Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 37
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 37
Listaverkaalmanak
Landssamtakanna
Þroskahjálpar fyrir
árið 2002 er komið
út. Almanakið prýða
13 grafíkmyndir eft-
ir Karólínu Lár-
usdóttur.
Almanakið er
einnig happdrætti
þar sem einu sinni í
mánuði er dregið um grafíkmyndir
eftir þekkta íslenska graf-
íklistamenn.
Almanakið kostar kr. 1.300 og
rennur allur ágóði af sölunni til
starfs samtakanna.
Almanak
Þroska-
hjálpar
komið út
FFA, fræðsla fyrir fatlaða og að-
standendur, heldur fræðsludag fyrir
aðstandendur fatlaðra barna laugar-
daginn 17. nóvember kl. 10 – 14 í
Gerðubergi. Yfirskrift fræðsludags-
ins er: Samskipti foreldra og starfs-
fólks.
Erindi flytja: Gyða Haraldsdóttir,
Jónína Konráðsdóttir, Ragnheiður
Gunnarsdóttir,Arthur Morthens frá
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og
Ingibjörg Óskarsdóttir, María Ját-
varðsdóttir, Sigríður Daníelsdóttir
og Hrefna Haraldsdóttir. Þátttöku-
gjald er kr. 1.200 kr. og er matur og
kaffi innifalið. Skráning þátttöku er
hjá Þroskahjálp afgreidsla@t-
hroskahjalp.is fyrir 15. nóvember.
FFA er samstarfsverkefni Lands-
samtakanna Þroskahjálpar, Sjálfs-
björg landssambandsins, Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra og
Styrktarfélags vangefinna í Reykja-
vík.
Fræðsludagur fyrir að-
standendur fatlaðra barna
828 bíða eftir skurðaðgerðum
Vegna fréttar sem Morgunblaðið
birti í síðustu viku um biðlista skal
áréttað að samtals 828 manns voru á
biðlistum eftir því að komast að hjá
almennum skurðdeildum á heil-
brigðisstofnunum víða um land í maí
sl. Af fréttinni mátti hins vegar skilja
að samtals 828 manns væru á biðlist-
um almennt eftir þjónustu hjá heil-
brigðiskerfinu óháð því um hvers
konar þjónustu væri að ræða. Þarna
var hins vegar um að ræða bið eftir
þjónustu á almennum skurðdeildum
eins og áður segir. Til samanburðar
voru alls 746 á biðlistum eftir þjón-
ustu hjá almennum skurðdeildum
heilbrigðisstofnana í maí árið 2000.
LEIÐRÉTT
LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur gef-
ur almenningi kost á fræðslu um
heilbrigði og sjúkdóma í vetur.
Fjallað verður um ógnir anorexiu
(lystarstols) og sjálfsmynd ungra
kvenna fimmtudagskvöld 15. nóvem-
ber kl. 20 í Húsnæði læknasamtak-
anna (á 4. hæð), Hlíðasmára 8 í
Kópavogi. Dagbjörg B. Sigurðar-
dóttir barna- og unglingageðlæknir
heldur erindi og svarar fyrirspurn-
um. Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir samkvæmt því sem segir í
fréttatilkynningu.
Fræðslufundur
um lystarstol
FUNDUR verður haldinn hjá Ind-
landsvinafélaginu í Miðstöð nýbúa í
Skeljanesi fimmtudaginn 15. nóvem-
ber kl. 20.
Aðalhátíð hindúa, hátíð ljóssins
(Diwali-hátíð), er haldin hátíðleg á
Indlandi um þessar mundir og munu
félagar koma saman í tilefni þess
með viðeigandi dagskrá. Sameigin-
legt borðhald verður með indversk-
um réttum, segir í fréttatilkynningu.
Diwali-hátíð
hjá Indlands-
vinafélaginu
Fundur hjá
Ung VG
UNG vinstri-græn boða til fundar
um utanríkismál og atburði undan-
farinna mánaða í alþjóðamálum
fimmtudaginn 15. nóvember í hús-
næði Iðnnemasambandsins á Hverf-
isgötu 105, 3. hæð. Framsögumenn
verða Sverrir Jakobsson og Huginn
Freyr Þorsteinsson.
Myndasýning
hjá FÍ
MYNDASÝNING verður í kvöld,
miðvikudag, kl. 20.30 í húsi Ferða-
félags Íslands, Mörkinni 6.
Guðmundur Hallvarðsson sýnir
myndir og segir sögur frá ferðum
sýnum um Hornstrandir og Snæ-
fjallaströnd. Aðgangseyrir er kr. 500.
á innimálningu
Íslensk gæðamálning
miðað við 10 lítra dós í ljósum lit, gljástig 10.
TILBOÐ
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878
Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132
Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400
Austursíðu 2, Akureyri s: 464 9012
Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790
Dalvegi 4, Kópavogi s: 540 9100
Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411
Harpa Sjöfn málningarverslanir
470 kr.
20-40% afsláttur
af allri innimálningu
Verð á lítra frá
Fagleg ráðgjöf og þjónusta
fyrir einstaklinga.
EIGNIR ÓSKAST
Einbýlishús á Seltjarnarnesi
óskast
Traustur kaupandi hefur beðið okkur að
útvega 350-450 fm einbýlishús á Seltj.
Góðar greiðslur í boði (staðgreiðsla). All-
ar nánari uppl. veitir Sverrir.
