Morgunblaðið - 14.11.2001, Síða 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigurbjörg Þor-leifsdóttir fædd-
ist í Einkofa á Eyr-
arbakka 26. apríl
árið 1928. Hún lést á
heimili sínu í Kópa-
vogi 3. nóvember
síðastliðinn. Hún var
dóttir hjónanna Þor-
leifs Halldórssonar
bónda og sjómanns,
f. 16.7. 1888, d. 21.6.
1971, og Ágústu
Þórðardóttur hús-
freyju, f. 17.8. 1891,
d. 13.9. 1987. Sigur-
björg var yngst
fimm systkina: Sigurbergur, f.
16.3. 1915, d. 13.10. 1928, Hall-
dór Valgeir, f. 14.8. 1916, d. 6.2.
1938, Kjartan, f. 4.7. 1918, d. 8.3.
1994, og Þórey, f. 15.1. 1925.
Haustið 1948 byrjaði Sigur-
björg að búa með Friðriki Helga
Steindórssyni, f. 21.4. 1928, og
voru þau gefin saman hinn 17.8.
1951. Þau stofnuðu heimili á
Borgarholtsbraut 8 í Kópavogi
og síðar í Vogatungu 8 í Kópa-
vogi. Sigurbjörg og Friðrik eign-
uðust sjö börn. Þau eru: Ásdís, f.
23.12. 1949, gift Gunnari Erni
Guðmundssyni, f. 29.4. 1945, þau
eiga þrjú börn; Þorleifur, f. 4.1.
1952, kvæntur Þóru Birnu
Björnsdóttur, f. 3.1. 1955, þau
eiga einn son en Þorleifur átti
einn son fyrir; Ársæll, f. 20.7.
1953, kvæntur Ingv-
eldi Þ. Einarsdótt-
ur, f. 29.4. 1959, þau
eiga tvo syni; Stein-
dór, f. 28.10. 1960,
kvæntist Ásu Jó-
hannsdóttur, f.
19.10. 1961, og eign-
uðust þau tvö börn.
Þau skildu; Anna, f.
30.9. 1963, gift
Ragnari Jóhanns-
syni, f. 16.8. 1962,
þau eiga þrjú börn;
Auður, f. 23.8. 1965,
gift Babou Alex
N’dure, f. 19.4.
1958, þau eiga þrjú börn á lífi en
eitt andaðist í vöggu; Þráinn, f.
11.1. 1971, kvæntur Elsu Þóreyju
Eysteinsdóttur, f. 24.3. 1972, þau
eiga eina dóttur.
Sigurbjörg fór ung að heiman
og stundaði skrifstofustörf í
Reykjavík þangað til þau Friðrik
fóru að búa. Eftir það var hún
heimavinnandi þar til yngsta
barnið var komið á legg en þá fór
hún að vinna við ræstingar og
heimilishjálp. Móðir Sigurbjarg-
ar, Ágústa, bjó hjá henni síðustu
17 árin sem hún lifði. Á seinni ár-
um tók Sigurbjörg virkan þátt í
starfi tómstundaklúbbsins Hana-
nú í Kópavogi og hafði mikla
ánægju af.
Útför Sigurbjargar fór fram
frá Kópavogskirkju 9. nóvember.
Glaður og reifur
skyli guma hver
uns sinn bíður bana.
Þessi orð Hávamála koma mér í
hug er ég minnist tengdamóður
minnar, Sigurbjargar Þorleifsdótt-
ur, sem andaðist 3. nóvember síðast-
liðinn. Æðruleysi einkenndi hana
allt til hinsta dags og gleði yfir
hverjum nýjum degi. Hver stund fól
í sér ævintýr, og þau fann hún víða.
Í fágætu blómi í fjallshlíð, í ægifeg-
urð jökulsins, eða dýrðlegum litum
haustsins. Hún vissi að hamingjan
var heimafengin og ræktaði sinn
garð. Mikil umhyggja fyrir Friðrik,
eiginmanni sínum, og allri fjölskyld-
unni var ríkur þáttur í hennar fari.
Hún var kletturinn, sú sem skýldi
og hlúði að. En hún bar ekki aðeins
umhyggju fyrir mannanna börnum.
