti FAA
tilkynningu 5. október sl., þar sem
sagði að „þörf væri á athugunum“ á
hreyflum þessarar gerðar, vegna
þess að komið hefðu upp tilvik þar
sem skort hefði á öryggi. Gaf eft-
irlitið tveggja mánaða opinberan
kærufrest, til 4. desember nk., áður
en fyrirskipað yrði umfangsmeira og
tíðara eftirlit.
CF6-80C2-hreyflarnir eru notaðir
á yfir þúsund flugvélar víðs vegar í
heiminum, þ. á m. á flugvél Banda-
ríkjaforseta, Air Force One. Banda-
ríska fyrirtækið General Electric,
móðurfyrirtæki hreyfilframleiðand-
ans, sagði að farið hefði verið að öll-
um opinberum viðgerðartilmælum,
og teldi hreyflana vera „fullkomlega
áreiðanlega“. Smíðaðir hafa verið
2.954 hreyflar þessarar gerðar. Þeir
komu fyrst á markað 1984, og eru
meðal þeirra hreyfla sem eru hvað
mest notaðir á breiðþotur.
General Electric-hreyflar þeirrar
tegundar sem hreyflar Airbus-þot-
unnar voru gerð af hafa átt þátt í
nokkrum alvarlegum slysum. 112
fórust þegar DC-10 þota hrapaði við
Sioux City 1989, eftir að bilun varð í
eldri gerð hreyflanna sem voru á
Airbus-þotunni. Orsök slyssins var
talin vera sprunga í hreyfilblaði sem
leiddi til þess að brak eyðilagði
vökvakerfið í hreyflinum.
Haft var eftir heimildarmönnum,
sem taka þátt í rannsókn slyssins, að
svo virðist sem báðir hreyflar vél-
arinnar og hliðarstýri hennar hafi
brotnað af vélinni áður en hún kom
niður. Þessir hlutar hennar fundust í
töluverðri fjarlægð frá þeim stað þar
sem búkur og vængir lentu. Dæmi
eru um að einn hreyfill hafi brotnað
af vélum á flugi, en einsdæmi væri ef
báðir hreyflar tveggja hreyfla vélar
hefðu brotnað af, og gæti bent til að
um skemmdarverk hafi verið að
ræða, eða alvarlegan brest í viðhaldi,
segja heimildamenn.
Rannsóknarfulltrúar lögðu
áherslu á að þær vísbendingar sem
komið hefðu fram væru óstaðfestar,
þar eð öll rannsókn væri á frumstigi.
En þeir sögðu að ekki hefði komið
fram neitt er benti til að hreyfill
hefði sprungið á flugi. Ekki væri
ljóst hvort báðir hreyflar hefðu
brotnað af á sömu stundu, eða hvort
annar hefði brotnað af og leitt til
þess að hinn hafi farið líka. Ekkert í
samræðum flugmanna vélarinnar og
flugumferðarstjóra benti til að neitt
óeðlilegt væri á seyði.
Fjöldi sjónarvotta greindi frá því
að hreyfill hefði dottið logandi af vél-
inni áður en hún hrapaði. Meðal
sjónarvottanna var flugmaður far-
þegaþotu á jörðu niðri, sem sagði að
kviknað hefði í öðrum hreyfli Air-
bus-þotunnar í flugtaki, og hefði
hreyfillinn síðan brotnað af.
Annar hreyfla hennar lenti í garði
við íbúðarhús, hinn hafnaði á bens-
ínstöð og munaði litlu að hann lenti á
bensíndælum. Á hreyflinum var gat,
sem kann að hafa komið þegar
hreyfillinn kom niður, eða vera af
völdum hreyfilspaða eða annars vél-
arhlutar sem hafi spýst út í gegnum
hreyfilhlífina. Annað sem rannsókn-
arfulltrúum þykir undarlegt er að
hliðarstýri vélarinnar fannst í heilu
lagi í sjónum í Jamaica-flóa.