EINBÝLI
Nesbali
Glæsilegt 160 fm einbýlishús ásamt 42
fm tvöföldum bílskúr. Húsið er allt í mjög
góðu ástandi og hefur nýlega verið
standsett. Húsið skiptist í forstofu,
snyrtingu, hol, þrjú herbergi (fjögur skv.
teikn.), baðherbergi m. saunaklefa, stof-
ur og eldhús. Allar innréttingar eru
teiknaðar af Öglu Mörtu. Mjög vandaðar
innréttingarog gólfefni. V. 27,5 m. 9784
RAÐHÚS OG PARHÚS
Raðhús í Fossvogi
Gott 200 fm endaraðhús fyrir ofan götu
ásamt 20 fm bílskúr. 4-5 svefnherbergi,
góðar stofur og fallegt útsýni. V. 22,5 m.
1944
4RA-6 HERB.
Nýbýlavegur - samþ. íbúðir
Um 112 fm atvinnuhúsnæði á 2. hæð.
Húsnæðið er samþykkt sem 4ra herb.
íbúð en skiptist í dag í forstofu/hol,
stofu, eldhús og stórt vinnuherb. Sérver-
önd er til suðurs en þar er einnig sér-
inng. í rýmið. Stórar svalir eru til norðurs
en þaðan er glæsilegt útsýni. V. 9,9 m.
1902
Blikahólar - glæsilegt útsýni
4ra herbergja um 100 fm íbúð á 3. hæð í
lyftuhúsi. Vestursvalir. 3 svefnherbergi
og góð stofa. Hús í góðu standi. Mögu-
leiki á skiptum á íbúð í Bökkunum. V.
10,9 m. 1952
Fífusel - endaíbúð
Vorum að fá í sölu fallega og bjarta
u.þ.b. 95 fm endaíbúð á 2. hæð í góðu
fjölbýli. Parket. Sérþvottahús í íbúð.
Góðar suðaustursvalir. Mjög góð og vel
umgengin íbúð á fínu verði. V.10,9 m.
1951
2JA OG 3JA HERB.
Grettisgata
Rúmgóð og vel skipulögð 90 fm 3ja her-
bergja íbúð á 1. hæð auk sérgeymslu í
kjallara. Íbúðin skiptist í hol, eldhús,
snyrtingu, baðherbergi og tvær samliggj-
andi stofur. Búið er að endurnýja þak og
rafmagn er nýtt. Laus fljótlega. 1954
Barðastaðir - glæsileg
3ja herb. mjög rúmgóð 100 fm íbúð á 3.
hæð (efstu) í fallegri og vel staðsettri
blokk. Íbúðin er með sérinng. af svölum
og skiptist í tvö rúmgóð herb., stóra
stofu, rúmgott eldhús, baðherb. og sér-
þvottah. Glæsilegt útsýni er til vesturs. V.
12,7 m. 1923
Nýbýlavegur - m. bílskúr
Góð 3ja herbergja 74 fm íbúð á 1. hæð
með sérinng. ásamt aukaherbergi, sér-
þvottahúsi og geymslu í kjallara. Bílskúr
er innb., um 20 fm. Íbúðin er laus fljót-
lega. V. 11,9 m. 1689
Blikahöfði
Mjög falleg og vel skipulögð 77 fm 2ja
herbergja íbúð með frábæru útsýni í ný-
legri blokk með sérinngangi auk 28 fm
bílskúrs í Mosfellsbæ. Eignin skiptist í
forstofu, hol, eldhús, baðherbergi, stofu
og herbergi. Vandaðar innréttingar og
gólfefni. Góðar gönguleiðir í næsta ná-
grenni og stutt í ósnortna náttúruna.
Íbúðin getur selst með eða án bílskúrs. V.
11,3 m. 1903
Reykás - 70 fm - laus
Erum með í sölu fallega og bjarta u.þ.b.
70 fm íbúð á jarðhæð í fallegu fjölbýlis-
húsi. Sérþv.hús í íbúð. Parket á gólfum.
Frábært útsýni er til fjalla og yfir Rauða-
vatn. Íbúðin er laus. V. 9,5 m. 1950
Frakkastígur - risíbúð
2ja herb. lítil og björt samþykkt risíb. Áhv.
3,3 m. Ákv. sala. Hagstætt verð. V. 5,7
m. 1945
MIÐVIKUDAGINN 24. október kl.
14:25 varð umferðaróhapp á skipti-
stöð Hagvagna við Fjarðargötu í
Hafnarfirði. Óhappið varð með þeim
hætti að kona, sem var á leið út úr
strætisvagni, datt og handleggs-
brotnaði.
Ágreiningur er um hvort vagninn
var kyrrstæður eða á ferð þegar
óhappið varð. Vitni að óhappinu eru
vinsamlegast beðin um að hafa sam-
band við lögregluna í Hafnarfirði í
síma 525 3300.
Lýst eftir vitnum
VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúd-
enta, heldur fund um nám í arkitekt-
úr á Íslandi í dag, miðvikudaginn 14.
nóvember, í húsnæði verkfræðideild-
ar, VRII, Hjarðarhaga 2-6, stofu
158, klukkan 12.20.
Á fundinum taka til máls Magnús
D. Baldursson, Halldór Gíslason og
Guja Dögg Hauksdóttir. Fundar-
stjóri Orri Gunnarsson.
Fundur um
nám í arkitektúr