Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Haukur Torfa-son, útsölustjóri
ÁTVR á Akureyri,
fæddist á Akureyri 8.
júlí 1953. Hann lést á
Akureyri 12. nóv. síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Ólöf Val-
gerður Jónasdóttir,
húsfreyja, úr Vogum
í Mývatnssveit, f. 21.
júlí 1916, og Torfi
Vilhjálmsson, hús-
vörður, frá Torfunesi
í Kinn, f. 20. mars
1918. Torfi lést í bíl-
slysi 16. júlí 1966.
Haukur var yngstur þriggja
bræðra. Elstur er Jónas Valgeir,
bifvélavirki, f. 27. maí 1942,
kvæntur Sigríði Aðalbjörgu
Whitt, f. 16. feb. 1944. Þau eiga
þrjú börn. Pétur, verkfræðingur,
f. 28. apríl 1946, kvæntur Ólínu
Fjólu Hermannsdóttur, f. 14. des.
1945. Þau eiga tvo syni.
Hinn 21. ágúst 1976 kvæntist
Haukur Kristínu Gunnarsdóttur,
f. 21. ágúst 1956 á Akureyri. Krist-
ín er dóttir Guðrúnar Sigbjörns-
dóttur frv. tryggingafulltrúa, f. 8.
okt. 1925, og Gunnars Steindórs-
sonar frv. kennara, f. 14. sept.
1923. Kristín á þrjá bræður, Stein-
dór, Sigbjörn og Gunnar.
Haukur og Kristín eignuðust
þrjú börn. Þau eru: 1) Katrín
Hólm, háskólanemi, f. 7. maí 1976,
unnusti Kristján Eldjárn Sighvats-
son, stýrimaður, f. 3. sept. 1975. 2)
Kristbjörg Anna, nemi, f. 6. nóv.
1979. 3) Gunnar
Torfi, nemi, f. 25.
jan. 1983.
Haukur ólst upp í
Eyrarveginum á Ak-
ureyri. Hann lærði
ketil- og plötusmíði í
Slippstöðinni á Ak-
ureyri og starfaði
þar að iðn sinni þar
til hann varð fyrir al-
varlegu vinnuslysi
og gat ekki stundað
erfiðisvinnu upp frá
því. Haukur varð
framkvæmdastjóri
Vinnumiðlunar á Ak-
ureyri 1982 þar til hann varð út-
sölustjóri ÁTVR á Akureyri 1987
og gegndi því starfi til dauðadags.
Ungur gerðist Haukur félagi í
KA, en fótbolti átti alla tíð hug
hans. Hann sat í aðalstjórn KA og
var framarlega í flokki knatt-
spyrnudómara og gegndi þar
trúnaðarstörfum. Þá sinnti Hauk-
ur, sem og Kristín, eiginkona
hans, alla tíð ýmsum störfum fyrir
KA. Haukur gekk snemma til liðs
við Alþýðuflokkinn og gegndi þar
ýmsum trúnaðarstörfum. Hann
sat í stjórn Alþýðuflokksfélags
Akureyrar og einnig í stjórn kjör-
dæmisráðs Alþýðuflokksins í
Norðurlandi eystra. Haukur hefur
um nokkurra ára skeið starfað
með Oddfellowreglunni á Akur-
eyri.
Útför Hauks verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Svili, mágur og vinur er látinn
langt um aldur fram.
Haukur Torfason ólst upp við ást-
ríki í Eyrarveginum á Akureyri, hjá
foreldrum og ásamt tveimur eldri
bræðrum. Haukur var yngstur
þeirra þriggja. Haukur gekk hefð-
bundnar brautir þeirra tíma. Hann
lauk gagnfræðaprófi og síðar iðn-
námi í Slippstöðinni á Akureyri. Að
námi loknu starfaði hann að iðn sinni
þar til vinnuslys batt enda á þann
starfsvettvang. Síðan starfaði Hauk-
ur við Vinnumiðlunarskrifstofu Ak-
ureyrar og gerðist útibússtjóri
ÁTVR á Akureyri 1987 og gegndi því
starfi til dauðadags.
Haukur tengdist fjölskyldu okkar
1976 þegar hann kvæntist mágkonu
okkar og systur. Fyrir þann tíma
höfðum við bæði þekkt Hauk frá
ungum aldri mjög. Haukur var ör-
litlu yngri en við. Auk þess lágu leið-
ir okkar saman í íþróttum og stjórn-
málum. Haukur var mikill og
eindreginn KA-maður. Hann lék
knattspyrnu og handknattleik með
KA á sínum yngri árum, en tókst síð-
ar á ævibrautinn við forystustörf í
KA. Hann sat í aðalstjórn KA og lík-
ast til fleiri stjórnum. Auk þess hasl-
aði Haukur sér völl meðal knatt-
spyrnudómara um árabil og gegndi
forystustörfum á þeim vettvangi.
