Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!" #
$%&#
'( )$*$ +,
- $ .-(*$ .&#+ / //0 "
% $%& 1// //22 '3 1// //24
#5#& ,# 666,#& ,#7#
spurningum um hvort sjá hefði mátt
ofmat Hafrannsóknastofnunarinnar
á þorskstofninum fyrir og hvort að
koma megi í veg fyrir að slíkt end-
urtaki sig.
Rosenberg sagði að fyrri athug-
anir á stofnstærðarmatinu gæfu til
kynna að þær aðferðir sem beitt
hefur verið, hafi ofmetið stofninn á
undanförnum árum. Hann sagði að
ofmat á stofnstærð þorsks á undan-
förnum árum mætti hins vegar mun
fremur rekja til þeirra gagna sem
fyrir lágu og túlkana á þeim, fremur
er þeirra aðferða sem beitt var. Til
dæmis gæti margt haft áhrif á veið-
anleika þorsks en hann sé aðeins
metinn út frá þeim gögnum sem fyr-
ir liggja.
Í svari við fyrirspurn sagði Rose-
berg að skekkja í stofnmati Haf-
rannsóknastofnunarinnar væri bæði
meiri og minni en gerst hafi í öðrum
löndum. En þegar horft væri til
þeirra áhrifa sem ofmatið hefur hér
á landi, svo sem við ákvörðun heild-
arafla ársins, væri ofmatið meira en
annars staðar. Rosenberg þvertók
fyrir að einblína um og of á hinn töl-
fræðilega þátt stofnmatsins og láta
hinn líffræðilega þátt sitja á hakan-
um. Hann sagði almennt viðurkennt
að framleiðni fiskistofna ykist þegar
veitt væri úr þeim og að taka bæri
tillit til þess í stofnstærðarmati.
Menn mættu hins vegar ekki ofmeta
þessa staðreynd og veiða of mikið.
Hann varaði því mjög við aukinni
sókn í smáfisk og vitnaði í þeim efn-
um til hruns þorskstofnsins á
Georges-banka við Norður-Amer-
íku. Aðspurður sagðist Rosenberg
ekki hafa skoðað sérstaklega áhrif
ólíkra umhverfisskilyrða í hafinu
kingum Ísland á stofnstærð þorsks
en slík athugun væri vissulega á
prjónunum. Hann benti hins vegar á
að væri mikilvægt að hafa í huga að
þó breytingar verði á umhverfisskil-
yrðum, þurfi þær ekki endilega að
hafa áhrif á dánartölu þorsksins.
Hann sagði að umhverfisskilyrði
hafi ekki skipt meginmáli við hrun
þorskstofnsins við Georges-Banka,
þar hafi fyrst og fremst verið um að
kenna ofveiði.
Dagar grisjunarkenninga liðnir
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar var ánægð-
ur með fyrirspurnarþingið við lok
þess á laugardaginn. Hann dró
nokkra punkta fram í lokin, þar sem
hann sagði meðal annars að það væri
deginum ljósara að dagar grisjunar-
kenningarinar væru liðnir.
„Umræðurnar síðastliðna tvo
daga hafa verið mikilvægar og gang-
legar enda hún í meginatriðum verið
málefnaleg,“ sagði Jóhann. „Ég er
ekki í vafa um að skoðanaskiptin nú
undanfarið, m.a. af frumkvæði Haf-
rannsóknastofnunarinnar hafi hefur
fært okkur nær hvert öðru á nokkr-
um mikilvægum punktum a.m.k.
Þegar á heildina er litið, held ég líka
að við getum slegið því föstu að ým-
islegt hefur skýrst frá því að menn
fóru yfir þessi mál í eldheitum um-
heildarveiði með hagnýtingu afla-
reglunnar. Hjá honum kom fram að
verulegt ofmat á þorskstofninum á
árunum 1998 og 1999 hafi leitt til of
mikillar veiði, miðað við aflaregluna
sem tekin var upp árið 1995. Sagði
hann að þrátt fyrir það væri þó
nokkur árangur af beitingu aflaregl-
unnar, þ.e. að leyfð sé veiði á 25%
veiðistofns. Þannig hafi fiskveiði-
dauði lækkað og veiðistofninn væri
ekki að minnka, hann væri jafnstór
og árið 1994. Óvissan um stofnmatið
væri hins vegar enn meiri en áður
var talið. Finna þyrfti leið til að tak-
ast á við aflasveiflur, enda væru
miklar sveiflur í afla erfiðar og óhag-
kvæmar fyrir sjávarútveginn og
þjóðarbúið í heild. Taldi Friðrik að
minnka þyrfti veiðiálag á stofninum,
en það myndi væntanlega leiða til
þess að fleiri árgangar bera veiðina
uppi, minni sveiflna í stofni og veiði,
auk minni kostnaðar við veiðarnar.