Óstaðfestar fregnir bárust um að
flugmenn vélarinnar hafi reynt að
tæma eldsneytistanka hennar
skömmu áður en hún hrapaði, en
rannsóknarfulltrúar sögðu að það
gæti ekki staðist. Haft var eftir flug-
mönnum að það tæki yfir 15 mínútur
að tæma tankana, og hefði verið
óhugsandi þegar vélin hafi verið
stjórnlaus.
Flugmálasérfræðingar telja að
slysinu á mánudaginn svipi til að
minnsta kosti tveggja annarra slysa,
þar sem hreyflar losnuðu frá vélum
skömmu eftir flugtak. Mannskæð-
asta flugslys í Bandaríkjunum, fyrir
hryðjuverkin 11. september, varð í
maí 1979. Þá datt hreyfill af DC-10
breiðþotu American Airlines sem
var í flugtaki frá O’Hare-flugvelli í
Chicago, með þeim afleiðingum að
vélin fórst.
Hægri hreyfillinn á þeirri þotu, og
stöpullinn sem festir hann við væng-
inn, brotnuðu af og olli það skemmd-
um á vængnum og vökvakerfi með
þeim afleiðingum að vélin spannst til
jarðar. Með vélinni fórst 271 og tveir
sem voru á jörðu niðri. Rannsókn
leiddi í ljós að viðhaldsaðferðum
flugfélagsins var áfátt og höfðu þær
leitt til slyssins.
Boeing 747 flutningavél ísraelska
flugfélagsins El Al fórst í Amster-
dam 1992 vegna þess að einn af fjór-
um hreyflum hennar losnaði og
rakst á annan hreyfil andartaki eftir
flugtak. Þotan kom niður í íbúðar-
hverfi og fórust að minnsta kosti 47
á jörðu niðri, auk fjögurra manna
áhafnar vélarinnar.
Í báðum tilvikum kenndu rann-
sóknarfulltrúar um galla í festipinn-
um, sem eru á stærð við gos-
drykkjarflösku, er halda stöplinum
við vænginn. En sérfræðingar ítreka
að ekkert hafi komið fram sem bendi
til þess konar galla í Airbus-þotunni
sem fórst á mánudaginn var. End-
urbættir festipinnar hafi verið settir
í flugvélar hvarvetna um miðjan síð-
asta áratug.
Þotan sem fórst í fyrradag var
smíðuð í Evrópu og var afhent Am-
erican Airlines ný í júlí 1988, að sögn
fulltrúa flugfélagsins. Hún fór síðast
í stórskoðun í desember 1999, en síð-
asta viðhaldsskoðun fór fram daginn
áður en slysið varð. Næsta stórskoð-
un átti að fara fram í júlí á næsta ári.
Rannsóknarfulltrúar ítrekuðu að
rannsókn slyssins væri of skammt á
veg komin til þess að hægt væri að
segja til um hvað hefði valdið því.
„Svona atburðir eru alltaf ólíkir hver
öðrum,“ sagði James Hall, fyrrver-
andi yfirmaður NTSB. „Hé er um að
ræða margslungna flugvél og flókin
kerfi. Þegar bilun verður er oft mjög
erfitt að átta sig á því hvað fór úr-
skeiðis.“
Rannsóknin
beinist að hreyfl-
um þotunnar
Bandarískir rannsóknarfulltrúar ítreka
að rannsókn flugslyssins í New York í
fyrradag sé á frumstigi, en allt bendi til
að a.m.k. annar hreyfla vélarinnar hafi
brotnað af henni á flugi. Flugmálasérfræð-
ingar segja að slysinu svipi til tveggja
annarra slysa þar sem hreyfill brotnaði
af flugvélum skömmu eftir flugtak.
Washington, New York. AP, AFP, Washington Post.
Reuters
Lögreglumenn rannsaka annan hreyfla Airbus-þotunnar, en hann lenti í
garði við íbúðarhús. Húsið skemmdist af eldi og rúður í því brotnuðu.