Morgunblaðið - 20.11.2001, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 31
væri liður
i hún m.a.
kir náms-
sem þeir
um vegna
málum.
ga við er-
Auður að
markaða í
vert að at-
ð mál sem
að móður-
r, þvínæst
væri nauð-
u sér full-
pti á kín-
vo að slík
menn.
öld
ján Árna-
málnefnd-
Málstefna
málnefnd
að gerð til-
mótun þar
á að kraft-
efðu fram
fremst að
.e. spurn-
ungumáls-
aðla, sem
ara sé að
r langar“.
il kominn
umfangs-
ð íslenskri
n lyti að
ungumála
ætti kenna
tungumál
dæmi, þ.e.
egna þess
yfir þann
eina sem
m þennan
ja skýrslu
forstöðu-
ðvar sem
Norrænu
m megin-
eindist að,
ölmiðlum,
m og at-
að hafa
ur síðast-
um hvað
rstakri at-
rfsemi Ís-
hafi t.d.
afnan töl-
0 erlendu
væri við-
pu Íslend-
ðum sín á
egrar ná-
ályktun að
vanda ís-
þar sem
ar íslensk
sem blasa
21. öldinni
þá, að samhengi íslensks ritmáls
haldist og saga íslensks máls lengist,
eða að erlendir málstaðlar ryðji
þeim innlendu úr vegi. Þriðji mögu-
leikinn væri að nýr ritmálsstaðall,
þ.e. nokkurs konar nýíslenska, yrði
látinn þróast með því að breyta að
einhverju marki þeirri stefnu sem
viðurkennd hefur verið. Sagði Krist-
ján fyrsta kostinn þann eina sem
hægt væri að mæla með, því að með
því yrði lifandi tengslum við íslensk-
an bókmenntaarf viðhaldið og stað-
all sem byggðist á sögulegum grunni
ætti auðveldara með að takast á við.
„Verði teknir hér upp erlendir mál-
staðlar verður Ísland jaðarsvæði, án
miðju. Þ.e. menningarleg og pólitísk
miðja flyst úr landi. Gera má ráð fyr-
ir að það afbrigði heimsmálsins sem
hér myndi þróast ætti í jafnmikilli og
raunar meiri vök að verjast gegn
umheiminum og sá staðall sem við
búum við. Eina raunhæfa lausnin
virðist að viðhalda íhaldssemi,“
sagði Kristján að lokum.
Breytileiki tungumálsins
Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri
Morgunblaðsins, ræddi aðlögunar-
hæfileika tungumálsins í erindinu
„Safngripur eða lifandi verkfæri?“.
Minnti Karl í fyrstu á að tungumálið
væri fullkomnasta kerfi sem þekkt-
ist til að koma hugsunum á fram-
færi. En til þess að tungumál fengju
staðið af sér umbreytingar yrðu þau
að fá að þróast. „Ein forsendan fyrir
því að tungumál haldi velli er að það
haldi takti við tímann. Ef tungan
breytist í safngrip hættir hún að
vera nothæf og eitthvað annað verð-
ur að taka við. Því má ekki umgang-
ast tunguna eins og safngrip, sem
ekki má snerta nema til að þurrka af
honum rykið. Það má heldur ekki
umgangast tunguna eins og sjúk-
ling, sem ekki er hugað líf,“ sagði
Karl og ítrekaði það að tungumálið
yrði að vera nothæft fólki úr öllum
atvinnugreinum.
Við mótun og viðhald slíks tungu-
máls sagði Karl fjölmiðla gegna
miklu ábyrgðarhlutverki. Lagði
hann þar áherslu á blæbrigðaríkt
mál, ekki síður en rétt mál, því
tungumálið væri okkar helsta verk-
færi til tjáningar og miðlunar merk-
ingar. Tók hann að lokum undir með
Kristjáni Árnasyni um að skynsam-
leg íhaldssemi skyldi höfð að leiðar-
ljósi við mótun íslenskrar málstefnu,
þannig að haldið yrði í grundvallar-
þætti málsins um leið og því yrði gef-
ið svigrúm til heilbrigðrar þróunar.
„Þótt íslensku sé að finna á söfnum
er hún ekki safngripur enn,“ sagði
Karl Blöndal að lokum.
Egill Helgason blaðamaður var
síðastur á mælendaskrá og er óhætt
að segja að hann hafi hitað vel upp
fyrir pallborðsumræður fyrirlesara
og þinggesta sem við tóku. Varpaði
Egill fram þeirri spurningu hvort ís-
lenskan væri ekki í raun prísund,
sem við Íslendingar sætum fastir í.
