Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Mingo kemur og fer í
dag. Helgafell kemur í
dag.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjud. og
fimmtud. kl. 14–17.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun í dag
kl. 17–18.
Mannamót
Norðurbrún 1 og Furu-
gerði 1. Farið verður í
Háskólabíó að sjá
Myndina „Mávahlátur“
kl. 14 mánud. 26. nóv.,
rútuferð frá Norð-
urbrún kl. 13 og Furu-
gerði kl. 13.10. Þátttaka
tilkynnist í s. 568-6960,
Norðurbrún og s. 553-
6040, Furugerði, fyrir
23. nóv.
Árskógar 4. Kl. 9 bók-
band og öskjugerð, kl.
13 opin smíðastofa, kl.
10 púttvöllur opinn. All-
ar upplýsingar í síma
535-2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9–9.45 leik-
fimi, kl. 9–12 tréskurð-
ur, kl. 9–16 handavinna,
kl. 10–17 fótaaðgerð, kl.
10 sund, kl. 13 leirlist.
Eldri borgarar, Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudög-
um kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga á föstu-
dögum kl. 13.30. Kóræf-
ingar hjá Vorboðum,
kór eldri borgara í Mos-
fellsbæ á Hlaðhömrum
á fimmtudögum kl. 17–
19. Uppl. hjá Svanhildi í
s. 586-8014 kl. 13–16.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9–
12 aðstoð við böðun, kl.
9–16.45 hárgreiðslu-
stofan opin, kl. 10 sam-
verustund, kl. 14 fé-
lagsvist.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 13 föndur og handa-
vinna, kl 14.45 söng-
stund í borðsal með
Jónu Bjarnadóttur.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Miðvikud. 21.
nóv.: Leshringur í
Bókasafninu á Álftanesi
kynning kl. 15.30.
Fimmtud.: 22 nóv. Fé-
lagsvist á Álftanesi kl.
19.30. Fimmtud.: 29.
nóv. Spilað í Holtsbúð
kl. 13.30. Föstud.: 30.
nóv. Dansað í kjallaran-
um í Kirkjuhvoli kl. 11.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Leikfimi í Íþróttahúsinu
við Strandgötu kl. 11:30
Saumar og bridge kl.
13:30. Tréútskurður í
Lækjarskóla kl. 13. Á
morgun verður píla og
myndlist. Á fimmtud.
verður opið hús kl. 14.
Lesið úr bókum, karla-
kórinn Kátir Karlar
syngur o.fl.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Þriðjudagur.
Skák kl. 13, haustmót.
Alkort spilað kl. 13.30.
Miðvikud.: Göngu-
hrólfar fara í göngu kl.
9.45 frá Hlemmi. Söng-
félag FEB kóræfing kl.
17. Línudanskennsla
fellur niður. Bridsnám-
skeið kl. 19.30. Söng-
vaka kl. 20.45, umsjón
Sigurbjörg Hólmgríms-
dóttir. Skrifstofan er
flutt að Faxafeni 12,
sama símanúmer og áð-
ur. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði, Glæsi-
bæ. Uppl. á skrifstofu
FEB. kl. 10–16 s. 588-
2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
vinnustofa, tréskurður,
kl. 9–13 hárgreiðsla, kl.
10 leikfimi, kl. 12.40
Bónusferð, kl. 13.15
bókabíll. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16,
blöðin og kaffi.
Garðabær. Opið hús í
Kirkjuhvoli í dag kl. 13–
16. Spilað og spjallað.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 9–12 opið hús
í Miðbergi, umsjón Sól-
veig G. Ólafsdóttir og
Hermann G. Valsson,
kl. 13 boccia. Myndlist-
arsýning Bryndísar
Björnsdóttur stendur
yfir, listamaðurinn á
staðnum. Upplýsingar
um starfsemina á staðn-
um og í síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 10–17 handa-
vinnustofa opin, leið-
beinandi á staðnum, kl.
9.05 og 9.50 leikfimi, kl.
9.30 glerlist, kl. 14 fer
þriðjudagsganga frá
Gjábakka, kl. 14 boccia,
kl. 16.20 og kl. 17.15
kínversk leikfimi.
Gullsmári, Gullsmára
13. Postulínsmálun kl.
9.15, jóga kl. 9.05,
handavinnustofan opin
kl. 13–16, leiðbeinandi á
staðnum, spænska.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og leikfimi, kl.
9.45 bankaþjónusta, kl.
