Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 37
fiú safnar punktum hjá okkur... me› flví a› nota Fríkorti› á næstu vikum. En flú getur líka unni› utanlandsfer› fyrir 200.000 krónur e›a vöruúttekt fyrir jólin. Í hvert sinn sem flú framvísar kortinu á tímabilinu 20.nóv. til 23.des. fer nafni› flitt í pott. Ef flú framvísar flví tíu sinnum áttu tíu „mi›a“ í pottinum flegar a›alvinningurinn ver›ur dreginn út á fiorláksmessu. Aukavinningar ver›a dregnir út vikulega. fiú safnar au›vita› punktum Alveg gæti ég flegi› utanlandsfer› fyrir fjölskylduna me› flví a› safna punktum. Nú e›a vöruúttekt fyrir 10.000 krónur! Svo má tvöfalda möguleikana me› flví a› svara nokkrum spurningum á www.frikort.is Lífi› á sína gó›u punkta! Váá! UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 37 Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. Hnepptar peysur Blússur Mikið úrval af fallegum hnepptum peysum og blússum MÉR VAR nokkuð skemmt þegar ég las grein Ólafs Hannibals- sonar í Morgunblaðinu 4. október sl. og aðra eftir Einar Karl Har- aldsson í Fréttablaðinu daginn eftir. Greinin var æru- meiðandi og villandi. Ólafur Hannibalsson hélt því fram að Bandaríkin veittu hryðjuverkamanni skjól og að George W. Bush forseti ætti þess vegna að framselja mig til Íslands svo hægt yrði að lögsækja mig. Fyrir hvað? Ég veit ekki til þess að ég hafi verið ákærður eða að Ís- lendingar hafi óskað eftir því að ég verði framseldur. Reyndar fór ég til Íslands í janúar 1988 til að svara orðrómi um ákæru á hendur mér fyrir að sökkva helmingi íslenska hvalveiðiflotans með því að opna botnhlera hvalveiðiskipa í nóvember 1986, en mér var þá sagt að engar ákærur yrðu birtar á hendur mér eða áhöfn minni. Ástæðan var augljós. Íslendingar vildu ekki fjölmiðlaumfjöllunina, sem myndi fylgja réttarhöldum yfir mér, og að flett yrði ofan af broti Ís- lendinga á reglum Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Herra Hannibalsson og Haralds- son (hljómar eins og persónur í gamanleik) lýsa því svo yfir að ég hafi verið útilokaður frá landvist í Evrópu. Þessi staðhæfing er ekki trúverðug. Reyndar var ég í Belgíu, Hollandi og á Ítalíu alveg nýverið. Ég hef oft farið til Evrópu frá 1986 og skip mín hafa margsinnis siglt til Evrópu, undir minni stjórn, síðast í maí á liðnu ári. Ef ég er lögbrjótur á Íslandi ættu þeir að tilgreina hvaða lög ég hef brotið. Mér hefur aldrei verið skýrt frá neinu slíku broti. Hafi verið gefin út heimild til að handtaka mig, hvers vegna hef ég þá ekki fengið hana? Það er hægurinn hjá að finna mig hafi lögregl- an fengið slíka heimild. Íslendingar hafa aldrei sent Bandaríkjunum, Kanada eða Evrópuríki beiðni um að ég verði framseldur. En til hægðarauka fyrir þessa tvo viðvaninga í blaðamennsku, sem virðast telja að staðreyndir skipti ekki máli, skal ég með glöðu geði koma til Íslands biðji Íslendingar mig um það. Það er engin þörf fyrir framsal. Verði ég ákærður svara ég ákærunni. Vilji Íslendingar leiða mig fyrir rétt þá fagna ég tækifær- inu til að beina athyglinni að sorg- legri sögu ólöglegra hvalveiða Ís- lendinga og ólöglegra og skaðlegra fiskveiða þeirra. Í Alaska er til orðtak sem hljóðar svo: „Orðagjálfur er ódýrt, en viskí kostar peninga.“ Þetta á vel við um Ólaf Hanni- balsson og Einar Karl Haraldsson. Orðagjálfur er ódýrt, strákar; hvar eru sannanirnar sem renna stoðum undir innantómu orðin sem þið spú- ið að hætti ómerkilegrar ræsis- blaðamennsku? Í greininni er aðgerðum Sea Shepherd líkt við gerðir Osama bin Ladens. Haldið þið að George W. Bush forseti eða einhver í banda- ríska utanríkisráðuneytinu myndi taka slíka ásökun alvarlega? Ég tel að þeir sem skrifa þetta ættu að fletta upp á orðinu „hryðjuverka- maður“ í orðabókinni. Ef ég er hryðjuverkamaður væri gott ef þeir útskýrðu fyrir mér hvers vegna George W. Bush forseti sæmdi mig verðlaununum „Daily Point of Light“ fyrir störf mín í þágu náttúruverndar í júní 1999? Ég hef einnig fengið stuðningsyfir- lýsingu fyrir baráttu mína gegn hvalveiðum frá Bill Clinton, fyrrver- andi forseta, og fjölda bandarískra þingmanna. Ólafur Hannibalsson og Einar Karl Haraldsson ættu að fara aftur í blaðamannaskóla til að fá almenni- lega fræðslu um notkun staðreynda og sönnunargagna í blaðaskrifum. Ég trúi því ekki að blöð ykkar líði svona óvandaða blaðamennsku. Ef þið hafið eitthvað að segja þá skulið þið segja það, en reynið að fara rétt með staðreyndir. Ódýrt orðagjálfur Paul Watson Hvalveiðar Ég skal með glöðu geði koma til Íslands, segir Paul Watson, biðji Íslendingar mig um það. Höfundur er skipstjóri, formaður og stofnandi náttúru- verndarsamtakanna Sea Shepherd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.