Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 19
Yfir 21 milljón afgreiðslustaða um allan heim Á beinu brautinni! KRABBI er lítið borðaður á Íslandi enda veiðist ætur krabbi hér í afar takmörkuðum mæli, kannski vegna þess að lítið sem ekkert er í hann sótt. Krabbann má matreiða á margvíslegan hátt eins og annan skelfisk og fer það reyndar eftir því hvort hann er ferskur eða niðursoðinn. Í þessari uppskrift er um niðursoðinn krabba að ræða og hann er hægt að nálgast í flestum mat- vörubúðum. Hið sama á við um kræklinginn sem einnig er notaður í uppskriftinni, sem er fengin af heimasíðu Rf og er ætluð fyrir 4 til 5. Slóðin á veraldarvefnum er www.rf.is. UPPSKRIFTIN Sjóðið hrísgrjónin í söltu vatni. Hitið ofninn í 200°C. Setjið hrísgrjónin í eldfast mót. Setjið kræklinga og krabbakjöt yfir hrísgrjónin. Hellið 1 dl rjóma yfir. Þeyt- ið 11⁄2 dl rjóma, bragðbæt- ið með karrý. Breiðið þeytta rjómann yfir réttinn. Stráið rifnum osti yfir rjómann. Bakið í u.þ.b. 10 mín. Berið fram salat og brauð með. Krabbahrísgrjón S O Ð N I N G I N AÐFERÐIN 1 dós krabbakjöt (200 g) 21⁄2 dl rjómi 1⁄2 tsk karrý 11⁄2 dl rifinn ostur 2 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1 tsk salt 1 dós kræklingur (225 g) MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 C 19 NFÓLK   SAMEINING Samkaupa og Matbæjar er nú á lokastigi og hefur nýtt skipurit fyrir sameinað félag verið samþykkt. Breyt- ingar á hlutverkaskipan stjórnenda taka gildi í dag, 15. nóvember. Eignarhald þessara félaga hefur verið sameiginlegt frá sl. áramótum, en reksturinn aðskilinn þar til nú. Eigendur að félaginu eru KEA og Kaupfélag Suðurnesja, auk um 300 ein- staklinga. Í fréttatilkynningu kemur fram að heild- arvelta félagsins verður á þessu ári rúm- lega 8 milljarðar króna og starfsmenn eru um 500 talsins. Félagið rekur í dag 24 verslanir undir nöfnunum Nettó, Úrval, Samkaup, Sparkaup, Strax og Kaskó. Að auki rekur félagið Valgarð, kostverslun á Akureyri, og kjötvinnsluna Kjötsel í Reykja- nesbæ. Sameinað verður félagið þriðja stærsta fyrirtækið á matvörumarkaðnum, en um leið langminnst þeirra þriggja stóru. Stærðarmunur fyrirtækja á matvörumark- aðnum hefur verið að aukast að und- anförnu og þeir stærstu, þ.e. Baugur og Kaupás, hafa verið að stækka mikið. Sókn þeirra hefur ekki hvað síst verið á þeim svæðum sem Samkaup og Matbær hafa verið að starfa, en þessi félög hafa hingað til einkum verið með starfsemi á landsbyggðinni. Á síðustu mánuðum hefur verið unnið í endurskoðun á helstu kostnaðarþáttum í félaginu og hagrætt á ýmsum sviðum. M.a. verður yfirstjórn félagsins einfaldari og mun ódýrari en áður.  Framkvæmdastjóri er Guðjón Stefánsson. Í stjórn Samkaupa hf. eru Jón Sigurðsson formað- ur, Halldór Jóhannsson, Magnús Haraldsson, Rögnvaldur Skíði Frið- björnsson og Ólafur Gunnlaugsson.  Starfsmannastjóri er Skúli Þorbergur Skúla- son. Skúli, sem er 45 ára, hefur starfað hjá Samkaupum og KSK síðustu 16 ár, nú síðast sem fulltrúi fram- kvæmdastjóra. Hans starfssvið verður starfsþróun og starfsmannastjórnun auk þess að hafa yfirumsjón með gæða- og ör- yggismálum. Þá mun Skúli sjá um al- mannatengsl Samkaupa hf. Skúli er menntaður kennari en hefur lokið rekstr- arfræðinámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Eiginkona Skúla er Inga Lóa Guðmundsdóttir forstöðumaður og eiga þau þrjú börn, Maríu Rós, 24 ára, Berglindi, 20 ára, og Guðmund Inga, 14 ára.  Rekstrarstjóri er Hannes Karlsson. Hannes er 42 ára og hefur starfað hjá KEA sl. 10 ár, fyrst sem fram- kvæmdastjóri Sam- lands sf. og deild- arstjóri matvörudeildar KEA til loka árs 1999. Síðan þá hefur hann verið deildarstjóri Nettó-verslananna. Hannes verður rekstr- arstjóri Nettó/Kaskó verslananna, sem staðsettar eru á Akureyri, í Reykjavík, á Akranesi og í Keflavík. Hannes útskrif- aðist sem stúdent frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1981. Hann er giftur Rósu Njáls- dóttur nema og eiga þau þrjár dætur.  