13 handavinna, kl. 13.30
bænastund. Fótsnyrt-
ing, handsnyrting.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun, kl. 9
glerskuður og trémálun,
kl. 10 boccia, kl. 12.15
verslunarferð í Bónus,
kl. 13–17 hárgreiðsla,
kl. 13 myndlist.
Háteigskirkja eldri
borgar, á morgun, mið-
vikudag, fyrirbæna-
stund kl. 11, súpa í Setr-
inu kl. 12, spil kl. 13.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 tréskurður og op-
in vinnustofa, kl. 10
boccia, kl. 9–17 hár-
greiðsla.
Vesturgata 7. Kl. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–16
bútasaumur, kl. 9.15–
15.30 handavinna, kl. 11
leikfimi. kl. 13 spila-
mennska. Jólafagnaður
verður fimmtudaginn 6.
des. Húsið opnað kl.
17:30. Allir velkomnir.
Mánudaginn 26. nóv-
ember verður farið í
Háskólabíó á íslensku
myndina Mávahlátur.
Lagt af stað frá Vest-
urgötu kl. 13:30 (sýn-
ingin hefst kl. 14.) Uppl.
og skráning í s. 562-
7077.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskuður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13 hand-
mennt og körfugerð, kl.
14 félagsvist. Aðventu-
og jólafagnaður verður
6. desember. Jólahlað-
borð, ýmislegt til
skemmtunar. Skráning í
síma 561-0300.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svar-
að í síma 552 6644 á
fundartíma.
Eineltissamtökin.
Fundir á Túngötu 7 á
þriðjudögum kl. 20.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leik-
fimi kl. 11 í Bláa saln-
um.
ITC-deildin Fífa Kópa-
vogi fundur á morgun
kl. 20:15–22:15 í safn-
aðarheimili Hjalla-
kirkju. Allir velkomnir.
Púttklúbbur Ness.
Púttað verður í Tenn-
ishöllinni í Kópavogi í
dag, þriðjudag, kl. 13.
Bandalag kvenna í
Reykjavík, jólafund-
urinn verður á Hallveig-
arstöðum, Túngötu 14,
fimmtud. 22. nóv. kl. 20.
Dagskrá: hugvekja sr.
Guðný Hallgrímsdóttir,
upplestur Hlín Agnars-
dóttir, söngur, tískusýn-
ing og kaffiveitingar.
Geðhjálp. Formaður
Geðhjálpar, Sigursteinn
Másson, verður með
viðtalstíma á þriðjudög-
um kl. 17–19 á Túngötu
7. Tímapantanir í síma
570-1700. Allir velkomn-
ir!
Tómstundastarf eldri
borgara í Reykja-
nesbæ. Mánud. 18. nóv.
byrjar leikfimin í
Reykjaneshöllinni og
verður framvegis á
mánu- og mið-
vikudögum kl. 10, kenn-
ari Eygló Alexand-
ersdóttir.
Kvenfélagið Seltjörn,
Seltjarnarnesi, hefur
gestafund þriðjud. 20.
nóv. kl. 20.30. Gestir
fundarins eru úr Kven-
félagi Villingaholts-
hrepps. Skemmtiatriði.
ITC Irpa heldur fund í
kvöld kl. 20 í Hverafold
5. Á dagskrá verður
m.a. „Markviss fram-
sögn“. Allir velkomnir.
Uppl í síma 699-5023.
Í dag er þriðjudagur 20. nóvember,
324. dagur ársins 2001. Orð
dagsins: Og svo sem þér viljið, að
aðrir menn gjöri yður, svo skuluð
þér og þeim gjöra.
(Lúk. 6, 31.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 sláttur, 8 lund, 9 falla,
10 mergð, 11 ull, 13 óskir,
15 karldýr, 18 tvíund, 21
ætt, 22 skúta, 23 vesæll,
24 trassafenginn.
LÓÐRÉTT:
2 eyja, 3 harma, 4 and-
artak, 5 kæpan, 6 óblíður,
7 brumhnappur, 12 ögn,
14 stormur, 15 alin, 16
reiki, 17 rifa, 18 lítilfjör-
legur matur, 19 þulu, 20
gömul.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 tukta, 4 stétt, 7 púlum, 8 efins, 9 tel, 11 ráma,
13 buna, 14 tyfta, 15 baga, 17 ríkt, 20 aða, 22 rósin, 23
kætin, 24 arana, 25 róaði.