Hin síðari ár önnuðust þau hjónin
kaffiveitingar í leikhléi á kappleikj-
um KA auk fjölda fleiri viðvika sem
þau unnu fyrir félagið. Haukur var í
öflugum innri hóp eldri KA-manna
sem spiluðu fótbolta einu sinni til
tvisvar í viku og hafa alla tíð lagt fé-
laginu mikið lið.
Haukur var alinn upp í skjóli öfl-
ugra jafnaðarmanna. Foreldrar hans
voru félagar í Alþýðuflokknum alla
tíð og lögðu drjúga hönd á plóginn í
hinni pólitísku baráttu. Því var það
eðlilegur framgangsmáti þegar
Haukur gekk í Alþýðuflokkinn. Þar
sat hann í stjórn Alþýðuflokksfélags
Akureyrar og í stjórn kjördæmis-
ráðs flokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra. Við áttum iðulega inni-
haldsríkar umræður um pólitíkina.
Ekki vorum við alltaf algerlega sam-
mála um útfærslur einstakra mála
en jafnaðarhugsjónin réð ríkjum í
hjörtum okkar allra. Hin síðari ár
höfðum við ekki flokksvettvang fyrir
skoðanir okkar. Það dró þó ekki úr
gjöfulum umræðum.
Haukur Torfason var mikið val-
menni. Við minnumst þess ekki að
illu hafi andað til Hauks frá nokkrum
manni. Hann var ætíð reiðubúinn til
að rétta hjálparhönd og fór ekki í
manngreinarálit í þeim efnum enda
búinn undir lífið af fjölskyldu sinni á
þann hátt.
Haukur var vinsæll maður hvort
heldur á starfsvettvangi eða í fé-
lagslífi. Hann var glaðsinna og kátur
dags daglega þrátt fyrir að undir-
tónn alvöru byggi með honum hið
innra.
Þrettán ára gamall varð Haukur
fyrir þeirri þungbæru reynslu að
lenda í bílslysi ásamt foreldrum sín-
um. Hann og móðir hans máttu horfa
upp á eiginmann og föður látast í því
slysi. Sá atburður hafði gríðarlega
mikil áhrif á óharðnaðan ungling.
Eitt sinn ræddi hann þau mál lítil-
lega við okkur en hann bar ekki til-
finningar sínar á torg. Það var raun-
ar svo að Haukur átti alla tíð erfitt
með að ræða opinskátt um það sem á
honum hvíldi. Það var miður. Marg-
sinnis höfðum við reynt að fá hann til
að opna hug sinn, en hann bægði eig-
in vandamálum burt en var boðinn
og búinn að liðsinna öðrum í erfið-
leikum þeirra
Með Hauki Torfasyni er genginn
einn allra besti maður sem við höfum
kynnst. Hann reyndist fjölskyldu
sinni einstaklega vel. Eiginkona og
börn bjuggu við mikið ástríki. Sama
verður sagt um aldraða móður,
bræður og tengdafólk og aðra þá
sem honum stóðu nærri. Ótímabært
andlát Hauks kemur mörgum í opna
skjöldu og reynir á. Eftir lifir minn-
ing um einstakt valmenni sem ekk-
ert skyggir á. Okkur sem eftir lifum
verða ekki færðar betri gjafir.
Elsku Kristín, Katrín, Kristbjörg
og Gunnar. Megi trúin á hið góða lifa
með ykkur.
Guðbjörg, Sigbjörn
börn og barnabörn.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi,
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast Hauks, pabba hennar
Kötu minnar.
Ég man nú ekki hvenær ég hitti
hann fyrst, enda svo langt síðan og
ég bara lítill krakki. En stundirnar
sem ég átti á heimili hans voru ótelj-
andi.
Haukur var góður maður sem átti
yndislega fjölskyldu og alltaf var
maður velkominn á heimili þeirra
hjóna. Matarboðin eru óteljandi og
oft var setið og spjallað og hlegið við
eldhúsborðið fram á nótt. En nú er
Haukur farinn og margir eiga um
sárt að binda.
Elsku Kristín, Kata, Kristbjörg,
Gunni og aðrir aðstandendur, megi
ykkur hlotnast sá styrkur sem þið
þurfið á halda á þessum erfiðu tím-
um.
Innilegar samúðarkveðjur frá mér
og fjölskyldu minni.
Nína.
Hvernig er hægt að setjast niður
og skrifa minningargrein um vin sem
fer alltof fljótt, um vin sem ætlaði að
halda upp á sameiginlegt fimmtugs-
afmæli með mér eftir tvö ár. Það er
sárt og mig skortir orð, ég hef örugg-
lega ekki verið nógu dugleg, Haukur
minn, að klappa þér á bakið og láta
þig vita hversu vænt mér þykir um
þig og hversu yndisleg persóna þú
ert. Ég hlakkaði alltaf til að hitta þig
og sjá glettna brosið þitt og fá ein-
hverjar „pillur“ sem þér fannst við-
eigandi. Þessu tók ég sem gagn-
kvæmri væntumþykju. Ég horfi á
yndislegu börnin þín og sé þig spegl-
ast í þeim. Þau og Kristín frænka
hafa misst mikið en eiga í hjarta sér
minningar um yndislegan eiginmann
og föður. Ég, Tryggvi og börnin okk-
ar, Anna Rún, Sigga og Alli kveðjum
Hauk með trega. Megi góður guð
styrkja ástvini hans og vini.
