Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 15 Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:  þök  þaksvalir  steyptar  rennur  ný og gömul hús Góð þjónusta og fagleg ábyrgð undanfarin 20 ár - unnið við öll veðurskilyrði - sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 HELGI Jóhann- esson fram- kvæmdastjóri Norðurmjólkur hefur tekið við sem konsúll Dana á Akureyri. Helgi tók við stöðunni af Sig- urði Jóhannes- syni, fyrrverandi aðalfulltrúa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, en hann hafði gegnt stöðunni í 12 ár, eða frá árinu 1989. Helgi er fæddur á Akureyri 1956 og lauk MS-verkfræði frá Álaborg- arháskóla árið 1987. Hann er giftur Stefaníu Sigmundsdóttur leikskóla- kennara og tækniteiknara en hún starfar á tæknideild Akureyrar- bæjar. Þau eiga fjögur börn. Helgi var með bréfi Margrétar Danadrottningar 11. júlí í sumar til- nefndur konsúll á Akureyri. Hann var settur inn í embætti við athöfn á Akureyri fyrr í þessum mánuði, þar sem danski sendiherrann, Flemm- ing Mörch, og frú Hanne kvöddu Sigurð og buðu Helga velkominn í starfið. Skrifstofa konsúls verður á Súluvegi 1 á Akureyri, í starfstöð Norðurmjólkur. Nýr konsúll Dana á Akureyri Helgi Jóhannesson Samherji flytur hluta af kavíarframleiðslunni til Þýskalands Afkoman verið léleg hérlendis SAMHERJI hefur flutt hluta af tækjabúnaði sínum sem notaður var til kavíarframleiðslu í Strýtu á Akureyri til þýska fyrirtækisins Husmann und Hahn í Cuxhaven en Samherji á eignarhlut í fyrirtæk- inu. Um 20–30 manns starfa við kavíarframleiðsluna ytra sem fór í gang í september sl. og þar af þrír Íslendingar. Samherji keypti einnig tækja- búnað af fyrirtækjum hér heima og erlendis, sem hætt höfðu þessari framleiðslu, og var sá búnaður líka settur upp í Þýskalandi. Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri landvinnslu Sam- herja, sagði að afkoman í þessari vinnslu hefði verið léleg og menn hefðu því staðið frammi fyrir því að hætta kavíarframleiðslunni al- veg eða flytja hluta af henni til út- landa. „Við völdum þann kost að flytja framleiðsluna út enda eigum við þar ágætan hóp viðskiptavina. Erlendis er fyrirtækið ekki lengur háð því að kaupa eingöngu hrogn á Íslandi. Nú getum við keypt hrogn á því verði sem er á markaðnum hvar sem er á hverjum tíma og þannig minkað áhættuna í rekstr- inum. Vertíðin á Íslandi er á undan öllum öðrum vertíðum, hrognin því keypt á vorin og kavíarinn seldur á haustin. Í millitíðinni getur margt gerst og frá árinu 1997 hefur verð á hrognum í heiminum fallið eftir að vertíðinni lýkur á Íslandi. Frá þeim tíma höfum við greitt hátt verð fyrir hrognin að undanskildu árinu í ár.“ Aðalsteinn sagði að Samherji framleiddi ennþá kavíar á Akur- eyri en í mun minni mæli en áður. Hann sagði að ekki hefði verið tek- in nein ákvörðun um að hætta framleiðslunni endanlega á Akur- eyri. Ákveðið hefur verið að byggja nýja frystigeymslu við Strýtu á Akureyri í staðinn fyrir geymsluna sem eyðilagðist í eldi í júní sl. Að- alsteinn sagði að ekki væri end- anlega ljóst hversu stór byggingin yrði en þó líklega stærri en sú sem eyðilagðist. Hann sagði stefnt að því að hefja byggingarfram- kvæmdir næsta vor. RÚMLEGA tvítugur karlmaður hef- ur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða 50 þúsund króna sekt til ríkissjóðs og var sviptur ökurétti í átta mánuði. Loks var honum gert að greiða sak- arkostnað. Maðurinn var ákærður fyrir lík- amsmeiðingar af gáleysi og umferð- arlagabrot, með því að hafa ekið bif- reið, án þess að nota öryggisbelti, of hratt miðað við aðstæður og án nægilegrar aðgæslu. Maðurinn var á ferð við hringtorg á mótum Borgar- brautar og Hlíðarbrautar, en hann ók yfir hringtorgið og út á grasflöt á miðju þess, með þeim afleiðingum að hann ók á bifreið sem var að aka um torgið, en ökumaður hennar slasað- ist töluvert, hlaut m.a. mjaðmagrind- arbrot. Neitaði maðurinn fyrir dómi allri sök, en viðurkenndi að hafa ekið án öryggisbeltis. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu með vísan til framburðar vitna að maðurinn hefði gerst brotlegur, ekið of hratt án nægilegrar aðgæslu, sem varð til þess að ökumaður bíls sem hann ók á slasaðist. Héraðsdómur Norðurlands eystra Skilorðsbund- ið fangelsi og svipting ökuréttar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.