Ofmatið liggur í gögnum
Andrew Rosenberg, fiskifræðing-
ur og deildarforseti líffræði- og land-
búnaðardeildar háskólans í New
Hampshire, hefur að beiðni sjávar-
útvegsráðherra nýverið hafið athug-
un á nákvæmni stofnstærðar á
þorski á Íslandsmiðum og þol afla-
reglunar gagnvart skekkjum í mat-
inu. Hann sagði á þinginu að mark-
mið athugunar sinnar væri að svara
Gunnar sagði ljóst að ákveðnir
eiginleikar stjórnkerfis fiskveiða
hafi bein áhrif á stofnstærðarmat.
Þannig þyrfti að taka tillit til eðlis
stjórnkerfisins við stofnstærðarmat
og fiskveiðiráðgjöf. Sagði Gunnar
líklegt að núverandi stjórnkerfi væri
ekki nógu öflugt til að stýra veiðum
á Íslandsmiðum í átt til hagkvæmni
og þess vegna þurfi að bæta við öðr-
um stýriþáttum. Til að mynda væri
of mikil sókn innbyggð í kvótakerfið,
enda væri fiskveiðiflotinn of stór og
sóknargetan því verulega umfram
þörf. Til dæmi væri hægt að sýna
fram á að afkastageta togaraflotans
eykst um 4–5% á ári og að taka yrði
tillit til slíkra tæknibreytinga. Að-
spurður sagði Gunnar erfitt með að
meta hver væri hin rétta flotastærð
á Íslandsmiðum en hins vegar væri
ljóst að ekki þyrfti að stækka flotann
til að nýta toppa í stofnstærðinni.
Gunnar sagði að önnur stýrikerfi
fiskveiða, svo sem úthaldstakmark-
anir og svæðalokanir muni auk þess
ekki heldur duga einar og sér. Til
dæmis væri erfitt að mæla áhrif
svæðalokana og til þess að slík væri
mögulegt þyrfti að loka mun stærri
svæðum en nú er gert. Sagði Gunnar
að hagvæmast væri að nota samsett
kerfi við stjórn veiðanna og benti á
sóknarstýringu í því sambandi. Sam-
fara sóknarstýrinu væru hins vegar
einnig ýmis vandamál og því væri
því engin lausn í því fólgin að kasta
kvótakerfinu fyrir róða í stað henn-
ar.
Aflasveiflur óhagkvæmar
Friðrik Már Baldursson, hag-
fræðingur og rannsóknaprófessor
við viðskipta- og hagfræðideild raun-
vísindadeildar Háskóla Íslands,
ræddi á þinginu um samspil stofn-
stærðarmats og ákvörðunar um
SJÁVARÚTVESGRÁÐHERRA,
forstjóri Hafrannsóknastofnunar og
vísindamðurinn Andrew Rosenberg
telja að of mikið veiðiálag sé skýr-
ingin á slakri stöðu þorskstofnsins
hér og vísa á bug öllum kenningum
um svokallaða grisjun á fiskistofnun
til að auka afrakstur þeirra. Jafn-
framt telur sjávarútvegsráðherra að
Hafrannsóknastofnun hafi staðizt
vel þá gagnrýni sem á störf hennar
kom. Gunnar Stefánsson tölfræðing-
ur segir að hagvæmast sé að nota
samsett kerfi við stjórn fiskveiðanna
og benti á sóknarstýringu í því sam-
bandi.
Þetta kom fram á fyrirspurnar-
þingi sjávarútvegsráðuneytisins 16.
og 17. nóvember sl. Tilefni þingsins
var að ræða verulegt ofmat Haf-
rannsóknastofnunar og þorskstofn-
inum en undanfarin tvö ár hafa
væntingar um stækkun þorskstofns-
ins og auknar veiðiheimildir í kjölfar
þess ekki staðist. Á fyrirspurnar-
þinginu voru ræddar forsendur og
aðferðir vísindamanna á sviði stofn-
stærðarmats fiskstofna frá ýmsum
sjónarhornum, í þeim tilgangi að fá
opna gagnrýni og rökstudda um-
ræðu um málefnið.