Vegna smæðar íslensks málsvæðis
væri okkur illmögulegt að leita at-
vinnutækifæra og búsetu í löndum
þar sem mannfjöldi væri meiri og
tækifærin fleiri. Sagði hann jafn-
framt enskukunnáttu Íslendinga
stórlega ofmetna, og spurði hvort
farsælla væri að leyfa íslenskunni að
lúta í lægra haldi fyrir enskunni, ef
þróunin stæði í þá átt.
Í pallborðsumræðum var hug-
myndin um íslensku sem menning-
arlegt fangelsi rædd ennfremur.
Komu Kristján Árnason og Auður
Hauksdóttir m.a. fram með það
sjónarmið að hið litla málsvæði ís-
lensku yrði einmitt til þess að Ís-
lendingar leituðu þekkingar og bú-
setu til annarra þjóða og öðluðust
þar af leiðandi víðsýni. Eftir áfram-
haldandi líflegar umræður með þátt-
töku þinggesta sleit Jóhann Guðni
Reynisson fundarstjóri sjötta mál-
ræktarþingi.
afngrip-
i tæki“
Jim Smart
fhendir
rgarhá-
ngi.
heida@mbl.is
Á FUNDI launanefndarsveitarfélaganna og tón-listarskólakennara sl.föstudag lagði launa-
nefndin fram nýjar hugmyndir að
lausn. Annars vegar um skamm-
tímasamning sem gildi til 31. júlí á
næsta ári. Hugmynd nefndarinnar
var að nefnd fagaðila og samnings-
aðila fjallaði um kerfisbreytingar á
tónlistarskólanum og þær breyting-
ar gætu verið valkvæðar. Þessari
hugmynd höfnuðu tónlistarskóla-
kennarar. Sigrún Grendal Jóhann-
esdóttir, formaður Félags tónlistar-
skólakennara, sagði að tónlistar-
skólakennarar væru búnir að gera
einn skammtímasamning og reynsl-
an af honum væri þannig að þeir
teldu ekki ástæðu til að gera annan
slíkan samning.
Launanefndin varpaði einnig
fram þeirri hugmynd að gera samn-
ing til nóvembermánaðar 2004.
Samningurinn átti að fela í sér 32%
byrjunarhækkun að meðaltali en
auk grunnsamnings verði ákvæði
samin með fagaðilum um valkvæð-
ar leiðir um aukna þjónustu sem
einstök sveitarfélög gætu keypt af
tónlistarskólakennurum.
Sigrún sagði að tónlistarskóla-
kennarar útilokuðu ekki að skoða
þessa leið frekar. Ekkert viðbótar-
fjármagn hefði hins vegar verið að
finna í þessu tilboði. Úr því yrði að
bæta ef þessi hugmynd ætti að geta
orðið grundvöllur að samningi.
„Staðreyndin er sú að hvorki tón-
listarskólarnir né sveitarfélögin
hafa lagt sérstaklega mikla vinnu í
að ákveða hvernig tónlistarskólinn
eigi að líta út í framtíðinni. Mikil
vinna var á sínum tíma lögð í að
móta framtíðarsýn grunnskólans
og kjarasamningurinn sem gerður
var um síðustu áramót byggðist að
nokkru leyti á þeirri sýn,“ sagði
Birgir Björn Sigurjónsson, formað-
ur samninganefndar launanefndar
sveitarfélaganna.
13 mánaða kjaraviðræður
Segja má að kjaraviðræður tón-
listarkennara og sveitarfélaganna
hafi staðið með hléum í 13 mánuði.
Kjarasamningur félagsins rann út
um síðustu áramót en þar sem illa
gekk fyrir samningsaðila að ná
samkomulagi ákváðu þeir að gera
skammtímasamning sem rann út
31. júlí. Þegar samningurinn var
undirritaður lýsti launanefnd sveit-
arfélaganna yfir vilja til að ljúka
gerð langtímasamnings í maí. Það
gekk hins vegar ekki eftir. Launa-
nefndin gerði tónlistarskólakennur-
kennslutíma. Ekki hafi heldur verið
gert ráð fyrir fleiri starfsdögum og
ekki hafi verið gert ráð fyrir að tón-
listarkennar skiluðu meiri vinnu ut-
an kennslu.
