Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EIGANDI málverks sem sagt var eftir Jóhannes S. Kjarval tók það úr sölu á bandaríska uppboðsvefn- um ebay.com í gær eftir að hafa fallist á staðhæfingar íslenskra sérfræðinga þess efnis að verkið væri eftir Jóhannes Frímannsson. Kanadamaðurinn, sem rekur forn- munaverslun í Winnipeg, segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi sett málverkið á uppboð á vefnum fyrir viku í þeirri trú að það væri eftir Kjarval enda hefði sérfræðingur í Gimli staðfest að svo væri. Hugmyndin hefði verið að fá að vita hvers virði það væri og gefa síðan Listasafni Gimli það, en fá skattaafslátt í staðinn. Viðkomandi „sérfræðingur“ þvertekur fyrir, í samtali við Morgunblaðið, að hafa staðfest að málverkið væri eftir Kjarval. Hann hafi skoðað það að beiðni eigandans og sagt að það gæti hugsanlega verið eftir Kjarval en hann gæti ekki staðfest það því hann væri ekki sérfræðingur. Hins vegar hefði málið byrjað þannig að eigandi málverksins hefði tilkynnt eldri konu í Gimli ætlun sína. Hún hefði sagt annarri konu frá því að eigandi málverks eftir Jóhannes vildi gefa Gimli það og sú hefði sagt að væri það eftir Kjarval væri það mjög verðmætt. Fyrri konan hefði sagt eigandanum þetta og í kjölfarið hefði hann verið beðinn um að skoða málverkið. Eigandi málverksins segir að fyrir viku hafi hann sent Lista- safni Íslands fyrirspurn varðandi málverkið. Þorbjörg Br. Gunnars- dóttir, deildarstjóri safna- og sýn- ingardeildar Listasafns Reykja- víkur, staðfestir það og segir að beðið hafi verið um mynd af mál- verkinu. Myndir hafi borist og upplýsingar frá eigandanum um að hann væri búinn að skrá mál- verkið hjá ebay.com. Í gær var eigandanum síðan sent bréf þess efnis að umrætt verk væri ekki eftir Kjarval. Eigandinn svaraði strax og spurði hvort Kjarval hefði áritað einhverja mynd aðeins Jó- hannes. Í svarinu kom fram að ekki væri vitað til þess að Kjarval hefði áritað myndir með sama hætti og áritunin væri á umræddu verki. Í samtali við Morgunblaðið síð- degis í gær sagði eigandinn að málið væri úr sögunni og þetta hefði aldrei verið neitt mál ef hann hefði fengið umbeðnar upplýsing- ar þegar eftir þeim hefði verið óskað, en samanburður á undirrit- unum sýndi að verkið væri eftir Jóhannes Frímannsson. Viðkomandi fornmunasali segir að þó að hann hafi selt ýmislegt á Netinu hafi þetta verið í fyrsta sinn sem hann hafi sett málverk á uppboð á Netinu. Tilboðin bárust 13. og 14. nóvember og var hæsta boð 9.100 bandarískir dollarar, um 970.000 kr., en það var undir ótil- greindri lágmarksupphæð. Mikilvægt að fá ráðgjöf Tryggvi P. Friðriksson í Galleríi Fold segir að yfirleitt sé það þann- ig að hver sem er geti sett verk á uppboð á uppboðsvefjum eins og ebay.com. Eigandinn sé síðan ábyrgur fyrir því að réttar upplýs- ingar komi fram, t.d. að málverk sé eftir þann sem sagt sé að það sé eftir. Hann segist lítið vita um uppboð á málverkum á Netinu en fimm sinnum áður hafi hann rekið sig á að verið væri að bjóða upp eitthvað sem ekki hefði staðist. Hann segist telja að í umræddu tilfelli hefði eigandinn lítið getað gert ef hæsta boði hefði