Rekstrarstjóri er Gísli Gíslason. Gísli er 48 ára. Hann var fram- kvæmdastjóri hjá J.S. Helgasyni ehf. í Reykja- vík í 19 ár. Hann starf- aði sem innkaupastjóri hjá Samlandi, Akureyri, frá 1996 til loka ársins 1999. Frá árinu 2000 hefur hann síðan starfað sem deildarstjóri innkaupa hjá Matbæ ehf., Akureyri. Gísli verður rekstr- arstjóri verslanakeðjanna Samkaupa, Sparkaupa, Úrvals og Strax, sem eru stað- settar víða um land, auk kostverslunar- innar Valgarðs á Akureyri. Hann útskrif- aðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1976. Gísli er giftur Láru Stefánsdóttur deildarstjóra upplýsingatæknideildar Menntaskólans á Akureyri og á hann fjög- ur börn.  Fjármálastjóri er Óm- ar Valdimarsson. Ómar er 36 ára rekstrarfræð- ingur frá Samvinnuhá- skólanum á Bifröst. Hans starfssvið verður fjármálastjórn. Ómar hefur starfað hjá Kaup- félagi Suðurnesja og Samkaupum hf. frá árinu 1996, fyrst sem verslunarstjóri á Ísafirði og síðan í mark- aðs- og þjónustudeild. Eiginkona Ómars er Sigurrós Helgadóttir og eiga þau tvo syni, Ólaf Valdimar, 12 ára, og Óskar Smára, 6 ára.  Forstöðumaður upp- lýsingamála er Axel Að- algeirsson. Axel er 32 ára og hefur starfað hjá Matbæ ehf. í tæpt ár sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra. Þar áður var hann versl- unarstjóri Húsasmiðj- unnar á Húsavík. Hans starfssvið verður innra eftirlit og eftirlit með upplýsingakerfi fyrirtækisins. Hann er iðnrekstrarfræð- ingur frá Háskólanum á Akureyri. Hann er í sambúð með Ragnheiði Lilju Bjarnadóttur kennara og eiga þau einn son, Aðalgeir, 2 ára.  Innkaupastjóri er Sturla Eðvarðsson. Sturla er 37 ára rekstr- arfræðingur frá Sam- vinnuháskólanum á Bif- röst. Hans starfssvið hefur með að gera inn- kaup og samningamál ásamt markaðsmálum. Hann starfaði sem verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík 1992-1994 og síðan sem verslunarstjóri hjá Samkaupum í Njarðvík frá 1994 en síðustu tvö ár hefur hann starfað sem rekstrarstjóri Samkaupa. Maki er Sig- urlaug Reynisdóttir bókari hjá Flugleiðum og dætur Erla María og Svava Rún. Samkaup hf. og Matbær ehf. ljúka samein- ingarferli  SIGURÐUR Ingvars- son hefur verið ráðinn forstöðumaður Til- raunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Á Tilraunastöð- inni fara fram grunn-, hagnýtar og þjónusturannsóknir á dýra- sjúkdómum. Sigurður lauk BS-prófi í líffræði frá Há- skóla Íslands árið 1979, viðbótarnámi (BS 120) árið 1980 og prófi í kennslu- fræði 1981, einnig frá Háskóla Íslands. Á árunum 1981–1984 starfaði hann við krabbameinsrannsóknir á frumu- líffræðideild Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði á Landspítala. Hann stund- aði framhaldsnám í sameinda- og krabbameinslíffræði við krabbameins- líffræðideild Karolinska Institutet í Stokk- hólmi árin 1984–1989 og lauk þaðan doktorsprófi (dr. med. sc.) árið 1989. Hann vann síðan að rannsóknum við sameindalíffræðideild sömu stofnunar 1989–1991. Rannsóknir hans í Svíþjóð beindust að krabbameinsgenum og hvernig örvun þeirra leiðir til æxlismynd- unar. Árin 1991–1995 starfaði Sigurður sem sérfræðingur við læknadeild Háskóla Ís- lands á frumulíffræðideild Rann- sóknastofu Háskólans í meinafræði og á sömu deild sem starfsmaður Landspít- alans frá 1995. Frá því að hann kom til Íslands hefur hann unnið að rannsóknum á sameindalíffræði og erfðafræði krabba- meina í mönnum, einkum brjósta- og rist- ilkrabbameins. Hann varð dósent við læknadeild Háskóla Íslands árið 1998, en hafði áður verið stundakennari við líf- fræðiskor í nokkur ár. Sigurður er kvæntur Þórunni M. Lár- usdóttur, hjúkrunardeildarstjóra á líkn- ardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, og eiga þau þrjú börn; Lárus, Tinnu og Val. Nýr forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.