Sigrún sagði að þarna væri ekki
farið rétt með af hálfu launanefnd-
ar. Tilboð launanefndar sem lagt
hefði verið á borð tónlistarskóla-
kennara gerði ráð fyrir kennslu í 36
vikur eins og í grunnskólum. Til-
boðið gerði einnig ráð fyrir veruleg-
um breytingum á starfstíma tónlist-
arskóla. Hún sagði að tónlistar-
skólakennarar hefðu fallist á
sambærilega vinnu undir stjórn
skólastjóra og í grunnskólum. Þá
mætti ekki gleyma því að vikulegur
vinnutími í grunnskólum hefði verið
styttur í síðustu samningum um
2,91 klst. Ekki mætti heldur
gleyma því að árleg vinnuskylda í
grunnskólum og tónlistarskólum
yrði hin sama eftir samning, eða
1.800 klukkustundir miðað við
þeirra eigin tilboð.
Birgir Björn sagði að kennslu-
skylda í grunnskólum væri 18,67
tímar á viku og kennsluvikurnar
væru 37. Samkvæmt kjarasamningi
tónlistarskólakennara væri
kennsluskylda þeirra 19,5 stundir á
viku og kennsluvikurnar væru 36.
Þetta segði hins vegar ekki alla
sögu vegna þess að önnur ákvæði
samningsins og gerði það að verk-
um að kennsla í tónlistarskólum
stæði ekki nema í 31–33 vikur.
Kennslumagnið í tónlistarskólum
væri því minna en í grunnskólum og
launin hlytu að taka við af því.
Í kjarasamningi við grunnskóla-
kennara er kennsluskylda kennara
í fullu starfi 28 kennslustundir á
viku eða 18,67 klukkustundir.
Kennarar sem náð hafa 55 og 60 ára
aldri geta fengið afslátt frá
kennsluskyldu gegn samsvarandi
vinnu við önnur störf í skóla þó
þannig að á móti hverri kennslu-
stund (40 mínútum) sem felld er
niður komi vinna í eina klukkustund
(60 mín). Á heimasíðu launanefndar
segir að kennsluskylda tónlistar-
skólakennara sé minni en grunn-
skólakennara. Meðalkennsluskylda
þeirra sé 18,55 stundir á viku sam-
kvæmt sameiginlegu úrtaki.
Tónlistarskólakennarar eru ekki
sáttir við þennan samanburð og
segja að miðað við upplýsingar frá
FT og FÍH frá árinu 1997 megi
áætla að meðalkennsluskylda allra
tónlistarkennara á landinu sé á
bilinu 19,3–19,4 tímar á viku.
færa „sporslur“ inn í taxta.
„Við tókum inn í grunnlaun
grunnskólakennara greiðslur fyrir
umsjón með bekk, en það á ekki við
um tónlistarskólakennara. Við tók-
um inn í taxta árganga- og fag-
stjórn, en það á ekki heldur við um
tónlistarskólakennara. Við tókum
inn í taxtann greiðslur fyrir umsjón
með tækjum og það á í sjálfu sér
ekki heldur við. Við tókum líka inn í
taxta grunnskólakennara greiðslur
fyrir yfirferð yfir heimanám nem-
enda. Það á ekki við um tónlistar-
skólann.
Þessi munur á skólunum gerir
okkur erfitt fyrir að yfirfæra samn-
ing grunnskólakennara yfir á tón-
listarkennara,“ sagði Birgir Björn.
Til viðræðu um hagræðingu
Sigrún sagði að tónlistarkennar-
ar hefðu í viðræðum við launa-
nefndina lýst sig tilbúna til að koma
á móts við kröfur sveitarfélaganna
um hagræðingu og breytingar á
skipulagi skólastarfs. Það hefði
hins vegar enn sem komið væri ekki
dugað til að koma hreyfingu á við-
ræðurnar. Aðalatriðið væri þó að
sveitarfélögin hefðu einfaldlega enn
sem komið væri ekki verið tilbúin til
að reiða fram nægilegt fjármagn.
Sigrún sagðist vera mjög óánægð
með vinnubrögð launanefndarinn-
ar. Nefndin hefði fyrir helgi sett inn
á heimasíðu sína upplýsingar um
stöðu viðræðnanna þar sem rangt
væri farið með staðreyndir.