Lóðrétt: 1 tapar, 2 kýlum, 3 aumt, 4 stel, 5 élinu, 6 tuska,
10 erfið, 12 ata, 13 bar, 15 borga, 16 gusta, 18 ístra, 19
tonni, 20 anga, 21 akur.
K r o s s g á t a
Víkverji skrifar...
MIKIÐ hefur verið rætt umherta öryggisgæslu á flugvöll-
um í kjölfar árásarinnar á Bandarík-
in 11. september sl. Víkverji fór um
þrjá alþjóðaflugvelli fyrir skömmu
og varð ekki var við þessa auknu
gæslu nema hvað öryggisverðir virt-
ust vera fleiri í Leifsstöð en áður.
Reyndar telur vinkona Víkverja,
sem flaug nýverið frá London til Ís-
lands og aftur til baka nokkrum
dögum síðar, að eftirlitið sé frekar
yfirborðskennt á Heathrow-flugvelli
og í Leifsstöð. Með henni í för var 10
ára gamall sonur hennar og segir
hún að þau hafi farið alls sjö sinnum
í gegnum vegabréfaskoðun. Á heim-
leiðinni hafi sonurinn litið á vega-
bréfin og tekið eftir að hann var ekki
með vegabréfið sitt í höndum heldur
vegabréf bróður síns sem er þremur
árum eldri og töluvert ólíkur honum
í útliti. Móðirin var miður sín vegna
eigin mistaka, en þótti furðulegt að
hún kæmist upp með þau. Hún sagði
að fyrst strákurinn gæti ferðast á
vegabréfi bróður síns hlytu aðrir að
eiga auðvelt með að fara á milli á
vegabréfum annarra. Það væri
slæmt til þess að hugsa ef eftirlit
beindist fyrst og fremst að því hvað
menn væru með í farteskinu frekar
en hverjir væru á ferð á sama tíma
og hryðjuverkamenn hefðu uppi hót-
anir um frekari skemmdarverk og
árásir víða um heim.
x x x
VÍKVERJI fór til Stoke í Eng-landi á dögunum og voru allir
viðmælendur þar, hvort sem um var
að ræða leigubílstjóra, veitinga-
menn, afgreiðslufólk í verslunum
eða aðra, á einu máli um að lið knatt-
spyrnufélagsins Stoke ætti annað og
mun betra skilið en vera í 2. deild.
Eftir að hafa skoðað umgjörð félags-
ins, sem er ekki síðri en hjá mörgum
liðum í efstu deild fyrir utan æf-
ingasvæðið, mætt á æfingu, rætt við
leikmenn og aðra starfsmenn og
horft á leik með liðinu, er Víkverji
sannfærður um að viðmælendur
hafa lög að mæla. Ekki fer á milli
mála að Guðjón Þórðarson knatt-
spyrnustjóri eða herra G, eins og
hann er kallaður í Stoke, hefur mót-
að lið, sem spilar góða og skemmti-
lega knattspyrnu, og hefur eftir því
verið tekið í Englandi. Þarna hefur
verið unnið þrekvirki á skömmum
tíma og fái Guðjón ekki aðeins að
halda sínum mönnum heldur bæta
við sterkum stoðum til að efla hóp-
inn og auka samkeppni um stöður
virðist fátt geta komið í veg fyrir að
„Íslendingaliðið“ tryggi sér sæti í 1.
deild að vori. Hins vegar ber að hafa
í huga að tímabilið er langt og
strangt og í því sambandi má nefna
að á nýliðnum þremur mánuðum
hefur Stoke leikið meira en 20 leiki
með tilheyrandi ferðalögum um allt
England, en í efstu deild Íslands-
mótsins í knattspyrnu eru 18 um-
ferðir.
x x x
GAMAN er að sjá hvað GuðniBergsson, lögfræðingur og
knattspyrnumaður, nýtur mikillar
hylli í Bolton í Englandi og er Vík-
verji til vitnis um það að borgarbúar
kunna vel að meta framlag hans.
Guðni er fyrirliði Bolton, sem leikur
í ensku úrvalsdeildinni, einni sterk-
ustu knattspyrnudeild heims, og
segir það mikið um þennan frábæra
knattspyrnumann og leiðtoga.
Stemmningin á heimaleikjum liðsins
hefur enda verið frábær á líðandi
keppnistímabili og á Guðni stóran
þátt í velgengninni.
Slæm framkoma
FYRIR stuttu síðan tók
barnabarn mitt, 11 ára
stúlka, stætisvagn leið 4.
