Morgunblaðið - 20.11.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 20.11.2001, Síða 1
266. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 20. NÓVEMBER 2001 ÍBÚAR í Kabúl sjást á myndinni troðast inn í kvikmyndahús í borginni í gær, til að berja aug- um fyrstu kvikmyndina sem sýnd var eftir brotthvarf talibana. Kvikmyndasýningar voru með- al þess sem talibanar bönnuðu í nafni trúarinnar á fimm ára valdatíma sínum í Afganistan. Ekki var því að undra að áhuginn væri mikill á sýningu afgönsku myndarinnar „Urur“, eða „Upp- risa“, í gær. Bakthar-kvikmynda- húsið í Kabúl tekur 600 manns í sæti, en óeirðir brutust út þegar ljóst var að færri komust að en vildu og þurfti herlögregla að stilla til friðar. Reuters Kabúlbúar ákafir í bíó STAÐFEST var í gær að fundist hefði olía og gas í færeyskri lögsögu. Eyðun Elttør, ráðherra olíumála í landstjórninni, ráðlagði fólki samt að taka tíðindunum með ró þar sem því færi fjarri að búið væri að ganga úr skugga um að magnið væri nógu mikið til að hægt væri að nýta lind- irnar. Nokkur fyrirtæki hafa leitað í lögsögu Færeyja en ekki fannst neitt á hinum svæðunum. Vegna vetrar- komu verður nú gert hlé á aðgerðum þar til næsta vor. Elttør sagði niðurstöðurnar afar jákvæðar fyrir Færeyinga og magn- ið „verulegt“ en enn væri of snemmt að segja til um hvort það gæti borg- að sig að vinna olíuna. „Þegar þeir sem hafa fengið leyfi til leitar eru búnir að komast að endanlegri nið- urstöðu um árangur borananna – sem á að gerast ekki síðar en átta mánuðum eftir að brunninum hefur verið lokað á ný – er gert ráð fyrir að samin sé endanleg skýrsla um árangurinn og hún afhent olíuráðu- neyti Færeyja,“ sagði Elttør á blaða- mannafundi í Þórshöfn í gær. Ef magnið reynist nægilega mikið munu líða nokkur ár þar til hægt verður að hefja vinnslu við Færeyj- ar. Olían fannst á svæði sem banda- ríska fyrirtækið Amerada Hess hef- ur til umráða ásamt danska félaginu DONG og færeyska fyrirtækinu Atl- antic Petroleum. Svæðið er skammt frá mörkum lögsögu Færeyinga og Breta út af Hjaltlandi. Amerada Hess hafði fengið heimild til að bora niður á 3.800 metra dýpi undir hafs- botni en fékk leyfi til að fara neðar og það bar árangur. „Framundan eru spennandi tímar þegar metnar verða þær jarðfræði- legu upplýsingar sem fengist hafa með borunum í sumar,“ sagði Elttør. Olía finnst við Færeyjar Óvíst hvort magnið reynist vinnanlegt Þórshöfn. Morgunblaðið. VÍÐA um heim var fylgst með miklu sjónarspili er agnir úr slóða halastjörnunnar Temple-Tuttle, svonefndir leónítar, brunnu upp í gufuhvolfinu. Myndin var tekin á tíma af himninum yfir Fuji- fjallinu í Japan í gærmorgun. Ljósröndin neðst er frá bílum. Reuters Loftsteinaregn yfir Fuji HARÐAR loftárásir voru gerðar í gær á stöðvar talibanaherja í borginni Kunduz í norðurhluta Afganistan en borgin er umsetin fjölmennu liði Norðurbandalagsins. Fjöldi erlendra stuðningsmanna talibana er í borg- inni og hafa þeir að sögn flóttafólks skotið talibana sem vildu gefast upp. Einnig voru gerðar loftárásir á Kandahar í suðurhlutanum en þar er öflugasta vígi talibana. Mohammad Omar, helsti leiðtogi talibana, er sagður vera enn í borginni. James Dobbins, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar, kom óvænt í gær til Kabúl og átti þar fund með Burh- anuddin Rabbani, forseta