Morgunblaðið - 14.11.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 14.11.2001, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 43 Í KVÖLD kl. 20.30 mun Lúðrasveit Reykjavíkur halda stórtónleika í Langholtskirkju. Tema tónleikanna eru yngri meðlimir sveitarinnar en tónleikana mætti kalla aðra afmæl- istónleika sveitarinnar vegna 80 ára afmælis hennar. Þeir „fyrstu“ fóru fram síðastliðið vor í Neskirkju. Ungviðið sem fram stígur og leika mun einleik eru þau Heiða Dögg Jónsdóttir, Bára Sigurjónsdóttir, Örvar Erling Árnason, Jóhann Ing- ólfsson og Daníel Friðjónsson. Einn- ig mun Kjartan Valdemarsson leika á píanó með söngparinu Tenu Les- ley Palmer og Bergþóri Pálssyni. Af efni því sem tekið verður fyrir má nefna tónlist úr myndinni Ang- ela’s Ashes eftir John Williams, „Pennywhistle Jig“ eftir Henry Mancini, „The Girl from Ipanema“ eftir Antonio Jobim og „Strike up the Band“ eftir Gershwin. Stjórnandi sveitarinnar er Lárus H. Grímsson og að hans sögn hefur sjaldan verið jafnmikill kraftur í þessari 60 manna sveit. Morgunblaðið/Ásdís Bergþór og Tena á æfingu með Lúðrasveit Reykjavíkur. Ungdæmið í fyrirrúmi Aðrir tónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur Sýnd kl. 8.  ÓHT. RÚV  HJ MBL Sýnd kl. 6. Ísl. tal.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 10. B. i. 12. SV MBL betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 8 og 10.20.Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6 og 10. MAGNAÐ BÍÓ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.Sýnd kl. 6, 8 og 10. „Stórskemmtileg kómedía“ H.Á.A. Kvikmyndir.com Úr smiðju snillingsins Luc Besson kemur ein svalasta mynd ársins. Zicmu, Tango, Rocket, Spider, Weasel, Baseball & Sitting Bull eru YAMAKAZI. Þeir klifra upp blokkir og hoppa milli húsþaka eins og ekkert sé... lögreglunni til mikils ama. Ótrúleg áhættuatriði og flott tónlist í bland við háspennu-atburðarrás! www.lordoftherings.net Sýnd kl. 6 og 8. „Stórskemmtileg kómedía“ H.Á.A. Kvikmyndir.com MYNDIN SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM STÓRKOSTLEG BARDAGA OG ÁHÆTTUATRIÐI JUSTIN CHAMBERS TIM ROTH MENA SUVARI Sýnd kl. 5.40 og 10.15. Ath ótextuð Opnunarmynd Myndin hefur hlotið lof áhorfenda og gagnrýnenda víða um heim. Myndin hlaut hið virta Gullna Ljón á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum nú í ár. Sýnd kl. 8 og 10.15. Ath textuð Besta leikkona í aukahlutverki Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8. Varúð!! Klikkuð kærasta! Sýnd kl. 10. ÞAÐ MARGBORGAR sig að hugsa vel um tennurnar, bursta þær reglulega og borða hollan og góðan mat. Annars er kumpánunum Kar- íusi og Baktusi að mæta og þá er voðinn vís. Að þessu komust krakk- arnir sem voru á frumsýningu Þjóðleikhússins á leikþættinum um skemmdarvargana Karíus og Bakt- us eftir Thorbjörn Egner. Verkið hefur aldei áður verið sett upp í ís- lensku leikhúsi en margir muna eftir uppfærslu Sjónvarpsins sem sló rækilega í gegn á sínum tíma og lifir enn í minningu margra. Það eru þau Stefán Jónsson og Brynhildur Guðjónsdóttir sem bregða sér í hlutverk bræðranna sísvöngu að þessu sinni en leikstjóri sýningarinnar er María Reyndal. Það var margt góðra gesta á frumsýningunni og sum andlit kunnuglegri en önnur. Margir ráku upp stór augu er þeir sáu bregða fyrir velska leikaranum Rhys If- ans, sem flestir ættu að þekkja sem meðleigjanda Hughs Grants í Notting Hill. Hann var kominn til þess að fylgjast með skólabróður sínum og vini Stefáni Jónssyni en saman stunduðu þeir nám við Guildhall School of Music and Drama. Sýningar fara fram á Smíða- verkstæðinu komandi helgar en skólakrakkar eiga samt von á góðri heimsókn á næstunni því til stendur að fara með sýninguna á flakk og heimsækja skóla á land- inu. Karíus og Baktus eru sjúkir í sætindi og komust í feitt að frumsýningu lokinni. Karíus og Baktus ásamt húsbónda sínum, honum Jens hinum nýja, Hlyni Árna Sigurjóns- syni, og Jens gamla, Skúla Helgasyni, þeim er lék í sjónvarpsuppfærslunni. „Við viljum franskt brauð!“ Þjóðleikhúsið setur í fyrsta sinn upp Karíus og Baktus Morgunblaðið/Golli Karíus fær koss frá kunnuglegum kauða, leikaranum velska Rhys Ifan, en hann var staddur á sýningunni til að sjá vin sinn og gamla skóla- félaga, Stefán Jónsson, á sviði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.