Garðurinn þeirra Friðriks ber nær-
færni hennar einnig fagurt vitni.
Þar getur að líta sannkallaðan
skrúðgarð, þar sem nostrað hefur
verið við hverja litla jurt og henni
valinn sá staður þar sem hún nýtur
sín best. Útlendar rósir og íslenskar
fjólur lifa þar í sátt og samlyndi og
fuglar himins eiga þar öruggt skjól.
Hún viðaði að sér fróðleik um ís-
lenska flóru, þekkti nöfn og eigin-
leika óteljandi blómjurta og vissi
hvar þær væri helst að finna í nátt-
úru Íslands.
Er ég kynntist Sigurbjörgu fyrir
rúmum tuttugu árum fann ég að þar
fór vönduð kona, sem ekki flíkaði til-
finningum sínum, en undir glettnu
og gamansömu yfirbragði sló hlýtt
hjarta með ríka réttlætiskennd.
Hún fylgdist vel með þjóðmálum og
hafði ákveðnar skoðanir á mönnum
og málefnum sem hún ekki hvikaði
frá. Hún var víðsýnni en margir þeir
sem yngri eru og laus við fordóma.
Hún átti svo auðvelt með að sjá að
tímarnir breytast og mennirnir með.
Sigurbjörgu og Friðriki varð sjö
barna auðið og vann hún heima þar
til yngsta barnið var stálpað. Nærri
má geta að oft hefur þurft útsjón-
arsemi til að láta enda ná saman á
svo barnmörgu heimili. En það tókst
frábærlega vel. Hún kunni þá list að
nota og nýta það sem til var og
hugsa ekki um það sem ekki fékkst.
Þegar hún fór að vinna utan heimilis
vann hún mest við heimilishjálp.
Amma mín varð þess happs aðnjót-
andi að fá hana á heimili sitt. Sig-
urbjörg var henni ekki aðeins ómet-
anleg hjálp við heimilisstörfin,
heldur reyndist hún henni einnig
góður vinur.
Mér finnst Sigurbjörg hafa verið
hamingjunnar barn, eins og hún hafi
ávallt vitað að lífið væri mátulega
stórt fyrir eina ósk en ekki tvær.
Hún vann heima lengst af sinni
starfsævi og ég held að ósk hennar
og hamingja hafi einmitt falist í því
að vera heima með börnin og fylgj-
ast með þeim vaxa úr grasi. Hún
gladdist ekki síður yfir barnabörn-
unum og barnabarnabörnunum.
Börnin vissu að hjá henni áttu þau
SIGURBJÖRG
ÞORLEIFSDÓTTIR
✝ Ari Jónssonfæddist í Reykja-
vík, 2. október 1929.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans í
Fossvogi 17. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Jón
Sveinsson, f. 14. októ-
ber 1898, d. 1. febr-
úar 1967, og Magnea
Magnúsdóttir, f. 4.
maí 1899, d. 18. nóv-
ember 1993. Systir
Ara var Ingibjörg, f.
14. nóvember 1933,
d. 25. desember 1986,
gift Ingva Matthíasi Árnasyni og
áttu þau sex börn. Bræður Ara
eru: Sveinn, f. 1. september 1937,
kvæntur Elísabetu Guðmunds-
dóttur, þau eiga tvö börn; og
Magnús, f. 24. október 1941,
kvæntur Margréti Halldórsdóttur,
þau eiga tvö börn. Hálfbróðir sam-
feðra var Ingi, f. 14. janúar 1927,
d. 29. júní 1962. Hinn 2. október
1959 kvæntist Ari
Stefaníu Brynjólfs-
dóttur, f. 1. mars
1932. Foreldrar
hennar voru Brynj-
ólfur Danivalsson, f.
17. júní 1897, d. 14.
september 1972, og
Emilía Lárusdóttir,
f. 26. mars 1896, d. 8.
ágúst 1993. Sonur
Ara og Stefaníu er
Örn, f. 24. janúar
1965, kvæntur Guð-
rúnu Lilju Gunnars-
dóttur, f. 14. júní
1966. Þeirra börn
eru Stefanía Lilja, f. 15. júní 1995,
og Daði, f. 20. febrúar 1999.