Á heimasíðu launanefndar segir
að við samanburð á tilboði launa-
nefndar til tónlistarskólakennara
og grunnskólakennara verði að
hafa í huga að í samningi grunn-
skólakennara hafi sveitarfélögin
verið að kaupa aukna vinnu. Skóla-
tími nemenda hafi verið lengdur úr
170 dögum í 180 daga, starfsdögum
kennara utan kennslutíma hafi ver-
ið fjölgað úr 10 í 12 og tími utan
kennslu undir stjórn skólastjóra
hafi verið lengdur úr þremur tímum
á viku í 9,14 klukkustundir. Í tilboði
launanefndar til tónlistarkennara
hafi hins vegar ekki verið gerð nein
krafa um lengingu skóla- eða
um tilboð í maí en því höfnuðu
kennarar og má segja að síðan hafi
lítið þokast í viðræðunum.
Sigrún Grendal sagði að megin-
krafa tónlistarskólakennara væri
að laun þeirra yrðu þau sömu og
annarra kennara. Lengst af hefðu
laun tónlistarskólakennara verið
þau sömu og framhaldsskólakenn-
ara. Áður en að kennarar gerðu
kjarasamninga um síðustu áramót
hefðu meðaldagvinnulaun tónlistar-
skólakennara verið 5–10% lægri en
laun annarra kennara. Ef tónlistar-
skólakennarar tækju tilboði launa-
nefndar sveitarfélaganna yrði
launamunurinn hins vegar 18–28%.
Byrjunarlaun tónlistarskóla-
kennara samkvæmt gildandi kjara-
samningi eru tæplega 105 þúsund
krónur á mánuði. Launanefndin
hefur boðist til að hækka byrjunar-
launin í tæplega 147 þúsund krón-
ur. Byrjunarlaun grunnskólakenn-
ara eru hins vegar rúmlega 166
þúsund og byrjunarlaun framhalds-
skólakennara eru 179 þúsund.
Birgir Björn sagði að eitt af því
sem gerir lausn kjaradeilunnar erf-
iða væri að tónlistarskólarnir og
grunnskólarnir væru sumu leyti
ólíkar stofnanir og því væri ekki
einfalt mál að yfirfæra kjarasamn-
ing grunnskólakennara yfir á tón-
listarkennara.
„Við vorum að gera miklar breyt-
ingar á störfum og kjörum grunn-
skólakennara í samningnum sem
gerður var í byrjun ársins. Tals-
verður hluti af hækkun þeirra á
taxtalaunum var fjármagnaður með
því að við vorum að taka alls kyns
yfirvinnugreiðslur inn í grunnlaun-
in. Við skertum alls kyns afslætti
sem fólk hafði haft á vinnuskyldu.
Við vorum að lengja starfstíma
skólans. Við vorum að auka vinnu
þeirra inn í skólanum. Ég sé ekki
fyrir mér að við gerum umtalsvert
meiri launabreytingar hjá tónlistar-
skólanum öðruvísi en að það væri
vegna einhverra slíkra breytinga.“
Birgir Björn var spurður hvort
kjarasamningur tónlistarskóla-
kennara biði upp á einhverjar slíkar
breytingar, þ.e. hvort hægt væri að
Verkfall tónlistarkennara hefur staðið í fjórar vikur
Lausn kjaradeilunn-
ar ekki í augsýn
Verkfall tónlistarskólakennara hefur nú
staðið í fjórar vikur. Bendir flest til að enn
sé talsvert í lausn deilunnar þrátt fyrir að
reynt sé að leysa hana á nýjum forsendum.
Egill Ólafsson kynnti sér stöðuna.
egol@mbl.is
UM 1.500 manns mættu á baráttufund tónlistar-
skólakennara sem haldinn var í Háskólabíói á
sunnudaginn. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir,
formaður Félags tónlistarskólakennara, sagði
að þessi góða þátttaka færði tónlistarskóla-
kennurum aukinn kraft og sannfæringu um að
þeir væru á réttri leið í baráttu sinni fyrir bætt-
um kjörum.
Á fundinum var flutt tónlist og gestir ávörp-
uðu fundinn. Þau sem fram komu voru Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, Karlakór Reykjavíkur,
Karlakórinn Fóstbræður, Ólafur Kjartan Sig-
urðsson, Stórsveit Reykjavíkur og Stuðmenn.
Ávörp fluttu Eiríkur Jónsson, formaður Kenn-
arasambands Íslands, Sigrún Grendal Jóhann-
esdóttir, formaður Félags tónlistarkennara, og
Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra
hljómlistarmanna. Sérstakir heiðursgestir á
fundinum voru Guðmundur Jónsson óperu-
söngvari, Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleik-
ari, Ágúst Einarsson prófessor og Þórólfur
Þórlindsson prófessor.
Fjölmenni á
baráttufundi
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Háskólabíó var fullt á baráttufundi tónlistarskólakennara á sunnudaginn.