Stjórnkerfi hefur bein áhrif á
stofnstærðarmat
Gunnar Stefánsson, tölfræðingur
og dósent við stærðfræðiskor raun-
vísindadeildar Háskóla Íslands,
ræddi á þinginu hagnýtingu niður-
staðna Hafrannsóknastofnunar við
veiðiráðgjöf. Hann sagði að komið
hafi í ljós að talsvert meiri breyti-
leiki væri í vistkerfinu en reiknað
var með og að til staðar væri meiri
óvissa en yfirleitt var gert ráð fyrir.
Með aukinni óvissu þyrfti að tak-
marka aflann frekar en áður var tal-
ið.
ræðum fyrir rúmum áratug enda
langtíma vöktun og rannsóknir und-
anfarinna ára skilað mikilvægri
þekkingu.
Marktækt samband milli
hrygningarstofns og nýliðunar
Í fyrsta lagi hlýtur það að teljast
markvert að í dag eru ekki aðeins
sterkar vísbendingar um að sam-
band hrygningarstofns og nýliðunar
sé fyrir hendi, sem ekki var óeðlilegt
að álykta hér áður fyrr þó umdeilt
hafi verið, heldur er sambandið nú
tölfræðilega marktækt eins og fram
kom í erindi Björns Ævarrs Stein-
arssonar í gær. Þetta helgast af
hinni að okkar mati óæskilegu til-
raunastarfsemi sem minnkun
hrygningarstofnsins hefur verið.
Í öðru lagi erum við uppekin í dag
af þeim uppgötvunum sem fram hafa
komið um erfðabreytileika þorsk-
stofnsins við Ísland eða stofneininga
þorsks, sem gerðar hafa verið af
Ólöfu Dóru Jónsdóttur, Önnu Dan-
íelsdóttur og fleirum. Við hljótum að
rannsaka þetta frekar og stefna að
því að stýra veiðunum í vaxandi
mæli á grundvelli þekkingar um
frekari stofnskiptingu þorsks. Þar
með myndu aukast líkur á að ekki sé
gengið á einstaka stofnhluta því auð-
velt er að ímynda sér að ástand
þeirra sé nokkuð breytilegt. Við vit-
um jafnframt að stofneiningarnar
blandast mikið á veiðislóð sem gerir
málið flóknara í framkvæmdalegu
tilliti. Það er áreiðanlegt að erfða-
breytileikinn í stofninum er eitt af
lykilatriðum þess hve afraksturs-
mikil skepna þorskur á Íslandsmið-
um er. Mikið ríður á að ganga ekki á
þennan breytileika sem svo vel hefur
reynst í gegnum árþúsundin. Og
meðan vitneskjan enn er ekki meiri
um þennan þátt er eina ráðið að
tryggja framtíð fjölbreytileikans að
stilla veiðum í hóf, minnka sóknina.
Stóru hrygnurnar mikilvægar
„Í þriðja lagi eru rannsóknir Guð-
rúnar Marteinsdóttur, Björns Gunn-
arssonar og fleiri á hrygningareðli
þorsks enn nýr þáttur í okkar vitn-
eskju frá því fyrir 10 árum eða svo
sem miklu um munar. Við höfum
rætt um stóru hrygnurnar og mik-
ilvægi þeirra, sem m.a. kallar á að
sérstaklega þarf að huga að verndun
þeirra og í raun veit á mikilvægi
þess að nýtingarstefna þorskstofns-
ins í framtíðinni taki mið af stofn-
samsetningunni á hverjum tíma.
Þannig rýmast skoðanir Sveinbjörns
Jónssonar í þessum efnum vel innan
viðhorfa okkar á Hafrannsókna-
stofnuninni.
Það er hins vegar deginum ljósara
dagar grisjunarkenningarinnar eru
liðnir. Þvert á móti sýnist mér lítill
ágreiningur vera um það að sóknin
hafi verið of þung á undanförnum
áratugum sem sé meginástæða okk-
ar stöðu í dag. Þeir erlendu sérfræð-
ingar sem hér töluðu í dag undir-
strikuðu þetta rækilega. Í ljósi
þeirrar auknu óvissu í stofnmati sem
fram hefur komið, þarf jafnframt að
„Tími grisjun-
arkenninga
er liðinn“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ræðir við gesti á fyrirspurnarþingi um starfsemi Hafrannsóknastofnunar
og stofnstærðarmat hennar á þorski. Með honum á myndinni eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður
og Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri, en í forgrunni eru Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi viðskiptaráðherra og
faðir Árna, og Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu.
Ánægja með fyrirspurnarþing
sjávarútvegsráðuneytisins
um hafrannsóknir