Ari lauk verslunarprófi frá
Verzlunarskóla Íslands og starf-
aði frá því allan sinn starfsaldur,
tæpa fimm áratugi, hjá Lands-
banka Íslands, síðustu árin sem
útibússtjóri í Langholtsútibúi en
hann lét af störfum árið 1996.
Útför Ara fór fram í kyrrþey.
Vinur minn, Ari Jónsson, er látinn.
Kynni okkar hófust þegar ég beið eft-
ir starfsmannastjóra L.Í., og eilítið
kvíðinn. Birtist þá Ari og dró fram
fyrir mig stól og sagði mér að slaka á.
Vinskapur okkar hefur síðan varað
nær óslitið í 47 ár.
Ari var hlédrægur maður, virkaði
hrjúfur á þá sem ekki þekktu hann, en
þeir sem kynntust honum fundu að
hjartalagið var gott. Síðustu árin átti
hann við vanheilsu að stríða.
Ari hafði gaman af að spila brids og
var oft tekið í spil heima hjá foreldr-
um mínum, og síðar gerðumst við fé-
lagar í Krummaklúbbnum í Reykja-
vík.
Í einu af ferðalögum okkar um
landið kynntist hann konu sinni, Stef-
aníu Brynjólfsdóttur frá Sauðárkróki.
Þau gengu í hjónaband 2. október
1959, einkasonur þeirra er Örn, hans
kona er Guðrún Lilja og eiga þau tvö
börn, Stefaníu Lilju og Daða sem
voru augasteinar afa síns. Gott var að
sækja þau hjón heim, á þeirra fallega
heimili og var gestrisnin þar í fyrir-
rúmi.
Í einni af ferðum Ara á vegum
bankans til Danmerkur barst talið að
því að hann ætti vin heima sem væri
af dönskum ættum og bæri nafnið
Thejll, tveir ráðstefnugestanna sögð-
ust vera sérfræðingar í dönsku síma-
skránni og fundu þeir þrjár bls., með
þessu nafni í þeirri merku bók, sem
auðvitað var kippt í burtu, og er heim
kom færði Ari mér bls., og sagði hér
eru ættingjar þínir, mikið var hlegið
að þessu. Svona var Ari.
Hafðu þökk fyrir allt, kæri vinur,
hvíl í friði. Hittumst síðar, þrjú grönd.
Elsku Stefanía og fjölskylda, okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Valdimar Briem.)
Magnús Thejll,
Bjarney J. Friðriksdóttir.
ARI
JÓNSSON
! !
"
#$
! #$%%
!" # !$ %&
'$(# #'$(#
) # #'$#*
"
+,-+,- . /0
& ' (
!
)
! !
* ! '
#$
!
#%,%
!#%+) )#
!##+) )#*
!
12345 64 ( 0
#%
(
-
! .(
/
+
#)
! #%%
"
!
0
0!
+
"
)-
#%& -
7$(#)#
! 4 ')# &#%&
44 ')# '#%"%&
! ')# 4 ('!##%&
!8 '4 ')#
4 ')# ##'3) ###
4 '4 '%& 5 $- )9
4 '4 ')# 5 5 %&%&
$#$(#)$#$#$(#*
1
!.* !234 64 2
' !
0
#,
! 3&'*8)#
#3&')# " &%&
5'# %*3&'%& +) ': ##)#
5 3*3&'%& !# *!#%)#
3&'
3&')# #399#
#% #3&'%& ! #%)#
8.*3&')# *; '%&
#%.(
%& ! !))#
$#$(#)$#$#$(#*
!212624 < =
. %
2
'
3 ' !
##
! !
/(
!
#)
! #$%%
4
!
5
"
!
0
0!
+
2
'
8#!##%&
!## !#%)# 5 8# %5#%&
#!#%)#
.(#!#%)# # #
!8#!#%%&
: !#%)# %,%%%&
8#!#%%& +)
.(#)#
$#$(#)$#$#$#*
!><2 ,
" 7
&
!(
#6
! *5(
##. ##%&
)$(#*