verið tek- ið og viðkomandi neitað að greiða. Hins vegar væri aðalatriðið að kaupa ekki hlut á Netinu sem kostar mörg hundruð þúsund krónur án þess að fá ráðgjöf hjá þar til bærum mönnum. Málverk eign- að Kjarval tekið úr sölu Undirskriftin á málverkinu sem var á uppboðinu. Morgunblaðið/Kristinn Undirritun á málverki eftir Jóhannes Frímannsson. Eigandinn viðurkennir að það sé eftir Jóhannes Frímannsson UPPSKIPUN úr hollenska flutningaskipinu Rade- plein tafðist um tvær klukkustundir í Njarðvíkur- höfn í gærmorgun vegna mótmæla Sjómannafélags Reykjavíkur á meintum samningsrofum og starfs- háttum Atlantsskipa, leigutaka skipsins. Að sögn Borgþórs Kjærnested, formanns Alþjóðaflutninga- verkamannasambandsins, hafa hásetar á skipinu verri kjör en íslenskir hásetar, eða 435 dollara í mánaðarkaup. Segir hann að Atlantsskipum verði stefnt fyrir félagsdóm fyrir rof á samningi við Bandaríkin um flutninga fyrir varnarliðið. Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, segir hins vegar að mótmæli sjómannanna hafi verið ólögleg. Skipið kom til hafnar í Reykjavík frá Nýfundna- landi á sunnudagskvöld og var þá 25–30 gámum af rækju skipað upp úr því. Félagar í Sjómannafélagi Reykjavíkur hugðu að uppskipun færi fram í gær- morgun og ætluðu að standa fyrir mótmælum þá um morguninn en skipið fór kl. 3 aðfaranótt mánu- dags til Njarðvíkur þar sem skipað var upp vörum fyrir varnarliðið. Þangað komu um 30 félagar úr Sjómannafélagi Reykjavíkur um kl. 8 og lögðu bíl- um sínum undir kranana í höfninni sem hindraði löndun úr skipinu. „Þessir flutningar eru brot á samningi við Banda- ríkin um flutninga fyrir varnarliðið og Atlantsskip- um verður stefnt fyrir félagsdóm vegna þeirra,“ sagði Borgþór Kjærnested við Morgunblaðið. „Samningurinn við Bandaríkin var ekki gerður milli Hollands og Bandaríkjanna, heldur Íslands og Bandaríkjanna og það er kveðið á um í samningnum að íslenskt skipafélag skuli sjá um ákveðinn hluta þessara flutninga en ekki hollenskt félag. Atlants- skip er ekki skipafélag heldur fyrirtæki.“ Borgþór segir ennfremur að mótmælendur hafi gert þá kröfu að íslensk kjör ríktu í íslenskum föstum áætl- anasiglingum, en mánaðarlaun hásetanna séu 435 dollarar á mánuði, sem er langt fyrir neðan taxta Alþjóðaflutningaverkamannasambandsins. Rekið eftir gildandi lögum Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóri Atlants- skipa, segir mótmæli sjómannanna ólögleg, enda sé Atlantsskip skipafélag sem rekið sé eftir gildandi lögum og reglum. Hann segir að skýrt sé kveðið á um það í íslenskum lögum að skipafélag sé það fyr- irtæki sem skilgreinir sig í skiparekstri. „Við erum vissulega í þeim rekstri,“ segir Stefán. „Radeplein er á tímaleigu, þ.e. við leigjum skipið með áhöfn og því eru sjómennirnir ekki í vinnu hjá okkur, heldur eiganda skipsins. Kröfur mótmæl- enda um að skipverjar í reglulegum siglingum milli Íslands og annarra landa skuli hafa laun íslenskra sjómanna eru í samræmi við baráttu sem Sjó- mannafélag Reykjavíkur hefur háð, en ekki í sam- ræmi við íslenskt lagaumhverfi. Við förum eftir lög- um en ekki óskum einstakra stéttarfélaga eins og Sjómannafélagsins.