Þegar hún er að fara úr
vagninum biður hún um
skiptimiða. Strætisvagna-
stjórinn sagði þá við hana
að hún væri að ljúga því að
hún væri 11 ára og henti
henni út úr vagninum.
Stúlkan datt við það og það
blæddi úr fætinum. Stúlk-
unni varð mjög um þetta og
fékk áverkavottorð en hún
var nýstigin upp úr sjúkra-
húslegu. Finnst mér ljótt
að vita hvernig farið er með
börn og hvernig sumt full-
orðið fólk kemur fram við
þau.
Edda Gísladóttir.
Hégómi seldur
MÉR líst vel á að seldur sé
pólitískur hégómi sem
íþyngir lífi venjulegra
borgara, eins og t.d. Perl-
an.
Borgari.
Letterman
DAVID Letterman heitir
hann og þeir sem hafa séð
hann vilja halda áfram að
sjá hann. Hann hefur verið
til sýninga á ýmsum sjón-
varpsstöðvum hér á landi
en því miður ekki mjög
lengi í einu. Ég skora á alla
Letterman-aðdáendur að
standa saman og senda mér
tölvupóst á letterman@vis-
ir.is og við verðum að reyna
að fá hann í íslenskt sjón-
varp á ný og til frambúðar.
Gaui.
Tapað/fundið
Nokia-farsími týndist
NOKIA 450-farsími týndist
7. nóv. sl. Finnandi hafi
samband í síma 587 4414.
Rífleg fundarlaun.
Bleikt seðlaveski
týndist
BLEIKT seðlaveski týnd-
ist föstudaginn 9. 11. í
strætó leið 11 eða í Mjódd-
inni. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 865 4093.
Dúkur
týndist
Í BYRJUN ágúst tapaðist
dúkur úr þvottahúsinu
Fönn, Skeifunni 11, líkleg-
ast verið afhentur í mis-
gripum.
Dúkurinn er ljós að lit og
er ca 1,50 m á breidd og ca
2,50 m á lengd, mikið
bróderaður og rúnnaður á
hornum. Þeir sem gætu
gefið uppl. hringi í síma
510 6306.
Nokia 7110 týndist
NOKIA 7110-farsími týnd-
ist 14. nóv sl. í Perlunni eða
Sólborg, Leikskóla við
Vesturhlíð. Finnandi hafi
samband í síma 561 0465.
Dýrahald
Kettlingur týndist
GULUR og hvítur kettling-
ur, 4ra mánaða, týndist á
Holtsgötu 13 í Hafnarfirði
13. nóv. sl. Þeir sem hafa
orðið hans varir hafi sam-
band í síma 564 0699 eða
GSM 690 9699.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
FLUGLEIÐUM barst
fyrirspurn í bréfi til Vel-
vakanda um það hvers
vegna stálhnífapör væru
um borð í vélunum. Því
er til að svara að Flug-
leiðir hafa, líkt og önnur
alþjóðleg flugfélög, hert
á eigin öryggisreglum
og fylgja strangt eftir
öllum tilmælum sem
koma um öryggismál frá
opinberum aðilum. Frá
flugmálayfirvöldum í
Bandaríkjunum og Bret-
landi komu eftir 11.
september tilmæli um að
aðeins væru plast-
hnífapör um borð í flug-
vélum. Þannig er það í
flugi Flugleiða til þess-
ara landa.
Í flugi innan Evrópu
hafa flugfélög almennt
verið að taka upp notk-
un plasthnífapara og
það er einnig stefna
Flugleiða, þó opinberir
aðilar geri ekki kröfu
um það. Enda eru þau
stálhnífapör sem eru um
borð í vélunum rúnnuð
og hvergi oddhvöss eða
bitmikil og eru áfram
notuð í flugi víða um
heim. Vandi Flugleiða,
líkt og annarra, er sá að
eftir 11. september jókst
spurn eftir plast-
hnífapörum í flugheim-
inum svo gríðarlega að
framleiðendur hafa ekki
getað annað eftirspurn-
inni. Því tekur þessi
breyting sinn tíma, líkt
og aðrar breytingar sem
kalla á nýjan búnað um
borð í vélunum, eins og
breytingar á dyrabúnaði
fyrir flugstjórnarklefa
til dæmis.
Flugleiðir kappkosta
sem fyrr að fullnægja
öllum þeim kröfum um
aðgerðir og búnað sem
ætlað er að bæta flug-
öryggi og flugvernd.
Guðjón Arngrímsson,
upplýsingafulltrúi
Flugleiða.
Svar við fyrirspurn til Flugleiða