Aðalbjörg Þorvarðardóttir.
Það er sunnudagur 11. nóvember.
Við félagarnir tínumst inn í KA-
heimilið einn af öðrum, höfum fata-
skipti, leikum fótbolta í eina og hálfa
klukkustund, förum í sturtu, heitan
pott og fáum okkur síðan hefð-
bundna hressingu í sófanum. Við
ræðum að sjálfsögðu um fótbolta, lít-
illega um heimsmálin og leggjum á
ráðin um næsta fagnað.
Síðan kveðjumst við og hver fer
sína leið. Svona hafa flest sunnu-
dagssíðdegi gengið fyrir sig hjá fjór-
tán gömlum KA-félögum síðastliðin
tíu ár.
Í þessum félagsskap er ekki mikið
rætt um persónulega hagi hvers og
eins, heldur er um að ræða hóp sem
kemur saman til að gleyma amstri
hversdagsins og iðka þá íþrótt sem
við teljum merkilegasta allra íþrótta.
Þegar við vinirnir kvöddumst,
þreyttir en endurnærðir á sál og lík-
ama, eftir ánægjulega samveru og
gengum út í milt vetrarveðrið, reikn-
uðum við með að hittast allir kátir og
hressir næsta sunnudag.
Sú varð því miður ekki reyndin,
því einn af okkar kæru félögum,
Haukur Torfason, lést að morgni
mánudagsins 12. nóvember.
Þegar ég hugsa til baka til þessa
sunnudags, þegar við kvöddumst
glaðir í bragði á tröppum KA-heim-
ilisins, koma mér í hug orð skáldsins
úr Eyrarveginum, nágranna Hauks:
Þú skynjaðir gest,
sem var genginn í hlað,
og glæddir þá ljósið á kveiknum.
Þú lézt ekki vita, –
samt vissirðu það,
þig var hann að dæma úr leiknum.
(HG.)
Góður drengur og gamall leik-
félagi hefur verið dæmdur úr leik
langt fyrir aldur fram.
Sunnudagarnir hjá okkur verða
aldrei samir, gleðistundirnar verða
tregablandnar, því nú vantar einn í
hópinn.
Á þessari sorgarstundu sendum
við Kristínu og börnum, aldraðri
móður, bræðrum og öðrum ættingj-
um okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Fyrir hönd fótboltafélaganna,
Guðmundur Heiðreksson.
Það er með miklum trega og eft-
irsjá að ég kveð Hauk Torfason úr
fjarlægð í dag.
Enda þótt við hefðum ekki mikið
saman að sælda síðustu 18 árin,
vegna þeirrar fjarlægðar sem skildi
okkur að, þá lágu samt alltaf þræðir
á milli okkar.
Ég kynntist Hauki fyrst fyrir
milligöngu Kristínar konu hans, sem
verið hefur mér kær frá því hún var í
barnæsku.
Mér leist strax vel á piltinn, þekkti
enda til fólks hans beggja megin frá.
Föðurfólkið, sveitungar mínir, mesta
sómafólk. Móðurfólkið, frændfólk
ágætt úr Mývatnssveit. Sterkir voru
þeir stofnar og góðir sem að Hauki
stóðu. Þann arf fannst mér Haukur
ávaxta vel.
Ágæti sitt bar hann þó ekki á torg.
Um varir hans lék gjarnan feimn-
islegt bros og augun gáfu skilaboð
um að inni fyrir byggi viðkvæm sál.
Haukur var ætíð hlýr í viðmóti og
glaður þegar fundum okkar bar sam-
an. Aldrei heyrði ég hann leggja
nema gott til mála. Hann kom sér
líka hvarvetna vel.
Störfum sínum gegndi hann af
samviskusemi og tillitssemi við sam-
verkamenn sína. Haukur var ungur
settur til mannaforráða og á þeim
trúnaði níddist hann aldrei.
Mér hlotnaðist sú ánægja að fá að
gefa þau Kristínu saman í Akureyr-
arkirkju og síðan að skíra börnin
þeirra eitt af öðru.
Það var mér síðan gleðiefni að
fylgjast með þroskaferli fjölskyld-
unnar. Þann gróðurreit umhyggju
og kærleika, sem heimili þeirra var,
ræktaði Haukur af stakri prýði. Þar
er missirinn mestur.
Ég sendi Kristínu, börnunum og
aðstandendum öllum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og bið góðan
Guð að leggja þeim líkn með þraut.
Blessuð sé minning Hauks Torfa-
sonar.
Jón A. Baldvinsson,
London.
HAUKUR
TORFASON
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 551 3485 • Fax 568 1129
Áratuga reynsla
í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Vaktsími allan sólarhringinn
896 8284
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
!"!!! !#
!
$" %
!""
!#"!""
$%!""
&'
'('!'
")!*+ **+
)***+,