“ Töf á uppskipun hollensks skips vegna mótmæla sjómanna Hyggjast stefna Atlants- skipum fyrir félagsdóm Morgunblaðið/Hilmar Bragi Mótmæli sjómanna í Njarðvíkurhöfn fóru friðsamlega fram og voru ekki stöðvuð af lögreglu. Mótmæli sjómanna ólög- leg að mati Atlantsskipa LÖGREGLAN í Kópavogi handtók í gær mann sem grunaður er um kyn- ferðislega misneytingu gegn konu, þ.e. fyrir að brjóta á kynferðislegan hátt gegn henni án þess að hún komi við vörnum vegna þess að hún var rænulaus. Konan kærði atvikið á sunnudagskvöld. Lögreglan verst að öðru leyti fregna af rannsókn málsins en búist er við að málavextir skýrist fljótlega. Handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ TÆPLEGA fertug kona var dæmd í hálfs árs fangelsi í gær fyrir að leggja ítrekað með hnífi til dyravarð- ar Píanóbarsins í Reykjavík í mars í fyrra. Haldi konan almennt skilorð í þrjú ár fellur refsingin niður. Hnífslög konunnar náðu reyndar ekki í gegnum þykka úlpu sem dyra- vörðurinn klæddist og meiddist hann því ekki. Þess er getið í dómnum að úlpan hafi ekki skemmst við árásina. Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að þrátt fyrir að hnífurinn hafi ekki verið beittur eða með mjög hvössum oddi teljist hann hættulegt tæki sem sé sérlega áhættusamt að beita gegn mönnum en hnífurinn sem hún beitti var með 17,5 sentimetra löngu blaði. Fyrir dómi sagði dyravörðurinn að konunni hefði verið vísað út vegna ölvunar. Fyrir utan staðinn hefði hún verið með líflátshótanir sem hann tók lítið mark á. Þegar konan var alllengi búin að reyna að komast inn hefði hann fundið fyrir tveimur „pikkum“ í kviðinn. Hann hefði síðan fengið þrjú til fjögur högg á kviðinn. Í vottorði geðlæknis kemur fram að konan hefur átt við endurtekið þung- lyndi að stríða og notað þunglynd- islyf að staðaldri. Konan kvaðst hafa verið undir miklu andlegu álagi á þessum tíma enda nánast húsnæð- islaus með þrjú börn sín. Hún bar að ókunnur maður hefði áreitt sig í síma á heimili sínu kvöldið fyrir árásina og hefði dóttir sín orðið hrædd og sett hnífinn í tösku hennar. Þegar hún fór út að skemmta sér kvöldið eftir hefði hún ekki tekið eftir hnífnum. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi Hnífslögin náðu ekki í gegnum úlpuna SIGURBJÖRN Sveinsson, formað- ur Læknafélags Íslands, kveðst ekki geta tjáð sig um hugmynd Félags- þjónustunnar í Reykjavík að bjóða út læknisþjónustu á nokkrum hjúkr- unarheimilum í borginni. Fyrst þurfi hann að sjá útboðsgögn og því geti hann ekki tjáð sig um þetta tiltekna útboð. Afhenda á útboðsgögn í dag. „Viðhorf mitt almennt til þessara hluta er að mér virðast útboð geta átt við um læknisþjónustu eins og aðra þjónustu,“ segir formaðurinn. „Verkefnin þurfa þá að vera vel skil- greind. Það hlýtur hins vegar að vera erfitt að fara þessa leið, þegar um mjög persónulega þjónustu er að ræða, sem krefst samhengis í sam- bandi tveggja einstaklinga, þ.e. læknis og sjúklings. Það er líka óvíst hvaða afstöðu Læknafélagið tekur ef um undirboð á launaliðum tilboð- anna verður að ræða.“ Formaður Læknafélagsins Skilgreina þarf verk- efnið vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.