ríkisstjórn- arinnar sem Norðurbandalagið stendur að og hefur notið viðurkenn- ingar alþjóðasamfélagsins hjá Sam- einuðu þjóðunum síðustu árin. Rabb- ani kom til Kabúl á laugardag í fyrsta sinn frá árinu 1996 en hann sagðist í samtölum við Dobbins og fulltrúa SÞ, Francesc Vendrell, ekki myndu gera kröfu til þess að verða leiðtogi lands- ins. „Fyrrverandi talibanar“ til en engir hófsamir Ljóst er að Pastúnar, sem eru um 40% Afgana, myndu ekki sætta sig við að þjóðarbrot Norðurbandalagsins hefðu yfirburðastöðu í stjórn landsins og er því lögð áhersla á að mynda nýja stjórn með samningaviðræðum þar sem hófsamir Pastúnar eigi fulltrúa. Norðurbandalagið hefur fallist á að fundur fulltrúa þjóðarbrotanna um myndun bráðabirgðastjórnar verði haldinn á vegum SÞ og er sennilegt að hann verði í Evrópulandi, ef til vill Austurríki. Dobbins sagði ekki koma til greina að neinir liðsmenn talibana ættu þar fulltrúa. Engir hófsamir tal- ibanar væru til en „fyrrverandi talib- anar eru annað mál“. Leiðtogar úr röðum Pastúna eru sagðir ræða við talibana um að þeir gefist upp í Kandahar og Kunduz. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, vísaði í gær á bug hugmyndum um að Omar fengi að fara í friði með mönnum sínum frá Kandahar. Talið er að ræningjar hafi myrt þrjá vestræna fréttamenn og afg- anskan ljósmyndara í fyrirsát við þjóðveg skammt austur af Kabúl í gær. Vestrænu fréttamennirnir þrír voru frá Spáni, Ítalíu og Ástralíu. Talsmaður SÞ í Kabúl sagði að vegir til borgarinnar frá pakistönsku landa- mærunum væru mjög ótryggir en ekki er ljóst hvort morðingjarnir voru úr röðum herliðs talibana. Harðar loftárásir á talibana í Kunduz Rumsfeld andvígur því að Omar fái að yfirgefa Kandahar í friði Washington, Kabúl, Islamabad. AP, AFP.  Talið að/23 COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, flutti í gær ræðu í Kentucky og hvatti hann ákaft til þess að hafnar yrðu strax friðarviðræður í Miðausturlöndum. Ráðherrann sagði að Palestínumenn yrðu að binda enda á ofbeldi en jafnframt yrði að stöðva útþenslu landnemabyggða gyðinga. Powell hvatti Ísraela til að viður- kenna þær þjáningar sem hernám þeirra á Vesturbakkanum og Gaza- ströndinni hefði í för með sé fyrir Pal- estínumenn og sagði að því yrði að ljúka. Hann fordæmdi einnig aukin umsvif landnema úr röðum gyðinga á hernumdu svæðunum. Sagði hann landnámið „grafa stöðugt“ undan til- raunum sem gerðar væru til að koma á varanlegum friði. Ariel Sharon, forsætisráðherra ÍsraSels, sagðist í gær fagna hug- myndum Powells sem hyggst senda fulltrúa sína til viðræðna við deilu- aðila. Yossi Beilin, þingmaður Verka- mannaflokksins í Ísrael og einn af höfundum Óslóarsamkomulagins 1993, sagði ræðu Powells „sögulega“ vegna þess að hún sýndi að Banda- ríkjamenn ætluðu á ný að gerast virk- ir þátttakendur í friðarferlinu eins og þeir voru er það hófst 1991. Talsmenn Palestínustjórnar lýstu einnig ánægju sinni og töldu Powell hafa sannað að Bandaríkjastjórn teldi brýnt að viðræður hæfust strax og án skilmála. Sharon hefur krafist þess að kyrrð ríki á hernumdu svæðunum í sjö daga áður en viðræður hefjist. Talsmenn Evrópusambandsins töldu Bandaríkin og sambandið vera sam- stíga í afstöðu sinni til vandans. Powell gagnrýnir landnám Jerúsalem, Washington. AFP, AP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.